Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 28. febrúar 201440 Sport S tundum fór ég 40 sinnum á sal­ ernið á sólarhring. Með hægð­ unum kom mikið blóð og ég var orðinn virkilega kraftlaus, fékk járn aukalega og leið alls ekki vel.“ Þannig lýsir Guðjón Pétur Lýðsson veikindum sem hann hefur glímt við frá ársbyrjun 2012, þegar hann greindist með sáraristilsbólgur. Veikindin komu strax í kjölfar veru hans hjá sænska meistaraliðinu Hels­ ingborg, þangað sem hann fór á lán frá Val í ágúst sumarið 2011 og kom heim með tvær gullmedalíur, aðra fyrir sigur í sænsku úrvalsdeildinni og hina fyrir bikarmeistaratitil. Sumarið sem fylgdi í kjölfar veik­ indanna var honum erfitt, enda flest­ um ráðlagt að fara sér hægt, svo mögulegt sé að ná tökum á sjúk­ dómnum. Stuðningsmenn Vals sáu ekki sama leikmann og slegið hafði í gegn sumarið áður og sérfræðingar gagnrýndu hann. Guðjón drekkti sér í vinnu og skóla, sinnti þó fótboltan­ um áfram en hugsaði sem minnst um drauminn um atvinnumennsku. Guðjón Pétur hefur ekki greint frá því hvað það er sem hrjáir hann fyrr en nú. Hann orðinn 26 ára og hefur ekki gefist upp á því sem hann hefur stefnt að frá unglingsaldri; að verða atvinnu­ maður í knattspyrnu. Engin lækning til „Ég fór að finna fyrir verk neðarlega í maganum, sem fór að ágerast. Kló­ settferðir urðu mjög tíðar á þessum tíma og á endanum fór ég á spítala. Þaðan var ég sendur heim, læknirinn hélt að þetta væri einhver magaveira. Síðan leið tíminn og mér leið enn verr ef eitthvað var, svo ég fór aftur til lækn­ is. Þá kom í ljós að þetta var eitthvað alvarlegra og læknirinn talaði um bólgur í ristli. Eftir ítarlegri rannsókn, um miðjan janúar, kom áfallið þegar ég var greindur með þennan sjúk­ dóm,” segir Guðjón Pétur. Algengast er að fólk á aldrinum 15–25 ára grein­ ist með sjúkdóminn, og fjöldi þeirra sem greinist með hann hefur aukist á síðustu árum. Þyngdartap, blóðug­ ur niðurgangur og slæmir kviðverkir eru einkenni sjúkdómsins. Ekki er vit­ að hvað veldur sjúkdómnum og þá er ekki til nein lækning við honum. Hægt er að fá lyf sem draga úr einkennum, en bakslag er algengt þegar einhverj­ um bata hefur verið náð. Guðjón hefur nú ekki fundið fyrir sjúkdómnum í meira en ár, en hann fékk tvisvar slæmt bakslag þegar hann var viss um að hann væri búinn að ná stjórn á einkennunum. „Ég tek ellefu töflur á dag og fer í sterasprautu á tveggja vikna fresti. Þegar ég fékk bakslag þurfti ég að fara upp á spítala, þar sem ég var sprautaður með ster­ um á hverjum degi í tvær til þrjár vik­ ur. Þá kemst jafnvægi aftur á og bólg­ urnar hjaðna.“ „Þetta var mitt mál“ Fyrst um sinn fannst Guðjóni sjúk­ dómurinn vera hálfgert feimnismál, enda erfitt að útskýra tíðar klósett­ ferðir. Hann sagði þó fjölskyldu sinni, nánustu vinum, þjálfarateymi Vals og liðsfélögum frá sjúkdómnum áður en knattspyrnutímabilið hófst. „Ég hafði enga þörf fyrir að tjá mig um þetta við aðra, þetta var mitt mál. Það er kannski fínt núna, mér líður vel og þetta háir mér ekki,“ segir Guðjón, og bætir því við að hann líti á sjúkdóm­ inn