Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Síða 18
18 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað BÍLALIND.IS Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af. Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af. Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Hetja vill hjálpa veikum börnum Ú ti kyngir kyngir niður snjó. Úti um allt má sjá krakka renna sér á sleðum og fólk í amstri dagsins sem farið er að huga að jólum. Inni á Barnaspít- ala Hringsins er allt hljótt, fyrir utan tvo litla stráka í læknasloppum sem hlaupa til blaðamanns og segjast vera á leið á stofugang. Í sjúkrastofu innst inni á löngum gangi liggur Nikola Dudko, þrettán ára stelpa. Nikola er með hvítblæði. Til að fá að fara inn í herbergi til hennar þarf fyrst að klæða sig í hlífð- arslopp, þvo sér vandlega um hend- ur og sótthreinsa, því hún hefur eng- ar varnir til að verjast bakteríum. Gaman í fótbolta Inni í myrkri stofu liggur Nikola. Hún lagðist inn í gær vegna mikilla verkja. Henni líður ekki vel. Faðir hennar sit- ur við hlið hennar og frammi á gangi leika systkini hennar, Michal, fimm ára, og Oliwia, þriggja ára, undir vök- ulum augum móður þeirra. Nikola greindist með hvítblæði fyrir rúmu hálfu ári. Þá var hún nem- andi í sjöunda bekk í grunnskólan- um á Þórshöfn og æfði fótbolta með Ungmennafélagi Langnesinga. „Ég var í marki,“ segir hún lágum rómi þegar blaðamaður spyr hana hvaða stöðu hún spilar. Aðspurð hvort henni finnist gaman í fótbolta kinkar hún kolli og brosir. Þarf að gangast undir mergskipti Nikola flutti til Þórshafnar með móð- ur sinni og litla bróður frá Póllandi fyrir fjórum árum en faðir hennar, Kristofer, hafði flutt ári á undan. Eftir að hún veiktist hefur fjölskyldan búið tímabundið í íbúð á vegum krabba- meinssjúkra barna og foreldrarnir neyðst til að hætta að vinna. Lyfjameðferðin gengur ekki vel og Nikola þarf að fara til Svíþjóðar í blóðmergskipti. Hún er þó enn of veik til þess að gangast undir slíka aðgerð og einnig á eftir að finna réttan merggjafa. Hún verður minnst í þrjá mánuði úti þegar þar að kemur og foreldrar hennar og systkini fara með. Ætlar að verða hjúkrunar- fræðingur Nikola er mjög veik og á erfitt með að tala. Blaðamaður spyr hana út í mynd af íslenska kvennalands- liðinu í fótbolta sem hangir á vegg fyrir framan rúmið hennar og bros myndast á andliti hennar þegar hún segist vera mikill aðdáandi þess. Þegar hún er orðin stór ætlar hún að verða hjúkrunarfræðingur. „Mig langar að hjálpa veikum börn- um,“ segir hún og segir hjúkrunar- fræðingana á deildinni vera mjög góða. Samfélagið á Þórshöfn stendur þétt við bakið á Nikolu og eftir að hún veiktist tóku nokkrir einstak- lingar á Þórshöfn sig saman og skipulögðu happadrætti til styrkt- ar fjölskyldunni. Miðar voru seld- ir frá Bakkafirði til Kópaskers og tókst svo vel upp að um um 650.000 krónur söfnuðust í styrktarsjóð handa fjölskyldunni. Hilma Stein- arsdóttir, kennari í grunnskólanum á Þórshöfn, er ein af þeim sem stóð fyrir happadrættinu en hún kenndi Nik olu í grunnskólanum. „Nikola er alveg ótrúlega dugleg og seig. Ég dáist að henni,“ segir Hilma og bendir á að enn standi söfnun yfir ef fólk vill létta undir með Nikolu og fjölskyldu hennar. Styrktarreikningurinn er 1129-05- 2913. Kt. 021076-4309 Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Greindist með hvítblæði tólf ára gömul n Enn of veik til að gangast undir beinmergsskipti n Elskar fótbolta og langar að verða hjúkrunarfræðingur„Lyfjameðferðin gengur ekki vel og Nikola þarf að fara til Sví- þjóðar í blóðmergsskipti. Hetja Nikola með systkinum sínum. Það birti yfir andliti Nikolu þegar Michal, fimm ára og Oliwia þriggja ára, fengu að skríða upp í rúm til hennar fyrir myndatökuna. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.