Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 79

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 79
10. október 2014 — 3 — Ragnheiður Garðarsdóttir hefur starfað sem leikskólakennari í 19 ár. Hún vinnur mikið á gólfinu og þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ragnheiður er greind með slitgigt og hefur fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. "Haustið 2012 var ég í berjamó og varð svo slæm á eftir að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég sá best hversu slæmt ástandið var á því hvað göngulagið mitt var orðið skelfilegt í myndbandi frá Flórídaferð fjölskyldunnar haustið 2011." Öðlaðist nýtt líf "Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég árangri. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Ég hef stundað æfingar í Meta- bolic af fullum krafti síðan vorið 2013 og tek þá aðeins meira af NUTRILENK GOLD. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án sársauka. Ég átti mjög erfitt með að klæða mig í sokka og skó á morgnana og þurfti að fá aðstoð. Það er allt annað í dag, ég get bókstaflega allt! Ég er meira að segja farin að fara í kraftgöngur á ný. Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD." Nutrilenk er fáanlegt í estum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N .IS NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Verkirnir hreint helvíti á jörð Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Ragnheiður Garðar sdóttir leikskólakennari Níu evrópsk sjúkra- hús hlutu verðlaun Níu evrópsk sjúkrahús fengu EMRAM stig 6 verðlaun á hinni árlegu CIO ráðstefnu sem haldin var í Róm á dögunum. Þetta kemur fram á vefsíðunni ehealthnews.eu. Þetta er í fyrsta sinn sem sjúkrahús á Bretlandi og Írlandi hljóta þessi tilteknu verðlaun. EMRAM stendur fyrir The European EMR Adoption Model og er ætlað að meta fram- gang og áhrif rafrænna sjúkraskráninga á sjúkrahúsum. Það samanstendur af átta stigum (0-7) sem sjúkrahús geta notað til að fylgjast með árangri sínum. Sjúkrahús á stigum 6 og 7 eru því í hæsta gæðaflokki þegar kemur að notkun rafrænna sjúkra- skráninga til að bæta öryggi sjúklinga sinna. Croydon University Hospital er eitt af sjúkrahúsunum sem hlaut verðlaunin. Ljósmynd/Wikimedia Commons Instagram fyrir lækna Nýtt app sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að deila myndum af sjúklingum á milli sín og læknanema verður kynnt í Vestur-Evrópu í lok árs. Þetta kemur fram á vef BBC. Hingað til hafa meira en 150 þúsund læknar prófað appið. Andlit sjúklinganna er sjálfkrafa hulið í appinu en notendur þurfa sjálfir að hylja persónu- greinanleg einkenni eins og tattú. Hver sem er getur hlaðið niður appinu en aðeins heilbrigðisstarfsfólk getur hlaðið upp myndum eða skrifað athugasemdir við þær. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum og hvernig eigi að tryggja trúnaðarupplýsingar sjúk- linganna. Josh Landy, höfundur appsins, segir hinsvegar að appið geymi engar upplýsingar úr sjúkraskrám. Appið hefur verið kallað Instagram fyrir lækna. Mynd/facebook.com/figure1app Hlutu Nóbelsverðlaun fyrir „staðsetningar- búnað“ heilans Hjónin May-Britt og Edvard Moser ásamt John O'Keefe hlutu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Verðlaunin fengu þau fyrir að uppgötva „staðsetningarbúnað“ heilans sem gerir fólki kleift að átta sig á staðsetningu sinni og fara á milli staða. Niðurstöður rannsókna þeirra gætu hjálpað til við að útskýra af hverju Alzhei- mers sjúklingar eiga erfitt með að átta sig á umhverfi sínu. Verkfall lækna yfirvofandi Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands lauk í gær en yfir 80% atkvæðisbærra lækna tóku þátt. Yfir 90% þeirra sam- þykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Náist ekki samningar er gert ráð fyrir að þær hefjist 27. október. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir læknar boða til verkfalls síðan þeir fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum. Þetta kemur fram á mbl.is. Apple í samstarf við heilbrigðisstofnanir Tölvurisinn Apple færir út kvíarnar í heil- brigðisgeiranum. Fyrirtækið hefur í hyggju að gefa út „klæðanleg“ tæki (e. wearable devices) sem hægt er að nota til að fylgjast með hjartslætti, blóðsykri, súrefnismagni í blóði og koffíninntöku. Þetta kemur fram á vef Guardian. Í júní á þessu ári var tilkynnt um samstarf Apple við háskóla, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir um fram- leiðslu á hugbúnaði sem nefnist Healthkit, en hann gerir forriturum kleift að þróa öpp fyrir ýmis heilsufarsvandamál. Lögð er áhersla á öryggi gagna en notandinn hef- ur fulla stjórn yfir sínum gögnum en get- ur deilt þeim með heilbrigðisstarfsfólki ef hann kýs svo. Dr. Mohammed Al-Ubaydli sem rekur frumkvöðlafyrirtækið Patients Know Best segir að heilbrigðiskerfið snúist að miklu leyti um gögn og vörslu þeirra. „Þetta snýst um að vita réttu hlutina um réttan sjúkling á réttum tíma. Núverandi gagnakerfi er ekki nógu gott og nú er tækifæri fyrir tæknifyrir- tæki að leysa það.“ Einnig gæti þetta reynst mikið fram- faraskref í heilbrigðisþjónustu fyrir aldr- aða, en á komandi árum er líklegt að öldr- uðum muni fjölga mikið. „Tækni er eina leiðin til að veita meiri heilbrigðisþjónustu, án auka fjármagns, til þeirra einstaklinga sem eru að lifa lengur“ segir Al-Ubaydli jafnframt. Apple hyggst gefa út klæðan- leg tæki sem fylgjast m.a. með blóðsykri. Ljós- mynd/Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.