Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Töluvert mikið hefur verið fjallað um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgar­ svæðinu að undanförnu. Er óhætt að segja að greiningardeildir bankanna hafi verið ötular við að flytja fréttir af hækkun íbúðaverðs, enda líklega fáir sem hafa meiri hagsmuni af hækk­ un íbúðaverðs en bankarnir sjálfir vegna útlána sinna, nema þá helst Íbúðalánasjóður. Sjaldan virðist hins vegar vera fjallað um raunverulega hækkun íbúðaverðs þegar búið er að taka til­ lit til breytinga á vísitölu neysluverðs eða verðbólgu við hækkun vísitöl­ unnar, og verðhjöðnunar þegar hún lækkar. Að undanförnu hefur verð­ bólgan hækkað mikið og hefur hún verið umfram spár Seðlabankans. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4 prósent það sem af er ári en nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að hún verði að meðal­ tali 2,8 prósent á árið 2011, sem hlýt­ ur að teljast afar varfærnisleg spá. Einungis 0,9 prósent raun- hækkun 2011 Eins og sést í töflu með fréttinni nemur raunhækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis 0,9 prósent það sem af er ári. Það þýð­ ir að íbúð sem kostaði 20 milljónir í byrjun árs hefur hækkað um 180 þúsund krónur að jafnaði. Líklegt verður að teljast að vísi­ tala neysluverðs gæti jafnvel hækk­ að hraðar en íbúðaverð á næstunni. Samkvæmt því sem DV kemst næst hafa fasteignasalar þó fundið fyrir aukinni eftirspurn að undanförnu, þá sérstaklega síðustu tvo mánuði. Hins vegar taldi hagfræðingur sem DV ræddi við að verðbólga myndi fara á mikið skrið á næstunni. Því má segja að nokkur óvissa ríki um það hversu mikil raunhækkun verði á íbúðaverði höfuðborgarsvæðisins á þessu ári eða hvort hún verði ein­ hver. Lítið hefur þó borið á fréttum um þessa þróun frá greiningardeild­ um bankanna að undanförnu. Verð íbúða í fjölbýli hefur hins vegar verið að hækka töluvert mikið á sama tíma og verð sérbýlis hefur lækkað. Er talið að það skýrist meðal annars af því að fjárfestar sæki frekar eftir því að kaupa íbúðir í fjölbýli. Af þeim sé hægt að fá hærra leiguverð miðað við fermetrafjölda og þær séu líklegar til þess að verða söluvænni á næstu árum þar sem ungt fólk eigi nú erf­ iðara með fyrstu kaup. Eiginfjárhlut­ fall þurfi að vera um 20 til 30 pró­ sent til þess að ungt fólk geti fengið íbúðalán. Nærri 30 prósenta raunlækkun 2008–2010 Þó raunhækkun íbúðaverðs hafi ekki verið mikil það sem af er ári má sjá á töflu með frétt að núverandi þróun er mun jákvæðari en hún var á árun­ um 2008, 2009 og 2010 þegar raun­ lækkun íbúðaverðs á höfuðborgar­ svæðinu nam heilum 26 prósentum. Til samanburðar má nefna að fast­ eignaverð í Noregi byrjaði þegar að hækka í upphafi ársins 2009. Árið 2010 hækkaði fasteignaverð í Nor­ egi um heil átta prósent og gera spár ráð fyrir sömu hækkun árið 2011. Reyndar má geta þess að fasteigna­ verð í Stafangri og nágrenni hefur hækkað um meira en 40 prósent frá því árið 2009. Það verður að teljast ólíklegt að íbúðaverð í Reykjavík og nágrenni hækki jafn mikið á næstu árum. Þó er vonandi að raunhækk­ un verði varanleg áfram þó að verð­ bólgudraugurinn virðist vera farinn að láta á sér kræla að nýju. Lítil hækkun á fasteignaverði n 0,9 prósenta raunhækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á árinu n Aukin verðbólguþrýstingur gæti leitt til þess að raunhækkun á árinu 2011 verði engin Lítil raunhækkun Þrátt fyrir að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,4 prósent það sem af er ári nemur raunhækkun þegar tekið er tillit til verðbólgu einungis 0,9 prósentum. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Sjaldan virðist hins vegar vera fjallað um raunverulega hækkun íbúðaverðs þegar búið er að taka tillit til breytingar á vísitölu neysluverðs. HækkuN íbúðAvErðs og vísitöLu NEysLuvErðs 2004–2011 Ár íbúðaverð á höfub.sv. vísit. neysluv. raunhækkun 2011* 5,4% 4,4% 0,9% 2010 -0,2% 2,8% -3,0% 2009 -10,5% 6,9% -17,4% 2008 12,3% 17,9% -5,6% 2007 4,4% 5,6% -1,2% 2006 24,6% 6,6% 18,0% 2005 21,6% 4,1% 17,5% 2004 6,9% 3,9% 3,0% *Heimild: Þjóðskrá og Hagstofan. Tölur fyrir 2011 eru frá janúar til júní. biskup íslands: Við erum öll Norðmenn „Við höfum safnast saman hér í Dómkirkjunni í dag til að tjá norsku þjóðinni samstöðu og samhug and­ spænis þeim ólýsanlega hryll­ ingi sem voða­ verkin í Osló og Úteyju eru. Héð­ an úr Dómkirkju landsins sendum við norsku þjóð­ inni hugheilar kveðjur hluttekn­ ingar og samúðar. „Í dag erum við öll Norðmenn,“ sagði forsætisráð­ herra Svíþjóðar, og það er vel mælt. Við erum öll harmi lostin og finnst að okkur sjálfum vegið,“ sagði herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í predikun í Dómkirkjunni í gær, sunnudag. Hann sagði að grimmdin og hatrið sem byggi að baki voðaverk­ unum væri óskiljanlegt. „Að einn ofbeldismaður skuli hafa áorkað slíku hermdarverki, úthugsuðu og djöfullegu grimmdarverki gegn sak­ lausu fólki er óskiljanlegt og ægilegt. Við finnum lamandi ótta og öryggis­ leysi er við hugsum til þess hvers hatrið er megnugt nái það að blinda huga manns og virkja til voðaverka. Og það hve ógnin stendur okkur nærri, jafnvel hér í þessum friðsæla heimshluta, þar sem við höfum talið okkur örugg og óhult í okkar opna og góða samfélagi á grundvelli krist­ inna gilda.“ Hann sagði enn fremur að þeg­ ar reiðin og hatrið blindaði huga manns væri voðinn vís. Andstæða reiðinnar væri sljóleikinn gagnvart rangindum og illsku. Hvort tveggja bæri að forðast. „Reiðin er einatt viðbrögð öryggisleysis, varnaleysis og ótta. Hvað yfirvinnur óttann? Það er kærleikurinn.“ Fjölmenn minningarathöfn fórnar­ lamba hryðjuverkanna í Noregi fór fram við Tjörnina í Reykjavík á laug­ ardag. Að sögn viðstaddra voru um 300–400 manns á staðnum þeg­ ar hún var við það að hefjast. Ungir jafnaðarmenn stóðu fyrir sam­ komunni. Tendruð voru friðarljós á staðnum. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formað­ ur Ungra jafnaðarmanna, flutti er­ indi á staðnum. „Í dag erum við öll Norðmenn,“ sagði hún. Viðstaddir mættu til þess að sýna Norðmönn­ um samhug. Mínútu löng þögn var fyrir fórnarlömb ódæðanna. Ráðhús Reykjavíkur var opnað eftir athöfn­ ina þar sem viðstaddir gátu skráð nöfn sín í opna minningarbók.  Hryðjuverkaárás hægri öfga­ mannsins Anders Behring Breivik í miðborg Osló í fyrradag og í Útey hefur valdið miklum óhug úti um allan heim. Að minnsta kosti 93 létu lífið í árásunum. Leit að þeim sem saknað er bar engan árangur á sunnudag. Norska lögreglan segir að ellefu eða tólf sé enn saknað. Norsk­ ir fjölmiðlar hafa birt hærri tölur, eða milli tuttugu og þrjátíu. Fólk fjölmennti Á minningarathöfn vegna mannskæðra hryðjuverka hægri öfgamanns í Noregi. Fjöldi fólks kom saman við Tjörnina í Reykjavík: Fjölmenn minningarathöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.