Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 12
Þ að kemur á óvart hversu margir nefna forgangsröðun tímans fyrir heimili, fjöl- skylduna og frístundir sem ástæðu skilnaðar og sam- búðarslita,“ segir Edda Hannesdóttir sálfræðingur. „Þetta er auðvitað þekkt vandamál en að sjá svona háa tölu sem ástæðu skilnaðar er umhugsunarefni. Um helmingur kvenna nefnir þennan áhættu- þátt sem ástæðu skilnaðar og karlar í 30% tilvika og er munurinn marktækur,“ segir hún. Í lokaverkefni Eddu til MA-gráðu í sál- fræði, sem hún lauk við Háskóla Íslands árið 2012, rannsakaði hún hvað fráskilið fólk teldi vera ástæður skilnaðarins. Flest- ir nefndu að þeir hefðu ekki lengur átt samleið með maka en næstflestir ástleysi. Edda bendir á að þetta séu fremur al- mennar ástæður og spurning hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Í þriðja sæti voru samskipterfiðleikar og rifrildi en sérstaka athygli vakti að tæp 40% sögðu ágreining um forgangsröðum heimilis, fjölskyldu og frístunda vera ástæðu skiln- aðar. Tekið skal fram að þátttakendur gátu nefnd fleiri en eina ástæðu. Edda starfar hjá Sálfræðingum Höfða- bakka þar sem hún sinnir almennri sál- fræðiþjónustu en hefur meðal annars sérhæft sig í hjóna- og parameðferð. Hún veitir einnig ráðgjöf í umgengnis-og for- sjárdeilum enda einnig gert rannsókn á því hvernig fólk semur um framtíð barna sinna við skilnað og sambúðarslit. Sú rannsókn var gerð í samvinnu við Sýslu- mannsembættið í Reykjavík, líkt og rann- sóknin nú. Líkamsrækt og innkaup Rannsókn Eddu á ástæðum skilnaða og sambúðarslitum er fyrsta rannsókn af þessum toga sem gerð er á Íslandi þar sem rannsakað er viðhorf einstaklingsins sjálfs á ástæðum skilnaðarins. Rannsókn- in getur verið mikilvægt innlegg til að- stoðar fólki sem á í sambandserfiðleikum og ekki síður eftir skilnað. Í nýlegri um- fjöllun Fréttatímans um framhjáhald var sérstaklega fjallað um niðurstöður Eddu hvað varðar framhjáhald en hér er rann- sókn hennar skoðuð í stærra samhengi. Edda segir að í nútímasamfélagi geti verið mikið álag á fólki. Flestir þurfa að sinna mörgum hlutverkum í einu. Þá reynir á samvinnu para. „Margar rann- sóknir hafa verið gerðar á samræmingu vinnu, fjölskyldu og heimilisstarfa en sú samræming reynist oft og iðulega erfið meðal hjóna og sambúðarfólks,“ segir hún. Þannig getur til að mynda verið ágreiningur um hver fer með og sækir börnin á leikskólann, hver eyðir meira tíma fyrir sjálfan sig – til að mynda í ræktinni, með vinum og vinkonum, eða hver sér um heimilisinnkaupin og upp- vaskið. „Þetta snýst um hið daglega líf og getur svo sannarlega valdið ágreiningi ef ekki er hugað að þessum málum fljótt Ágreiningur um forgangsröðun tímans fyrir heimili, fjölskylduna og frístundir er áhættuþáttur þegar kemur að skilnuðum, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn á ástæðum skilnaða. Edda Hannesdóttir sálfræðingur segir koma á óvart hversu margir nefna þetta sem ástæðu en konur eru þar í miklum meirihluta. Fólk sem fór aftur í samband innan fárra ára eftir skilnað finnst það búa við meiri lífsgæði en þeir sem voru einhleypir. Skilja vegna ágreinings um tíma Rannsókn Eddu Hannesdóttur sálfræðings á ástæðum skilnaða og sambúðarslitum er fyrsta rannsókn af þessum toga sem gerð er á Íslandi þar sem rannsakað er viðhorf einstaklingsins sjálfs á ástæðum skilnaðarins. Mynd/Hari Um 40% skilja Síðastliðinn aldar- fjórðung hefur skiln- aðartíðni á Íslandi verið um og yfir 40% en á vef Hagstofu Ís- lands kemur fram að á árunum 2006 til 2010 hafi að meðaltali 37% hjónabanda endað með skilnaði. Konur eiga frum- kvæðið Í þeim tilvikum í rann- sókn Eddu þar sem aðeins annar aðilinn hafði óskað eftir skiln- aði var það í 33,9% karlinn en í 65,3% konan. Endurspeglar það niðurstöður er- lendra rannsókna sem sýna að það er mun algengara að konur óski eftir skilnaði en karlar. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is – fyrst og fre mst ódýr! 359 kr.pk. Verð áður 425 kr. pk Nesbú 10 meðalstór egg 15%afsláttur DDaglega D3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks. 12 fréttaviðtal Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.