Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 4
4 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur Hlaupasokkar • Minnka verki og þyngsl í kálfum • Minni hætta á blöðrumyndun • Draga úr bjúgsöfnun Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 „Dóttir mín og frænka hennar fóru út í eyna í gær, laugardag, og komu að þessu. Þeim var virkilega brugðið og tóku þetta nærri sér,“ segir Ívar Snorri Halldórsson íbúi á Blönduósi. Í ánni Blöndu, við tjaldsvæðið í bæjarjaðr- inum, er brú yfir í litla en fallega ey sem heitir Hrútey. Þar verpir árlega nokkur fjöldi heiðagæsa. Í Hrútey blasti við stúlkunum ófögur sjón. Búið var að eyðileggja mikinn fjölda gæsareggja sem komin hafa verið að því að klekjast út. Þeim hafði verið kastað í skilti, á bekk og í aðra hluti í eynni. Eins og myndirn- ar bera með sér liggja dauðir ungar og eggjaskurn úti um allt. „Þeir hafa safna saman svona 50 til 70 eggj- um,“ áætlar Ívar sem segist ekki skilja hvernig nokkur manneskja geti haft ánægju af svona verknaði. Ívar Snorri vill að eynni verði framvegis lokað á meðan gæsir liggja á eggjum. DV hafði samband við lögregluna á Blönduósi sem hafði nýlega heyrt af skemmdarverkunum en henni hafði ekki borist tilkynning um mál- ið fyrr, þó ummerkin beri með sér að nokkrir dagar séu liðnir frá því að eggin voru eyðilögð. Í eðlilegu árferði væri nokkuð um liðið frá því gæsir unguðu út eggjum sínum. Kalt vor og sumar gerðu það hins vegar að verkum að varp misfórst í stórum stíl. Sumar fuglategundir reyna að verpa aftur og á það að líkindum við um heiðagæsirnar í Hrútey. Skemmdarverk Dauðir ungar og brotin egg eru út um allt í Hrútey. LjóSMynd: dagbjört Henný ívarSdóttir og guðrún inga HeLgadóttir Skemmdarvargar í Hrútey við Blönduós tíndu undan gæsum: Eyðilögðu unguð egg Þrettán þúsund vilja leiðréttingu Nærri þrettán þúsund manns hafa ritað nafn sitt við kröfur Hagsmuna- samtaka heimilanna um réttlátar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtrygging- ar. Samtökin hafa lengi barist fyrir leiðréttingum á húsnæðislánum heimilanna, sem hækkuðu afar hratt í verðbólgunni eftir efnahagshrun- ið. Fram kemur á síðunni, þar sem setja má nafn sitt, að hafi stjórnvöld ekki orðið við kröfunni fyrir 1. janúar 2012 jafngildi undirskriftirnar kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem hafa áhuga á að skrifa undir eða kynna sér nánar kröfur samtakanna geta gert það á vefnum undirskrift. heimilin.is. Skattablað DV á morgun Á morgun, þriðjudag, kemur út skattablað DV þar sem birtar verða tekjur ríflega þrjú þúsund Íslendinga. Blaðið verður stút- fullt af greiningum og úttektum tengdum þeim upplýsingum. Fyrir vikið kemur ekkert blað út á miðvikudag. Helgarblað DV kem- ur svo út á föstudaginn, venju samkvæmt. Leiðrétting Mynd af leiði Rögnvaldar Finnboga- sonar birtist með viðtali við Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprest í Staða- staðarsókn, í blaði DV 22. júlí síðast- liðinn. Myndin af leiðinu tengdist efni viðtalsins á engan hátt og biðst DV velvirðingar á mistökunum. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi sam- gönguráðherra, er annar ritstjóra verksins Ísland, atvinnulíf og menn- ing, en fyrirtæki, samtök og stofnanir geta greitt fyrir umfjöllun í bóka- flokknum. Samkvæmt verðskrá sem finna má á vefsíðu útgáfufélagsins, sagaz.is, kostar einnar síðu umfjöll- un 189 þúsund krónur sjái viðskipta- vinirnir sjálfir um ritun textans en meira ef útgáfufélagið sér um texta- skrifin. Bændasamtökin eru á meðal þeirra samtaka sem greitt hafa fyrir umfjöllun í bókaflokknum en sam- tökin greiddu á annað hundrað þús- und krónur fyrir umfjöllunina. Þá hefur Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar, sagt frá því, eins og kom- ið hefur fram í DV, að Hreyfingunni hafi verið boðið að vera með í bók- inni gegn gjaldi. Sagði Þór að sér fyndust slík vinnubrögð vera dæmi um ósiðlegt brask og að Hreyfingin hefði hafnað tilboðinu. Ásamt því að vera einn ritstjóra ásamt Árna Emilssyni hefur Sturla einnig