Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 6
6 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað Hluthafar olíufélagsins Olís, Ein- ar Benediktsson og Gísli Baldur Garðarsson, tóku sér 625 millj- ónir króna í arð á hrunárinu 2008 þrátt fyrir að heildartap félagsins hefði numið nærri sex milljörðum króna það árið. Arðgreiðslan var vegna rekstrarársins 2007 en þá hafði hagnaður Olís numið rúm- lega 1.100 milljónum króna. Einar og Gísli Baldur tóku sér því ríflega helminginn af þessum hagnaði í arð árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi Olís fyrir árið 2008 sem skilað var til ársreikninga- skrár ríkisskattstjóra þann 24. júní síðastliðinn. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum þurfa eigendur Olís að koma með nýtt hlutafé inn í rekst- ur olíufélagsins ætli þeir sér að halda yfirráðum sínum yfir því. Olís hefur átt í viðræðum við við- skiptabanka sinn, Landsbankann, út af framtíð félagsins. Ástæðan er sú, líkt og kemur fram í ársreikn- ingum Olís fyrir 2008 og 2009, að félagið skuldar um 16 milljarða króna. Svo gæti farið að Lands- bankinn þurfi að taka olíufélagið yfir í náinni framtíð ef hluthafar þess ná ekki að koma með nýtt fé inn í það. Arðgreiðslan fyrir árið 2007 sýnir hins vegar að eigendur félagsins hafa tekið umtalsverða fjármuni út úr rekstrinum á síð- ustu árum. Þá ber einnig að nefna að eigendur Olís tóku 751 millj- óna króna arð út úr félaginu árið 2006 vegna rekstrarársins 2005 en bókfærður hagnaður félagsins var rúmur milljarður það ár. Enginn arður var hins vegar greiddur út úr félaginu vegna rekstrarársins 2006 en félagið skilaði sáralitlum hagn- aði það árið. Óvissa um rekstrarhæfi Athygli vekur að í ársreikningi Olís fyrir árið 2008, þar sem með- al annars kemur fram að skuldir félagsins hafi farið úr tæpum níu milljörðum króna árið 2007 og upp í sextán milljarða króna árið 2008, er ábending frá endurskoðanda félagsins vegna lánamála þess. Ástæðan fyrir þessari hækkun skulda Olís er sú að mikill meiri- hluti skulda félagsins er í erlendri mynt en íslenska krónan hrundi sem kunnugt er í verði árið 2008. Einnig ber að nefna að Olís tók nýtt langtímalán hjá Landsbank- anum upp á 2,5 milljarða króna á árinu 2008, líkt og DV greindi frá í vikunni. Í ábendingunni kemur fram að vafi geti leikið á um rekstrarhæfi Olís náist ekki samningar á milli hlut- hafa félagsins og Landsbankans: „Án þess að gera fyrirvara í áliti okk- ar viljum við vekja athygli á skýringu 38 í ársreikningnum þar sem greint er frá því að framundan séu viðræð- ur móðurfélagsins við viðskipta- banka sinn um endurfjármögnun langtímaláns sem er á gjalddaga á árinu 2009. Takist samningar ekki um endurfjármögnun gæti kom- ið upp óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins.