Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 12.–14. ágúst 201424 Neytendur Heil bringa getur gufað upp á pönnunni n Dýrustu kjúklingabringurnar rýrnuðu minnst í prófi DV n Bringur Krónunnar rýrnuðu um rúmlega 30 prósent á pönnu n Eldunaraðferð skiptir öllu máli Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is L itlu getur munað þegar litið er til þeirrar rýrn­ unar sem verður við matreiðslu á kjúklinga­ bringum sem spraut­ aðar eru með vatni og öðrum aukaefnum og þeim sem inni­ halda engin aukaefni. Þetta er meðal þess sem kjúklinga­ bringupróf DV leiddi í ljós. Sjö vörumerki voru próf­ uð og bringurnar eld­ aðar ferskar bæði í ofni og á steikingar­ pönnu. Dýrasta tegundin rýrnaði minnst en bringurnar sem rýrnuðu mest skruppu saman um rúmlega þrjátíu prósent við pönnu­ steikingu. Í prófinu voru þrenns konar tegundir af hrein­ um kjúklinga­ bringum án allra aukaefna prófaðar. Þetta eru hreinar bringur frá Holta kjúklingum, Fersk­ um kjúklingum og Bón­ us 100% kjúklingabringur. Svo voru fjórar tegundir sem innihalda einnig blöndu af vatni, sykri, rotvarnarefnum og þess háttar. Þær eru frá Bónus, Kjör­ fugli, Krónunni og Íslenskum mat­ vælum. Bringurnar voru keyptar í Bónus og Krónunni. Þegar litið er til rýrnunar í prósentum þá héldu þær dýrari og aukaefnalausu eilítið betur velli en þó munaði að jafnaði sáralitlu á þeim og ódýrari tegundunum, sérstaklega þegar eldað var í ofni. Prófað við eðlilegar aðstæður Blaðamaður eldaði bringurnar við venjulegar íslenskar heimilis­ aðstæður með klassískri Rafha­ eldavél og var stuðst við eldunar­ leiðbeiningar sem finna má á heimasíðu eins framleiðandans. Það er nú einu sinni svo að þannig elda flestir landsmenn matinn sinn – sjálfir, á heimili sínu án aðstoð­ ar faglærðra matreiðslumanna og þeirra flottu, dýru at­ vinnutækja. Annars vegar voru allar bringurnar sjö settar á grind beint úr pakkn­ ingunni, þar sem hver þeirra var sett á merktan stað og inn í 180°C heitan ofn í 35 mínútur. Bringurnar voru vigtaðar fyrir og eftir eldun og rýrnun þeirra í prósentum fundin út frá því. Hins vegar voru bringurnar steiktar í heilu lagi á pönnu við miðlungshita í 10 mín­ útur á hvorri hlið. Staðsetning hverrar bringu á pönnunni eftir tegund var skráð niður fyrirfram og var haldið vandlega utan um að enginn ruglingur yrði á tegundum. Fyrst voru fjórar bringur eldað­ ar samtímis á pönnunni og síðan þrjár, þar sem þær komust ekki all­ ar sjö í einu á steikingarpönnuna. Rýrnun var svo fundin út með sama hætti og í ofnprófinu. Hvað er ásættanleg rýrnun? En hvað getur talist ásættanleg rýrnun á ferskum kjúklingabring­ um við eldun? Meistarakokkar sem DV ráðfærði sig við sögðu að í ferskum bringum sem ekki eru sprautaðar með vatni og öðrum íblöndunarefnum sé hlutfallið um 8 til 12 prósent. Ferskar bringur sem sprautaðar eru að utan sem innan með vatni geta hins vegar rýrnað um allt að 25 til 30 pró­ sent. Þeir leggja þó höfuðáherslu á að eldun skipti öllu máli. Gagn­ legt sé til dæmis að steikja bring­ ur vel, loka þeim á pönnu og elda síðan lengur á lágum hita. Síðan er gott ráð að hvíla bringurnar að­ eins eftir eldun áður en skorið er í þær. Það er því ekki óeðlilegt að kjúklingabringur rýrni, en áhuga­ vert er fyrir neytendur að vita hversu mikil sú rýrnun er og bera saman nokkrar vin­ sælar tegundir. Tapar mest á pönnunni Eins og við var að búast var tals­ vert meiri rýrnun þegar steikt var á pönnu þar sem á sér með­ al annars stað meiri uppgufun en í ofni. Þegar litið er til rýrn­ unar á bringunum í ofni þá varð minnst rýrnun á hreinu kjúklinga­ bringunum frá Ferskum kjúkling­ um sem rýrnuðu um slétt 9 pró­ sent. Þær eru jafnframt dýrastar allra, 2.869 krónur kílóið. Athygli vekur að hreinu bringurnar frá Bónus komu verst út úr ofnpróf­ inu af öllum og rýrnuðu um 13,3 prósent. Til samanburðar þá rýrn­ uðu venjulegu bringurnar frá Bón­ us um 11,3 prósent en samt er