Alþýðublaðið - 03.12.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.12.1919, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ á nýjum fiski hjá fisksölu Hásetafélagsins. 18 aura pá. ej tekin eru 100 pd. í einu. Áusturrisku börnin. í sambandi við áður útgefna auglýsingu um samskot til barnanna tilkynnist það nú hérmeð al- hienningi, að undirskrifaðir nefndarmenn taka allir við samskotum, ®g að samskot eru þegin, hve smá, sem eru. Rvík, 28. nóv. 1919. Ki'istín Jaeobson. Ingibjörg H. Bjarnason. Inga L. Lárnsð. Kristján Jónsson. Kn. Zimson. Thor Jensen. L. Iíaaber. Sighv. Bjaruason. Halldór Hansen. verzlunarhús, sem Garðar Gfísla- s°n átti. Orsök eldsins ókunn. Hræðsla. Sagt er að fólk sé tarið að leggjast í rúmið af hræðslu við þvaðrið í Yísi og Mbl. um heimsendir. Sýnir það, ef satt er, hver ábyrgðarhluti það er, að flytja jafn hranalega lygafregnir útlendra hlaða um heimsendir. Það, sem blöðin áttu að gera, ef þau á aönað borð mintust nokkuð á mál- ið, var að segja frá mótmælunum, 8eín sanna, að þetta er jafn-mikil vitleysa og samskonar fregnir hafa setíð verið áður. i. Símskeyti. Khöfn 2. deB. Eftirmaður Wilsons. Prá London er símað, að mikið Se nú rætt. um hver verða muni ehirmaður Wilsons. Ungverjar. Prá París er símað, að yflrráð- ið hafl viðurkent hina nýju stjórn ^higverjalands og boðið henni, að ^hn megi senda fulltrúa á friðar- ^áðstefnuna, sem taki þó engan bátt í störfum hennar. Wilson tekur sér frí. Wilson heflr tekið sér mánað- leyfi og Marshall varaforseti und- irritar friðarsamningana. Hervald Denikins. Prá Berlín er 'símað, að Denikin hafi iýst yflr, að herræði (militær- diktatur) eitt og einveldi geti frelsað Rússland. Xoli konungnr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). YII. Hallur fékk af tilviljun frí eftir nokkra daga. Það var lítilsháttar tilbreyting frá hinu einmanalega hesthússtarfi. Loftræstingin í nr. 2 bilaði eitthvað og hann fékk snert af höfuðverk. Hann heyrði menn kvarta yflr að ljósin væru dauf. Degar það ágerðist kom skipun um að flytja upp múl- asnana. Þá gat að líta skrítna sjón. Múlasnarnir létu í ljósi hrifni sína yfir sólskininu á mjög skringilegan hátt. Þeir köstuðu sér niður í göturnar, sem voru rykugar og kolsvartar, og veltu sér og böðuðu út öllum öngum. Og þegar þeir voru komnir í útjaðar námusvæð- isins, þar sem almennilegt gras óx, urðu þeir viltir af kæti og galsa eins og kálfur sem látinn er út í fyrsta sinn. Þannig fékk Hailur nokkura stunda frí. Og af því hann var ungur og nýjungagjarn, kleyf hann upp fjallshlíðina til þess að njóta útsjónarinnar. Um kvöldið þegar hann rendi sér niður aftur komst hann í æfintýri, sem bætti við nýjum lit í mynd þá, er hann hafði skapað sér af mannlífinu. Hann kom niður í bakgarð. Þar var dóttir einhvers námu- mansins að taka inn þvott og veitti honum athygli á meðan. Hún var há og sterkleg. Hárið, sem mátt hefði kalla rauðgult, liðaðist um skinandi fagurt andlit hennar, og vangar hennar báru þann hreina og sterka lit, sem náttúran gefur þeim að launum, sem búa þar sem sífelt rignir. Þessi unga stúlka var það fyrsta, sem Hallur hafði séð fagurt síðan hann kom í námunnar, svo það var síst að undra að það hefði áhrif á hann. Honurn fanst líka að hann mætti stara á hana á meðan hún starði á hann. Honum kom ekki til hugar að þar kæmi sjónin til, sem hann var. Hann vissi ekki að fjalialoftið hafði litað kinnar hans og dökku fjörlegu augun ljómuðu og að fjallagolan hafði feikt til módökku lokkunum hans. „Gott kvöld", sagði hún loks hlýlega og kendi greinilega írskrar áherzlu í orðunum. „Gott kvöld*, sagði Hallur í sama tón og bætti síðan kurteis- lega við. „Fyrirgefið að eg kem svona beint ofan i þvottin yðar“. Gráu augun hennar stækkuðu. „Það gerir ekkert, komið þér bara“. JLieiörétting-. í skeytinu í gær hér í blaðinu stóð, að sakamál væri höfðað gegn socialdemokrötunum Schartz og Parona, en átti vitanlega að vera Sehlartz og Parvns. Parvus þessi er frægur fyrir starf sitt sem socialdemokrat, hefir ritað fjöldann allan af bókum og bækl- ingum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.