Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 18
4.990.000 kr. Kia Carens EX Árgerð 3/2014, ekinn 8 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, 7 manna, eyðsla 6,0 l/100 km. 3.590.000 kr. Kia cee’d EX Árgerð 3/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, beinskiptur, eyðsla 4,3 l/100 km. 6.190.000 kr.4.990.000 kr. Kia Sorento ClassicKia Sportage EX Árgerð 7/2013, ekinn 36 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2013, ekinn 33 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. 2.790.000 kr. Kia Cee’d SW LX Árgerð 4/2013, ekinn 65 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Afborgun aðeins 42.000 kr. á mánuði m.v. 279.000 kr. útborgun og 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 9,15% vextir, 10,87% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 84 mánaða. Nánar á lykill.is Útbo rgun aðe ins: 279. 000 kr. Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 ur þegar við tókum atriði þar sem Hannes er í víkingasveitarþjálfuninni, að reyna að drulla sér í gegnum hana, þá eiga þeir að fara ofan í fiskikar og sitja í köldu vatninu og borða hrátt lambshjarta. Ég spurði sísvona hvað við ætluðum að nota í tökunni og fékk það svar að við ætluðum að nota hrátt lambs- hjarta. Já ókei, hugsaði maður með sér,“ segir hann og hlær að minningunni. Darri segir að Gunnar Nelson hafi kíkt í heimsókn á tökustaðinn og hann hafi um- svifalaust gripið eitt hjarta, bitið í það og sagt að þetta væri ekkert mál. Þá hafi hann ekki getað komið sér undan. „Það var gaman að gera þetta allt í alvör- unni, að vera ekkert að þykjast. Og ég var mjög ánægður þegar ég lauk við tökuna og hafði borðað hrátt egg og lambshjarta í eftir- rétt. Alveg þangað til leikstjórinn kom til mín og spurði hvort ég væri ekki til í að gera þetta einu sinni enn.“ Fékk hjálp frá frægum bróður sínum Mér skilst að þú verðir ekki viðstaddur frum- sýninguna. Hefurðu séð myndina? „Nei, því miður leyfðu kringumstæður það ekki. Og ég er ekki búinn að sjá alla myndina. Ég hef séð stiklur og búta þegar ég þurfti að taka upp hljóð eftir á. Þetta lítur rosa vel út. Það er ótrúlega súrt að ég komist ekki heim til að halda upp á þetta með þeim öllum.“ Fyrri myndin var grjóthörð og þessi virðist á sömu nótum miðað við stiklurnar. Varstu alveg tilbúinn fyrir þetta hlutverk? „Jájá, hann Hannes er ekki alveg jafn grjót- harður og hann heldur. Ég er svo heppinn að bróðir minn er í löggunni og ég gat leitað til hans. Hann er reyndar orðinn frægur, sjálfur Ingó hjólabrettalögga! Hann er fær smiður og er búinn að taka lyftingaaðstöðuna hjá lögg- unni í gegn. Ég fékk að lyfta með löggunum þar þegar ég var að undirbúa mig fyrir hlut- verkið.“ Darri segist hafa haft gaman af fyrri Borgríkis-myndinni. Hún hafi verið eins og útlenskur krimmi sem gerðist á Íslandi. „Það verður gaman að sjá hvort fólk tengir við þessa mynd. Ég hef þegar séð athugasemdir við að Hannes sé að vinna fyrir innra eftirlit lögreglunnar í myndinni, en það er ekkert innra eftirlit lögreglu á Íslandi. Það getur verið mjög gaman að lesa þessi kommenta- kerfi á fjölmiðlunum. Það er oft fyndnara en fréttin sjálf.