Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 28. febrúar 201442 Skrýtið Herinn byggði heilan smábæ n Notaður við æfingar fyrir hermenn n Kostaði 10 milljarða króna V ið fyrstu sýn virðist bærinn Fort A.P. Hill í norðurhluta Virginíu í Bandaríkjunum vera ósköp venjulegur bær með skóla, knattspyrnu- höll, kirkju, mosku, bensínstöð, fimm hæða sendiráðsbyggingu, neðan- jarðarlestakerfi og íbúðarbyggingum. Raunin er reyndar sú að enginn býr í bænum og öll húsin standa að mestu tóm. Ástæðan er sú að Fort A.P. Hill er æfingastöð fyrir bandaríska herinn og er óhætt að segja að ekkert hafi ver- ið til sparað við að gera æfingaaðstöð- una eins glæsilega og raunverulega og möguleiki var á. Tíu milljarða kostnaður Æfingaaðstaðan var tekin í notkun á dögunum en kostnaðurinn við verk- efnið nam rúmlega níutíu milljónum Bandaríkjadala, rúmum tíu millj- örðum króna. Bærinn stendur á 120 hektara lóð og mun koma bandarísk- um hermönnum til góða ef og þegar að því kemur að þeir þurfi að berjast á þéttbýlum svæðum; borgum eða bæjum. „Góð áhrif“ Það var The Asymmetric Warfare Group, deild innan bandaríska hersins, sem stóð að byggingu smá- bæjarins sem var tekinn í notkun í janúar síðastliðnum. Deildin var stofnuð árið 2004 og sérhæfir sig í þjálfun hermanna vegna hryðju- verkaógnar. „Hérna getum við gefið sköpunargáfunni lausan tauminn og fundið lausnir á vandamálum sem við höfum ekki getað áður,“ sagði John P. Petkosek, yfirmaður The Asymmetric Warfare Group, í samtali við breska blaðið Telegraph á dögunum. „Það sem við munum gera hér mun hafa góð áhrif á herinn í heild sinni,“ bætti hann við. Sex ára vinna Bygging Fort A.P. Hill var sem fyrr segir nokkuð kostnaðarsöm en einnig tímafrek. Sex ár eru síðan hugmyndirnar fóru á teikniborðið og eru rúm tvö ár síðan framkvæmd- ir hófust. Í umfjöllun vefsíðunn- ar Gizmodo um bæinn kemur fram að allt kapp hafi verið lagt á að gera bæinn sem raunverulegastan. Á neðanjarðarlestarstöðinni eru lestir sem eru nákvæmlega eins og þær sem notaðar eru í Washington, höfuð borg Bandaríkjanna – jafnvel merkingar á lestunum eru nákvæm- lega eins. Þá svipar skólabyggingu bæjarins mjög til þeirra sem al- gengar eru í Írak og Afganistan. n Gerviblóð og bílsprengjur Þó að Fort A.P. Hill sé einstakur bær er hann ekki sá eini sem bandaríski herinn notar við æfingar. Í óbyggðum Kaliforníu, nánar tiltekið í Mojave-eyðimörkinni, má finna risastóra herstöð sem heitir Fort Irwin. Ólíkt Fort A.P. Hill hafa hermenn fasta búsetu í Fort Irwin og búa þar að jafnaði um átta þúsund manns. Í Fort Irwin er mikil áhersla lögð á að hermenn geti æft sig við kringumstæður sem gætu mætt þeim á vígvellinum. Herstöðin var opnuð árið 1980 og stendur hún á 2.600 ferkílómetra lóð sem herinn getur nýtt undir æfingar. Blaðamenn Gizmodo heimsóttu herstöðina í fyrra og skrifuðu athyglisverða grein um það sem fyrir augu bar. Þar mátti meðal annars finna lítið þorp, Ertebat Shar, í afgönskum byggingarstíl þar sem meðal annars mátti finna götusölumenn, eða öllu heldur leikara til að gera þetta allt sem raunverulegast. Meðan á heimsókninni stóð var einnig sprengd bílsprengja og gerviblóði dreift um allt. Við æfingar í afganska þorpinu voru 120 hermenn úr