Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Blaðsíða 10
L ögreglan á Vopnafirði rann- sakar nú meint ærumeiðandi ummæli Emils Thoraren- sen í garð lögreglumanns- ins Þórs Þórðarsonar, sem hann kallar Ofur-Þór. Ummælin lét Emil falla í opnu bréfi sem hann birti á Facebook-vegg sínum og stíl- að var á Inger L. Jónsdóttur, sýslu- mann á Eskifirði. Þar segir hann Inger leiksopp undirmanna sinna og beinir spjótum sínum sérstaklega að nefndum Ofur-Þór. Emil kallar Þór uppáhaldslögreglumann sýslu- mannsins og sakar Inger um að bera – ítrekað og óverðskuldað – af hon- um blak. „Hann (Þór Þórðarson, sem þú réðst hingað til starfa og hefur haldið verndarvæng yfir) er þekktur fyrir sitt einelti í garð almennra borg- ara eftir að hann gekk í lögregluna,“ segir meðal annars í bréfinu. Auk þess fullyrðir hann að Þór sé „einkar illa þokkaður lögregluþjónn“, „galla- gripur“, „einstrengingslegur“ og að hann muni halda áfram „einelti, í garð samborgara sinna, þegar hann hefur stöðu til þess“ enda „hefur hann ekki vit á öðru meðan hann kemst upp með það og yfirmenn hans halda hlífiskildi yfir honum.“ Inger vildi ekki tjá sig um málið, þar eð hún léti sig mál ritsóða engu varða. Ljóst er af viðbrögðum lög- reglunnar að um mikið vandræða- mál er að ræða. Þögn lögreglu Emil og Þór eru búsettir á Eskifirði, en sökum vanhæfis lögreglunnar á staðnum var lögreglumaður frá Vopnafirði fengin til að annast skýrslu töku á hinum meinta rit- sóða. Á milli þessara tveggja kaup- staða eru 179 kílómetrar. Blaða- maður reyndi ítrekað, í marga daga, að ná tali af einhverjum hjá lög- reglunni á Vopnafirði sem gæti tjáð sig um rannsóknina en án árangur. Þá hringdi hann í lögreglustjórann á Seyðisfirði, undir hvern lögreglan á Vopnafirði heyrir, og náði tali af stað- gengli hans, Birnu Kristínu Einars- dóttur. „Við tjáum okkur ekkert um nein mál,“ sagði Birna upphaflega en hringdi síðar aftur í blaðamann til að staðfesta að málið væri til rannsókn- ar en að hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Lögreglumaðurinn kærði Í 234. gr.-240. gr. almennra hegn- ingarlaga er tilfinningum manna og sálarlífi veitt refsivernd, nánar tiltekið ærukennd þeirra. Yfirleitt fara menn, sem telja á æru sinni brotið, í einka- mál við þann sem ærumeiðinguna hafði uppi, og fá dæmdar skaðabæt- ur ef að stefnan er á rökum reist. Sér- stakar reglur gilda um brot gegn opin- berum starfsmönnum. „Ef móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta ákæru eftir kröfum hans.“ Ljóst er því að lögreglumaðurinn hefur gert slíka kröfu því að lögregluemb- ættið á Seyðisfirði hefur nú sett málið á oddinn. Aðspurð hvers vegna emb- ættið hafi ákveðið að senda mann frá Vopnafirði alla leið til Eskifjarðar til að rannsaka Facebook-færslu manns sem sakamál segir Birna: „Ég hef ekk- ert meira um þetta mál að segja. Lög- reglumaður frá okkur rannsakar bara málið.“ Biðst ekki afsökunar á sannleikanum Emil segist hafa verið kallaður til skýrslutöku þann 6. ágúst síðast- liðinn og að lögreglumaður frá Vopnafirði hafi séð um yfirheyrsluna. Þar útskýrði Emil mál sitt og sagðist ekki ætla að biðjast afsökunar. „Nei, nei, nei, það kom ekki til mála og kemur ekki til mála. Að biðjast afsök- unar á einhverju sem er satt? Ef ég væri að fara með rangt mál þá væri það ekkert mál,“ segir Emil sem var með lögfræðing með við skýrslutök- una. „Hún gekk annars bara vel. Ég var með Gísla Auðbergsson lögmann með mér. Honum fannst ólíklegt að það yrði eitthvert framhald af þessu máli. Það verður væntanlega bara látið niður falla.