Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 28. febrúar 201436 Lífsstíll F örðunarfræðingurinn Sir John er einn af þeim sem sjá um að farða söngkonuna Beyoncé. Hann farðaði hana fyrir tón­ leikaferðalagið Mrs. Carter og hannaði auk þess förðun á söng­ konuna fyrir átta tónlistarmyndbönd af nýjustu plötu hennar, Beyoncé. Sir John gaf lesendum bandaríska tímaritsins ELLE nokkur förðunar­ ráð á dögunum og deildi í leiðinni nokkrum af fegrunarleyndarmálum söngkonunnar heimsfrægu. Settu varagloss á augun Sir John er ekki hrifinn af mjög glans­ andi vörum og finnst mattar varir gefa fágaðri útkomu. Þess í stað vill hann að fólk noti varagloss á augn­ lokin til að gefa augnskugganum betri gljáa. Hann segir mikilvægt að velja vatnsheldan augnskugga sem endist lengi. „Þú getur borið þessa augnskugga sem endast lengi á augnlokið, leyft þeim að þorna og bætt við örlitlu af 8 Hour Cream frá Elizabeth Arden eða örlitlu af varaglossi með fingur­ gómunum – bara örlítið magn til að gefa því smá gljáa,“ segir Sir John. „Þú ert ekki að reyna að þekja augnlokið eins og þú myndir gera við varirnar. Þú vilt bara gefa auganu gljáa svo það endurvarpi ljósi. Með vatnsheldum augnskuggum undir þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að þetta kámist.“ Hugsaðu vel um húðina „Ég er mikið fyrir húðumhirðu. Farðu og fáðu andlitssnyrtingu. Gerðu sjálf maska úr haframjöli heima. Það er engin leið að hylja slæma húð,“ segir Sir John. „Þú vilt ekki vera með neitt á sumrin. Notaðu bara frábæran raka­ gjafa og smá af hyljara þar sem þú þarft þess og slepptu öðru.“ Húðin á Beyoncé er alltaf ljómandi og segir Sir John að lykillinn að því sé mánaðar­ legur ensímaskrúbbur. „Í hverju mánuði notum við náttúrulegt ensímaskrúbb til að auka veltu í frumum. Við göng­ um úr skugga um að vökvun henn­ ar sé á sem bestu stigi og svo losum við okkur við dauðu húðfrumurnar. Við höldum förðuninni hennar eins þunnri og hægt er. Hún er stelpu­ leg stelpa en hún er ekki hrifin af miklum farða. Ég reyni að ganga úr skugga um að húðin undir sé fullkomin og þá verður allt annað hægðarleikur.“ Rauður varalitur á alltaf við Sir John gefur ýmis ráð þegar kemur að vali á varalit. Hann segir rauðan varalit öruggt val, en hann sé einmitt í uppáhaldi hjá söngkonunni. „Beyoncé elskar rauðar varir,“ segir Sir John. „Og rauður með app­ elsínugulum tón lítur best út á henni frá sjónarhorni förðunarfræðings. Hún er móðir svo allt sem endist lengi hentar henni betur.“ Sir John hvetur konur líka til að prófa öðruvísi liti og að hans sögn er fjólubleiki liturinn Radiant Orchid eða „Ljómandi brönugras“ það heitasta árið 2014. Þann lit má meðal annars sjá á Beyoncé í tónlistarmyndbandinu við lagið No Angel en Sir John bendir á að þær sem ekki vilja nota þennan skemmtilega lit á varirnar geti prófað hann á kinnarnar eða sem naglalakk. Óvæntir litir á varirnar Að sögn Sir John eru neonlitir nauðsynlegir fyrir alla sem vilja tolla í tískunni í sumar en hann vill sjá konur með vínrauða eða berjarauða varaliti í sumar. „Ég myndi vilja sjá konu að kvöldi til í Miami, klædda neon­ lituðum kjól með plómulitaðar var­ ir til að jarðtengja það. Það er óhefð­ bundið,“ tekur hann sem dæmi. Til að láta varalitinn end­ ast lengur og koma í veg fyrir að hann kámist er gott að setja fyrst varablýant, bera varalitinn á, dusta síðan lausu púðri yfir var­ irnar og bera að lokum varalitinn aftur á. n Förðunarleyndarmál Beyoncé Knowles n Förðunarfræðingur söngkonunnar gefur ráð n Varagloss á augnlokin Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Sir John að störfum Það er nokkuð ljóst að Beyoncé er í góðum höndum. Gloss á augnlokin Rauðar varir Berjarauðar varir Góð húðumhirða Radiant Orchid Rose Byrne valin „andlit framtíðarinnar“ Árleg verðlaun veitt af MaxMara Ástralska leikkonan Rose Byrne hlaut á dögunum verðlaunin Women In Film Face of the Future, en þau eru veitt af ítalska tískuvörumerkinu MaxMara. Verðlaunin hlaut Byrne fyrir „framúrskarandi leiklistarafrek“ og var henni lýst sem „hold­ gervingi stíls og þokka“. Um­ rædd verðlaun voru fyrst veitt árið 2006 og eru veitt leikkonum sem eru á tímamótum á ferli sín­ um. Tilgangur þeirra er að heiðra þær fyrir vinnu þeirra, framlag til samfélagsins og stíl. Dæmi um aðrar leikkonur sem hlotið hafa verðlaunin eru Chloe Mortez, Hailee Steinfeld, Katie Holmes og Zoe Saldana. Byrne mætti á tískusýningu MaxMara í Mílanó á dögunum, íklædd hvítum, síðum buxum í víðu sniði, gylltum toppi og svörtum bleiserjakka. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Bridesmaids, X­Men: First Class og The Place Beyond the Pines, en hún mun brátt birtast áhorfendum á hvíta tjaldinu í nýrri endurgerð af söngleiknum Annie. Hattur Williams boðinn upp Brúni hatturinn sem bandaríski söngvarinn og rapparinn Pharrell Williams mætti með á Grammy­ verðlaunin fyrir skemmstu hefur verið settur á uppboð. Hatturinn er hönnun enska fatahönnuðar­ ins Vivienne Westwood og er í raun endurgerð af hatti sem fyrst sást í haustlínu Westwood árið 1982, en hann hefur vakið mikla athygli eftir að Williams sást með hann á rauða dreglinum. Nú hef­ ur tónlistarmaðurinn hins vegar ákveðið að selja hann á eBay og mun ágóðinn renna til góðgerða­ samtaka Williams, From One Hand to Another. Lágmarksverð fyrir hattinn voru 200 Banda­ ríkjadalir, um 30 þúsund krónur, sem er það verð sem Williams borgaði fyrir hann. Stuttu síðar var hatturinn þó kominn upp í 10 þúsund dollara, eða rúmlega 1,5 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.