Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Skrýtið 19 Mafíósar flagga auði á Facebook M eðlimir mafíunnar eru þekktir fyrir einstaka þagmælsku sem hefur náð að halda þeim utan sviðsljóssins. Eitthvað virðist þetta vera að breytast því þeir eru farnir að stunda samfélags- miðlana af miklum móð. Í fyrstu voru samfélagsmiðlar líkt og Face- book nýttir til koma á fíkniefnavið- skiptum og kúga fé af borgurum með loforðum um „vernd“. Þetta var allt saman gert í gegn- um falska Facebook-aðganga en nýverið hefur það færst í aukana að meðlimir mafíunnar noti sam- félagsmiðlana til að flagga auði sín- um og valdi, að því er fram kemur í úttekt ítalska fjölmiðilsins L´Es- presso. Einn þessara mafíósa er Domen- ico Palazzotto, 28 ára frá Palermo á Ítalíu, sem stofnaði aðgang á Face- book undir fölsku nafni og birti þar myndir af sér um borð í vélbát- um og einnig þar sem hann snæðir humar og skolar honum niður með kampavíni. Reiddu sig áður á handskrifuð bréf Þessi ungi maður er sagður stjórna fjárkúgunaraðgerðum glæpasam- taka í Arenella-hverfinu í Palermo. L´Espresso vitnar í heimildar- mann sem er einn þeirra sem standa að baki rannsókn ítölsku lögreglunnar á starfsemi glæpa- mannanna í Palermo en starfsemi mafíunnar þar á bæ var nánast út- rýmt með handtökum. Ný kynslóð virðist þó vera á uppleið en heim- ildarmaður ítalska blaðsins segir háttsemi þessarar nýju kynslóðar vera afar frábreytta því sem áður var. „Áður fyrr bjuggu forverar þeirra á bóndabæjum og lifðu á brauði, ostum og grænmeti sem var ræktað á landinu. Þeir notuðu ekki síma heldur reiddu sig á handskrif- uð bréf til að koma skipunum til réttra aðila.“ Vilja ekki glæpaveldi Talið er að þetta grobb í Palazzotto sé einungis til þess fallið að ögra lögreglunni en hann var á meðal 95 glæpamanna sem voru handtekn- ir í Palermo í júní síðastliðnum en aðgerðin var af lögregluyfirvöld- um kölluð „Opinberunin“ og mið- aðist að því að gera glæpasamtök- in í borginni að höfuðlausum her. Lögreglan er sögð hafa tímabundið komið í veg fyrir kosningasvindl, fjárkúgun, eiturlyfjasölu og pen- ingaþvætti samtakanna. Lögreglan lagði þó áherslu á að það sem mestu hefði skipt við þessa aðgerð hefði verið að koma í veg fyrir að litlir hópar glæpamanna næðu að mynda eitt glæpaveldi í borginni líkt og þekktist í tíð Toto Riina sem var fangelsaður árið 1993. Frændinn sagður skuggastjórnandi Lögreglan telur manninn á bak við Palazzotto vera frænda hans, Gregorio Palazzotto, sem er sagður stjórna aðgerðum þrátt fyrir að vera í fangelsi. Gregorio er virkur notandi á Facebook en hann hefur meðal annars notað miðilinn til að móðga uppljóstrara innan mafíunnar sem hafa lekið upplýsingum í lögregluna til að komast úr fangelsi. „Ég óttast ekki handjárn. Ég er hins vegar hræddur við þá sem syngja til að losna úr þeim.“ Hann hefur einnig notað Face- book til að tjá ást sína á eiginkonu sinni: „Ef hjarta mitt væri fangelsi, þá fengir þú lífstíðardóm.“ Eigin- konan hans svaraði að sjálfsögðu: „Ástin mín, ég styð þig. Þegar þessari martröð er lokið mun lífið hefjast á ný.“ Eitt er víst að eftir því sem virkni þessara glæpamanna eykst á Face- book skilja þeir eftir sig stafræn spor sem gætu orðið þeim að falli. Í það minnsta auðveldar það lögreglunni að hafa upp á þeim við rannsókn mála. n n Forverarnir forðuðust síma og reiddu sig á handskrifuð bréf n Skilja nú eftir stafræn spor Nánir Domenico Palazzotto, til vinstri, ásamt félaga sínum á vélbáti. Mynd sem Palazzotto birti á fölskum Facebook- aðgangi sínum. Sjóari og siglir um haf Domenico Palazzotto nýtur lífsins. Flottur prófíll Domenico virðist líkt og margir aðrir leggja ríka áherslu á flottan Facebook-prófíl. Lífið í limmósínu Hér er Palazzotto í limmósínu, mynd sem hann birti á Face- book og minnir á Rich Kids of Instagram. „Ef hjarta mitt væri fangelsi, þá fengir þú lífstíðardóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.