sem lífsstíl, sérstaklega vegna mataræðis. „Aldrei hef ég verið frægur fyrir að borða hollt, en svo sem ekki óhollt heldur. Eftir að ég greindist þurfti ég að umbylta mataræðinu og var mjög heppinn að gera samning við Happ. Þar fékk ég matarkörfu fyrir hvern dag og það hjálpaði mér að komast af stað. Svo þegar mér fannst ég vera kominn með stjórn á sjúkdómnum, þá var ég sjálfur farinn að finna hvaða matur hentaði mér. Í dag drekk ég mikið af ávaxtaþeytingum, drekk lítið af mjólk og borða brauð í litlu magni.“ Frá 3. deild í úrvalsdeild Ferill Guðjóns í fótboltanum er nokkuð sérstakur. Hann ólst upp á Álftanesi og spilaði með UMFB í yngri flokkum. Hann færði sig svo í Hauka í 2. flokki og spilaði sinn fyrsta meist­ araflokksleik fyrir Hauka árið 2006, 18 ára. Sá leikur endaði hins vegar ekki vel, Haukar töpuðu og Guðjón fékk rautt spjald eftir að hafa komið inn sem varamaður. Eftir tímabilið færði hann sig til Breiðabliks, þar sem hann fékk ekki tækifæri og skipti því yfir í Stjörnuna um mitt sumar. Þar lék hann í eitt ár, þangað til hann skipti aftur yfir í Álftanes sem lék þá í þriðju deildinni. Þangað fór hann á miðju tímabili til að finna gleðina við knattspyrnuiðkun á nýjan leik, eftir að hafa átt lítilli velgengni að fagna hjá Stjörnunni. Frá Álftanesi lá leiðin aft­ ur í Hauka, sem fóru upp í úrvalsdeild sumarið 2009 og Guðjón var lykil­ maður í liðinu. Haukar féllu þó aftur eftir eitt ár meðal þeirra bestu, en Guðjón spil­ aði vel og var fenginn til Vals. Þar spil­ aði hann tvö tímabil, en það var eftir fyrra tímabilið sem hann veiktist. Fyrir rúmu ári fór hann síðan aftur í Breiða­ blik, þar sem hann lék nærri alla leiki liðsins í deild, bikar og Evrópukeppni auk þess að skora sjö mörk í öllum keppnum. Úr hetju í skúrk „Helsingborg hafði áhuga á að fá mig og ég sagði yfirmanni íþróttamála frá minni stöðu. Hann sýndi mér mikinn skilning og þeir hafa verið í reglulegu sambandi við mig. Það var ákveðið ferli komið af stað með mín mál, en ég stöðvaði það áður en það fór eitt­ hvað lengra þegar ég fékk sjúkdóms­ greininguna. Það var nokkuð öruggt að ég hefði farið eitthvað út í þessum janúarmánuði, hefði þetta ekki kom­ ið upp.“ Í kjölfarið tók við mjög erfitt tímabil hjá Val, þar sem hann í raun breyttist úr hetju frá tímabilinu í áður í skúrk, sem var kennt um lélegt gengi liðsins. Fáir vissu þó hver ástæðan var,“ segir Guðjón. Hann kom því skýrt til skila við þjálfara sína að hann yrði ekki valinn í liðið nema hann ætti það skil­ ið. „Ég hef oft þurft að glíma við erfiða hluti og það er stundum bara gott að fá smá högg í andlitið. Þá er bara að koma sér á fætur aftur og halda áfram. Það er ekkert annað í boði,“ segir Guðjón. Plan B „Þegar ég greindist sagði læknirinn við mig að ég þyrfti að fara að huga að öðrum valmöguleikum í lífinu, svo ég hefði einhverja varaáætlun ef allt færi á versta veg. Ég fékk dellu fyrir því að gera upp íbúðir, skráði mig í nám. Nú er ég búinn með bóklega hlutann í húsasmíði og hef gert upp fjórar íbúð­ ir. Námið gerði það að verkum að ég kynntist efnilegum