Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 28. febrúar 2014 Fréttir 17 Þ að er bara búið að standa ótrúlega vel að þessari helvít- is kosningu og hún hefur gengið ótrúlega vel,“ skrifaði þingmaðurinn Helgi Hrafn Gunnarsson við þráð á Facebook- hóp Pírata síðastliðna helgi. Með því svaraði hann gagnrýni sem spratt upp í kringum prófkjör flokksins í Reykja- vík. Voru umsjónarmenn prófkjörsins sakaðir um að fresta tilkynningu úr- slita þess af annarlegum ástæðum. Aðalheiður Ámundadóttir, starfs- maður þingflokks Pírata, var í hópi þeirra sem gagnrýndu ferlið hvað harðast. „Við viljum sjá alvöru niður- stöðuna strax. Það er krafan,“ skrifaði hún. Helgi Hrafn Gunnarsson, einn helsti umsjónarmaður tæknilegri hliða prófkjörsins, sakaði gagn- rýnendur um að vera ómálefnalega og móðgandi. Hann segir ástæðuna fyrir seinkun á niðurstöðu próf- kjörsins vera af tæknilegum ástæð- um. Aðeins áttatíu og níu atkvæði voru greidd í prófkjörinu en niður- stöður voru þó ekki birtar fyrr en sextán tímum eftir að kosningu lauk. Pirraður þingmaður Helgi Hrafn var mjög hvassyrtur á þræðinum um málið á Facebook-hóp flokksins. „Nei, það er ekki ráðið sem er að pirra mig heldur andskotans mórallinn sem brýst út við minnsta helvítis tilefni þegar maður er búinn að vinna eins og skepna við að reyna að gera þetta eins gott og mögulegt er. Það er bara búið að standa ótrú- lega vel að þessari helvítis kosningu og hún hefur gengið ótrúlega vel, einmitt vegna þess að fólkið sem situr hér undir ásökunum og blammering- um er búið að leggja mikið á sig að gera þetta eins vel og mögulegt er. En síðan þarf fólk að Ó NEI, BÍÐA EFTIR TÆKNIMÁLUNUM!? í smástund og allt verður fucking tjúllað?!“ skrifaði þingmaðurinn. „Næst kemur það strax“ Helgi Hrafn segir í samtali við DV að ástæðan fyrir seinkuninni hafi eingöngu verið af tæknilegum ástæð- um. „Kosningarkerfið er búið til af nokkrum mönnum en aðalhöfundar kerfisins eru erlendir þannig að ég hef gripið inn í þegar þörf hefur verið á. Biðin eftir niðurstöðunum var vegna þess að það þurfti að setja inn taln- ingarkóðann,“ segir Helgi Hrafn. Að sögn mun ekki verða svo löng bið eft- ir niðurstöðu í næstu innri kosning- um Pírata. „Næst kemur það strax. Vandamálið þarna var að við vorum að nota nýjan kóða og vildum stað- festa með gömlu talningaraðferðinni líka að tölunnar væru réttar,“ segir Helgi Hrafn. Segir prófkjörið ógagnsætt Aðalheiður Ámundadóttir gagnrýndi harðlega biðina eftir niðurstöðum í prófkjöri á umræddum Facebook- þræði. „Ég skil vel að það er verið að vinna í þessu á fullu, mér finnst eitt- hvað vera að þegar eitthvað er því til fyrirstöðu að birta hráar niðurstöður þegar þær liggja fyrir,“ skrifaði hún. Í samtali við DV segist hún hafa feng- ið viðunandi svör eftir þessi orð voru skrifuð. „Eftir að ég fékk svör hætti ég afskiptum af þessari umræðu. Svar- ið sem ég fékk var að það var verið að nota í fyrsta skipti nýtt kerfi og það þurfti að athuga hvort niðurstöð- urnar væru réttar. Ég vildi bara vita hvort þetta væri tæknilegs eðlis eða ákvörðun einhvers. Mér fannst fram- kvæmdin á þessu ekki sérlega góð þar sem hún var ekki nægilega gagnsæ fyrir fram. Það lá ekki ljóst fyrir fram nákvæmlega hvað þetta tæki langan tíma og hvenær niðurstöður kæmu. Mér finnst það „valid“ gagnrýni,“ segir Aðalheiður í samtali við DV. Næðu einum inn Niðurstaða prófkjörsins síðastliðinn laugardag var á þá leið að Halldór Auðar Svansson leiðir lista flokksins í borgarstjórnarkosningum nú í vor. Þórgnýr Thoroddsen er í öðru sæti, Ásta Helgadóttir er í þriðja sæti og Þórlaug Ágústsdóttir er í fjórða sæti. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælast Píratar með ellefu prósenta fylgi í Reykjavík og myndu ná einum manni inn í borgarstjórn. n n Prófkjör Pírata sagt ógagnsætt n Tæknilegum ástæðum um að kenna Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Andskotans mórallinn sem brýst út við minnsta helvítis tilefni. „Búinn að vinna eins og skepna“ Prófkjör gagnrýnt Seinkun á tilkynningu úrslita í prófkjörinu var gagnrýnd á Facebook, meðal annars af Aðal- heiði Ámunda- dóttur. Lögfræðingur gæti haldið réttindum Ákæruvaldið fer fram á vægan dóm yfir IKEA-þjófum S norri Steinn Vidal héraðsdóms- lögmaður og Sigurbjörg Þor- valdsdóttir játuðu samkvæmt heimildum DV greiðlega brot sín en þau eru ákærð