Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Page 26
26 | Fólk 25. júlí 2011 Mánudagur Með miða á Björk Almannatengillinn Andrés Jónson var klárlega einn af þeim fyrstu sem festu kaup á miða á aukatónleika Bjarkar Guðmundsdóttur sem fram fara 31. október og 3. nóvem- ber. Uppselt var á fyrri tónleika Bjarkar og var Andrés ekki bú- inn að tryggja sér miða. Miða- salan hófst á aukatónleikana á föstudag klukkan 12.00 en Andrés setti færslu inn á Twit- ter-síðu sína nokkrar mínútur yfir tólf þar sem hann sagði: „Var að kaupa miða á Björk.“ Ekki allir sáttir við Michelsen Samkvæmt heimildum DV eru ekki allir í Michelsen-fjöl- skyldunni ánægðir með að Bryndís Gyða Michelsen noti fjölskyldunafnið. Hún hefur komið fram undir því nafni víða, bæði á netinu og í við- tölum. Skráði sig hún meðal annars til leiks í Playboy Miss Social keppninni á Facebook þar sem hún freistar þess að komast í bandaríska karla- tímaritið Playboy og að fá að halda partí á Playboy-setrinu. Bryndís hefur hins vegar ekki enn skráð sig í þjóðskrá sem Michelsen og heitir hún því í raun og veru Bryndís Gyða Grímsdóttir. Loðinn eins og Reykjavík Söngvarinn og leikarinn Magnús Jónsson deilir ekki skoðun með flestum Reykvík- ingum þegar kemur að gras- slætti í Reykjavík. „Ég vona að Besti flokkurinn slái aldrei grasbletti borgarinnar,“ skrifar hann í Facebook-stöðuupp- færslu á fimmtudagskvöld „Við erum perfect match, ég og Rvk. Loðin og (eru ekki allir sexseiiii! – Helgi Bjöss),“ bætir hann svo við en Magnús er án efa einn loðnasti leikari á Ís- landi í dag. M aría Einarsdóttir, meðeigandi verslun- arinnar Arrogant Cat, afgreiddi á dögunum bresku stjörnuna Katie Price í verslun sinni í London. Ka- tie, sem einnig er þekkt undir fyrirsætunafninu Jordan, var í verslunarferð ásamt kærasta sínum, hinum 25 ára gamla Leandro Penna frá Argentínu. Frétt og myndir frá versl- unarferð Katie birtust á vef- síðu Daily Mail en þar sást María sýna fyrirsætunni hin ýmsu föt. María hefur verið búsett í London um nokkurt skeið en hún býr þar ásamt unnusta sínum, athafna- manninum Róberti Aroni Magnússyni. Katie er gríðarlega þekkt í Bretlandi og er ein skærasta stjarna slúðurblaðanna þar í landi. Það er því um góða kynningu fyrir Arrogant Cat að ræða en Katie var með- al annars kosin móðir árs- ins í Bretlandi fyrir nokkr- um árum. Þá var hún með popparanum Peter André en stormasömu sambandi þeirra lauk með látum fyrir tæpum tveimur árum. Katie, sem varð fræg sem nektarfyrirsæta, hefur að mestu lagt fyrirsætustörfin á hilluna og einbeitir sér nánast eingöngu að fata-, snyrtivöru- og ilmvatnslínum sínum. Þá er hún að gera nýjan sjón- varpsþátt um þessar mundir þar sem hún leitar að ungum fyrirsætum til að koma á fram- færi. Arrogant Cat er nokkuð vinsæl hjá fræga fólkinu en búðin komst einnig í frétt- irnar árið 2009 þegar Beat- rice prinsessa, dóttir And- rews Bretaprins, fékk synjun á kreditkorti sínu. É g er pínu aumur en al- veg heill,“ segir leikar- inn Jóhannes Haukur Jóhannesson sem datt úr kaðli á sýningunni Hárið í Hörpunni rétt fyrir helgi. Fallið var um þrír og hálfur metri. Jóhannes fer með hlutverk blökkumanns- ins Huds og kemur inn í sýn- inguna þegar um tuttugu