Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Qupperneq 25
Sport | 25Mánudagur 25. júlí 2011 Þ etta er einn minn besti sigur á ferlinum, mér líður alveg svakalega vel,“ sagði vægast sagt hæstánægður Lewis Hamilton, ökumaður McLaren í Formúlu 1, á blaðamanna- fundi eftir að hafa komið fyrst- ur í mark í Þýskalandskapp- akstrinum sem eins og alltaf fór fram á hinni sögufrægu Nür- burgring-braut. Kappakstur- inn í Þýskalandi var með þeim skemmtilegri á árinu en Hamil- ton háði harða baráttu við Fern- ando Alonso á Ferrari um sigur- inn. Úrslitin réðust ekki fyrr en fimm hringir voru eftir en þá náði Hamilton að komast fram úr Alonso er Spánverjinn var að koma út af þjónustusvæð- inu en hann fór seinna inn að skipta yfir á hörðu dekkin sem er skylda. Á hörðu dekkjunum landaði Hamilton sínum öðrum sigri á árinu. Mark Webber á Red Bull varð þriðji og heimsmeist- arinn Sebastian Vettel, einnig á Red Bull, varð fjórði. Þetta er í fyrsta skipti á árinu sem Vettel endar ekki í fyrsta eða öðru sæti. Getum bætt okkur meira „Það eru allir sigrar sérstakir en þessi var gríðarlega sætur. Þeg- ar liðið er búið að vinna svona mikið í bílnum og allt geng- ur upp og maður vinnur svona keppni þá getur maður ekki annað en glaðst,“ sagði Hamil- ton eftir sigurinn. Það var kostu- legt að sjá þá félagana Hamilton og Alonso eftir sigurinn, þeir töluðust varla við og höfðu ekki fyrir því að baða hvorn annan í kampavíni. Deilur þeirra síðan þeir voru liðsfélagar eru vægast sagt geymdar, en ekki gleymdar. Aðspurður hvor hafi leikið stærra hlutverk í sigrinum, hann sjálfur eða bíllinn, svaraði Ha- milton: „Það vinnur enginn án bílsins. Ég er líka alltaf að læra meira inn á hann og hvernig hann hegðar sér í beygjum. Ég er að læra meira inn á hvernig dekkin eyðast því eins og sást í dag átti ég stundum í vand- ræðum með dekkin á miðkafla brautarinnar. En með öllum þessum litlu breytingum á bíln- um og tökkunum góðu í stýrinu getum við gert góða hluti. Við þurfum bara að nýta þennan sigur sem hvatningu og halda áfram að bæta bílinn,“ sagði Ha- milton. Frábær úrslit fyrir okkur „Nei, bensínið skipti engu. Und- ir lokin náði ég bara ekki Lewis,“ svaraði Fernando Alonso heið- arlega aðspurður hvort skortur á bensíni undir lok keppninn- ar hefði neytt hann til að draga úr hraða. Svo fór að Alonso gat ekki klárað heiðurshringinn eft- ir keppnina og fékk að sitja ofan á bíl Vettel sem skutlaði honum í mark. Einstaklega skemmtilegt atvik. „Þegar ég sá að sigurinn var úr sögunni reyndi ég bara að stýra keppninni mér í hag hvað varðaði annað sætið og hélt þannig Webber frá mér,“ sagði Alonso á blaðamannafundinum en hann er hæstánægður með framför Ferrari undanfarnar vikur en Spánverjinn er nú bú- inn að vera á palli þrjár keppn- ir í röð. „Þetta var frábær keppni fyr- ir okkur og frábær úrslit. Bíll- inn var flottur í dag þrátt fyrir að vera aðeins of hægur undir lok- in. Annað sætið er rosalega gott í framhaldi af því sem hefur ver- ið að gerast undanfarið. Ég vann síðustu keppni og var í öðru sæti þar áður. Nú er bara að halda þessu áfram og reyna að bæta bílinn enn frekar því við finnum alveg að við erum að gera rétta hluti,“ sagði Alonso. Versta keppni Vettels Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull endaði í fjórða sæti í Þýskalandi á heimavelli en hingað til hefur hann aldrei ver- ið neðar en í öðru sæti og unn- ið sex keppnir nú þegar. Hann háði magnaða baráttu við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sæt- ið sem hann á endanum vann þökk sé enn einum mistökum Ferrari-liðsins á þjónustusvæð- inu. Vettel heldur öruggri for- ystu í stigamótinu en augljóst er á undanförnum keppnum að Ferrari í það minnsta, og nú að því er virðist McLaren, eru búin að ná hraða Red Bull. Heimsmeistararnir virðast hafa sofið á verðinum og þó þeir hafi öruggt forskot mega þeir fara að passa sig. Red Bull-bílarnir voru