“ Strax annað barn á leiðinni Darri er kvæntur Michelle Datuin, sálfræð- ingi og ljósmyndara. Þau eignuðust sitt fyrsta barn sumarið 2013, soninn Nolan Darra Ingolfsson. Hvernig kanntu við þig í pabba- hlutverkinu? „Ég elska þetta hlutverk. Þetta er náttúr- lega mun meiri sálfræðileg breyting fyrir konuna. Hún er nú með brjóstin og hann hangir utan á henni daginn út og inn. En þetta breytir auðvitað lífi manns og áherslum í lífinu. Ég hef sagt við vini mína að ég gæti verið að gera ýmislegt annað ef ég hefði ekki eignast barn en ekkert væri jafn merkilegt. Ég gæti til dæmis verið blindfullur í Las Vegas en það myndi engu skila,“ segir Darri sem er svo ánægður með pabbahlutverkið að annað barn er á leiðinni. „Já, númer tvö er á leiðinni í febrúar. Við vildum ekki að strákurinn yrði einkabarn og á morgun komumst við að því hvort hann eignast bróður eða systur. Ég ætlaði að reyna að sitja á mér og fá ekki að vita að vita kynið en ég held að ég verði að fá að vita það.“ Eitt og hálft ár verður á milli systkinanna og því má búast við að líf og fjör verði á heimilinu í framtíðinni. „Brósi sagði við mig að þetta verði „hell“ í eitt til þrjú ár og rosaleg vinna. En eftir það geti þau haft ofan af fyrir hvort öðru og skemmt hvort öðru. Ég ætla að vona að það standist.“ Kominn til að vera í Los Angeles Hann segir að það sé dýrt að ala upp krakka í Los Angeles og það hafi verið smá sjokk þegar hann fór að skoða leikskóla. „Við vild- um finna einhvern góðan og fundum einn sem er í göngufæri frá húsinu mínu. Það þekkist nú bara varla í þessari borg. Þetta er rosalega frjáls skóli, það er bara talað við krakkana og þeir eru aldrei skammaðir. Og það eru dýr þarna. Hann kostar bara 1.200 dollara á mánuði sem er næstum 150 þúsund kall! Þannig að nú er ég á fullu í prufum og segi ekki nei við mörgu,“ segir hann hlæjandi. Talandi um að velja og hafna. Darri segir að það sé mikilvægt að marka rétta stefnu í vali á hlutverkum til þess að festast ekki þar sem hann vill ekki vera. „Ég prófaði að vera aukaleikari í tvö skipti þegar ég var ný- kominn hingað út en fann að það drap í mér sálina. Það var ótrúlegt lið sem var í þeim bransa. Ég ákvað að fara frekar að vinna á veitingahúsi.“ Nú þegar hann hefur starfað í Los Angeles um árabil berast enn misgóð til- boð. „Mér var boðinn árs samningur við sápuóperuna Young and the Restless. Það hefði þýtt að maður væri í tökum frá morgni til kvölds alla daga. LeAnn, kona sem ég vinn með, sagði að ég væri ekki fara í neina andskotans sápu. Það var gott að heyra það frá henni og vita þar með að hún ætlar sér stærri hluti með mig. Ég veit að ég er í góðum höndum. Það er gott að minna sig á af hverju maður kom hingað. Þó svo maður sé kominn með fjölskyldu er ekki hægt að slá af kröfunum.“ Darri segist vera kominn á sinn stað. Hann sér fyrir sér að vera í Los Angeles um ókomna tíð. „Þetta er lífið mitt hérna. Hér líður mér vel. Ég sakna náttúrlega vina og fjölskyldu á Íslandi og að halda jól. Núna er ég á þeim stað að ég þarf að hamra járnið meðan það er heitt og vinna eins mögulega mikið og ég get. Svo getur maður vonandi slakað á eftir nokkur ár og ferðast og notið lífsins.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Fæddur árið 1979 og ólst upp í Garðabæ og Reykjavík.  Heitir fullu nafni Snævar Darri Ingólfsson.  Flutti til Los Angeles 2009 og keypti sér Mustang.  Keyrði út skyndibita og var þjónn á bar á Sunset Strip til að byrja með.  Hefur leikið í sjónvarps- þáttunum Last Resort og Dexter.  Leikur eitt aðalhlut- verkanna í Borgríki 2 sem frumsýnd verður í næstu viku.  Kvæntur Michelle Datuin. Eiga soninn Nolan og annað barn er væntan- legt. Hver er DArri ingóLFSSon? Darri Ingólfsson hefur verið búsettur í Los Angeles síðustu fimm ár. Hann hefur smám saman unnið sig upp metorða- stigann og eftir að hann landaði hlutverki í Dexter í fyrra er hann farinn að keppa um stór hlutverk í sjónvarpsþáttum. 18 viðtal Helgin 10.-12. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.