kílóið af þeim 400 krónum ódýrara en þeim hreinu. Prósentutölurnar voru heldur hærri þegar komið var yfir á pönnuna. Þar héldu hreinu bringurnar frá Ferskum kjúkling­ um best velli en rýrnuðu þó um 15 prósent. Venjulegu bringurnar frá Krónunni komu hins vegar langverst út en þær rýrnuðu um 30,4 prósent. Til samanburðar þá munar miklu á bringunum sem komu næstverst út úr pönnusteik­ ingunni, Kjörfugli sem rýrnaði um 24,4 prósent. Heil bringa getur gufað upp Niðurstaðan er því á heildina litið að þegar bringur eru eldaðar í ofni þá má búast við rýrnun á bil­ inu 9–13 prósent á hverri bringu og rýrnun á bilinu 15–30 prósent séu þær steiktar á pönnu. Vanda­ málið er auðvitað að neytandinn greiðir fyrir kjötið eftir þyngd og í hverjum pakka með fjórum bring­ um gæti samtals heil 250 gramma bringa verið að tapast í uppgufun, eins og versta tilfellið með Krónu­ bringurnar sýnir. Það eru umtals­ verð afföll. n Pottur brotinn Hér má sjá bæklingana sem sýndu að eitthvað var bogið við verðin á Lillevilla-smáhýsunum hjá Bauhaus. Bauhaus sektað um hálfa milljón Ekki um raunverulega verðlækkun að ræða á smáhýsum N eytendastofa hefur sektað byggingavöruverslunina Bau­ haus um hálfa milljón fyrir að hafa auglýst fjögur smáhýsi á lækkuðu verði í fyrra án þess að um raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. Neytendastofa krafðist þess að Bauhaus færði sönnur á að fjórar vörur hefðu verið seldar á tilgreindu fyrra verði líkt og lög gera ráð fyrir. Að mati Neytendastofu gátu forráða­ menn Bauhaus ekki sýnt fram á þetta og var því stjórnvaldssekt lögð á fyrir­ tækið. Um einn anga þessa máls var fjall­ að á DV.is í ágúst í fyrra undir fyrir­ sögninni „einkennileg útsala“ en nú liggur fyrir að fleiri brot var að finna í auglýsingabæklingum Bauhaus. Í fyrsta lagi var um að ræða „Leikjahús“ sem í þremur auglýsinga­ bæklingum Bauhaus frá miðjum júlí fram í lok ágúst í fyrra var auglýst á 20% afslætti á 99.995 krónur þar sem fyrra verð var tilgreint 127.995 krón­ ur. Í auglýsingabæklingi í júní þar á undan hafði varan hins vegar ver­ ið auglýst á 99.995 krónur án þess að fram kæmi að um afsláttarverð væri að ræða. Var þess krafist að Bauhaus sannaði að fyrirtækið hefði selt húsið á 127.995 krónur áður en til afsláttar kom. Sama átti við um Lillevilla 70 smá­ hýsi sem auglýst var með 20% afslætti á 419.995 krónur og fyrra verð til­ greint 524.995 krónur. Í auglýsinga­ bæklingum í maí og júní var sama hús auglýst á 499.995 krónur án þess að fram kæmi að um afsláttar­ verð væri að ræða. Var þess krafist að Bauhaus sannaði að fyrirtækið hefði selt húsið á 524.995 krónur áður en til afsláttar kom. Um Lillevilla 12 húsið var fjallað á DV.is á sínum tíma. Það var í aug­ lýsingabæklingi Bauhaus með gild­ istíma 13.–25. ágúst auglýst með 20% afslætti á 335.995 krónur og fyrra verð tilgreint 419.995. Hins vegar var hús­ ið auglýst á 279.995 krónur án þess að fram kæmi að um afsláttarverð væri að ræða í nokkrum bæklingum fyrirtækisins þar áður, frá maí og til loka júní. Var þess krafist að Bauhaus sannaði að fyrirtækið hefði selt húsið á 419.995 krónur áður en til afsláttar kom. Loks var Lillevilla bílskúr auglýstur með 20% afslætti á 648.995 krónur þar sem fyrra verð var tilgreint 811.750 krónur í lok júlí og byrjun ágúst. Í bæklingi frá maí var varan auglýst á 799.995 krónur án þess að fram kæmi að um afsláttarverð væri að ræða. Var Bauhaus gert að sanna að bílskúrinn hefði verið seldur á 811.750 krónur áður en til afsláttar kom. Sem fyrr segir metur Neytenda­ stofa það sem svo að Bauhaus hafi ekki tekist að sanna neitt af þessu og fyrirtækið því sektað og „bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti“ eins og það er orðað á vef Neytendastofu. n mikael@dv.is Ekki raunveruleg verðlækkun Neyt- endastofa lagði 500 þúsund króna stjórn- valdssekt á Bauhaus fyrir auglýsingarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.