Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 28. febrúar 2014 Fréttir Nærmynd 15 nema með blessun Þórólfs. Þegar hann var í sveitarstjórninni í Skaga- firði var hann mjög náinn Þórólfi sem las honum pistil dagsins. Þó Gunnar Bragi afneiti honum þrisvar þá er það samt svo að þeir eru mjög nánir.“ 26 milljarða hagsmunir Hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga á því að Ísland verði áfram fyrir utan Evrópusambandið eru miklir. Árið 2012 námu tekjur kaupfélagsins tæplega 26,5 milljörðum króna og var hagnaður félagsins eftir skatta nærri 2,3 milljörðum króna. Stærsti hluturinn af þessum hagnaði kom frá útgerðarfélagi KS, FISK Seafood, nærri 1,8 milljarðar króna en tekjur þess félags námu tæpum tíu millj- örðum króna. FISK Seafood er fjórði stærsti kvótaeig- andi á Íslandi og greiddi fé- lagið 351 milljón í arð inn í kaup- félagið af þessum hagnaði. Enginn getur tekið það af Þórólfi að hann hefur byggt upp ótrúlega öflugt fyrirtæki í Skaga- firði, enda segir enginn neitt ann- að um hann. KS er „stólpi í héraði“ segir einn af viðmælendum DV í sveitarfélaginu. Þórólfi er enda lýst sem ótrúlega „duglegum“ og „einrænum“ manni sem hafi tak- markaðan áhuga á skemmtun- um og öðru félagslífi fyrir norð- an. Kaupfélagið og vöxtur þess og völd eru sögð eiga hug hans. Spurningin sem viðmælendur blaðsins setja við KS og Þórólf eru hins vegar aðferðirnar sem fyrir- tækið beitir við að vernda hags- muni sína. „Aldrei“ í Evrópusambandið Þegar litið er til þess hvað kaup- félagið er umsvifamikið, sem og til þeirrar staðreyndar að kjarna- starfsemi fyrirtækisins byggir á at- vinnuvegum sem hugsanlegt er að Evrópusambandsaðild muni koma niður á, líkt og viðmæl- andinn segir hér að ofan, þá er kannski ekki einkennilegt hversu andúð stjórnenda KS á inngöngu í Evrópusambandið er mikil. Gunnar Bragi Sveinsson deilir þessari andúð stjórnenda Kaup- félags Skagfirðinga á Evrópusam- bandinu, líkt og margoft hefur komið fram á opinberum vett- vangi. Meðal annars sagði utan- ríkisráðherrann í viðtali við frétta- veituna Bloomberg í október í fyrra: „Ég vona að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið. Það er ómögulegt að segja til um hvað gerist næstu 10 eða 20 ár, en að mínu viti er ESB að færast í þá átt að það verður sífellt óæskilegra fyrir Ísland að gerast aðili. Mið- stýringin er að aukast, valdið er að færast frá fullvalda ríkjum til ókjörinna embættismanna.“ Hefur hagnast persónulega Hagsmunir og velgengni Kaupfé- lags Skagfirðinga tengist hins vegar hagsmunum Þórólfs og annarra stjórnenda kaupfélagsins. Þannig hefur Þórólfur stundað fjárfestingar persónulega í fyrirtækjunum sem kaupfélagið hefur átt í eða ætlað að kaupa. Þannig hefur DV greint frá því að Þórólfur hafi á árunum 2007 og 2008 tekið sér 155 milljóna króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu Háahlíð 2. ehf. Þórólfur stundaði fjárfestingar með aðstoðarkaupfélagsstjóranum Sigurjóni Rúnari Rafnssyni og eins og forstjóra FISK Seafood, Jóni Eð- vald Friðrikssyni. Allir eiga þeir eignarhaldsfélög sem heita Háahlíð en þeir búa við götu á Sauðárkróki sem ber það nafn. Sigurjón Rúnar og Jón Eðvald hafa einnig tekið háar arðgreiðslur út úr eignarhalds- félögum sínum. Þeir fjárfestu meðal annars í hlutabréfum í Kaupþingi, stofnfjárbréfum í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, í FISK Seafood. Líkt og áður segir þá er FISK dóttur- félag Kaupfélags Skagfirðinga og seldu þremenningarnir eigin hluta- bréf í útgerðinni inn í kaupfélag sem þeir sjálfir stýrðu. Viðskipti þremenninganna voru