Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Síða 26
Vikublað 12.–14. ágúst 201426 Lífsstíll „Ég vel að elta plastið“ n Ástríðufullur náttúruunnandi en stýrir stóriðju n Stundar útivist og tínir rusl Þ ar líður mér best, að vera úti í náttúrunni. Það er friður, dýralífið, gróðurinn. Þessi ró sem að raun og veru færist yfir mann þegar maður er í náttúrunni. Ósnortin náttúra er mun fallegri heldur en til dæmis borgir,“ segir Gestur Pétursson, nýr forstjóri Elkem á Íslandi en fyrirtækið rekur kísiljárnverksmiðju á Grundartanga. Útivist er eitt hans helsta áhugamál en til þess að svala útivistarþörfinni gengur hann á fjöll, fer á kajak og gistir í „biwack“ svo nokkuð sé nefnt. Hann er sannkallaður náttúru­ unnandi en telur stjórnun stóriðju ekki endilega vera þversögn við þá ástríðu, enda sé alltaf hægt að breyta til hins betra. „Ekki nóg að vera með góðar fyrirætlanir“ Gesti þykir brýnt að nýta þau tækifæri sem hann hefur til að hafa góð áhrif á umhverfið eins og hann getur, hvort sem er í vinnunni eða heima fyrir. „Ég flokka sorp, ef ég er úti í náttúr­ unni, ef ég er að veiða eða labba þá tíni ég upp ruslið og geri mér far um það að setja það í pokann minn. Það er í raun og veru hvað þú gerir sem skilgreinir sjálfan þig. Það er ekki nóg að vera með góðar fyrirætl­ anir, það sem skilgreinir þig er hvað þú gerir. Þannig ef ég er til að mynda úti í náttúrunni með aðila sem kallar sig náttúru unnanda og hann sér rusl en gengur fram­ hjá því, þá er það val hjá honum. Hann velur að hunsa það, ég vel að hunsa það ekki,“ segir Gestur. „Ef þú ert á Klambratúni og ert með barnið þitt sem er að drekka kókómjólk og það fýkur plastið af rörinu. Það er val hjá þér hvort þú eltir plastir uppi og setjir það í vasann eða gerir það ekki. Ég vel að elta plastið. Ég vel að gera það sem ég get,“ segir forstjórinn. Virkar hvetjandi En spillir stóriðjan ekki náttúr­ unni sem Gesti er svo annt um? „Öll mannana verk hvort sem það er stóriðja, verslun, veiðar, eða ferða­ þjónusta hafa áhrif á umhverfið, en að sjálfsögðu mismikil. Ef mað­ ur er náttúruunnandi og hefur tæki­ færi til þess, hvort sem er heima eða í vinnunni, til þess að draga úr um­ hverfisáhrifum, þá að sjálfsögðu gerir maður það,“ segir Gestur. „Þetta bara virkar hvetjandi. Mann langar að gera góða hluti. Þarna getur maður haft raunveruleg áhrif gagnvart því,“ seg­ ir hann. „Kísilmálmur er eitthvað sem er eftirspurn eftir og ef maður er í að­ stöðu til að hafa jákvæð áhrif á að draga úr umhverfisáhrifum þá ger­ ir maður það,“ segir Gestur en kísil­ málm er ekki hægt að búa til án þess að nota að einhverju leyti óendur­ nýjanlegar náttúruauðlindir. „Í dag erum við að nota 10% af endurnýjan­ legum kolefnisgjöfum við framleiðsl­ una hjá okkur. Áður vorum við með 100% óendurnýjanlega. Þetta hef­ ur verið að breytast og mun breytast áfram,“ segir Gestur bjartsýnn. „Tölurnar tala sína máli“ Gestur var framkvæmdastjóri örygg­ is­, heilbrigðis­ og umhverfissviðs í þrjú og hálft ár áður en hann tók við forstjórastólnum og hefur þar beitt sér fyrir bættum umhverfismálum fyrirtækisins. „Já, ég er til dæmis bú­ inn að vera að gera það undanfarin þrjú og hálft ár. Ef við tökum dæmi þá hefur endurvinnsla og endur­ nýting á öllum aukaafurðum aukist um 66 prósent upp í 85 prósent. Markmiðið er að