“ Sem dæmi um meinta eineltistil- burði Þórs nefnir Emil eftirfarandi: „Ég var einhvern tíma á leið frá Norð- firði til Eskifjarðar og var rétt ókom- inn þegar ég mætti lögreglubíl. Þar sá ég að Þór var við stýrið. Fimm mínút- um síðar, þegar ég er að dóla í róleg- heitum heim til mín, kemur allt í einu hvítur bíll á nokkuð miklum hraða og keyrir í veg fyrir mig. Út úr hon- um stígur maður sem kynnir sig sem rannsóknarlögreglumann og tjáir mér að tilkynning hafi borist um að ég æki ölvaður. Hann bað mig um að blása, sem ég gerði, og niðurstaðan var 0,0 prósenta áfengismagn í blóð- inu. Þegar ég er að fara út úr lögreglu- bílnum og í bílinn minn þá kemur merktur lögreglubíll í sömu erinda- gjörðum og lögreglumennirnir þar vilja að ég blási. Svo þegar við erum á leiðinni heim þá mætum við þriðja lögreglubílnum sem stoppaði mig líka,“ segir Emil sem er viss um að Þór hafi tilkynnt um ölvunaraksturinn. Þetta er ekki eina dæmið sem Emil nefnir, en hann segir Þór leggi sig og aðra í einelti með sambærilegum til- burðum og lýst er að ofan. Sjaldgæft Lögmaður Emils segist ekki vera komin með öll gögn málsins í hend- urnar en umbjóðandi hans muni vafalaust meðal annars bera fyrir sig meginreglu refsiréttar um refsileysi sannra ummæla (l. exeptio veritatis). „Eitthvað af þessu er þess eðlis að á hana mun reyna,“ segir Gísli og bæt- ir við að óvenjulegt sé að móðgun í garð lögreglumanns endi með um- fangsmikilli lögreglurannsókn. „Jú, ég held að þetta sé mjög sjaldgæft. Horfandi á söguna þá held ég að það þurfi nú ansi mikið til þess að sak- sóknari gefi út ákæru í málinu.“ n 10 Fréttir 14. ágúst 2013 Miðvikudagur „Bitnar harðast á þeim sem hafa það verst“ Ríkisstjórnin ætlar ekki að framlengja bráðabirgðaákvæði fyrri ríkisstjórnar um vaxta- bótaauka fyrir þá sem standa illa fyrr en í fjárlagavinnunni á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra á RÚV fyrr í vikunni. Að óbreyttu mun því hámarksfjárhæð vaxtabóta lækka um helming á næsta ári og mun það bitna verst á tekju- lágu fólki sem glímir við veru- legan skuldavanda. Þeir sem sótt hafa um fyrirframgreiðslu vaxtabóta finna þegar fyrir lækkuninni. BSRB skorar á ríkisstjórnina að framlengja bráðabirgða- ákvæðið og grípa til aðgerða sem allra fyrst. „Þetta bitnar harðast á þeim sem hafa það verst,“ segir Ágúst Bogason, upplýsingafulltrúi sambands- ins í samtali við DV. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á málinu í sjónvarps- fréttum RÚV á mánudaginn og vísaði meðal annars til kosn- ingaloforða Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Óhætt er að fullyrða að flokk- arnir hafi ekki síst hlotið góða kosningu vegna djarfra loforða um kjarabætur fyrir skuldug heimili. Var haft eftir Elínu að afleitt væri að nota ekki þau úr- ræði sem þegar væru til staðar fyrir skuldug heimili í ljósi þess að ekkert bólar enn á almenn- um skuldaniðurfellingum fyrir heimilin. Stöð 2 greindi frá því sama kvöld að sérfræðingahóp- ur um skuldavanda heimilanna hefði ekki enn hafið störf. Mynd Sigtryggur Ari Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Kærður fyrir að móðga lögreglu n Emil Thorarensen sakaði lögreglumann um einelti og sætir lögreglurannsókn Skoðana- og tjáningarfrelsið og rétturinn til frjálsrar sannfæringar er verndaður af 73. