Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 28. febrúar 201434 Neytendur S amkvæmt upplýsingum á heimasíðu Útfararstofu kirkjugarðanna er kostn- aður við útför um það bil 530.000 krónur þrátt fyrir að kostnaður vegna prestþjónustu við kistulagningu og útför svo og kostn- aður vegna grafartöku sé greiddur af kirkjugörðunum. Kostnaður við dánartilkynningar er ekki innifalinn í útreikningum útfararstofunnar, né heldur erfidrykkja en hún getur verið nokkuð dýr. Kostnaður við lesna tilkynningu í Dánarfregnum og jarðarförum í útvarpinu fer eftir fjölda orða en algengt verð fyrir til- kynningu sem lesin er fjórum sinn- um er um 30.000 krónur. Tilkynning í Fréttablaðinu um andlátið kostar 18.912 krónur. Margnota kista Útfararþjónustan er önnur útfarar- þjónusta sem kynnti nýlega nýjung í líkkistum, margnota líkkistu. Hún er smíðuð úr íslensku lerki og kostar leiga á henni um 10.000 krónur. Inn í þá kistu er rennt annarri mun ein- faldari sem bæði má brenna og grafa og kostar hún 70.000. Rúnar Geir- mundsson útfararstjóri segir kistuna hafa verið notaða þrisvar sinnum nú þegar og mælist hún vel fyrir. Samkvæmt Arnóri Pálssyni, framkvæmdastjóra Útfararþjón- ustu kirkjugarðanna, eru stærstu útgjaldaliðirnir yfirleitt tónlistarat- riðin og kistan. Hefðbundnar lík- kistur kosta á bilinu um 120.000 og upp í 325.000 eftir íburði og efni svo með því að notast við margnota kistu má helminga kostnaðinn miðað við þá ódýrustu af hefðbundnu kistun- um. Þá kostar kistuskreyting 34.000 krónur samkvæmt upplýsingunum en við útfarir er einnig heimilt að sveipa kistuna íslenska fánanum og kostar það ekkert. Með eigin sæng Arnór segir nokkur ráð til að ná nið- ur kostnaði. Þannig sé algengt að hinn látni sé klæddur í sín eigin föt og jafnvel jarðaður með sína eig- in sæng og kodda. Samtals lækkar það kostnaðinn um rúmlega 30.000. Þá kostar 6 manna kór 85.288 sam- kvæmt upplýsingum Útfararþjón- ustu kirkjugarðanna en einsöngur aðeins um 25.000. Þar má því spara 60.000. Fari útförin fram í kyrrþey lækkar kostnaður við útfararþjón- ustuna um 30.000 krónur auk þess sem ekki þarf að greiða fyrir sálma- skrá 41.495 krónur eða erfidrykkju. Þess ber að geta að aðstandendur hafa val um tónlistarflutning. Erfidrykkjan dýr Kostnaður við erfidrykkju fyrir 150 manns getur hlaupið á bilinu 225.000 til 400.000 eftir því hvar hún er haldin og hvað boðið er upp á þar. Algengt verð er þó um 300.000. Dánarbætur misjafnar Algengt er að stéttarfélög greiði dánarbætur aðstandendum fé- laga sinna. Þær er heimilt að greiða þeim sem stendur straum af kostn- aði við útförina. Mjög misjafnt er eft- ir stéttarfélögum hversu háar dánar- bæturnar eru, hversu lengi hinn látni var sjóðfélagi, stærð og sam- setning eftirlifandi fjölskyldu og svo framvegis. Hjá sumum félögum er upphæðin föst en hjá öðrum nem- ur hún hlutfalli af mánaðarlaunum hins látna. Samkvæmt lögum ber sveitarfé- lögum að bera kostnað af útförum eigi dánarbú ekki fyrir kostnaðin- um. Viðmiðunarmörk Reykjavíkur- borgar hafa þó ekki breyst undan- farin 10 ár og er upphæðin 160.000 krónur. n Dauðinn er dýr n Kostnaður við útfarir er mjög hár n Nokkrar leiðir til að lækka útfararkostnað Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Kostnaður við útför n Kista 149.393 kr. n Sæng, koddi, blæja 21.166 kr. n Líkklæði 9.605 kr. n Útfararþjónusta 119.629 kr. n Fossvogskirkja 6.600 kr. n Organisti við útför 19.728 kr. n Kór 6 manna 85.288 kr. n Sálmaskrá 150 stk. 41.495 kr. n Kross á leiði 12.677 kr. n Skilti á kross 8.803 kr. n Kistuskreyting 34.000 kr. n Umsjónargjald 10.501 kr. n Stefgjald 5.250 kr. n Blóm á altari 8.000 kr. Samtals: 532.135 kr. Lægri útfarar- kostnaður n Margnota kista 70.000 kr. n Sæng, koddi, blæja frá hinum látna 0 kr. n Líkklæði - föt hins látna 0 kr. n Útfararþjónusta 11 9.629 kr. n Fossvogskirkja 6.600 kr. n Organisti við útför 19.728 kr. n Einsöngur 25.000 kr. n Sálmaskrá 150 stk. 41.495 kr. n Kross á leiði 12.677 kr. n Skilti á kross 8.803 kr. n Kistuskreyting - fáni 0 kr. n Umsjónargjald 10.501 kr. n Stefgjald 5.250 kr. n Blóm á altari 8.000 kr. Samtals: 327.683 kr. Innifalið í þjónustu útfararstofa n Sækja lík á dánarstað n Hafa samband við prest fyrir aðstandendur n Aðstoðar aðstandendur við val á líkkistu og líkklæðum n Búa um hinn látna í líkkistu n Aðstoða aðstandendur við val á organista og söngfólki n Hafa umsjón með kistulagningarathöfn n Útvega grafarstæði í kirkjugarði n Undirbúa og hafa umsjón með útför