mín- útur eru liðnar af sýningunni. Hann hefur leik uppi á svölum Silfurbergs-salarins fyrir aftan áhorfendurna sveiflar sér inn á sviðið á kaðli. „Ég syng lag á svölunum og svo á ég að sveifla mér yfir miðju sviðsins, aftur til baka og svo aftur inn á sviðið áður en ég lendi,“ segir Jóhannes Haukur. „Ég er búinn að gera þetta nokkrum sinnum þannig að ég ætlaði þarna að spyrna mér langt yfir sviðið en þá festist kaðllinn í festingum sem halda uppi öllum ljósum og hátölurum fyrir ofan svið- ið. Þar kræktist kaðallinn, við það kom á hann slinkur og ég flaug aftur á bak og missi kað- alinn úr höndunum,“ segir Jó- hannes sem féll fyrst niður á kantinn á sviðinu, þaðan datt hann niður á tröppurnar og svo niður á gólf. „Ég man að ég náði alveg þremur hugsunum í fallinu. Þetta var voða skrítið,“ segir hann. „Þegar ég lenti á svið- inu hugsaði ég að þeta væri nú ekki gott. Svo þegar ég lenti í tröppunum hugsaði ég hvað það væri gott að ég hefði ekki lent á hausnum. Þegar ég var svo loks kominn niður á gólf hugsaði ég að kaðallinn hlyti að hafa slitnað,“ segir Jó- hannes sem var í töluverði sjokki eftir fallið. „Ég hélt ég væri stórslas- aður. Fólk finnur ekki allt- af fyrir meiðslunum strax og maður heyrir að sumir rjúki á lappir eftir svona. Ég var í miklu sjokki og hélt bara að það hlyti eitthvað mikið að vera að mér. Hægt og rólega fann ég þó að allt var í lagi. Ég held ég hafi legið alveg í mínútu og allir 500 gestirnir í salnum steinþögðu. Þetta var hátt fall en þegar ég fann að það væri allt í lagi ákvað ég bara að halda áfram. Það var mér ekkert kappsmál, ekkert svona „ the show must go on“-dæmi. Ég bara stóð á fætur, fullvissaði fólkið um að það væri í lagi með mig, ég væri í stuði og byrjaði svo að syngja þar sem ég átti fyrstu setningu í næsta lagi,“ segir hann. Jóhannes var fyrr í sumar við tökur á myndinni Svartur á leik en trikk sem hann lærði þar kom líklega í veg fyrir að ekki fór verr í Hörpunni. „Ég vil nú bara þakka Jóni Viðari í Mjölni kærlega. Í Svartur á leik er atriði þar sem fótun- um er kippt undan mér, báð- um í einu. Ég fór þá til Jóns Viðars og bað hann um að kenna mér að lenda. Það sem maður gerir er að snúa upp á hrygginn með því að lenda á vinstri olnboga og hægri mjöðm. Þetta þurfti ég að gera yfir hundrað sinnum. Ég fann svo þegar ég vaknaði að ég var aumur á nákvæmlega þessum stöðum. Þetta var ekkert meðvituð ákvörðun en ég bara gerði þetta svo oft þegar ég var að æfa að þetta hlýtur að hafa verið einhvers staðar í undirmeðvitund- inni,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson. tomas@dv.is Katie Price Er með nýjan sjónvarps- þátt í vinnslu. Mynd daily Mail María Einarsdóttir, eigandi Arrogant Cat í London: Afgreiddi Jordan María Einarsdóttir Afgreiðir Katie Price í versluninni Arrogant Cat. Mynd daily Mail Hélt að kaðallinn hefði slitnað n Jóhannes Haukur er aumur en heill eftir hátt fall í Hörpunni n „Hélt ég væri stórslasaður,“ segir hann n lærði að detta hjá Mjölni fyrr í sumar„Þegar ég lenti á sviðinu hugsaði ég að þetta væri nú ekki gott. Kaðallinn hættulegi Jóhannes Haukur datt þrjá og hálfan metra úr þessum kaðli fyrir helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.