Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 28. febrúar 20148 Fréttir Faðirinn grunaður um stórfellda líkamsárás Aðalmeðferð í „shaken baby“-máli fer fram um miðjan mars B úið er að skipa meðdómend- ur í svokölluðu „shaken ba- by“-máli“ og málið verður tekið til aðalmeðferðar um miðjan mars, rétt tæpu ári eftir að barnið, þá fimm mánaða gamalt, lést af völdum áverka á heila. Fað- ir barnsins, Scott James Carcary, hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í garð barnsins. Búist er við því að aðalmeðferðin taki tvo daga. Samkvæmt heimildum DV var móðir barnsins ekki grunuð um að hafa komið nærri áverkum barns- ins og var aðeins faðirinn ákærð- ur í málinu. Hann hafði verið einn með barninu heima og er grunaður um að bera einn ábyrgð á áverkum þess. Barnið bar einkenni þess sem nefnt er „shaken baby syndrome,“ sem eru áverkar sem koma fram eftir harkalegan hristing eða högg á höfði ungs barns. Í ákæru segir að maðurinn hafi „hrist dóttur sína sem þá var 5 mánaða, svo harkalega að stúlkan hlaut mikla innanbastblæðingu í hægra heilahveli, mikinn heila- bjúg með útflöttum heilafellingum, bráða taugasímaáverka í heila, inn- anbastblæðingu í kringum sjón- taug í hægra auga, miklar blæð- ingar í sjónhimnu hægra auga og að nokkru leyti í vinstra auga, blæðingu inn á hjartahimnu við hjartaoddinn, mar í handarkrikum, á upphandleggjum, baki, vinstri vanga, vinstra eyra, hnakka, vinstra læri og hægri kálfa, en stúlkan lést nokkrum klukkustundum síðar af völdum áverkanna.“ Í „shaken baby“-málum ber barn sjaldnast útvortis áverka en þeir koma þess í stað fram á heila og í taugakerfi sem blæðingar í heila, eða sem heilabjúgur og blæðingar í lithimnu augans. Í sumum tilfell- um koma fram einkenni eins og slappleiki eða pirringur, uppköst og jafnvel meðvitundarleysi. Á vefn- um doktor.is er greint frá því hvern- ig slíkir áverkar geta komið fram. „Þegar barnið er tekið upp á útlim- um eða haldið um brjóstkassa og það hrist svo kröftug lega að höfuð þess skellur fram og aftur til skipt- is hvað eftir annað, skellur heil- inn innan á veggi höfuðkúpunnar, æðar og himnur rofna og bjúgur og bólga myndast í heilanum,“ segir þar. n astasigrun@dv.is Hristingur „Shaken baby syndrome“ eru áverkar sem koma fram eftir harkalegan hristing eða högg á höfði ungs barns. Mynd 2006 Getty IMaGes Hefur ekki hitt dóttur sína í tvö ár svavar Þór einarsson á í forræðisdeilum við rúmenska barnsmóður sína S vavar Þór Einarsson hefur ekki hitt fimm ára dóttur sína, Christinu Sæ- unni, í hartnær tvö ár en barnsmóðir hans er rúm- ensk og hefur hún neitað honum að umgangast Sæunni. Christina Sæunn býr nú hjá ömmu sinni í rúmensku þorpi. Svavar hefur far- ið fram á fullt forræði en málið fer fyrir dómara í Rúmeníu á næstu vikum. Vinir og vandamenn hans hafa sett af stað söfnun fyrir hann þar sem umtalsverður kostnaður hlýst af deilunum. Gefur enga ástæðu „Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Til að byrja með var það þannig að við vorum búin að sam- þykkja að hafa þetta eins og hjá eðlilegu fólki, vera með fimm- tíu fimmtíu forræði. Svo þegar ég er á leiðinni út í ágúst fyrir tveim- ur árum þá fæ ég skilaboð um að ég geti ekki komið og tekið hana núna. Ég átti flug tólf tímum seinna út; búinn að eyða helling af peningum í þetta, flugmiða og annað. Út frá því fór þetta af stað. Hún gaf mér ekki neina ástæðu fyrir þessu. Þetta hefur meira far- ið í gegnum lögfræðinga en okk- ur sjálf,“ segir Svavar í samtali við DV. Hann segir að deilurnar hafi verið honum erfiðar jafnt andlega, líkam lega og fjárhagslega. Býr ekki með móður sinni „Lögfræðingarnir eru vongóðir því krakkinn er ekki einu sinni hjá móður sinni, hún er hjá ömmu sinni. Móðir hennar er annars staðar að vinna. Þau eru ekki í sama bæ,“ segir Svavar. Hann seg- ist ekki vita af hverju svo sé en tel- ur líklegt að betri vinnu sé að finna í öðrum bæjum en heimabænum. Hann fer fram á fullt forræði yfir Christinu Sæunni en væri þó til- búinn að sætta sig við