Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 35
Bílar 7Helgarblað 28. febrúar 2014 F ord hóf innreið sína á raf- bílamarkaðinn í lok árs 2011 þegar Ford Focus Electric var fyrst settur á markað. Bíllinn er ekki kominn í sölu hér á landi, en Brimborg stefnir að því að hefja sölu á bílnum í lok árs. Stefnt hefur verið að því síðustu tvö ár og nú er útlit fyrir að hægt verði að kaupa bílinn á Evrópumarkaði í stað þess að kaupa hann frá Bandaríkjunum. Snöggur og lipur Blaðamaður fékk að reynsluaka ein- um slíkum bíl sem til er hér á landi, en hann var fluttur inn í fyrra frá Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að upplifunin var allt öðruvísi en búist var við. Í raun var munurinn svo lít- ill að ekki var hægt að finna mikinn mun á keyrslu hans og annarra nýrra sjálfskiptra bíla, líkt og Toyota Yar- is-tvinnbílsins. Í rólegum innanbæj- arakstri var munurinn sérstaklega lítill og það eina sem auðvelt er að benda á er vélarhljóðið, sem er auð- vitað ekkert í þessum bíl. Þegar út á stofnbrautir var komið tók annað við. Á Sæbraut þurfti að gefa aðeins í og bíllinn lék sér að því. Togkrafturinn er ótrúlegur og bíllinn er mjög snöggur á fyrstu metrunum. Ef slökkt er á útvarpinu heyrist ekkert nema dauft veghljóð og hljóð vegna vindmótstöðu, þegar bílinn er kom- inn á þokkalegan hraða. Bíllinn er um 150 hestöfl og er ekki nema sex sekúndur að komast upp í 100 kíló- metra hraða. 100 kílómetra hleðsla Blaðamaður var hissa. Hann bjóst við því að finna verulega fyrir því að bíllinn væri ekki knúinn áfram af bensínvél. Svo var alls ekki. Bíll- inn er útbúinn líkt og um hefðbund- inn sjálfskiptan bíl væri að ræða og ekkert við hann er öðruvísi en í nú- tímabílum. Í raun er það eina sem breytist að lítið sem ekkert þarf að greiða fyrir eldsneyti. Rafmagns- reikningur heimilisins hækkar, en hækkunin er aðeins brot af elds- neytiskostnaði hins hefðbundna bensínbíls. Bíllinn er vel búinn og allt er til alls. Hægt er að forrita lyklana þannig að bíllinn lagar sig að þeim stillingum sem viðkomandi hef- ur sett inn, svo sem hraðatakmark- anir, hljóðstyrk útvarps og fleira í þeim dúr. Hleðslan á rafgeyminum dugir í 100 kílómetra akstur, sem er í raun nokkuð lág tala samanborið við Tesla S, sem fer 500 kílómetra á einni hleðslu. Um 5–7 tíma tekur að full- hlaða bílinn, á venjulegri hleðslu- stöð í heimahúsi. n „Vindurinn gerir mörgum skráveifu“ Ódýrasta bílaleiga landsins stækkar ört Þ að er búið að vera mjög mikið að gera í vetur,“ segir Sigurður Smári Gylfason, einn þriggja stofnanda SADcars og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í kring- um 200 bílar eru í eigu fyrirtækisins og hefur um það bil helmingur bíla- flotans verið leigður út í allan vetur. SADcars hefur allt frá stofnun boðið upp á ódýrustu bílaleigu á Íslandi – sem kemur til vegna þess að bílarnir eru eldri en gengur og gerist á bíla- leigum. „Aðalástæðan er sú að við erum með eldri bíla, að meðaltali 10 ára gamla,“ útskýrir Sigurður Smári, en meðalaldur bíla á Íslandi er einmitt í kringum 11–12 ár. „Meðalaldurinn hefur hækkað svo rosalega mikið. Við reynum að halda verði eins lágu og við getum. Það er enginn sérstak- ur leyndardómur á bak við það.“ SADcars hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum tíðina. Flest allar pantanir fara í gegnum vefinn þeirra, en 99 prósent þeirra sem eiga í viðskiptum við Sigurð og fé- laga eru túristar. Því leggja þeir mikla áherslu á að viðskiptavinir tryggi sig fyrir ferðalögin. „Vindurinn gerir mörgum skrá- veifu,“ segir Sigurður Smári. Túristar eru óvanir vindinum á Íslandi og hafa þeir brennt sig á því að skilja dyrnar eftir opnar á bílunum. Sigurður Smári vonast til þess að fyrirtækið stækki enn frekar og munu þeir leggja áherslu á að bjóða upp á rausnarlegt verð í framtíðinni. „Við munum vonandi stækka jafnt og þétt með áframhaldandi vexti í ferðamannabransanum,“ segir Sig- urður Smári að lokum. n ingolfur@dv.is Ferðamenn að stærst- um hluta SADcars býður upp á allar gerðir bíla. Mynd Facebook-Síða SadcarS Snöggur og snar n Ford Focus Electric prófaður n Lítið frábrugðinn „venjulegum“ bílum rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Ford Focus electric Bíllinn er glæsilegur og grillið minnir á Aston Martin. Myndir rögnvaldur Már Þægilegur Bíllinn er þægilegur í akstri og innanrýmið er snyrtilegt. lítið skott Mikið fer fyrir rafhlöðunni í skottinu, sem fyrir vikið tekur ekki mikið af farangri. Það er kannski óþarft, þegar aðeins er hægt að komast 100 kílómetra á hleðslunni. innanbæjarbíll Vel fer um farþega í bíln- um og hann gæti auðveldlega þjónað sem innanbæjarbíll fyrir litla fjölskyldu. Hleðslutengið Ljósið í kringum tengið verður blátt þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.