Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 15
Fréttir | 15Mánudagur 25. júlí 2011 „Sturlaður maður í Noregi drap tugi ungmenna. Ætlaði að drepa fleiri og mildi að honum tókst ekki að sprengja enn fleiri í loft upp. Næstu daga og vikur munu menn velta sér upp úr mögu- legum ástæðum fyrir ódæð- inu. Fólk mun velta því fyrir sér hver sé ábyrgð þeirra sem deila skoðunum morðingj- ans eða hafa með einhverj- um hætti tekið þátt í að skapa það andrúmsloft haturs sem sturlaði maðurinn nærðist á. Gamlir samherjar hans munu á sama tíma sverja sturl- aða manninn af sér og leggja áherslu á að hann sé einfari og beri einn alla ábyrgð. Gott og vel. Vonandi verður þessi umræða frjó og á skyn- samlegum nótum. En það er önnur hlið á þessu máli sem færri munu vilja ræða. Væntanlega munu einhverjir bregðast illa við því að hún sé færð í tal. Ástæða þess að sturlaði maðurinn gat drepið svona skelfilega marga er að miklu leyti sú að hann var búinn að fá leiðsögn. Hann hafði lært að meðhöndla sprengjur og beita vopnum hjá sérstakri stofnun sem norska ríkið heldur úti: hernum. Aðaltilgangur herja er að framleiða menn sem geta drepið fólk sem ríkið segir þeim að drepa. Aukaafurð í þeirri framleiðslu eru sturlaðir menn sem drepa fólk óum- beðið. Þessi er ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að herinn beri ábyrgð á sturlun þessa manns – til þess hef ég engar forsendur – en herinn þjálfaði hann. Og hann var greinilega góður nemandi. Það eru örfáar vikur síðan upp kom umræða hér á landi um norska herinn. Sjálfur lenti ég í allnokkrum viðtölum í fjölmiðlum sem fulltrúi þeirra sem fannst það ekki í lagi að reynt væri markvisst að skrá íslenska krakka í norska her- inn. Rök okkar hernaðarand- stæðinga voru siðferðisleg og við bentum á þá augljósu stað- reynd (sem er þó svo mörgum hulin) að herir kenna fólki að drepa. Og það gera þeir svika- laust.“ af kaninka.net/stefan Óþægilegur sannleikur Stefán Pálsson Stefán, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðar- andstæðinga, skrifaði færslu á bloggsíðu sína vegna fjöldamorðanna í Noregi. Það vakti furðu margra þegar fánar nýnasista blöktu á Austurvelli í mót- mælum í haust. Var það í fyrsta skipti frá því á fjórða áratug 20. aldar sem hakakrossinn blakti á Austurvelli. Í kjölfarið fjölluðu fjölmiðlar þó nokk- uð um hóp nýnasista sem tengjast alþjóðlegu nýnasistahreyfingunni Blóði og heiðri. Blóð  og  heiður  eru alþjóðleg samtök, sem heita á ensku Blood and Honor. Samtökin hafa tekið þátt í hrottafengnum  og  ofbeldisfullum aðgerðum erlendis  og  hafa þá yfir- leitt gert það undir nafninu Com- bat18. Íslensku samtökin eru hluti af þessum alþjóðlegu samtökum sem setja Ísland á lista yfir lönd þar sem samtökin eru starfandi. Meðlimir Combat18 hafa tengst fjölda morða  og  annarra haturs- glæpa víðs vegar um heim. Aðhyllist öfgaþjóðernishyggju Sigríður Bryndís Baldvinsdótt- ir er meðlimur í alþjóðasamtök- unum  Blóði  og  heiðri  og  Com- bat18  og  aðhyllist öfgaþjóðernishyggju  og  kynþátta- hatur. Sigríður sagði við DV á sín- um tíma að félagið hér á Íslandi væri virkt  og  sagði að þátttakendur í því væru venjulegt fjölskyldufólk á öll- um aldri. Hún sagði félagið eiga stór- an stuðningshóp hjá fólki sem hefði búið erlendis og séð hvernig ástand- ið er orðið í nágrannalöndum. Sigríður fór heiftarlegum orð- um um fjölmenningarstefnu Evr- ópu  og  notaði orð á borð við tor- tímingu  og  svikara, þegar hún lýsti skoðun sinni í blaðinu. „Öll lönd í Evrópu sem hafa verið fyllt af inn- flytjendum, eru að horfa upp á tortímingu  og  borgaralega erfið- leika  og  aðeins blind fífl eða and- hvítir svikarar myndu vilja hið sama fyrir Ísland,“ sagði Sigríður sem lá ekki á skoðunum sínum um hversu hættulega hún taldi útlendinga vera gagnvart Íslendingum.  