Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 11
KirKjur landsins í sKuldahleKKjum n Dæmi um að 86 prósent sóknargjalda fari í afborganir lána „Hér hækka lánin alveg sama hvað maður borgar, þetta er vandamál þjóðarinnar náttúrulega,“ segir Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, og bætir við: „Og kirkjan er eins og einstaklingur sem greiðir í þrjátíu ár en stofninn minnkar ekkert þó maður standi í skilum.“ Grafarvogskirkja er skuldsettasta kirkja landsins en sóknin er með þeim stærstu á landinu, með nítján þúsund íbúa. Vigfús segir kirkj­ una alltaf hafa staðið í skilum en neitar því ekki að þar á bæ hafi þurft að skera niður eins og annars staðar. „Við munum alveg valda þessu.“ Vigfús seg­ ir að kirkjan hafi hætt með þrjá barnakóra í kjölfar hrunsins og eftir að sóknargjöldin voru skert, en það starf sé þó komið af stað aftur. „Við getum það af því að við völdum þessu og stöndum alltaf í skilum.“ Háteigskirkja: Mikið aðhald n Háteigskirkja hefur ekki þurft að minnka safnaðarstarfið „Við eigum ekki í erfiðleikum með að greiða af skuldum,“ segir Sigríður Guð­ mundsdóttir, formaður sóknarnefndar Háteigskirkju. Söfnuðurinn skuldar um tuttugu milljónir króna og eru afborg­ anir um þrjár milljónir á ári. Sigríður segir söfnuðinn hafa gert miklar breytingar á starfsemi og skipulagi starfsins fyrir tveimur og hálfu ári. „Þá þurftum við að segja upp fólki og fækka starfsmönnum eins og í öðrum kirkjum.“ Peningalegt aðhald sé mikið hjá söfnuðinum. „Við höfum hins vegar verið svo lánsöm að það starfsfólk sem vinnur hjá okkur er frábært og fjölhæft og getur gengið jafnvel í fleiri en eitt starf.“ Með þessari breytingu á skipulagi hafi þau ekki enn þurft að minnka safnaðarstarfið. Langholtskirkja á í miklum fjárhagserfið­ leikum og ef fram fer sem horfir er útlit fyrir að safnaðarheimili kirkjunnar verði selt til að greiða upp skuldir, en húsnæði safnaðarheimilisins er afar skuldsett. Þetta staðfestir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, í samtali við DV. Guðbjörg segir alvarlegan fjárhags­ vanda Langholtskirkju að hluta til sprottinn úr bankahruninu, þegar skuldir stökkbreyttust svo að segja á einni nóttu: „Allar okkar áætlanir brustu algjörlega.“ Hún segir að reynt hafi verið að beita miklu aðhaldi á síðustu árum en að það hafi ekki dugað til. „Það er búið að skera mikið niður bæði í starfsemi og rekstri, en við erum í sjálfu sér ekki í neinni aðstöðu til þess að auka tekjur okkar með neinum hætti.“ Hún segir skuldsetningu safnað­ arheimilisins afar mikla og ekki sé útséð hvort kirkjan muni hafa efni á afborgun­ um. Ýmsir hópar hafa leigt safnaðarheim­ ilið út fyrir starfsemi sína, en svo gæti farið að leigan hækkaði á næstu misserum. Guðbjörg segir þó að lítið svigrúm sé til hækkana. „Þar eru ákveðin þolmörk, ef þú hækkar of mikið þá hættir fólk bara að koma þannig að við höfum í sjálfu sér ekki getað hækkað það mikið.“ Hún segir leiguna ekkert hafa hækkað í nokkur ár, enda sé kúnnahópurinn í svipaðri stöðu og kirkjan sjálf, fólk geti einfaldlega ekki greitt meira. Bleikur hjúpur Ljósin í glerhjúp Hörpu verða bleik frá og með deginum í dag, 11. október, til 17. október til að styðja Krabbameinsfélag Íslands í átak- inu Bleiku slaufunni í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Októbermánuður er tileink- aður fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni, til að berjast gegn krabbameinum hjá konum og 11.október er „bleiki dagurinn“. Þann 17. október er svo bleika kvöldið þar sem veitingastaðir um allt land gefa hluta af sínum ágóða til styrktar Krabbameinsfélaginu. „Harpa vill með táknrænum hætti sýna samstöðu með bleika átakinu með bleiku lýsingunni í glerhjúpn- um og þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við Stúdíó Ólafs Elíasson- ar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu. Fréttir 11Helgarblað 11.