Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 28. febrúar 201414 Fréttir Nærmynd Þ órólfur er mjög mikill áhrifamaður hjá þeim. Það er eitthvað sem allir vita,“ segir þingmaður úr stjórnar andstöðunni að­ spurður um stöðu Þórólfs Gísla­ sonar, kaupfélagsstjóra í Kaupfé­ lagi Skagfirðinga, sem valdamanns í Framsóknarflokknum. Kaupfé­ lag Skagfirðinga er eitt öflugasta fyrir tæki landsins og stundar með­ al annars rekstur á sviði fiskveiða, framleiðslu á landbúnaðarvörum og stundar smásölu í héraði. Í fréttaati liðinnar viku um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við Evrópusam­ bandið hefur nafn Þórólfs Gísla­ sonar ekki mikið komið upp í um­ ræðunni. Þórólfur er hins vegar einn áhrifamesti maðurinn á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum og hefur verið um árabil. Þórólfur sat meðal annars lengi í miðstjórn flokksins. Tengsl hans og Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráð­ herra eru náin enda var ráðherr­ ann starfsmaður Kaupfélagsins og sveitar stjórnarmaður í Skaga­ firði áður en hann settist á þing. Norðvesturkjördæmi, Skagafjörð­ urinn þar á meðal, er sögulega eitt sterkasta vígi Framsóknarflokksins í landinu og Þórólfur er valdamesti maður flokksins í héraðinu. Stórveldi Þórólfs Þórólfur lúrir því undir yfirborðinu rétt eins og frændi hans, Davíð Oddsson, gerir á hinum vængnum í ríkisstjórninni. Báðir eru þeir stæk­ ir andstæðingar Evrópusambands­ ins og líklega valdamestu mennirn­ ir í flokkunum tveimur. Erfitt er að tengja atburði liðinna daga á Al­ þingi ekki við þessa tvo kafbáta í íslenskum stjórnmálum en hags­ munir þeirra mætast meðal annars í Morgunblaðinu þar sem Kaupfé­ lagið á tæplega 10 prósenta hlut. Þórólfur er, ásamt frænda sínum í Hádegismóum, einn valdamesti maður landsins. Munurinn á honum og öðrum valdamiklum mönnum í við­ skiptalífinu, eins og til dæmis Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, er að Kaupfélag Skagfirðinga er í miklu fjölbreyttari rekstri í héraði en akureyska út­ gerðarfélagið. Kaupfélag Skagfirðinga er stærsti at­ vinnurekandinn á svæð­ inu, rekur stærstu mat­ vörubúðina og er með mikil pólitísk ítök í gegn­ um Framsóknarflokkinn. Þessi staða leiðir til þess að Skagfirðingar þora margir hverjir ekki að gagnrýna kaupfélagið og umsvif þess. „Menn fyrir norðan þora varla að tjá sig. Þarna er rekið ótrú­ legt starf. Kaupfélagið ræður öllu, það rekur Skagafjörðinn. Eiginlega er ekkert undanskilið.“ Þessu til stuðnings má benda á að auk fiskveiða, kjötvinnslu og sölu á matvöru þá á kaupfélagið flutn­ ingafyrirtækið Vörumiðlun sem sér um vöruflutninga til og frá Sauðár­ króki og eins héraðsblaðið Feyki sem er eini skagfirski fjölmiðillinn. Því er það ekki langt frá sannleik­ anum þegar sagt er að kaupfélagið „ráði öllu“ i Skagafirði. Enginn getur tekið það af Þórólfi að hann hefur byggt upp stórveldi í íslensku viðskiptalífi enda gefa all­ ir viðmælendur DV kaupfélags­ stjóranum það að hann sé góður rekstrarmaður. „Þetta eru snyrtileg­ ir rekstrarmenn. Þeir hugsa vel um reksturinn og hverja rekstrarein­ ingu. Þeir eru ólíkir mörgum kaup­ félagsmönnum frá því í gamla daga að því leytinu til. Þetta má segja þeim til hróss,“ segir einn af við­ mælendum DV úr viðskiptalífinu. „Óskipt andúð“ Einn af heimildarmönnum DV úr Skagafirði, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að Þórólfur hafi haft Evrópusambandið „á heilanum“ um árabil og að hann hafi „óskipta andúð á Evrópu­ sambandinu“. „Þórólfur og kaupfélagið þrífast á póli­ tískri fyrirgreiðslu, póli­ tískum afskiptum, kerfi sem ekki byggir á frjálsri samkeppni eða röskun á högun. Hann vill út­ deilingu á hinum ýmsu gæðum: Óbreytt sjávar­ útvegskerfi, óbreytt landbúnaðarkerfi, enga samkeppni í mjólk eða ostum, hann rekur eitt stærsta sláturhús á Ís­ landi og er með þriðjung af sláturhúsamarkaðnum. Þórólfur vill almennt séð hafa óbreytt kerfi og í skjóli fákeppninnar fá að víla og díla. Og ef þú sérð þetta ekki endurspeglast með miklum hætti í stefnu Framsóknar­ flokksins þá veit ég ekki hvað. Þórólfur hefur alltaf litið á Evrópu­ sambandið sem stórhættulegt fyrir­ bæri.“ Þegar spurt er hvernig Þórólfur getur tengst þeirri umræðu um slit á aðildarviðræðum við Evrópusam­ bandið er svarið á þá leið að tengsl hans og Gunnars Braga Sveinssonar auðveldi aðgengi hans að utanríkis­ stefnu Íslendinga. Íbúi í Skagafirði sem starfað hefur í sveitarstjórnar­ málum í héraðinu og þekkir til Gunnars Braga segist sannfærður um náin tengsl ráðherrans og kaup­ félagsstjórans. „Ég er alveg sann­ færður um að þeir séu mjög nánir. Einfaldlega vegna þess að Gunnar Bragi hefði aldrei farið inn í pólitík Valdamaðurinn n Þórólfur Gíslason stýrir stórveldi í Skagafirði Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Hans mottó í lífinu er að vera einn „Þetta er hegðunar- mynstur eins og hjá olígarka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.