n Útvega og hafa umsjón með prentun sálmaskrár n Útvega blóm og kistuskreytingar n Útvegar nauðsynleg gögn svo sem brennslubeiðnir n Útvega krossa og spjald á leiði „Þess ber að geta að aðstandendur hafa val um tónlistar- flutning. Best að byrja smátt Auðvelda leiðin til að borga niður skuldir Þegar fólk byrjar að æfa fyrir maraþon byrjar það ekki á að skokka 42 kílómetra heldur byrjar það á styttri vegalengdum. Að sama skapi er besta leiðin til að borga niður skuldir sú að byrja smátt. Það segir Michelle Singletary í nýlegum dálki í Washington Post. Yfirleitt er mælt með því að fólk byrji á að greiða niður þá skuld sem ber hæsta vexti. En jafnvel þótt það kunni að vera skynsamlegast getur það orðið til þess að fólk eigi erfitt með að halda sig við niður- greiðsluplanið. „Raunveruleik- inn er sá að fólk hagar sér ekki skynsamlega, þá væri það ekki í fjárhagsvandræðum,“ segir Singletary. Vandinn er sá að það er erfitt að halda sig við að greiða háar fjárhæðir í hverjum mánuði ef árangurinn er ekki sýnilegur. Lausnin við því er að leggja til hliðar skynsemisútreikninga og einbeita sér fyrst að lægri upp- hæðum sem hægt er að greiða upp hratt til að byggja upp þol. Hún mælir með því að fólk skrifi lista eftir því hversu háar upphæðir um ræðir þar sem lægsta skuldin er efst en þær hæstu neðst. Byrji svo efst á list- anum og greiði bara lágmarks- afborganir af öðrum skuldum á meðan. Þegar sú fyrsta er full- greidd á að byrja að greiða upp þá næstu með sömu afborgun- um. Þetta er ekki fljótlegasta leiðin til að greiða upp skuldir segir Singletary en hún bendir þó á rannsókn sem gerð var við Northwestern University’s Kell- ogg School of Management sem sýndi fram á að raunhæf mark- mið juku líkur á að þátttakendur greiddu upp skuldir sínar. Þrjú atriði sem Singletary tiltekur til að auðvelda niður- greiðslu skuldanna koma hér á eftir: 1 Fara yfir bankayfirlitið línu fyrir línu. Öll endur- tekin útgjöld, eins og hádegis- mat með vinnufélögunum eða vikulegan barreikning, er hægt að einsetja sér að helminga. Í næsta mánuði má svo bæta fleiri útgjaldaliðum á listann. Allir peningarnir sem sparast ættu að fara beint í að greiða skuldir. 2 Skapandi staðgenglar. Singletary tekur dæmi af manneskju sem hefur vanið sig á að kaupa kaffi latte á hverjum morgni. Í stað- inn má kaupa tvöfaldan espressó en eiga mjólk í vinnunni til að bæta út í. 3 Draga úr útgjöldum. Ef fólk er áskrifandi að tímariti má lesa það á bókasafn- inu, árskorti í ræktina má skipta út fyrir skokk og sund eða leiðbeiningar á síðum eins og Youtube. Dýru víni má skipta út fyrir ódýrara og svo framvegis. Niðurgreiðsla skulda Best að byrja á lægstu upphæðunum. Óeirðir vegna bananaverðs í Bretlandi Aðbúnaður bananaverkamanna óviðunandi B ananaverkamenn í Suður-Am- eríku búa oft við lélegar að- stæður og vinna fyrir smánar- legt kaup. Þetta kemur fram í grein á vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian nýlega en megnið af banönum sem seldir eru í breskum stórmörkuðum kemur þaðan. Þar segir að þrátt fyrir verðbólgu undanfarinna ára hafi verð á banön- um lækkað enda noti breskir stór- markaðir verð á banönum til að auglýsa lágt verð. Lág laun verka- mannanna eru ekki eina ástæðan fyr- ir lágu verði heldur hafa bananarnir verið úðaðir með rotvarnarefnum og skordýraeitri. Bresk verkalýðsfélög hafa vakið athygli á slæmum aðbúnaði banana- verkafólks og þrýst á verslunarkeðjur um að breyta viðskiptaháttum sín- um. Það hefur orðið til þess að nokkrar verslanir, þeirra á meðal Waitrose og Sainsbury´s bjóða núna eingöngu upp á „Fairtrade“-banana, það er banana sem hafa vottun upp á að koma úr siðrænni framleiðslu. Aðrir stórmarkaðir hafa ekki fylgt fordæmi þeirra. Þrátt fyrir þrýsting á bresk yfir- völd um afskipti af bananaverslun- inni segir blaðamaður yfirvöld hafa tilhneigingu til að líta framhjá því þegar slæmir viðskiptahættir skila sér í lágu matvælaverði til neytenda. En þó „Fairtrade“ bjóði upp á siðrænna viðskiptamódel skekkir krafan um lágt verð stærstu stór- markaðanna alla bananaverslun því jafnvel „Fairtrade“-bananar eru seldir á ótrúlega lágu verði, allt niður í sem svarar 130 krónur á kíló. Í greininni í The Guardian segir að yfirleitt verði uppþot vegna mat- vælaverðs vegna þess að verðið sé svo hátt, nú sé þó svo komið að hefja verði baráttu fyrir hærra verði. Í þessu tilfelli sé það einu siðferðilega ásættanlegu viðbrögðin. n fifa@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.