vera með 100 pró­ sent endurvinnslu og endurnýtingu á öllu sem fellur til hjá okkur. Þetta gengur út á að vera með skýr mark­ mið og mjög skýrar aðgerðir á bak við þau markmið,“ segir hann. „Ég tók við góðu búi af mínum forvera, hafði góðan stuðning frá forstjóra. Ég kynnti mína sýn á að innleiða svokölluð „Zero Waste to Landfill“­stefnu og fékk stuðning í það. Við höfum unnið ötullega að því. Tölurnar tala sína máli,“ segir Gestur. Hann er þó hvergi nær hættur, því betur má ef duga skal. „Get ég gert betur? Alltaf. Vil ég gera betur? Alveg klárlega.“ n Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Staðalbúnaður Gestur fer vel búinn í ferðir. Ferðast mikið um landið Gestur fer mikið í kanóferðir og gistir gjarnan í „biwack“, sem er eins konar tjaldsvefnpoki. „Mann langar að gera góða hluti“ Gestur vill leggja sitt af mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum, hvort sem í vinnunni eða heima fyrir. 5 leiðir til að matreiða vatns melónu Vatnsmelónur eru vinsælar á sumrin enda einstaklega sætar, safaríkar og svalandi. Fæstir breyta til og prófa nýja hluti hvað ávexti varðar en ýmislegt má þó gera við þennan stórgóða ávöxt. Hér eru fimm öðruvísi og skemmtilegar leiðir til að matreiða vatnsmelónu. 1 Vatnsmelónu­franskar Skerið vatnsmelónu í hæfilega bita. Takið fram þrjár skálar og setjið hveiti í eina ásamt salti, pipar og chilidufti. Þeytið saman egg og mjólk í aðra skál og setjið brauðmylsnu í þá þriðju. Dýfið vatnsmelónubitunum í hveitið, síðan eggjablönduna og að lokum í brauðmylsnuna og djúpsteikið í olíu þar til franskarnar verða ljósbrúnar að lit. Látið olíuna leka af á pappírs- bréfi, saltið „frönsku“ vatnsmelón- urnar og berið fram heitar. 2 Grilluð vatnsmelónaSkerið vatnsmelónu í þríhyrningslaga bita. Penslið hvern bita með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Hellið hunangi einnig á hverja hlið og skellið melónubitun- um á grillið. Grillið hvora hlið í um tvær mínútur og bætið við smá hunangi eftir á, ef vill. Grill- uðu melónurnar er svo gott að nota í salat, til dæmis með tómötum, mozzarella-osti, basilíkulaufum og balsamikediki. 3 VatnsmelónukrapSkerið vatnsmelónu í litla bita og frystið. Þegar útbúa á krapið eru bitnar teknir úr frystinum og settir í blandara eða matvinnslu- vél ásamt límónusafa og vatni. Vinnið þar til úr verður svalandi, sykurlaust og bráðhollt krap. 4 VatnsmelónupítsaÞað er varla til hollari pítsa en vatnsmelónupítsa. Skerið vatnsmelónu í kringlóttar sneiðar og setjið hverja þá áleggstegund sem hugurinn girnist ofan á. Það má til dæmis setja mulinn fetaost og rifna basilíku eða aðrar kryddjurtir eða gera eftirréttapítsu með öðrum ávöxtum og súkkulaði. 5 Pikklaður vatnsmelónubörkur Takið börkinn af hálfri vatnsmelónu og skerið í litla bita. Blandið saman 3 msk. af salti og 3 bollum af vatni og setjið í stóra skál ásamt berkin- um. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í kæli í sól- arhring. Hreinsið börkinn vel með vatni og setjið hann svo ásamt ¾ bolla af sykri, ¾ bolla af ediki og 2 bitum af stjörnuanís í pott. Eldið þar til suðan kemur upp og takið þá pottinn af hitanum. Kælið í um klukkustund og hrærið af og til. Kælið í sólarhring áður en börkurinn er borinn fram en blandan endist í allt að eina viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.