Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 28. febrúar 201452 Fólk Stjörnum hlaðið „baby shower“ Bandaríska leikkonan Kerry Wash­ ington á von á sínu fyrsta barni í vor og af því tilefni var haldin stjörnum hlaðin sængurgjafaveisla henni til heiðurs. Veislan fór fram í bakgarðinum á heimili hand­ ritshöfundarins, leikstjórans og framleiðandans Shondu Rhimes, sem meðal annars gerði hina sí­ vinsælu Grey‘s Anatomy­þætti, en meðal gesta voru leikkonurn­ ar Jane Fonda og Darby Stanchfi­ eld, en sú síðarnefnda leikur á móti Washington í sjónvarpsþátt­ unum Scandal. Heimili Rhimes er í Hancock Park í Los Angeles og sáust yfir 50 prúðbúnir boðsgest­ ir mæta hlaðnir gjöfum. Nokkrir öryggisverðir stóðu vaktina með gestalista við höndina til að sjá til þess að enginn kæmist nú óboð­ inn í veisluna. Perry og Mayer hætt saman á ný Bandaríska söngkonan Katy Perry og tónlistarmaðurinn John Mayer eru hætt saman. Þetta herma heimildir erlendra slúður­ miðla, en ekki er langt síðan parið virtist yfir sig ástfangið. Á Valentínusardaginn sáust þau til að mynda hafa það notalegt í Los Angeles og fyrir skemmstu voru miklar vangaveltur vestanhafs um hvort parið væri trúlofað eftir að Perry sást með stóran hring á baugfingri vinstri handar. „Hún talaði um hann eins og allt væri með felldu fyrir um tveimur vikum,“ segir heimildar­ maður blaðsins PEOPLE um mál­ ið. Athygli vakti þó þegar Mayer var fjarri góðu gamni þegar Perry heimsótti Lundúnir og Mílanó í vikunni. Perry og Mayer hafa átt í slitróttu sambandi síðan árið 2012, en þau hafa hætt saman tvisvar áður. Girls-stjarna trúlofuð Bandaríska leikkonan Allison Williams og kærasti hennar til þriggja ára, grínistinn Ricky Van Veen, trúlofuðu sig á dögunum. Van Veen er einn af stofnend­ um grínsíðunnar College Humor og var auk þess einn þeirra sem komu myndbandasíðunni Vimeo í loftið. Parið kynntist árið 2010 þegar Williams, sem þá var ný­ útskrifuð úr Yale, var við tökur á prufuþætti Girls fyrir sjónvarps­ stöðina HBO og hafa átt í far­ sælu sambandi síðan. Í viðtali við tímaritið Glamour í byrjun febr­ úar sagðist Williams vera tilbúin að gefa ferilinn upp á bátinn og verða móðir svo það er aldrei að vita nema von sé á barni hjá par­ inu á næstu misserum. Frægir hittu Dalai Lama Kíktu í poka trúarleiðtogans M ikið var um dýrðir á Vís­ indamiðstöðinni í Kali­ forníu síðastliðinn mið­ vikudag en þá stóðu góðgerðasamtökin The Lourdes Foundation fyrir viðburði þar sem fólki gafst kostur á að hitta sjálfan Dalai Lama og spyrja hann spjör­ unum úr. Fjölmargar stjörnur létu sjá sig á viðburðinum, svo sem leikkonurnar Sharon Stone, Anna Kendrick, Lupita Nyong‘o, Amber Heard, Eva Longoria og Naomi Watts, spjallþáttakóngurinn Larry King og grínleikarinn Jim Carrey. Bandaríska fréttakonan Ann Curry spurði spurninganna fyrir hönd fólksins í salnum, en ein þeirra spurninga sem Dalai Lama fékk var hvort hann væri með skjala­ tösku og ef svo væri, hvað væri í henni. Dalai Lama teygði sig þá í dumbrauðan strigapoka og hóf að gramsa í honum. Í ljós kom að í pokanum voru tveir litlir Toblerone­súkkulaðimolar, lítil túpa af tannkremi, sól­ gleraugu, hitamælir og lítil Búddastytta úr leir. Trúar­ leiðtoginn gaf síðan Curry og Sharon Stone hvoru sinn súkkulaðimolann. Þegar talið barst að aldri Dalai Lama sagði hann: „Mér líður eins og ég sé yngri en ég er. Að líða eins og þú sért ungur hefur ekki áhrif á þinn raunveru­ lega aldur.