sameigin- legt forræði. „Það er allt skoðandi, það sem skiptir mestu máli er það sem kemur barninu fyrir bestu. Manni heyrist á lögfræðingunum að góðar líkur séu á því að ég fái fullt forræði. Rökin fyrir því miðast aðallega við það að hún er ekki að sinna barninu sjálf heldur er það hjá ömmu sinni. Þá ætti hún alveg eins að geta verið hjá föður sínum eins og ömmu sinni,“ segir Svavar. Vinir safna fyrir svavar Svavar segir að deilunum fylgi mikil kostnaður meðal annars vegna lögfræðinga. Hann segir að lögfræðikostnaðurinn einn og sér nemi rúmum tveimur milljónum króna. Svavar er ekki sterkefnaður, starfar sem verslunarstjóri Video- markaðarins í Hamraborg. Því hafi málið reynst honum þungur baggi. Vinir og vandamenn Svavars hafa sett af stað söfnun á Facebook fyrir hann sem nefnist Hjálpum Svav- ari að fá Christinu Sæunni heim. Svavar segir að sá stuðningur hafi skipt sköpum fyrir sig. Hans Aðalsteinn Gunnars- son, vinur Svavars Þór og einn að- standenda söfnunarinnar, segist við DV líta á það sem skyldu sína að aðstoða vin sinn. „Ég veit hvað þetta tekur á hann Svavar, sem er einn minn besti vinur og langar mig því að reyna að hjálpa honum, kostnaðurinn við lögfræðiaðstoð- ina er gríðarlegur og er ekki fyrir einn mann að standa undir.“ Hann hefur því stofnað söfnunarreikning fyrir Svavar. „Margt smátt gerir eitt stórt. Svavar er sá sem væri fyrsti maðurinn til að aðstoða mig ef ég væri í sömu aðstöðu og tel ég þetta því skyldu mína,“ segir Hans. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Þetta er búið að vera rosalega erfitt svavar og Christina Hann segir að forræðisdeilurnar við rúmenska barnsmóður sína hafi reynst sér gífurlega erfiðar. Svavar hefur ekki hitt dóttur sína í nærri tvö ár. Sjö prósenta atvinnuleysi Í janúar síðastliðnum voru að jafnaði 181.700 manns á vinnu- markaði. Af þeim voru 169.300 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,3 prósent, hlutfall starfandi 73,9 prósent og at- vinnuleysi var 6,8 prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að at- vinnuþátttaka hafi aukist um 0,7 prósentustig frá janúar 2013 til janúar 2014. Hlutfall atvinnu- lausra hafi þó aukist á sama tíma um eitt prósentustig. Væntingar fólks glæðast Væntingavísitala Gallup hækkaði um tæp átta stig milli janúar og febrúar. Mælist vísitalan nú 85,9 stig. Ef vísitalan er hundrað eru jafn margir svartsýnir og bjartsýn- ir. Staðan nú er því sú að fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir. Greining Íslandsbanka fjallar um málið á vef sínum. Þar kem- ur fram að þetta gildi vísitölunn- ar, 85,9, sé það hæsta frá því í júní í fyrra. Í sama mánuði árið 2013 mældist hún 80,7 stig. „Er hér um jákvæða þróun að ræða, en þó er enn nokkuð í land með að hægt sé að segja að íslenskir neytendur geti talist bjartsýnir á ástandið í efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar …,“ segir á vef Greiningar. Allar undirvísitölur væntinga- vísitölunnar hækkuðu á milli mælinga í janúar og febrúar, að efnahagslífinu undanskildu. Sú vísitala lækkaði um tæp sex stig á milli mánaða. Mest hækkaði mat neytenda á atvinnuástandinu, eða um tæp 15 stig. Þá er nokkuð mik- il hækkun á vísitölunni sem mælir væntingar neytenda til ástandsins í efnahags- og atvinnumálum eftir sex mánuði. Loks er þess getið að væntinga- vísitalan hafi lækkað talsvert hjá þeim tekjulægstu, þeim svarend- um sem hafa tekjur undir 250 þúsundum á mánuði, og þeim tekjuhæstu, svarendum sem hafa tekjur upp á að minnsta kosti 550 þúsund krónur á mánuði. Væntingar þeirra sem eru í milli- tekjuhópunum glæðast hins vegar talsvert sem útskýrir hækkunina milli janúar og febrúar. Mikil aukning Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í janú- ar nam 4,8 milljörðum króna. Þetta er 26,5 prósenta aukn- ing frá sama mánuði árið 2013. Í janúar í fyrra var þessi veltuaukning 56 prósent frá sama mánuði árið þar áður. Þetta kemur fram í tölum sem Rannsóknarsetur verslunar- innar birti á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.