Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 48
48 fjölskyldan Helgin 10.-12. október 2014 Barna- og fjölskylduvernd M ér finnst óþægilegt þegar stjúpsonur minn lokar sig af inni í herbergi. Hann stjórnar bæði manninum mínum og heimilinu með fýlu, ekki hjálpar mamma hans til með illu umtali. Það er nú flestum kunnugt að baknag og langvarandi ágreiningur foreldra og er ekki eingöngu til ama og leiðinda, ágreiningurinn er líka börnum beinlínis skaðlegur og flækir líf þeirra stundum langt fram á fullorðinsár. Geta þeir verið á sama tíma í afmæli barnabarnanna þegar þar að kemur? Við skilnað hafa foreldrar ekki lengur sömu yfirsýn yfir líf barna sinna og áður, séu deilur á milli þeirra verður hún enn minni. Börn læra að rugga ekki bátnum „að óþörfu“ með umræðum um hvað eigi sér stað á hinu heimili þeirra. Þó hlutirnir lagist eitthvað upplifa sum að þeim sé ekki trúað. En hann var frekar daufur drengur- inn sem var þreyttur á því að þurfa sífellt að verja mömmu sína, þegar pabbi hans og stjúpa sögðu hana tala illa um þau. „Það er ekki satt, ekki lengur,“ sagði hann brostinni röddu. Mamma hans hafði talað illa um þau í fyrstu en hún var löngu hætt því og hvatti hann frekar en latti að fara til pabba síns. Þeir feðgar höfðu allt- af átt gott samband og fannst mömmu hans sorglegt að pabbi hans virtist sjaldan gefa sér tíma fyrir son sinn eftir að hann fór í nýtt samband. Mamma hans hafið reynt að ræða um það við pabba hans en hann tók því illa og sagði hana ekki geta unnt sér þess að hann væri ástfangin. Hún yrði að hætta að beita syni þeirra gegn honum. Strákurinn fann sig ekki lengur heima hjá pabba sínum eftir að hann fór í nýtt samband. Stjúpan hafið verið mjög skemmtileg fyrst og pabbi hans glaður, en nú var andrúmsloftið þrungið spennu þegar hann var hjá þeim. Streitan og áreitið sem fylgir erfiðum samskiptum foreldra veldur líka ósjaldan kvíða og pirringi hjá stjúpforeldrinu. Koma stjúpbarna á heimilið, sem í fyrstu fylgdi eftirvænting og áhugi, breytist gjarnan í kvíðahnút á mánudegi sé von á þeim á föstudegi. Sé samstarf foreldris og stjúpforeldrisins á heimilinu ábótavant, fylgir veru barnanna enn meiri streita og kvíði. Börn, rétt eins og fullorðnir, reyna að forðast slíkar aðstæður sé ekkert að gert. Áður en fyrrverandi er kennt alfarið um að börn séu ósátt á heimilinu eða vilja ekki koma er ástæða til að skoða með opnum huga hvort framkoma okkar sjálfra ýti undir deilur, sem og aðstæður barna/stjúpbarna á heimilinu. Algengt umkvörtunarefni barna í stjúpfjölskyldum er að þau fái sjaldan eða aldrei tíma ein með foreldri sínu, ekki sé gert ráð fyrir þeim, stjúpforeldri grípi sífellt inni í samskipti þeirra við foreldrið sitt og hlutirnir hafi gerst allt of hratt. Settar séu reglur og venjur sem þau eigi að tileinka sér á stuttum tíma. Sumum finnst að það sé gert upp á milli barna og þau fái litlar upplýsingar. En efinn um ást foreldris og að það muni standi með því þegar á þarf að halda, reynist þeim erfiðastur. Börn láta gjarnan líðan sína í ljós með hegðun sinni. Sé lítill skilningur á stöðu þeirra og þá fullorðnu skortir „verkfæri“ til að leysa málið á uppbyggilegan máta, lenda sum hver í hlutverki blórabögguls á heimilinu. Stjúpforeldri getur átt það til að réttlæta framkomu sína og slæma líðan með hegðun barnsins og leita sífellt að vís- bendingum, stundum raunverulegum en oftast ímynduðum, um að eitthvað sé að barninu. Finni foreldri og stjúpforeldri ekki viðeigandi leiðir til að takast á við þessar aðstæður eða læra að fyrirbyggja þær, er hætta á að „lausn vandans“, felist í stopulum samskiptum eða skorið sé á öll tengsl við barnið. Börn þurfa fullvissu um að þau skipti foreldra sína máli og ekki sé skorið á tengslin við þau vegna erfiðra samskipta milli foreldra eða í stjúpfjölskyldunni sjálfri. Þegar horft er á hegðun og líðan barna í stjúpfjölskyldum má hafa í huga að þau hafa upplifað margvíslegan missi og sum óttast að missa enn meira. Félag stjúpfjölskyldna, með stoð og styrk velferðarráðuneytisins, býður upp á ókeypis símaráðgjöf – og fyrirlestra víða um land. Líttu við á www.stjuptengsl.is Finni foreldri og stjúpforeldri ekki viðeigandi leiðir til að takast á við þessar aðstæður eða læra að fyrirbyggja þær, er hætta á að „lausn vandans“, felist í stopulum samskiptum eða skorið sé á öll tengsl við barnið. Er blóraböggull í fjölskyldunni? Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heiMur barna Börn þurfa full- vissu um að þau skipti foreldra sína máli og ekki sé skorið á tengslin við þau vegna erfiðra samskipta milli foreldra eða í stjúpfjölskyldunni sjálfri. SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á verkum eins virtasta listamanns Svía af sinni kynslóð, Andr- eas Eriksson (f.1975). Eriksson, sem meðal annars var fulltrúi Svíþjóðar í norræna skálanum á Feneyjar- tvíæringnum árið 2011, hefur aðallega unnið að mál- aralist síðastliðna tvo áratugi en á yfirlitssýningunni eru líka ljósmyndir, höggmyndir, kvikmyndir og vefnaður. Yfirlitssýningin er útgangspunktur Ör-nám- skeiðs sem haldið verður fyrir börn á aldrinum 5-7 ára í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum um helgina. Hugmyndasmiðjan er opin smiðja fyrir alla og til- gangur hennar er að veita börnum innblástur í skap- andi samvinnu við að skoða og rannsaka myndlist, uppgötva eitthvað nýtt og verða fyrir áhrifum af heimi listarinnar. Leiðbeinandi um helgina er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir myndlistarmaður en hún vinnur með gjörninga í verkum sínum þar sem hún skoðar m.a. það hugmyndaferðalag sem listamaðurinn leggur í við vinnslu á listaverki. Á námskeiðinu verður lagt í þetta hugmyndaferðalag listarinnar og ef veður leyfir verður einnig farið í stutta rannsóknarferð um Klambratún áður en hafist er handa í smiðjunni. Námskeiðið fer fram á Kjarvalsstöðum laugardag- inn 11. október milli klukkan 13 og 16. Aðgangur er ókeypis og óþarfi er að skrá sig. -hh Hugmyndaferðalag fyrir börn á aldrinum 5-7 ára Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.