“ Markmið viðburðarins var að dreifa boðskap samkenndar, samtals og friðsamlegra mót­ mæla til að stuðla að friði í heim­ inum og þótti heppnast með eindæmum vel. n horn@dv.is Flottar Lupita Nyong'o og Naomi Watts létu sig ekki vanta. Ánægð Leikkonan Eva Longoria heilsar upp á Dalai Lama. Á sunnudaginn verða Óskars­ verðlaunin afhent í 86. sinn og bíða margir þessarar stærstu verðlaunahátíðar ársins með eftirvæntingu. Ýmislegt hefur gengið á í þau 85 skipti sem verðlaunin hafa verið veitt en nokkur atvik standa þó upp úr. Hér eru rifjaðar upp nokkrar eftir­ minnilegar stundir af Óskarsverð­ laununum í gegnum tíðina. Brando sagði nei Árið 1973 afþakkaði bandaríski leik­ arinn Marlon Brando Óskarsverð­ launin er hann var valinn besti leik­ ari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Don Vito Corleone í The Godfather. Brando mætti ekki á verðlauna­ afhendinguna heldur sendi indíán­ ann og aðgerðasinnann Sacheen Littlefeather í sinn stað. Littlefe­ ather fór upp á svið í fullum klæðum Apache­ættbálksins og útskýrði að Brando vildi ekki þiggja verðlaunin vegna framkomu kvikmyndaiðnað­ arins í Hollywood í garð frumbyggja Ameríku. Þetta var í annað sinn sem nokkur afþakkaði Óskarsverðlaun, en tveimur árum fyrr hafði leikar­ inn George C. Scott gert einmitt það er hann var valinn besti leikari í að­ alhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Patton. Hljóp nakinn á sviðið Það vakti mikla kátínu meðal gesta á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1974 þegar ljósmyndarinn og galleríeig­ andinn Robert Opel hljóp nakinn inn á svið með friðarmerkið á lofti. Þetta gerði hann í miðri ræðu breska leikarans Davids Niven, en Niven var um það bil að fara að kynna Eliza­ beth Taylor inn á svið. Opel laum­ aðir sér baksviðs á verðlaunaaf­ hendingunni með því að segjast vera blaðamaður, en hann hafði einmitt starfað sem ljósmyndari fyrir tímaritið The Advocate stuttu áður. Óhætt er að segja að uppátæk­ ið hafi vakið mikla athygli og vildu sumir meina að það hafi í raun ver­ ið ákveðið fyrirfram sem hluti af dag­ skránni. Skipuleggjendur verðlauna­ hátíðarinnar þvertóku hins vegar fyrir það og sögðu Opel hafa komið sér baksviðs á fölskum forsendum. Stórt ár fyrir svarta Árið 2002, á 74. Óskarsverðlaunun­ um, gerðist það í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna að svört kona hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðal­ hlutverki, en þá sigraði Halle Berry fyrir leik sinn í myndinni Monster‘s Ball. Sama ár var Denzel Washington valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Training Day, en svartur maður hafði ekki unnið til verðlaunanna síðan árið 1963 þegar Sidney Poitier sigraði fyrir myndina Lilies of the Field. Washington varð þar með annar þeldökki leikari sögunnar til að hljóta þann heiður en síðan þá hafa Jamie Foxx og For­ est Whitaker bæst í hópinn. Halle Berry er hins vegar enn sem komið er eina konan af afrískum uppruna sem unnið hefur Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki. Kona vann fyrir leikstjórn Á 82. Óskarsverðlaununum, sem fram fóru árið 2010, gerðist það í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna að kona hafði sigur fyrir bestu leikstjórn. Það var hin bandaríska Kathryn Big­ elow sem varð þess heiðurs aðnjót­ andi fyrir kvikmyndina The Hurt Locker, en myndin var alls tilnefnd til níu Óskarsverðlauna og hlaut sex. Bigelow er enn eina konan sem hlot­ ið hefur verðlaunin fyrir bestu leik­ stjórn og í 82 ára sögu verðlaun­ anna hafa aðeins þrjár aðrar konur verið tilnefndar í þessum flokki. Það eru þær Lina Wertmüller fyrir Seven Beauties (1976), Jane Campion fyrir The Piano (1993) og Sofia Coppola fyrir Lost in Translation (2003). n Eftirminnilegar stundir á Óskarnum Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Berry og Washington Unnu bæði fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 2002. Sacheen Littlefeather Littlefeather mætti í stað Marlon Brando. Robert Opel Uppátæki Opel vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. Bigelow Kathryn Bigelow er enn eina konan sem unnið hefur fyrir leikstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.