Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 10.10.2014, Blaðsíða 86
— 10 — 10. október 2014 Runólfur kjörinn framtíðarforseti Evrópusamtaka lyflækna Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum SVÆÐAMEÐFERÐ SNERTING · SKYNJUN · ÞEKKING VIÐBRAGÐSMEÐFERÐ Svæðameðferð til sjálfsstyrkingar og slökunar fyrir þig og þína 36 kennslustunda námskeið sem hefst: n Á Akureyri 20. október, upplýsingar gefur Katrín í síma 8957333 n Í Reykjavík 24. október, upplýsingar gefur Gréta í síma 8937314 Námskeiðið er metið inn í heildarnám í Svæða og viðbragðsmeðferðaskóla Íslands Skráning á www.nudd.is Nuddskóli Reykjavíkur Svæða- og viðbragðsmeðferðaskóli Íslands Japanskur „vöðvagalli“ aðstoðar við erfiðisvinnu Hiroshi Kobayashi hjá Tokyo University of Science hefur hannað svokallaðan „vöðvagalla“ (e. muscle suit) til aðstoðar við að lyfta þungum hlutum. Markhópur- inn er fyrst og fremst einstaklingar sem glíma við hreyfivandamál og svo þeir sem eru gjarnir á að fá bakvandamál við vinnu sína eins og verkamenn og starfs- fólk á hjúkrunar- og elliheimilum. Einnig á gallinn að gera öldruðum kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Þetta kemur fram í frétt á vef breska blaðsins Guardian. Gallinn virkar þannig að notandinn „klæðir“ sig í hann og festir hann við lærin og efri líkama. Lofti er síðan pumpað í gallann sem auðveldar not- andanum svo um munar að lyfta þung- um hlutum. Gallinn hindrar ekki nein- ar hreyfingar og því getur notandinn hreyft sig frjálslega um í honum. Tilgangurinn með gallanum er meðal annars sá að koma til móts við mikla fjölgun aldraðra í Japan en mörgum fjöl- skyldum í Japan reynist það um megn að sjá um aldraða fjölskyldumeðlimi. Gallinn hjálpar öldruðum að lifa sjálf- stætt lengur og hjálpar auk þess starfs- fólki hjúkrunar- og elliheimila við að aðstoða vistmenn heimilanna. Kobayashi hefur unnið að frumgerð gallans í meira en áratug. Gallinn er unninn í samstarfi við fyrirtækið Ki- kuchi Seisakusho en Kobayashi áætlar að gallinn verði mögulega kominn í al- menna notkun meðal aldraðra og fatl- aðra við lok þessa áratugar. Tveir tíu kílóa pokar af grjónum verða eins og lítill poki af sykri í „vöðvagall- anum“. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Land- spítalanum og prófessor í lyflæknisfræði (nýrnalæknis- fræði) við læknadeild Háskóla Íslands, var á dögunum kjörinn framtíðarforseti Evr- ópusamtaka lyflækna (Euro- pean Federation of Internal Medicine). Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Hann mun sitja sem forseti í fram- kvæmdastjórn samtakanna næstu tvö árin og taka svo við sem forseti. Kjörið fór fram á fundi Evrópusamtakanna í Tartu í Eistlandi 27. september síðastliðinn. Evrópusamtök lyflækna er samband félaga lyflækna í Evrópulöndum. Félag íslenskra lyflækna á aðild að samtökun- um en Runólfur hefur verið formaður þess frá árinu 2001. Runólfur Pálsson. Mynd/landspitali.is  LýðhEiLsa afnám EinkaLEyfis Ríkisins á áfEngissöLu Landlæknir varar við áfengi í matvörubúðum Landlæknir varar við afleiðinum þess að heimila sölu áfengis í matvörubúðum líkt og ráðgert er með nýju frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi á haustþingi. Þvert á það sem fram kemur í greinargerð með frumvarpinu segir landlæknir að alþjóðlegar rannsóknir bendi til þess að afnám einkasölu á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu. Sigr íður Dögg AuðunSDót tir g eir Gunnlaugsson land-læknir segir að alþjóðlegar rannsóknir bendi til þess að afnám einkasölu á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu, þvert á það sem fram kemur í greinar- gerð með frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi á haustþingi. Enn fremur sýna rannsóknir að samhliða aukinni áfengisneyslu aukist samfélagslegur kostnaður vegna áfengistengdra vanda- mála, að sögn Geirs. Verði það að lögum verður verslunum heimilt að selja allar tegundir áfengis að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Í pistli sem landlæknir birtir á vef embættisins er vísað í ýmsar rannsókn- ir sem nýtast við stefnumótun í áfeng- ismálum. Í þeim kemur meðal annars fram að áfengi getur valdið líkamlegum, andlegum og félagslegum skaða vegna eituráhrifa á líkamann, vímu og fíknar. Meginskýringin á samfélagslegu tjóni af völdum áfengis er vegna vímunnar sem hefur í för með sér ofbeldi, um- ferðarslys og önnur slys. Samkvæmt skýrslunni Global status report on alcohol and health frá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni mátti á ár- inu 2012 rekja 5,9% dauðsfalla í heim- inum til áfengis. Hlutfallið er hæst, eða 13,3%, í Evrópu þar sem áfengisneysla er einnig mest. Á sama hátt má rekja um 5% af sjúkdómabyrði og slysa á heims- vísu til áfengisneyslu, segir í pistlinum. Samkvæmt skýrslunni er einnig sterkt samband milli óhóflegrar áfengis- neyslu og ofbeldis af ýmsum toga, svo sem heimilisofbeldi, vanrækslu barna, nauðgana og ofbeldis meðal ungmenna. Þá eru ótalin þau áhrif sem áfengis- neysla hefur á aðra en þann sem þess neytir og samfélagið í heild. Í Að- gerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar kemur meðal annars fram að þessi áhrif eru ekki minni en vegna óbeinna reykinga og mun meiri en vegna notkunar ólöglegra vímuefna. „Aukið aðgengi að áfengi, sem leiðir til aukinnar áfengisneyslu, er því lík- legt til að auka tíðni ofbeldis og ann- arra samfélagslegra vandamála sem geta tvöfaldað samfélagslegan kostnað vegna áfengisneyslu,“ segir Geir. „Því verður að skoða heildarmyndina áður en einkasala ríkisins á áfengi er afnum- in, ekki síst í ljósi þess að Alþingi er nú einnig með til skoðunar frumvarp um aðgerðir til að draga úr heimilisofbeldi.“ Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir virkum aðgerðum til að draga úr skað- legum áhrifum áfengisneyslu. „Stýring á aðgengi að áfengi er árangursrík leið til að takmarka áfengisneyslu og um leið mjög virk forvarnaraðgerð,“ bendir hann á. „Niðurstöður rannsókna benda eindregið til þess að einkasala ríkisins á áfengi dragi úr neyslu og tjóni sem af henni hlýst og ef einkasölunni er aflétt aukist heildarneysla áfengis,“ segir Geir ennfremur. „Sú breyting á löggjöf um aðgengi og verð á áfengi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi getur því haft umtalsverðar af- leiðingar fyrir líf og heilsu einstaklinga og lýðheilsu hér á landi,“ segir Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.