sinnt hlutverki sölumanns útgáfunnar, þar sem hann kynnir verkefnið fyrir stjórnum fyrirtækja og félagasam- taka. ekki sagnfræði Hjá Bændasamtökunum fengust þær upplýsingar að stjórn samtak- anna hefði tekið ákvörðun um að vera með í verkefninu eftir fund með Sturlu. Samtökin greiddu lágmarks- upphæð fyrir umfjöllun en hún er 189 þúsund krónur. Á verðlista út- gáfunnar kemur fram að hægt sé að greiða 289 þúsund krónur fyrir tvær síður, 449 þúsund krónur fyrir fjórar síður og 569 þúsund krónur fyrir sex síður. Sérstaklega er tekið fram að verðin séu gefin upp án virðisauka- skatts. Þá er einnig tekið fram að ef útgáfan eigi að rita textann fyrir við- skiptavininn, kosti hver síða 20 þús- und krónur aukalega. Heimildarmaður blaðsins sem hefur kynnt sér verkið segir ekki um eiginlega sagnfræði að ræða enda sé hvergi getið heimilda. Þetta sé einhvers konar kynningarrit fyrir þá sem greiða fyrir kynninguna. Verk- ið er sett fram sem samtímaheimild um fyrirtæki og stofnanir. Árið 2000 kom út sams konar verk í nokkrum bindum en þá var fjallað um tíunda áratug 20. aldar. Verkið sem nú er í vinnslu tekur á fyrsta áratug 21. ald- ar og er því eins konar framhald á fyrra verki. Heimildir DV herma að þá, rétt eins og nú, hafi fyrirtækjum og félagasamtökum verið boðið að greiða fyrir umfjöllun. Þúsundir fyrirtækja Á vefsíðu útgáfunnar segir með- al annars að upplýsingagildi verks- ins sé ótvírætt fyrir samtímann og að varðveislugildið sé ómetanlegt fyrir framtíðina. Þá segir að verkið sé tvíþætt. „Annars vegar ritverk í nokkrum bindum með upplýsing- um um meginfyrirtæki, félög, stofn- anir og samtök á landinu. Hins veg- ar er um að ræða upplýsingaveitu á netinu, netgátt, sem hefur að geyma sama meginefni og ritverkið en veit- ir auk þess upplýsingar um starfsemi þúsunda annarra fyrirtækja, félaga, stofnana og samtaka.“ Á vefsíðunni fæst ekki séð að hin svokallaða upp- lýsingaveita sé tilbúin. Heimildir DV herma að verkefnið muni skila þónokkrum hagnaði til þeirra sem standa að því enda greiða viðskiptavinir háar fjárhæðir fyrir að fá að vera með. Þá skiptir litlu hvort verkið selst vel eður ei enda segir á vefsíðunni að „þúsundir fyrirtækja, félaga, stofnana og samtaka“ eigi að- ild að ritverkinu. Sagaz ehf. er skráð á Bæjarlind ehf. en þar eru skráðir 14 starfsmenn, þeirra á meðal Sturla Böðvarsson og Árni Emilsson. ósiðlegt brask Eftirfarandi segir um verkið á vefsíðu útgáfunnar: „Í ritverkinu verða yfir- litsgreinar sérfróðra manna um sögu og menningu, land, þjóð og tungu, trúarlíf, stjórnkerfi ríkis og sveitar- félaga, skóla og menntamál, heil- brigðismál, sjávarútveg og vistkerfi hafsins, landbúnað, iðnað, orkumál, útflutning, umhverfisvernd, land- græðslu, skógrækt og samgöngur, flugmál, veðurfar og loftslag, húsa- gerð, ferðaiðnað, bókmenntir, tón- list, leiklist, og íslenska kvikmynda- gerð. Einnig verða upplýsingar um stofnanir ríkis og sveitarfélaga auk greina um almenn atvinnufyrirtæki, félög, stofnanir og samtök flokkuð eftir atvinnugreinaflokkun.“ Þór Saari hefur lýst því í DV þegar hann hitti Sturlu eftir að hinn síðar- nefndi þrábað hann um fund vegna bókarinnar. „Til þess að vera með í því þá þurftum við að borga fyrir það,“ sagði Þór við DV fyrir helgi. „Mér finnst þetta bara ósiðlegt brask. Að bjóða mönnum að kaupa um- fjöllun um eitthvað sem þeir kalla sögulegar heimildir,“ sagði Þór með- al annars. Bændur keyptu umfjöllun Sturlu ritstjóri og sölumaður Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, hefur kynnt verkið fyrir stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka, en til þess að fá umfjöllun þarf að greiða háar upphæðir. n bændasamtökin borguðu fyrir umfjöllun í verki um atvinnulíf og menningu samtímans n Fyrirtæki og samtök þurfa að greiða háar upphæðir fyrir umfjöllun „Á verðlista útgáf- unnar kemur fram að hægt sé að greiða 289 þúsund krónur fyrir tvær síður, 449 þúsund krónur fyrir fjórar síður og 569 þúsund krónur fyrir sex síður. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.