flókin og tengdust mörg- um eignarhaldsfélögum sem voru í eigu kaupfélagsins og dóttur- félaga þess. Lykilatriðið í málinu er að stjórnendur kaupfélagsins Valdamaðurinn notuðu aðstöðu sína til að hagn- ast persónulega á viðskiptum með fyrirtæki sem KS fjárfesti í. Þannig má segja að hagsmunir þeirra og hagsmunir kaupfélagsins hafi farið saman. Báðum megin við borðið Þegar viðskiptasaga Kaupfélags Skagfirðinga síðastliðin ár er skoðuð koma í ljós mörg dæmi þess að fyrir tækið hafi notið tengslanna „Aldrei í Evrópu- sambandið Fulltrúi frá KS Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði fulltrúa frá kaupfélaginu í hóp sem endurskoðar tollalög frá Íslandi. Á níu prósent í Mogganum Dótturfélag KS á níu pró- senta hlut í Morgunblaðinu sem Davíð Oddsson ritstýrir. Þeir Þórólfur eru frændur, nánar tiltekið þremenningar. Kaupfélagslínan Þegar Gunnar Bragi Sveinsson var sveitarstjórnarmaður í Skagafirði var hann náinn Þórólfi. Þeir deila andúð sinni á Evrópusambandinu. E itt af dótturfélögum Kaup- félags Skagfirðinga, Ís- lenskar sjávarafurðir ehf., á eignir upp á rúm- lega fimm milljarða króna sem rekja má til viðskipta með hlutabréf í tryggingafélaginu VÍS og fjármuna sem áður voru inni í fjárfestingarfélaginu Gift. Eignarhald félagsins á þessum fjármunum kemur fram í árs- reikningi félagsins fyrir árið 2012 sem samþykktur var í lok október á síðasta ári. Félagið eignaðist þessa fjármuni á árinu 2008 þegar fjögurra milljarða aukning varð á eignum þess árið 2008. Þá runnu eignir tíu annarra eignarhaldsfélaga inn í Ís- lenskar sjávarafurðir og leiddi það til þessarar aukningar hjá félaginu. Meðal þessara félaga voru Fjárfestingarfélagið Fell, sem meðal annars hafði komið að viðskiptum fjárfestingarfé- lagsins Giftar. Alls höfðu verið um 13 milljarðar króna inni í Fjárfestingarfélaginu Felli en ekki liggur fyrir hvert hinir millj- arðarnir úr Felli fóru. Þórólfur Gíslason var stjórnarmaður í Felli á þeim tíma sem fjár- munirnir runnu inn í Íslenskar sjávarafurðir. DV hefur heimildir fyrir því að undir í rannsóknum sérstaks saksóknara á Gift hafi verið skoðun á Felli. Aðstoðarkaupfélagsstjórinn í KS, Sigurjón Rúnar Rafnsson, neitaði því í samtali við DV árið 2013 að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað í rekstri Fjár- festingarfélagsins Fells á Sauð- árkróki: „Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að þeir fjármunir sem komu inn í Fjárfestingar- félagið Fell árið 2006 voru allir í formi hlutafjár. Við formleg skipti á Felli árið 2008 fór eignarhlutur dótturfélags Gift- ar, Fjárfestingarfélagsins EST ehf., aftur til þess félags, sem skilaði fjármununum að fullu með peningagreiðslu til Giftar, rúmir 6 milljarðar króna, sem greitt var til Giftar í mars 2008. Þessu til staðfestingar vísa ég til Kristins Hallgrímssonar hrl. hjá Advel lögfræðistofu sem annast hefur samskipti við lánadrottna Giftar. Hlutur Kaupfélags Skag- firðinga rann síðan með sam- runa aftur til dótturfélags KS. Skrif varðandi meinta óeðlilega starfsemi Fjárfestingarfélagsins Fells og að fjármunir hafi horf- ið í ofangreindum viðskiptum eru því algjörlega tilhæfulaus. Allir fjármunir sem lagðir voru í félagið skiluðu sér til baka til eigenda að fullu með ásættan- legri ávöxtun.“ KS fékk fjármuni frá Gift n Pólitísk áhrif í gegnum Framsókn n Umdeild viðskiptasaga Einn Viðmælendur DV segja að Þórólfur Gíslason kjósi að sitja einn að mörkuðum, vera í einok- unarstöðu. Hann þykir einrænn, ófélagslyndur, duglegur og sér- staklega klókur rekstarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.