Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Síða 4
S tjórnendur fjölmiðla fyrir­ tækisins 365 hafa boðað til funda út af stöðunni á Fréttablaðinu en fjöldi starfsmanna hefur sagt upp störfum á blaðinu á liðnum mánuðum samhliða því sem reynslumiklir starfsmenn hafa verið reknir. Þetta herma heimildir DV. Fundahöldin beinast fyrst og fremst að stöðu Mikaels Torfasonar sem yfir ritstjóra fjölmiðla 365 en sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil ólga á ritstjórn Fréttablaðsins og síðustu mánuðina. Stjórnendur 365 brugðust hins vegar ekki við þessari ólgu fyrr en nýlega og grasseraði hún því áfram meðal starfsmanna. Óánægja hefur verið meðal einhverra starfsmanna blaðsins vegna ráðningar Mikaels í stól ritstjóra Fréttablaðsins og síðar yfirritstjóra miðla 365. Var Mikael þar með settur yfir Ólaf Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, sem hefur verið nokkuð vinsæll og óumdeildur í starfi á blaðinu og hefur setið á friðarstóli. Um það bil tíu starfsmenn hafa sagt upp störfum á Fréttablaðinu á liðnum mánuðum auk sem öðrum eins hópi hefur verið sagt upp störfum, meðal annars tveimur reynslumiklum fréttastjórum. Spurt um Mikael Starfsmannastjóri Fréttablaðsins boðaði meðal annars nokkra af starfsmönnum blaðsins á sinn fund fyrir skömmu og spurði þá út í „ástandið“ eins og það er orðað af þeim sem til þekkja. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að andrúmsloftið á Fréttablaðinu yrði betra ef Mikael Torfason yrði ekki áfram yfirritstjóri miðilsins. Eftir því sem DV kemst næst er sú skoðun ekki fjarri ýmsum starfsmönnum blaðsins. Óánægjan með Mikael beinist fyrst og fremst að því hversu takmarkaða færni í mannlegum samskiptum hann er talinn hafa og að hann sýni fólki vanvirðingu og frekju. Auk þess efast ýmsir af starfsmönnum blaðsins einnig um getu hans sem ritstjóri, meðal annars í ljósi þess að hann þykir hvorki hafa vit né áhuga á flóknari og þyngri samfélagsmálum eins og stjórnmála­, viðskipta­ og efnahagsfréttum. Sem dæmi um andrúmsloftið þá var í síðustu viku haldið kveðjuhóf fyrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Fréttablaðsins þar sem hermt er að afmælissöngurinn hafi verið sunginn í kaldhæðni fyrir Mikael. Ritstjóranum var ekki boðið í samkvæmið. Kannast við „titring“ Ari Edwald, forstjóri 365, segist kannast við ólgu innan Fréttablaðsins. „Það er sjálfsögðu hlutverk mannauðsstjóra fyrirtækisins að kanna hug starfsmanna til þess sem hér er að gerast, bæði plús og mínus. […] Ég kannast bæði við ánægju og óánægju, líka mikla ánægju. Það er alveg ljóst að það voru nokkrir starfsmenn sem hættu á Fréttablaðinu, öðrum var sagt upp. Það er að sjálfsögðu ákveðinn titringur sem slíkum breytingum fylgir og eðlilegt að fara yfir það í rólegheitum og fá „input“ frá mörgum um hvernig eigi að móta framhaldið. […] Nei, þessi ólga fer ekkert framhjá manni,“ segir Ari. Aðspurður hvort að eitthvað sé ákveðið um framhaldið þá segir Ari að það sé stöðugt í skoðun „frá degi til dags“ innan 365 hvað megi laga. Ari segir að hann þekki ekki einstaka fundi sem starfsmannastjóri 365 heldur með tilteknum starfsmönnum þar sem starfsmannastjóri greini ekki forstjóra frá öllum slíkum samtölum. Auk þess hljóti að ríkja trúnaður um þessi samskipti. Hann segir að starfsmannastjórinn ráðfæri sig svo við forstjóra um mögulegar breytingar. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa hér góðan starfsanda og hann hefur verið mjög góður og verður það áfram. Við viljum að sjálfsögðu hafa fólk ánægt hérna og reynum að koma hlutunum þannig fyrir að svo megi vera.