svokallaðri Blackhorse- deild í hlutverki uppreisnarmanna. Hlutverk þeirra var að veita öðrum hópi hermanna, í hlutverki bandaríska hersins, mótspyrnu. Starf Blackhorse-deildarinnar þykir eftirsóknarvert í Fort Irwin enda fá hermenn þeirrar deildar sérstaka þjálfun, meðal annars við að smíða sprengjur. Hlut- verk þeirra er að halda lífi, ef svo má segja, en ef þeir deyja er þeim einfaldlega vísað úr hópnum og sendir til annarra starfa á herstöðinni. Þannig er tryggt að hermenn Blackhorse, í hlutverki uppreisnarmanna, veiti bandarísku hermönnunum mikla mótspyrnu sem skilar sér aftur í því að hermennirnir fá betri þjálfun. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Moska Eins og sést var ekkert til sparað þegar bærinn var byggður. Hér sést til dæmis stór og mikil moska.„Það sem við munum gera hér mun hafa góð áhrif á herinn í heild sinni. Eins og í Washington Lestirnar í Fort A.P. Hill eru nákvæmlega eins og þær sem eru í höfuðborg Banda- ríkjanna, Washington. Raunverulegt Í Fort A.P. Hill geta hermenn æft sig við aðstæður sem gætu mætt þeim á vígvellinum. Notaði kortið hennar mömmu Móðir þrettán ára drengs í Bret- landi hugsar tölvuleikjafram- leiðandanum EA Sports þegj- andi þörfina þessa dagana eftir að sonurinn eyddi 800 þúsund krónum með kreditkorti hennar í tölvuleiknum FIFA 14. FIFA 14 er vinsælasti fótboltatölvuleikur heims og stalst sonur konunnar til að nota kreditkortið hennar til að kaupa hina ýmsu fylgihluti sem hægt er að kaupa í leikn- um. Móðirin sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, á dögunum að tölvuleikjafram- leiðendur væru að „græða pen- inga á óförum fólks“ eins og hún orðaði það. „Þeir hljóta að þéna ótrúlegar upphæðir á mjög auð- veldan hátt. Sonur minn er eyði- lagður yfir þessu núna þegar hann sér hvað hann gerði. En hann gerði sér enga grein fyrir því að upphæðin væri svona há,“ sagði móðirin, Sue. Að sögn BBC vildu forsvarsmenn EA Sports ekki tjá sig um málið. Leirslabbi í andlitið Lögreglan í Lancashire-hér- aði, norðarlega í Englandi, leit- ar nú hrekkjusvína sem slógu afgreiðslukonu utan undir með blautum fiski í matvöruverslun. 52 ára starfsmaður fiskborðs versl- unarinnar Asda, í Accring ton, ber að ung stúlka hafi verið að spyrja um mismunandi fisktegund- ir þegar hún lét til skarar skríða. Fyrirvaralaust hafi hún tekið upp einn fiskinn, leirslabba, og sleg- ið afgreiðslukonuna utan undir. Að svo búnu hljóp hún á brott. Orange News greinir frá þessu. Konan telur að vinur stúlk unnar hafi staðið hjá og myndað atvikið á síma. Lögregla hefur nú dreift myndum úr öryggismyndavélum í því skyni að hafa uppi á þeim. Fyrsti laugardagurinn er 1. mars Húsið opnar kl 10.45 og síðasta viðtal byrjar kl 13.30. Viðtalið kostar 500 kr. Ef það er bið eftir viðtali þá þarf ekki að bíða á staðnum heldur fær hver miða með sínum tíma á og mætir aftur eftir því. Allir velkomnir. Kaffi knús og Drekar á staðnum. Drekarnir í Drekaslóð Laugardagsopnun í Drekaslóð Borgartúni 3 (2. hæð) drekaslod@drekaslod.is Vegna mikillar aðsóknar bjóðum við þolendum hvers konar ofbeldis og aðstandendum að koma í stutt viðtöl sem ekki þarf að panta með fyrirvara. Bara koma til okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.