Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 82
Íslendingum meinaður aðgangur að nýjum lyfjum vegna sparnaðar Ha ll a Ha r ða r dót tir H elgi Sigurðsson, yfirlæknir krabbameinslækninga, er ekki sáttur við stöðu lyfja-mála og telur Sjúkratrygg- ingar Íslands notast við allt of stífar viðmiðunarreglur í sparnaðarskyni. „Hér hafa verið búnar til flóknar reglur um mál sem eiga ekki að vera flókin. Hingað til höfum við verið framar- lega og fengið ný lyf á undan hinum Norðurlöndunum, en nú erum við að verða eftirbátar þeirra. Áður fyrr tókum við alltaf mið af Norðurlönd- unum en nú vilja Sjúkratryggingar og yfirvöld hinsvegar að við miðum við NICE (National Institute for Health and Care Excellence), sem er breskt frekar íhaldsamt apparat. En Bret- arnir eru með annað kerfi til hliðar við NICE, sem við höfum ekki. Þeir veita til dæmis fjármunum framhjá NICE og úr varasjóð, til þeirra sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma. Það sama er uppi á teningnum á hinum Norðurlönd- unum sem annars eru líka frjálslegri en Bretarnir. Þar að auki eru öll þessi lönd með mjög margar lyfjarannsóknir sem við fáum ekki aðgang að þar sem við erum svo fá.“ Miðað við Bretland í sparnaðar- skyni Í samkomulagi Sjúkratrygginga Ís- lands og Landspítala frá 1. júní 2011 var gert ráð fyrir að við upptöku nýrra lyfja og gerð klínískra leiðbeininga yrði miðað við að lyfið væri komið í notkun í fjórum af fimm viðmiðunar- löndum, sem eru Norðurlöndin og Bretland. Síðan varð sú stefnubreyting yfirvalda árið 2012 að almennt ætti að miða við leiðbeiningar NICE (National Institute for Health and Care Excel- lence) í Bretlandi varðandi meðferð með dýrum líftæknilyfjum, svoköll- uðum S-lyfjum. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkra- tryggingum var þeim tilkynnt þann 29. júní 2012, í bréfi frá velferðarráðu- neytinu að ráðuneytið teldi eðlilegt og sjálfsagt að almennt skyldi miðað við notkunarleiðbeiningar NICE þrátt fyrir að vera þrengri en þær reglur sem gilt höfðu áður. Einar Magnússon lyfjamálastjóri segir reglunum hafa verið breytt til að beita aðhaldi þar sem kostnaður á því 10. október 2014— 6 —  Dýr líftæknilyf Íslendingar fá ekki sömu lyf og nágrannaþjóðirnar vegna sparnaðar því árið 2012 voru teknar upp nýjar vinnureglur við innleiðingu nýrra lyfja. Áður var miðað við reglur annarra Norður- landa við upptöku lyfja svo Íslendingar stóðu jafnfætis öðrum Norðurlandabúum hvað varðar aðgang að nýjum lyfjum. Lyfjamálastjóri segir reglunum hafa verið breytt til að spara í heilbrigðiskerfinu því kostnaður á því ári stefndi í að fara umtalsvert fram úr fjárlögum. Landspítalinn og krabbameinslæknar vilja breyta reglunum til baka og heilbrigðisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Samkvæmt okkar siðareglum þá getum við alls ekki sagt við fólk að samfélagið hafi ekki efni á meðferð eða að það sé orðið of gamalt eða veikt til að fá bestu með- ferð sem völ er á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.