“ Boðaður á fund DV hefur heimildir fyrir því að þegar Ólafur Stephensen komi úr sumarfríi á dögunum hafi hann og Mikael Torfason verið boðaðir á fund með nokkrum stjórnendum 365. Fundurinn mun hafa komið flatt upp á Mikael sem hafði ætlað að taka umsækjanda um starf í viðtal í stað þess að sækja umræddan fund. Þegar umsækjandinn um starfið kom í viðtalið var hins vegar enginn til að taka á móti honum. Þetta bendir til að boðað hafi verið til fundarins án mikils fyrirvara. Fundur Mikaels, Ólafs og Ara mun hafa staðið í um tvo tíma. Á sama tíma og starfsmannastjóri 365 boðar blaðamenn Fréttablaðsins í viðtal til að spyrja þá út í andrúms­ loftið og stöðuna á blaðinu í kjölfarið á komu Mikaels funda ráðamenn fyrir tækisins með honum og hin­ um ritstjóra blaðsins. Þessi funda­ höld hafa orðið til þess að starfsmenn Fréttablaðsins eru farnir að spyrja sig að því hvort breytinga sér að vænta hjá stjórnendum blaðsins. Líkt og Ari segir þá er framtíð 365 í stöðugri mót­ un og endurskoðun og leggur forstjór­ inn mikið upp úr því að starfsandinn hjá fjölmiðlafyrirtækinu sé góður. n 4 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn- ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3 tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir. Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu. Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús- torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar. Haustbúðir á Spáni - fyrir fullorðna www.mundo.is 11. - 25. október 2013 Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla, spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida. Íslendingar halda sig heima Brottfarir Íslendinga um Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar voru um fimm prósentum færri í júlí síð­ astliðnum en þær höfðu verið á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Greiningar Íslands­ banka og þar kemur enn frem­ ur fram að brottfarir Íslendinga í mánuðinum hafi verið 33.400 en voru 35.100 í júlí í fyrra. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttur á sér stað í brott­ förum Íslendinga á milli ára, en í júní síðastliðinn hljóðaði hann upp á tæp átta prósent. Greining vísar í tölur frá Ferða­ málastofu Íslands um brottfarir gesta frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessi þróun er nokkuð önnur en við höfðum reiknað með þar sem ýmislegt hefur bent til þess að Íslendingar yrðu meira á faraldsfæti nú í ár en í fyrra. Þannig hafa niður­ stöður úr ársfjórðungslegri könnun Capacent Gallup fyrir fyrstu tvo fjórðunga ársins bent til þess að landsmenn væru nokkuð líklegri til þess að láta undan útþrá sinni næsta árið en þeir voru á sama tíma í fyrra. Þar að auki var talsverður frétta­ flutningur fyrr í sumar af því að Íslendingar væru margir hverjir orðnir langþreyttir á veðrinu, og því hefði salan í utanlandsferð­ um aukist talsvert,“ segir á vef Greiningar og bætt við að ef tek­ ið sé mið af sjö fyrstu mánuðum ársins séu brottfarir Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar 203.600 samanborið við 205.900 í fyrra. Nemur fækkunin á milli ára rétt rúmlega einu prósenti. Þó svo að Íslendingar haldi sig í meira mæli heima er ekkert lát á komum erlendra ferða­ manna hingað til lands þar sem met er slegið mánuð eftir mánuð. Þannig var júlímánuður fjölmennasti ferðamanna­ mánuður frá upphafi, en þá fóru rúmlega 123.500 erlend­ ir gestir frá landinu um Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða aukningu upp á tíu prósent frá því í júlí í fyrra. Búast má því að þetta met verði slegið enn eina ferðina nú í ágústmánuði enda hefur sá mánuður ávallt verið fjölmennasti ferðamanna­ mánuður ársins. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fundað um stöðuna Fundað hefur verið um stöðuna á Fréttablaðinu eftir komu Mikaels Torfasonar í ritstjórastólinn og segist Ari Edwald kannast við „titring“ meðal starfsmanna. Krísufundir á Fréttablaðinu n Ari Edwald kannast við „titring“ innan Fréttablaðsins n Spurt um Mikael Spurt um Mikael Starfsmannastjóri 365 hefur fundað með starfsmönnum Fréttablaðsins og meðal annars spurt hvort ástandið myndi batna ef Mikael væri ekki ritstjóri. Ólafur Stephensen DV hefur heimildir fyrir því að þegar Ólafur Stephensen og Mikael Torfason hafiverið boðaðir á fund með nokkrum stjórnendum 365. Það er að sjálfsögðu ákveðinn titringur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.