–13. október 2013 Langholtskirkja: Á barmi gjaldþrots n Safnaðarheimili Langholtskirkju yfirveðsett Stúdentar sitji við sama borð Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um húsaleigubætur þannig að stúd- entar sem leigja saman á al- mennum markaði njóti sömu kjara og þeir sem fá sérstakar stúdentaíbúðir. Í tilkynningu frá Bjartri fram- tíð kemur fram að húsnæðis- vandi námsmanna á framhalds- og háskólastigi sé allverulegur og námsgarða skorti mjög. „Í ljósi þess að ekki er nægilegt framboð af heimavist eða náms- görðum, og fjölmargir náms- menn geta því ekki nýtt sér slíkt búsetuúrræði, er lagt til að að- stæður stúdenta verði jafnaðar og þeir njóti sama stuðnings hvort sem þeir leigja á náms- görðum eða á almennum mark- aði,“ segir í tilkynningunni. Grensáskirkja: Kirkja á styrkjum n Sóknargjöldin í heild sinni fara í afborganir skulda „Þetta er í járnum hjá okkur og verður það rúm tvö ár í viðbót en í árslok 2015 klárum við stórt lán og þá léttir mikið á,“ segir Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur Grensáskirkju. Hann segir að nú fari nánast öll sóknargjöldin í afborganir skulda, með vöxtum og verðbótum. „Þannig að starfið er að mestu rekið fyrir styrki, leigutekjur og annað sjálfsaflafé,“ segir Ólafur og bætir við að frá hruni hafi starfsmannahald verið í algeru lágmarki. „Síðustu árin höfum við lifað mjög spart því afborganir lána hækkuðu þótt sóknargjöldin lækkuðu.“ Hann segir að kirkjan hafi komist hjá vanskilum og ætli sér að halda sjó þann stutta tíma sem eftir sé. Breiðholtskirkja: Lepja dauðann úr skel n Húsið míglekur Breiðholtskirkja er ein af þeim kirkjum sem eru hvað verst staddar fjárhagslega. „Hér í Breiðholtskirkju lepjum við dauðann úr skel,“ sagði Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju, í samtali við Fréttablaðið í vikunni. Þá sagði hann að kirkjuklukkurn­ ar væru bilaðar og að ekki væri til fjármagn til þess að laga þær, „auk þess sem húsið míglekur,“ sagði Gísli. Þá hefur barnakórinn verið lagður niður eins og reyndar í fleiri kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Laugarneskirkja: Þarfnast viðhalds n Engir sjóðir að sækja í þegar kemur að viðhaldi kirkjunnar „Laugarneskirkja hefur undanfarin misseri tekið starfsemi kirkjunnar til gagngerrar endurskoðunar og þurft að grípa til sárs­ aukafullra aðgerða,“ segir Aðalbjörg Stef­ anía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju. Hún segir þessar aðgerðir hafa skilað því að Laugarneskirkja standi við allar sínar skuldir í dag. „Markmið þessara aðgerða var að velja fólk fram yfir húsnæði, sérstaklega í ljósi þess að í Laugarneskirkju koma um 25 þúsund manns á ári,“ segir Aðalbjörg. Þetta hafi náðst með sjálfboðastarfi og beinni þátt­ töku sóknarnefndar kirkjunnar í daglegum rekstri. Þá segir hún að kirkjunni hafi tekist að halda úti æskulýðsstarfi og stöðu djákna í Hátúni. „Laugarneskirkju hefur því borið gæfa til að bregðast við samdrætti í tekjum með því sýna ítrasta aðhald í rekstri.“ Þó að lán séu í skilum séu engir sjóðir til að sækja í, til dæmis varðandi viðhald á kirkjunni sjálfri, sem vígð var árið 1940. „Við höfum lagt okkur fram um að hér sé mögulegt að boða kærleika Krists: Elskaðu náungann eins og sjálfan þig. Það verður leiðarljós Laugarnessafn­ aðar nú þegar leita skal leiða til viðhalds Laugarneskirkju,“ segir Aðalbjörg og vísar í Biblíuna: „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis (Sálm. 127;1).“ Bústaðakirkja: Fresta viðhaldi n Áttuðu sig tímanlega á vandanum „Sóknarnefnd Bústaðasóknar áttaði sig tímanlega á vandanum og hefur miklu aðhaldi verið beitt í starfinu og hagrætt eins og mögulegt er, meðal annars í starfsmannamálum,“ segir í svari Ásbjörns Björnssonar, kirkjuhaldara Bústaðakirkju, við fyrirspurn DV. „Bústaðakirkja er ekki í fjárhagserf­ iðleikum og hér eru lán í skilum og allir reikningar greiddir. Hins vegar hefur Bú­ staðakirkja verið í sömu stöðu og aðrar sóknir vegna skerðingar á sóknargjöld­ um sem töluvert hefur verið fjallað um.“ Þá segir hann að viðhaldi á kirkjunni hafi verið frestað eftir fremsta megni. Leyfa sér lítið Marinó Þorsteins­ son er formaður safnaðarnefndar Dómkirkjunnar en þar á bæ hafa menn ekki lengur efni á að reka barnakóra. Myndir SiGtryGGur Ari Grafarvogskirkja: „Við munum valda þessu“ n Grafarvogskirkja er skuldsettasta kirkja landsins 20% Afsláttur í Lyfju og Heilsuhúsinu til 18. október www.hafkalk.is OMEGA3 Kraftmikið ljósátulýsi úr Suður-Íshafinu Gott fyrir hjartað, æðakerfið, heilann og liðina Fosfólípíð-bundið - Meiri virkni - Færri hylki Náttúruleg andoxunarefni - Engin rotvarnarefni Rannsóknir sýna meðal annars: - Betri upptöku - Lækkun kólesteróls - Jafnvægi í matarlyst - Aukna insúlín virkni - Minni fitumyndun í lifur Vatnsuppleysanlegt - Minna eftirbragð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.