Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Síða 17
Neytendur | 17Mánudagur 25. júlí 2011 FYRIRFERÐALÍTIÐ. UMHVERFISVÆNT. NÝTÍSKULEGT. PCX verð kr. 629.000 komdu í heimsókn og skoðaðu úrval aukahluta, kynntu þér lánakjör og sérkjör í ökukennslu fyrir nýja eigendur honda PCX. úr hljóðlátari og umhverfisvænni virkni vélarinnar til laufléttrar meðhöndlunar og nútíma ímynd hjólsins, þá er PCX bæði hagnýtt, snöggt og skemmtilegt að aka, með mjúkri og hljóðlátri 125 rúmsentimetra vél. létt og lipurt en samt furðulega aflmikið, skilar hjólið góðri hröðun – alveg fullkomið til að halda í við mikla umferð. Eldsneytiseyðslan kemur einnig á óvart – aðeins 2,2L/100km, þökk sé nýjum hægagangsrofa með start/stop tækni sem drepur sjálfkrafa á vélinni eftir þrjár sekúndur í lausagangi. um leið og hjólinu er gefið inn, fer það síðan sjálfkrafa í gang aftur. allt er þetta til viðbótar við mjúka virkni hjólsins sem og örugga og afslappaða setu, þökk sé lítilli sætishæð og langri og rúmgóðri fóthvílu. TÆKNIUPPLÝSINGAR Vél: vatnskæld fjórgengisvél, 2ja ventla sohC Slagrými: 124.9 cm³ Hámarks kraftur: 11.33 hö / 8.000 mín-¹ Eldsneytiseyðsla: 2,2l/100km Eigin þyngd: 124.4 kg (f: 52.2 kg; a: 72.2 kg) CBS EURO 3 V-MATICPGM FI Pearl himalayas White asteroid Black metallic seal silver Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is 2,2 L /100k m Blandaður akstur T ími ferðalaga er í hámarki þessar vikurnar og fjölmarg- ir sem ferðast um landið. Á slíkum ferðalögum er bíll- inn oftast meira hlaðinn en venjulega og vegir landsins misgóðir. Álagið er þannig meira en við dagleg- an akstur innan bæjarmarka. Mikil- vægt er því að fara yfir ástand bílsins áður en lagt er af stað í ferðalag en það getur einnig sparað töluverð- an pening ef bíllinn er í sem bestu ásigkomulagi. Á heimasíðu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda er farið yfir þau atriði sem þarf að athuga og bent á að ef við- gerða sé þörf þá þurfi að gera ráðstaf- anir tímanlega. Oft geti tekið daga eða vikur að fá tíma á bifreiðaverkstæði og tafir geti orðið enn meiri ef bíða þarf eftir varahlutum. Bíleigendur geta farið yfir ástand bílsins að hluta sjálfir en hemla og annan öryggisbún- að á að láta fagmenn athuga. Hér eru nokkur atriði sem ferðalangar skulu hafa í huga áður en lagt er af stað. Dekkin í lagi? Hjólbarðar verða að vera í lagi og munsturdýpt má ekki vera minni en 1,6 mm. Ef framundan er langt ferða- lag ætti jafnvel að miða við 2–3 mm munsturdýpt til að mæta hjólbarðas- liti á ferðalaginu. Álag og slit á hjól- börðum eykst eftir þyngd farþega og farangurs. Mikilvægt er að kanna loft- þrýsting hjólbarða og athuga ástand varahjólbarða. Loftþrýsting þarf að auka ef bíllinn er mikið hlaðinn. Varasamir demparar? Höggdeyfar, eða demparar, gegna mikilvægu hlutverki og hafa áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Bif- reiðaeigendur geta framkvæmt ein- falda athugun á ástandi höggdeyfa en þá skal byrjað á einu horni bifreiðar- innar og þrýst niður þannig að hann hreyfist upp og niður. Ef bifreiðin dúar meira en einu sinni upp og einu sinni niður getur það verið vísbend- ing um lélegan höggdeyfi. Þegar skipt er um höggdeyfi er ráðlagt að skipta um báða á sama öxli (báða fram- eða afturhöggdeyfa). Athugið perur Ljósabúnað verður að athuga og ef ljósapera fer þá er ráðlagt að skipta einnig út samsvarandi peru á hinni hliðinni. Auka perur ættu alltaf að vera til staðar í bílnum. Verkfæri og varahlutir Yfirfarið verkfærasett bifreiðar- innar og gott er að smyrja tjakk- inn og jafnvel fleiri verkfæri. Eftir- farandi verkfæri er ráðlagt að hafa í bílnum: Felgulykil, skiptilykil, átaks- stöng, kertalykil, skrúfjárn, stjörnu- skrúfjárn, bittöng, loftþrýstimæli og vasaljós. Auk ljósapera er gott að hafa algengustu varahluti, svo sem viftureim, kerti, öryggi, þurrkublöð, einangrunarband, olíu og frostlög. Í bílnum á alltaf að vera viðvörun- arþríhyrningur, sjúkrakassi, dráttar- tóg og bensínbrúsi. Nægur kælivökvi? Kælikerfi vélarinnar gegnir mikilvægu hlutverki og áður en haldið er af stað í ferð verður að ganga úr skugga um að nægur kælivökvi sé á kerfinu. Ef fylla þarf á er ráðlagt að blanda vatni og frostlegi í jöfnum hlutföllum saman. Frostlög á einnig að nota á sumrin því þá ver hann kælikerfið gegn ryði. Hugið að rafgeyminum Látið athuga hleðsluhæfi rafgeymis, til dæmis hjá rafgeymaþjónustu og at- huga þarf hvort nægilegt vatn sé á raf- geyminum. Gott er að hreinsa póla og leiðslur með fínum sandpappír eða vírbursta. Ástand viftureimar Kannið ástand viftureimarinnar en hún þarf að vera hæfilega strekkt, ekki þó meir en svo að hægt sé að sveigja hana til um um það bil 1 sentímetra þar sem hún leikur laus. Smurkerfi, kerti og fleira Ráðlegt er að skipta um olíu á hreyfli og olíusíu áður en lagt er af stað í langferð. n Bíllinn þarf að vera í toppstandi áður en haldið er í ferðalag n Mikilvægt er að kanna ástand bílsins n Bíleigendur geta sjálfir farið yfir ástand bílsins að hluta til, annað þurfa fagmenn að skoða Komdu bílnum í stand fyrir ferðina Þetta getum við gert sjálf n Kannað ástand hjólbarða og hjólbarðaþrýsting n Yfirfarið ljósabúnað n Athugað kælivökva n Kannað ástand og stillingu viftureimar n Athugað vatnsstöðu í rafgeymi n Hreinsað geymasambönd n Smurt hurðalamir o.fl. n Margir geta skipt um olíu, olíusíu, loftsíu og kerti sjálfir n Kannað ástand höggdeyfa Þetta á fagmaðurinn að gera n Kanna ástand hemlabúnaðar n Athuga tengsli (kúplingu) n Vélarstilla n Athuga ástand bensínleiðsla n Kanna stýrisbúnað n Skipta um olíu og síur n Kanna ástand útblásturskerfis Hvað þarf að gera? Álag á bílnum Bílum er hættara við því að bila þegar þeim er ekið á slæmum vegum, sér í lagi ef þeir eru þunglestaðir. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.