“ Þrátt fyrir þessa ábendingu greiddu eigendur Olís 625 millj- ónir króna í arð til eina hluthafa félagsins, FAD 1830 ehf., árið 2008. Ársreikningur FAD 1830 ehf. fyrir árin 2008 og 2009 liggur ekki fyr- ir og því er ekki vitað hvort Einar og Gísli Baldur greiddu sér arðinn út úr því félagi. Arðurinn var hins vegar greiddur út úr Olís og til annars félags. Samið um endurfjármögnun Í ársreikningi Olís fyrir árið 2009 kemur svo fram að þessar viðræð- ur Olís við Landsbankann, sem minnst var á í ársreikningnum fyr- ir árið 2008, hafi gengið eftir. Árið 2010 hefði félagið átt að greiða Landsbankanum rúmlega 3,3 milljarða króna vegna útistand- andi lána en náði að lengja í þeim lánum með samningaviðræðum við Landsbankann. Útfærslan á þessari endurfjármögnun var hins vegar ófrágengin í árslok 2009. Um þetta segir í ársreikningn- um: „Samið hefur verið við við- skiptabanka móðurfélagsins um framlengingu langtímaláns með gjalddaga í mars 2010 að upp- hæð 1.180 millj. kr. miðað við árs- lok 2009 og láns með gjalddaga í ágúst 2010 að upphæð 2.155 millj. kr. miðað við árslok 2009, en nán- ari útfærsla þeirrar framlengingar er ófrágengin.“ Þrátt fyrir þessi orð í ársreikn- ingnum virðist framtíð Olís ekki ráðin. Svo gæti því farið þrátt fyr- ir allt að Landsbankinn yfirtaki fé- lagið. n Olís skuldaði sextán milljarða n Hluthafarnir tóku sér arð þrátt fyrir tap og samningaviðræður við bankann n Olís gæti lent í höndum Landsbankans„Takist samningar ekki um endurfjár- mögnun gæti komið upp óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Töpuðu milljörðum en tóku 625 milljóna arð Himinhár arður á hrun- árinu Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er annar aðal- eigenda Skeljungs ásamt Gísla Baldri Garðarssyni. Hann sést hér á Viðskipta- þingi árið 2006. Ársreikningar Olís sýna himinháar launagreiðslur til æðstu stjórnenda: Sex með 274 milljónir í laun Ársreikningur Olís fyrir árið 2008 sýnir að sex æðstu stjórnendur olíufélagsins fengu sam- tals 274 milljónir króna í laun á því ári. Um er að ræða forstjórann Einar Benediktsson, sem einnig er stjórnarmaður, stjórnarformanninn Gísla Baldur Garðarsson, stjórnarmanninn Karsten M. Olesen og þrjá framkvæmda- stjóra hjá Olís, þá Jón Halldórsson, Einar Marinósson og Samúel Guðmundsson. Um þetta segir í ársreikningnum: „Laun stjórnar, forstjóra og þriggja framkvæmdastjóra móðurfélagsins námu alls 274 millj. kr á árinu 2008.“ Sé upphæðinni deilt niður á þessa sex ein- staklinga kemur fram að hvert þeirra hefur fengið tæpar 46 milljónir króna í laun fyrir árið 2008, eða um 3,8 milljónir króna á mán- uði. Þó má ætla að forstjórinn og stjórnar- formaðurinn hafi fengið hærri upphæðir en aðrir lægri. Heildarlaun og launatengd gjöld hjá Olís á þessu ári numu samtals um 2,5 milljörðum króna og störfuðu 408 starfsmenn hjá félaginu. Þessir sex starfsmenn tóku sér því um tíu prósent af heildarlaunagreiðslum félagsins á því ári. Þessi háa tala er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að Olís fór í niðurskurðaraðgerðir á árinu 2008, meðal annars var tíu starfsmönnum sagt upp á skrifstofu Olís í kjölfar hrunsins samkvæmt heimildum, og fækkaði starfsmönnum félagsins um 50 frá árinu 2007. Þá ber auðvitað að nefna þá skuldaerfiðleika sem ljóst var að Olís stefndi í 2008, samkvæmt ársreikningi. „Þegar skorið var niður var ekkert skorið niður hjá þeim,“ segir fyrrverandi starfsmaður Olís sem DV ræddi við en með orðunum á hann við æðstu stjórnendur félagsins. Laun þessara sex æðstu starfsmanna Olís höfðu svo lækkað niður í samtals 80 milljónir króna árið 2009, eða sem nam rúmum 13 milljónum fyrir hvern starfsmann – ríflega eina milljón króna á mánuði að meðaltali. Heildarlaunagreiðslur hjá Olís höfðu