smiðum sem hafa hjálpað mér og fengið sjálfir reynslu í leiðinni,“ segir Guðjón, en hann lét ekki skólann nægja, því hann fór að vinna samhliða námi og fótboltanum. „Ég var að sinna strák sem er ein­ hverfur og fatlaður að nokkru leyti. Hann var kominn á þann aldur að hann vildi búa sjálfur, og ég aðstoð­ aði hann við það ásamt öðrum. Þrjár nætur í viku gisti ég hjá hon­ um, það þarf að líta eftir honum allan sólarhringinn því hann er einnig flogaveikur. Í raun gat ég sofið flestar nætur, en þetta tók á því þetta var enginn djúpsvefn,“ segir Guðjón, en síðasta sumar var sérstaklega stremb­ ið, þó vel gengi í fótboltanum. Auk þess að vinna í næturvinnu nokkrar nætur í mánuði vann Guðjón hörð­ um höndum að því að koma íbúðar­ húsnæði í stand, sem hann gerði upp frá grunni eftir að hafa rifið allt út úr því. Breiðablik gekk vel á öllum víg­ stöðvum og fór langt í Evrópukeppn­ inni. Meðal annars ferðaðist liðið til Andorra og Kasakstan. „Er í raun alveg ruglaður“ „Nú er fótboltinn kominn í fyrsta sætið. Strákurinn sem ég vann með er kominn á heimili þar sem boðið er upp á sólarhringsþjónustu og hann þarf því ekki lengur á mér að halda. Náminu er lokið, ég kláraði bóklega hlutann nú fyrir jólin, svo nú get ég einbeitt mér að því að æfa fótbolta og vinna í íbúðunum samhliða því,“ segir Guðjón og viðurkennir að álagið hafi verið of mikið. „Þetta var mjög strembið, ég er í raun bara alveg ruglaður. Þetta var alltof mikið sem ég lagði á mig, kærastan mín var ekki alltaf mjög sátt og ég hafði kannski bara ein­ hvern hálftíma lausan á sólarhring. Ég kýs að líta bara á þetta sem já­ kvæða reynslu, sem nýtist mér lengi. Veikindin munu líklega alltaf verða til staðar, bólgurnar geta komið hvenær sem er ef ég passa mig ekki. Ég vona að það finnist lækning við þessu, læknarnir mínir hafa sagt að það geti gerst í framtíðinni. Þangað til verð ég að tækla þetta sjálfur.“ n nGuðjón Pétur stefnir á atvinnumennsku Sjúkdómurinn eyðilagði næstum ferilinn Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Sami sjúkdómur og Fletcher fékk Darren Fletcher, leikmaður Manchester United, er ný- byrjaður að spila aftur eftir rúmlega tveggja ára hlé sem hann neyddist til að taka eftir að hafa greinst með sáraristilbólgur. Fletcher leyndi sjúkdómnum í nokkurn tíma og gekkst undir aðgerð vegna hans. Hann er nú þrítugur og sjúkdómurinn hefur nánast gert út um feril hans. Tvöfaldur meistari í Svíþjóð Undir lok fyrra tímabilsins hjá Val var Guðjón lánaður til Helsingborg í Svíþjóð, sem vantaði skapandi leikmann í hópinn fyrir lokasprettinn í deild og bikar. Þar spilaði hann sjö leiki, fjóra í deild og þrjá í bikarnum, flesta sem varamaður. Liðið stóð uppi sem sænskur deildar- og bikarmeistari og ǴGuðjón þótti hafa staðið sig vel. Helsingborg sýndi honum áfram áhuga og fleiri lið spurðust fyrir um hann. Sjúkdómurinn gerði út af við alla drauma, og Guðjón spilaði áfram með Val tímabilið á eftir. „Veikindin munu líklega alltaf verða til staðar M y n d s ig tR y g g u R a R i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.