Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 33
Viðtal | 33Helgarblað 1.–3. júlí 2011 Það er ekki einstaklingsbund­ ið vandamál, því ef þetta væru nokkrir geðsjúkir einstaklingar væru þeir mun færri.“ Efast um að þeir séu allir skrímsli „Til þess að geta horfst í augu við þetta þurfum við að hætta að líta á þessa menn sem skrímsli og reyna að skilja hvað gerir það að verkum að menn gera svona. Ég held að þeir séu oft að taka eitthvað sem þeir telja sig mega og eiga því þeim var beint og óbeint kennt að þeir ættu rétt á kynlífi. Í fræðslu grautum við sam­ an kynlífi og ofbeldi og marg­ ir virðast halda að þar á milli sé stórt grátt svæði. En línan þar á milli er mjög skýr og ég hef aldrei orðið vör við að fólk lendi í vandræðum með að skilgreina mismunandi tilfinn­ ingar sem tengjast kynlífi ann­ ars vegar og ofbeldi hins vegar. Ég hef stundum líkt þessu við gamnislag. Allir vita hven­ ær leiknum sleppir og ofbeld­ ið tekur við. Ef öðrum aðilan­ um er farið að líða illa, hann er hættur að leika með og er jafn­ vel farinn að gráta eða mót­ mæla með öðrum hætti, þá er eitthvað að. Í gegnum baráttuna hef ég heyrt sögur margra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og fyrir vik­ ið veit ég um nokkuð marga nauðgara. Þetta eru alls konar menn. Eru þeir allir skrímsli? Ég leyfi mér að halda ekki. Þeir geta vel horfst í augu við eig­ in misgjörðir og tekið ábyrgð þannig að þeir geri þetta ekki aftur. Ég trúi því. Ég trúi á það góða í fólki. En á meðan þeir axla ekki slíka ábyrgð vil ég ekki sjá þessa menn í kringum mig.“ Bað nauðgara um að fara Stundum segir Halla þeim að hún viti hvað þeir gerðu. Einu sinni sagði hún við mann að hún myndi vel eftir því þeg­ ar hann nauðgaði vinkonu hennar. „Djöfulsins vitleysa er þetta,“ sagði hann en gekk í burtu. „Ég hef líka beðið mann sem nauðgaði vinkonu minni um að fara úr partíi. Hann bað ekki um neinar skýringar á því, fór bara. Annars á ég vinkonur sem eru duglegri við þetta og hafa beðið menn um að yfirgefa bari og annað. Og þeir fara. Mér finnst svo mikilvægt að þessir menn eigi ekki rýmið. Að það séu ekki þolendur sem þurfi að fara heldur þeir. Við verðum að setja ábyrgðina þar sem hún á heima og skömm­ ina um leið. En á meðan við höfum verið að þvæla ábyrgð­ inni á milli gerandans og þol­ andans fer skömmin líka yfir á þá sem verða fyrir ofbeldi og það er brjálæðislegt.“ Ölum upp karla sem fyrirlíta konur Halla gengur jafnvel svo langt að segja að nauðganir séu samfélagslega samþykktar og útskýrir það: „Annars væru þær ekki svona margar. Við hömumst við að dreifa ábyrgðinni jafnt á brotaþola og ofbeldismann­ inn með alls kyns goðsögnum um það að konur segi nei en meini já, ljúgi stöðugt upp á menn, gefi eitthvað til kynna með klæðnaðinum – við erum með klæðaburð kvenna á heil­ anum,“ skýtur hún inn í og heldur áfram: „Með því að þvæla sam­ an ofbeldi og kynlífi og búa til eitthvert grátt svæði þar á milli viðhöldum við hugmyndinni um að þetta sé að einhverju leyti eðlilegt ástand þegar þetta er í raun mjög óeðlilegt ástand. Það eru ekki nokkrir vondir einstaklingar sem búa til þetta ofbeldi heldur samfélags­ strúktúr sem skapar valdamis­ ræmi og alls staðar þar sem er valdamisræmi þar er hætta á misbeitingu valds. Þú nauðg­ ar ekki jafningja þínum eða manneskju sem þú berð virð­ ingu fyrir. Á meðan við ölum upp karla sem fyrirlíta konur og segjum að allt sem sé stelpulegt sé öm­ urlegt, það sem stelpur geri sé ekki eins töff og það sem karl­ ar geri og að það sem þær segi sé miður merkilegt ölum við á kvenfyrirlitningu sem aftur elur af sér nauðganir og annað ofbeldi gegn konum.“ Konum haldið frá með ógn um ofbeldi Við höfum verið dálítið upp­ tekin af því hvað konur þurfi að gera, eins og að taka sér pláss á vinnumarkaði, krefjast hærri launa og svo framveg­ is, og hvað þær þurfi að varast en nú er kominn tími á að færa fókusinn yfir á karlana. „Ekki í þeim skilningi að við eigum að leita að söku­ dólgum í þeim heldur að karl­ ar horfi inn á við. Helst þyrftu þeir að stofna karlahreyfingu, líkt og konur gerðu á áttunda áratugnum og fjalla um sam­ félagslega, pólitíska og tilfinn­ ingalega stöðu sína. Þar sem við skiptum samfélaginu í tvo hópa hafa konur og karlar ekki sama reynsluheim en við þurf­ um öll að horfast í augu við það hvernig við gerum hlutina. Ég á einn fésbókarvin sem tekur reglulega upp um­ ræðuna um karla og ofbeldi gegn konum. Í hvert sinn fær hann tugi athugasemda, að hluta til frá körlum sem eru brjálaðir yfir því að hann skuli tala svona um karla. Hann fær samt ekki yfir sig sama óhróðurinn og konur sem tala um ofbeldi karla gegn konum. „Skárra að deyja en að láta taka af mér frelsið“ „Ég lifði af en þurfti að róa mig ef ég ætlaði mér að lifa lengur. Það hefur sem betur fer tekist. „Það eru grimm örlög að elska manneskju sem elskar sig ekki sjálf. Þeir sem gera það ekki eru haldnir sjálfseyðingarhvöt sem brýst oft út í einhvers konar stjórnleysi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.