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnskipuleg vernd tjáningarfrelsisins var víkkuð út með stjórnarskrárbreytingunum árið 1995, og var það meðal annars látið ná til allra tjáningarhátta. Þá treysti lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1994 þennan rétt enn frekar. Á seinni hluta ní- unda áratugarins og í upphafi þess tíunda gengu nokkrir stefnumarkandi dómar um áhrif tjáningarfrelsisákvæðis Mann- réttindasáttmála Evrópu í meiðyrðamál- um sem tengdust gagnrýni á stjórnvöld, stofnanir samfélagsins og alla þá aðila sem hafa ríkisvald með hendi. Meðal helstu fordæma Mannréttindadómstóls Evrópu á þessu sviði er dómur í máli Þor- geirs Þorgeirssonar gegn Íslandi. Þorgeir var sakfelldur af Hæstarétti Íslands fyrir brot á þágildandi hegningarlagaákvæði um æruvernd opinberra starfsmanna. Þorgeir hafði skrifað blaðagrein þar fram kom beitt ádeila á starfshætti lög- reglunnar í Reykjavík, en þar komu fram ásakanir um lögregluofbeldi og skoraði Þorgeir á dómsmálaráðherra að taka á vandamálinu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að í ummælum Þorgeirs fælust ærumeiðandi aðdróttanir sem beindust að starfsmönnum í lögregluliði Reykjavík og brytu þær gegn nefndu hegningarlagaákvæði. Þorgeir kærði málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi Þorgeiri í vil. Dómstóllinn tók undir sjónarmið Þorgeirs um að tilgangur með blaðaskrifum hans hefði verið að hvetja dómsmálaráðherra til að rannsaka kvartanir um ofbeldi af hálfu lögreglu. Í dóminum kom fram að þótt Þorgeir hefði kveðið mjög fast að orði, og beint beittum spjótum að lögreglunni og lögreglumönnum þá hafi sú takmörkun á tjáningarfrelsi sem lögð var á Þorgeir með dómi Hæstaréttar ekki verið nauðsynleg í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Mannréttinda- dómstóllinn dæmdi Þorgeiri 530 þúsund krónur úr ríkissjóði vegna kostnaðar hans við rekstur málsins. Þorgeir Þorgeirsson gegn Íslandi Þorgeir Þorgeirsson Var dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli en vann mál- ið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Mynd: SkákSAMBAndið Emil thorarensen Emil segist ekki biðjast afsökunar á ummælum sínum. Þór Þórðarson Lögreglumaðurinn er ósáttur við ummæli Emils og óskaði eftir lögreglurannsókn. Emil segir ummælin sönn. inger L. Jónsdóttir Tjáir sig ekki um ritsóða.Mývatn í hættu Hætta er á að arsenmengun frá Kröfluvirkjun og Bjarnarflags- stöð berist í Mývatn. Þetta kem- ur fram í drögum að stöðu- skýrslu fyrir vatnasvæði Íslands sem Umhverfisstofnun vinn- ur að. Þar er varað við því að affallsvatn frá fyrrnefndri virkjun lendi í lindum Mývatns og vatninu sjálfu. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu á þriðju- daginn og fram kom að í af- fallsvatninu væru efni á borð við arsen, ál og kvikasilfur sem eru skaðleg lífríkinu. Von er á sendinefnd frá Ramsar-skrif- stofunni í næstu viku sem mun meta hver áhrifin gætu orðið af fyrirhuguðum framkvæmdum í Bjarnarflagi. Virkjunarkostur- inn er í nýtingarflokki og stefnir ríkisstjórnin að því að reisa þar jarðvarmavirkjun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.