einfaldlega ekki nægilega hraðir í Þýska- landi en það er í fyrsta skipti í ár sem það hefur verið sagt um þennan ótrúlega bíl sem virtist ósigrandi fyrr á árinu. Gríðar- lega hefur dregið saman á milli stóru liðanna þriggja og með núverandi stigagjöf þar sem 25 stig fást fyrir sigur gæti þó örugg forysta Vettels horfið eins og dögg fyrir sólu geri Red Bull- menn ekki ráðstafanir með bíl- inn. Vorum ekki nægilega snöggir „Ég gerði allt sem ég gat en það vantaði alltaf eitthvað aðeins upp á,“ sagði Ástralinn Mark Webber á Red Bull eftir keppn- ina en hann hóf leik á ráspól en þurfti að sætta sig við þriðja sæt- ið. Hann hefur enn ekki unnið keppni í ár. „Hægagangur okk- ar varð til þess að hin liðin áttu auðvelt með að gera sér grein fyrir hvaða taktík við myndum nota. Við verðum að fara að bæta okkur. Ég er svekktur með þetta en samt berjast í brjósti mér blendnar tilfinningar. Ég er ánægður að hafa komist á pall en vil samt gera betur,“ sagði Webber sem er fyrstur til að við- urkenna að nú þurfi Red Bull að fara að líta um öxl. „Það er engin spurning. Í síðustu þremur keppnum hef- ur dregið saman með liðun- um. Það er búið að vinna okk- ur tvisvar í röð. Við höfum verið frábærir til þessa og erum efstir á báðum töflum en við þurfum að bæta okkur. Í dag vorum við ekki nægilega snöggir,“ sagði Mark Webber. McLaren að ná Red Bull n Lewis Hamilton fyrstur í mark í Þýskalandi n Önnur keppnin í röð sem Red Bull vinnur ekki n „Erum efstir á báðum stigatöflum en þurfum að bæta okkur,“ sagði Mark Webber Ekki á pall Heimsmeistarinn Vettel var í fyrsta skipti á árinu ekki á verðlaunapalli. Mynd REutERs Annar sigurinn á árinu Lewis Hamilton var vægast sagt ánægður með sigurinn í Þýskalandi. Mynd REutERs Fjör Keppnin á Nürbur- gring var hörkuspennandi og skemmtileg. Vill mæta Mayweather Breski hnefaleikakappinn Amir Khan sýndi mátt sinn og megin gegn reynsluboltanum Zab Ju- dah þegar kapparnir börðust í Las Vegas um helgina. Bardag- inn var stöðvaður eftir fimm lotur og var Khan ótvíræður sigurvegari. Með sigrinum sýndi Khan fram á að hann er einn allra mest spennandi boxari í heiminum í dag en eftir sigur- inn sagði hann: „Það sem allir mega vita um mig er að ég mun berjast við hvern sem er. Það hef ég sannað.“ Næst vill Khan fá tækifæri til að berjast gegn lík- lega besta hnefaleikakappa allra tíma, pund fyrir pund, sjálfan Floyd Mayweather. Sagði Khan eftir bardagann gegn Judah að það gæti gerst innan næstu tólf mánaða en Mayweather hefur aldrei tapað bardaga á ferlinum. Bjóst við banninu Mohamed Bin Hammam, fyrr- verandi forseti asíska knatt- spyrnusambandsins, sem á dög- unum var dæmdur í ævilangt bann frá knattspyrnu segir að dómur siðanefndar FIFA hafi ekki komið honum á óvart. „Ég bjóst við þessu, fólkið er svo reitt,“ sagði hann. Bin Hammam var fundinn sekur um að múta forsvarsmönnum knattspyrnu- sambanda í karabíska hafinu svo þeir kysu hann sem forseta FIFA en hann ætlaði að taka slaginn gegn Sepp Blatter. Bin Ham- mam má aldrei hafa afskipti af knattspyrnu aftur svo lengi sem hann lifir. „Það er ekkert meira um þetta að segja,“ sagði Sepp Blatter aðspurður um dóm siða- nefndar FIFA. 3.000 manns hylltu Sneijder Ítalska knattspyrnuliðið Inter hélt opna æfingu um helgina, eitthvað sem sjaldan er gert hjá félaginu. Yfir 3.000 manns létu sjá sig og fór mesti kraftur þeirra í að reyna að halda Hol- lendingnum Wesley Sneijder hjá félaginu. Nánast var aðeins sungið til hans alla æfinguna og klappaði fólkið honum lof í lófa við hverja snertingu. Ætlaði svo allt um koll að keyra þegar hann skaut boltanum í stöngina tví- vegis í léttum leik á æfingunni. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester United í sumar en illa hefur gengið hjá liðunum að komast að sam- komulagi um kaupverð. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Formúla 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.