Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Síða 46
38 Lífsstíll Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Viltu fá unglegri húð? M ikilvægt er að hugsa vel um húðina og þá sér- staklega fyrir okkur sem búum hér á landi þar sem hitastig getur breyst mikið á ein- um degi, með tilheyrandi álagi á húð. Það er mikið úrval af krem- um sem eru ætluð til þess að draga úr hrukkum, mýkja húðina og láta hana virðast mörgum árum yngri en hún er. Mikilvægt að þrífa húðina vel Það eru nokkrir þættir sem er mikil vægt að huga að í umhirðu húðar. Það skiptir máli hvað mað- ur borðar – hollt og gott mataræði þar sem hugað er að jafnvægi milli trefja, ávaxta og grænmetis skiptir máli. Gos og sykraðir drykkir eru vondir fyrir húðina og betra er að halda sig við vatnið. Það er líka gríðarlega mikilvægt að þrífa húðina vel, bæði áður en farði er borinn á og líka að þrífa hann af áður en farið er að sofa. Gott ráð er einnig að halda hönd- um frá andliti og þrífa reglulega símann sinn því þar leynast ýms- ar bakteríur. Skrúbba húðina með kornamaska eða kaffikorg Oft vill gleymast að þrífa húðina vel áður en krem er borðið á hana. Með því að skrúbba húðina og ná þannig dauðum húðfrumum af, verður virkni kremsins sem bor- ið er á undir farðann mun betri en ella. Skrúbbaðu húðina með kornamaska eða notuðum kaffi- korg nokkrum sinnum í viku. Avókadó er mjög mýkjandi fyrir húð og er gott að blanda hreinu avókadó saman við kókosolíu og nota sem maska einu sinni í viku yfir vetrartímann. Náttúrulegur maski: n Eitt vel þroskað avókadó. n Ein til tvær matskeiðar kókosolía. Skerið avókadó til helminga og takið innan úr því með skeið og maukið ásamt kókosolíunni. Ein- faldara getur það varla verið. Ber- ið á andlit og hafið um 15–20 mín- útur. Skolið með volgu vatni og berið örlitla kókosolíu á húðina á eftir. n iris@dv.is Ungleg húð Það er mikilvægt að huga vel að húðinni og næra hana vel á þessum tíma árs. „Vanabindandi akstursánægja“ Ford Focus. 5 dyra frá 3.490.000 kr. Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins, tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr. öllum Ford Focus í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Viltu vita meira um Ford Focus? Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Station frá 3.640.000 kr. Ford_Focus_5x18_14.01.2013.indd 1 16.1.2014 14:56:33 n Notaðu náttúrulegar vörur n Mikilvægt að hreinsa húðina vel Vatn, ekki gos Haltu þig frá sykruðum gosdrykkjum og fáðu þér frekar vatn. Það er einnig mikilvægt að þrífa húðina vel. Burt með bjúginn Bjúgur er algengt vandamál sem getur stafað af óhollu mataræði, áfengisdrykkju, álagi, ónægri vatndrykkju og getur verið fylgikvilli óléttu svo eitthvað sé nefnt. Það getur verið erfitt að eiga við bjúg en hér eru nokkrar að- ferðir sem teljast góðar til til að losna við bjúginn: n Eplaedik: Vatnslosandi, hreinsandi, eyðir sveppum, styrkjandi og öflugt til að hreinsa líkamann. Gott er að setja 2 matskeiðar í glas af vatni 2–3 á dag. n Engiferrót: Virkar vel gegn hinum ýmsu kvillum og þar á meðal bjúg. Rífið niður um 5 sentimetra af ferskri engiferrót og setjið í tvo lítra af vatni. Látið sjóða í 3–5 mínútur. Látið kólna og setjið svo sítrónusneiðar ofan á. Geymt í kæli og sirka 1 lítri drukkinn yfir daginn. n Brenninetlute: Brenninetla er vatnslosandi lækningajurt og góð gegn gigtarsjúkdómum. Hún hefur góð áhrif á bjúg og sumir segja að brenninetlute svínvirki. n Túnfífill: Talinn afar vatnslos- andi og með hátt kalíumhlutfall. Dugar vel gegn bjúg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.