þá lækkað um hálfan milljarð króna á milli ára þrátt fyrir fjölgun starfsmanna um tíu. Af þessari 500 milljóna króna lækkun nam lækkun heildarlauna sex æðstu stjórnendanna tæpum 200 milljónum króna. Erfið staða Olís er í erfiðri stöðu ef marka má ársreikninga olíufélagsins. Skuldir félagsins hafa hækkað umtalsvert eftir bankahrunið 2008, meðal annars vegna verðfalls íslensku krónunnar. Myndin sýnir eina af bensínstöðvum Olís. Stjórnarformaðurinn Gísli Baldur Garðarsson er stjórnarformaður og annar af eigendum Olís. Hann sést hér í Héraðs- dómi Reykjavíkur í olíusamráðsmálinu þar sem hann gætti hagsmuna Olís. S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 www.tk.is BRÚÐKAUPS GJAFIR iittala- SKÁLAR GLÖS KARÖFLUR FISLÉTT FERÐA- TÖSKUVIGT HNÍFAPARATÖSKUR TILBOÐSVERÐ kr. 3.990.- OPNUNARTÍMI mánud-föstud. 12-18 laugard.12-16 sunnud. LOKAÐ MATAR- & KAFFISTELL DESERTSKÁLAR ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 Verð frá kr.19.990.- með fylgihlutum ELDFÖST MÓT Halda heitu og köldu að lágmarki í 4 tíma Tilboð kr. 15.295.- iittala- VASAR L A U G A V E G I 1 7 8 Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar: Snuprar Jóhönnu Í málefnasáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að aðhaldi verði beitt í kaupum á sérfræðiráðgjöf fyrir rík- ið og opinberar stofnanir. Þrátt fyrir þetta gagnrýnir Ríkisendurskoðun vinnubrögð forsætisráðuneytisins harkalega fyrir greiðslur ráðu- neyta til starfs- manna félags- vísindasviðs Háskóla Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismað- ur óskaði eftir skýrslu Ríkisend- urskoðunar um kostnað við aðkeypta þjónustu, ráð- gjöf og sérverkefni þáverandi starfs- manna félagsvísindasviðs HÍ á tíma- bilinu maí 2007 til nóvember 2010. Guðlaugur fór fram á úttektina þar sem hann taldi svari forsætisráð- herra við fyrirspurn sinni um sama mál hafa verið mjög ábótavant. Guðlaugur sendi fyrirspurnina á öll ráðuneytin. Þau lögðu hins vegar mismunandi skilning í fyrirspurnina en það hefði átt að vera á ábyrgð for- sætisráðherra að sjá til þess að svör- in væru samræmd. Þá kemur í ljós að í svari forsætis- ráðuneytisins var ekki gerð grein fyrir greiðslum sem runnu til félaga í eigu starfsmanna félagsvísinda- sviðs. Til þeirra hafi runnið umtals- verðar greiðslur sem ekki komu fram í svari forsætisráðherra. Einnig hafi svarið ekki tekið til stundakennara eða þeirra sem voru í ráðningarsam- böndum við ráðuneytin. Aðeins var leitað eftir upplýsingum frá fastráðn- um starfsmönnum félagsvísinda- sviðs sem þáðu verktakagreiðslur frá ráðuneytunum. Þessar fjárhæðir, sem runnu til félaga á vegum starfs- manna, eru umtalsverðar og nema 37 milljónum króna. Þó er tekið fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar að ekki sé sérstök ástæða til að ætla að upplýsingum hafi vísvitandi verið leynt í svari for- sætisráðherra. Í tilkynningu frá Guðlaugi Þór kemur fram að skýrslan sé áfellis- dómur yfir vinnubrögðum forsætis- ráðherra.  „Þetta er áfellisdómur yfir vinnu- brögðum forsætisráðherra, Þetta er gott dæmi um mikilvægi þess að þingið hafi eftirlit með framkvæmd- arvaldinu. Það er mikilvægt að farið verði eftir ábendingunum sem koma fram í skýrslunni“. Guðlaugur Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.