af lögreglu fyr- ir fjársvik með því að hafa í samein- ingu tímabilinu 1. september til 30. september 2012, í alls fimm skipti, við kaup á vörum í verslun IKEA að Kaup- túni í Garðabæ, blekkt starfsmenn við afgreiðslukassa til að afgreiða eftir- greindar vörur án þess að ákærðu greiddu fullt verð fyrir þær, með því að koma fyrir eða nýta sér að strika merki af ódýrari vöru, IKEA PS-barnastól, að verðmæti kr. 3.490, hafði verið komið fyrir á umbúðum þeirra. Í framhaldi skiluðu ákærðu vörunum, án kvitt- unar, og fengu inneignarnótu í versl- uninni að verðmæti þeirrar vöru sem skilað var. Með þessum hætti fengu ákærðu vörur, samtals að fjárhæð kr. 269.750, gegn greiðslu alls kr. 17.450. Snorri missir ekki endilega lög- mannsréttindi sín vegna athæfisins en til þess þarf fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi eða sérstaka kröfu saksóknara. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi. Snorri skrifaði um siðferði í loka- verkefni í lögmannsnámi sínu, eða svik, óheiðarleika og ósanngirni í samningagerð. Tekið skal fram að Snorri og Sig- urbjörg eru ekki ákærð nema fyrir þann hluta brota sem þykir sannan- lega munu leiða til sakfellingar. Fram- kvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævars- son, segist enn standa við það sem áður hefur verið gefið út af fyrirtæk- inu, að þau ásamt fleirum hafi stolið frá IKEA vörum fyrir milljónir og valdið fyrirtækinu miklum skaða. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi en auk Snorra og Sigurbjargar voru ákærð, Sigurjón Jónsson fram- kvæmdastjóri og Arndís Arnarsdótt- ir. Snorri og Sigurjón eru hálfbræður. Eins og áður hefur verið sagt frá, fór IKEA í einkamál við hópinn sem telur fimm manns. Gerði fyrirtækið kröfu upp á 650 þúsund krónur, sundurlið- aða á þessa fimm einstaklinga. Krafan var að fullu greidd. Þrátt fyrir að hafa greitt kröfugerð, neita Sigurjón og Arndís sök. Mál á hendur einni kon- unni var fellt niður. n kristjana@dv.is Gamall skóli fær nýtt hlutverk Hið reisulega hús að Þórunnar- stræti 99 á Akureyri sem hýsti upphaflega Húsmæðraskóla Akureyrar öðlast nýtt hlutverk 1. mars næstkomandi þegar þangað flyst öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk í bæn- um. Þessi starfsemi hafði áður verið starfrækt á þremur stöðum á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. „Um mikla breytingu til batnaðar er að ræða í þjónustu við fatlað fólk á Akureyri því það telst ótvíræð- ur kostur að hafa alla starfsem- ina á einum stað og úr Þórunnar- stræti er einnig stutt í margskonar afþreyingu sem fólkið nýtir sér,“ segir í tilkynningunni. Árið 2012 keypti Akureyrarbær 75 prósenta eignarhlut ríkisins í húsinu og eignaðist það allt. Hús- ið er eitt af kennileitum Akureyrar sem Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, teiknaði. Önnur merk hús á Akureyri eftir Guðjón eru Akureyrarkirkja og Barnaskóli Akureyrar (Rósenborg). Guðjón lauk hönnun Húsmæðraskólans árið 1943. Byggingameistari hússins var Stefán Reykjalín en smíðin hófst 1944 og var húsið vígt 13. október 1945. Reyndi að bíta lögregluþjón Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt fertuga konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll og brot gegn vald- stjórninni. Konan var ákærð fyrir að hafa, þann 14. júlí 2012, lamið eða sparkað í bifreið með þeim afleiðingum að dæld kom í afturhurð hennar. Skömmu eft- ir atvikið höfðu lögregluþjónar afskipti af konunni; sparkaði hún í einn þeirra, reyndi að bíta annan og hrækti í andlit þess þriðja. Konan játaði brot sín í málinu, en fangelsisdómurinn yfir henni er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hún dæmd til að greiða eiganda bifreiðarinnar sem hún olli skemmdum á 65 þúsund krónur. Auk þess var henni gert að greiða 173 þúsund krónur í sakarkostnað. Bjargaði barni Síðdegis á miðvikudag bjargaði sundlaugarvörður stúlkubarni frá drukknun í Sundlauginni á Hofsósi. Feykir greindi frá þessu. Stúlkan hafði laumast frá for- eldrum sínum og farið rakleið- is í djúpu laugina. „Þegar ég sá hana átti hún í stökustu erfiðleik- um að halda sér á yfirborðinu,“ sagði Ævar Jóhannsson sund- laugarvörður í samtali við Feyki. Smávægilegt Lögmaður ákærðu sagði fyrir dómi að málið væri smávægilegt en hefði verið blásið upp í fjölmiðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.