Fleiri dæmi Ýmsir fleiri hafa tjáð sig opinber- lega um slíkar skoðanir. Greint var frá síðunni skapari.com á sínum tíma, þar sem íslenskir aðilar  vörp- uðu fram  niðrandi ummælum um ýmsa hópa fólks, svo sem gyðinga. Aðstandendur síðunnar lýstu sjálf- um sér sem hvítu norrænu fólki sem hafði fengið nóg af þeim þjóðfélags- legu breytingum sem höfðu átt sér stað og þessum hópum tengdust. Árið 1996 var blaðið Arísk upp- risa gefið út hér á landi. Útgáfustjór- inn sagði í viðtali við Alþýðublað- ið að þetta hefði blundað í honum lengi. Í inngangi blaðsins segir: „Ég sagði það áður að tilgangurinn væri ekki að vekja upp hatur á öðrum kynþáttum, það er alveg satt. Aftur á móti vil ég vekja upp hatur hjá þér. Ég vil gera þér grein fyrir því að kyn- þátturinn er að deyja og fá þig til að elska hvíta kynþáttinn umfram allt. Ef þú elskar kynþáttinn þinn get- ur þú ekki annað en hatað allt sem eyðileggur hann.“  jonbjarki@dv.is Uppgangur öfgamanna n Hægri öfgahópar hafa sótt í sig veðrið eyjar rétt fyrir klukkan fimm, eða um einni og hálfri klukku- stund eftir sprengjuárásina. Breivik var klæddur í búning lögregluþjóns og var honum tekið opnum örmum við kom- una til Úteyjar. Hann sagðist vilja ganga úr skugga um öryggi ungmennanna á eyjunni í kjöl- far sprengjuárásarinnar. Hann kallaði til sín hóp ungmenna og gaf í skyn að hann þyrfti að koma skilaboðum á fram- færi. Þegar nægilega margir höfðu hópast í kringum hann tók Breivik upp hálfsjálfvirk- an riffil og hóf skothríð. Sjón- arvottar segja að andlit Breivik hafi verið steinrunnið þar sem hann skaut miskunnarlaust á viðstadda. Hann hafi ekki skot- ið af handahófi heldur miðað út hvert og eitt fórnarlamb og hleypt af. Hann gekk framhjá þeim sem hann hæfði til að gá hvort að finna mætti lífsmark – ef svo reyndist vera tók hann viðkomandi af lífi með skamm- byssuskoti af stuttu færi. Breivik sveifst einskis við að leita uppi fórnarlömb og reyndi til að mynda að lokka fólk úr felum, en margir höfðu leitað skjóls uppi í trjám, í hellum eða á bak við kletta. Hann kvaðst vera kominn til hjálpar en þegar hann sá einhvern gefa sig fram var sá hinn sami skotinn. Breivik hélt áfram að skjóta á ungmennin uns skotfæri hans voru á þrotum. Voru þá liðnar um tvær klukkustundir frá því að fyrstu skotunum hafði verið hleypt af. Að minnsta kosti 86 féllu í Útey en lögreglan leitar enn fórnarlamba. Þegar þetta er skrifað eru 66 á sjúkrahúsi og margir lífshættulega særðir. Þá voru fjölmargir sem stukku út í vatnið í örvæntingarfullri tilraun til að synda í land, og mögulega hafa einhverj- ir drukknað á leiðinni. Þegar Deltasveit norsku lögreglunnar kom loksins á staðinn gaf Brei- vik sig fram möglunarlaust og var hann tekinn höndum. „Hann skaut á mig með skammbyssu. Ég fann kúluna þeytast fram hjá mér en hún hafnaði í steinum fyrir aftan mig. Ég bara hljóp. Fólk var skotið niður allt í kringum mig. Hann gætti þess að skjóta alla tvisvar. Hann skaut á vini mína sem syntu frá eynni, og hann skaut á þá sem að reyndu að fela sig í tjöldum eða í skóginum.“ Thorbjørn Vereide „Okkur var sagt að setja dýnur fyrir gluggana og borð fyrir hurðina. Ég var viss um að þetta væri bara formsat- riði – ekkert svona gæti gerst í Noregi.“ Hann hóf skothríð. „Ég hugsaði bara: Nú munum við deyja. Jorid Holstad Nordmelan„Ég var svona fimm, kannski sjö, metrum frá hon- um. Hann hrópaði að hann ætlaði að drepa okkur og að við myndum öll deyja. Þá tóku allir á rás – en enginn vissi hvert átti að fara. Adrian Pracon Morðinginn horfði á Breivik fylgdist með sprengingunni úr öryggri fjarlægð áður en hann hélt til Úteyjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.