Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 11.–13. október 2013 Subway sem þeir hafa unnið með áður, þá er aldrei að vita. Ekkert varð hins vegar úr þess­ um hugleiðingum þeirra Simma og Jóa þó viðræður hafi átt sér stað við eigendur 365. Líkt og margoft hefur komið fram þá þykja verðhugmynd­ irnar fyrir 365 sem Ingibjörg og Jón Ásgeir hafa í huga vera allt of háar. Hermt er að hjónin vilji fá um átta milljarða króna fyrir fjölmiðlafyr­ irtækið en þetta þykir flestum vera allt of hátt. Á meðan er talið líklegt að þau sitji uppi með félagið sem varla getur annað en fallið í verði miðað við þá öru þróun sem er að eiga sér stað varðandi breytingar á eðli sjónvarpsáhorfs og netvæð­ ingu þess. Sigmar neitar sömuleiðis að tjá sig um hugmyndirnar um kaupin á Stöð 2 en heimildir DV fyrir málinu eru traustar. Varnarbarátta Stöðvar 2 Stöð 2 á í varnarbaráttu á sjón­ varpsmarkaði þar sem stöðin hefur misst um átta þúsund áskrifend­ ur á liðnum árum. Tekjumiss­ ir stöðvarinnar á hverju ári er því mikill. Með til­ komu nýrra sjón­ varpslausna á markaði eins og Netflix og annars konar sjón­ varpslausna í gegnum internetið verður æ erfiðara fyrir Stöð 2 að halda í áskrifendur sína. Þróun­ in í átt frá hefðbundnu áskriftar­ sjónvarpi eins og Stöð 2 er öllum ljós, ekki síst stjórnendum Stöðv­ ar 2 sjálfum, og hafa þeir reynt að bregðast við þessari þróun með nýj­ um áskriftartilboðum sem fela í sér internet og heimasíma. 365 og Stöð 2 eiga einnig í annars konar varnarbaráttu sem snýst um umtalsvert brotthvarf starfsmanna frá fyrirtækinu. Þetta á bæði við um stjórnendahluta fyrirtækisins og eins brotthvarf almennra starfsmanna. Þannig hætti Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, til dæm­ is fyrr á árinu og eins hafa nokkr­ ir starfsmenn Stöðvar 2 og Frétta­ blaðsins sagt upp störfum á liðnum mánuðum. Starfsandinn innan fyrir­ tækisins þykir ekki vera góður. Uppsagnir á reynslumiklu starfsfólki innan fyrirtækisins það sem af árinu hafa heldur ekki bætt starfsandann en skorið hefur verið markvisst niður í rekstrinum og hann gerður ódýrari, til dæmis með því að reyna að samnýta fréttaefni á milli fjölmiðla 365. Þá hefur það sömuleiðis spurst út að kergja sé kominn upp á milli eiginmanns eiganda 365, Jóns Ás­ geirs Jóhannessonar, sem ræður því sem hann vill ráða í fyrirtækinu, og Ara Edwald forstjóra. Í því samband er meðal annars bent á að ekki sé til­ viljun að Ari hafi verið bendlaður við starf framkvæmdastjóra LÍÚ fyrr á ár­ inu þó hann neiti að hafa sótt um það starf. Þykir sú umræða benda til að Ari vilji hugsanlega komast frá fyrir­ tækinu og að Jón Ásgeir myndi þá ekki standa í veginum fyrir honum. Raunar er málinu stillt þannig upp að eigendur 365 myndu vilja fá ann­ an forstjóra að fyrirtækinu en á með­ an Ari Edwald finnur sér ekki ann­ að stjórnandastarf, eins og til dæmis hjá LÍÚ, þá verði hann áfram formað­ ur. Eigendur 365 hafa ekki oft rekið æðstu yfirmenn fyrirtækisins heldur hefur taktíkin frekar verið að reyna að fá þá til að hætta með einhverjum aðferðum – þetta sást til dæmis þegar Mikael Torfason var settur upp að hlið Ólafs Stephensen í ritstjórastól Frétta­ blaðsins eftir að Ólafur hafði varið rit­ stjórnarlegt sjálfstæði blaðsins gagn­ vart Jóni Ásgeiri. Ari á nokkuð magn hlutabréfa í 365 sem hann myndi þá þurfa að selja ef hann hætti hjá 365. Varnarbarátta Stöðvar 2 fer því fram á nokkrum vígstöðvum þessa mánuðina en einn þáttur hennar er umræddar tilraunir stöðvarinnar til að spara sér fé með því að forðast framleiðslufyrirtæki eins og Stór­ veldið sem milliliði við gerð dag­ skrárefnis. Óbein samkeppni DV hefur heimildir fyrir því að í stað þess að kaupa 365 hafi Stórveldið ákveðið að fara sjálft inn á sjón­ varpsmarkaðinn. Þó er ekki um að ræða opnun á hefðbundinni sjón­ varpsstöð með dagskrá allan daginn, fréttatíma, veðri, aðkeyptum erlend­ um þáttum og svo framvegis, heldur einhvers konar nýmiðil á netinu þar sem sýnt verður sjónvarpsefni sem Stórveldið framleiðir. Hugmyndin væri þá sú að áhorfendur geti horft frítt á efnið eða keypt það sérstak­ lega. Þessar hugmyndir eru þó ekki langt á veg komnar. Önnur hug­ mynd er sú að Stórveldið selji sjón­ varpsefnið til Símans eða Vodafone og að viðskiptavinir þeirra geti svo keypt efnið sérstaklega og horft á það heima hjá sér. Stórveldið hefur nú tekið á leigu húsnæði í Krókhálsi 6 þar sem Stöð 2 var áður til húsa að hluta til. Leigan á húsnæðinu er ótengd hugmyndum Stórveldisins um hugsanlegar sýn­ ingar á sjónvarpsefni í gegnum netið en í húsnæðinu er hins vegar að finna aðstöðu fyrir upptöku stúdíó frá þeim tíma þegar Stöð 2 var þar til húsa um langt árabil. Greint var frá leigu Stórveldisins á húsnæðinu á heimasíðu fasteigna­ félagsins Reita fyrir nokkrum dög­ um. Þar sagði orðrétt: „Stórveldið hefur tekið á leigu rúmlega 1.000 fermetra húsnæði að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Stórveldið er framleiðslu­ fyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Um árabil voru 365 með starfsemi að Krókhálsi 6 og þjónaði húsnæðið þá svipuðu hlut­ verki en Stórveldið hyggst nýta það fyrir nýtt stúdíó og skrifstofur.“ Stórveldið er komið í gömlu húsakynni Stöðvar 2 og er mannað að hluta til af starfsfólki sem hefur unnið á Stöð 2 og er sömuleiðis stýrt af mönnum sem hafa falast eftir sjón­ varpsstöð Ingibjargar Pálmadóttur sem eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, stýrir beint og óbeint. Ef af hugmyndum Stórveldis­ ins um stofnun sjónvarpsrásar á netinu verður mun því bætast við nýr keppinautur á sviði innlends af­ þreyingarefnis á sjónvarpsmarkaðn­ um á Íslandi. Slík þróun mun vitan­ lega geta haft frekari áhrif á Stöð 2 ef sjónvarpsrás Stórveldisins nær flugi þar sem innlent afþreyingarefni get­ ur orðið mjög vinsælt líkt og fjöl­ mörg dæmi sanna, til dæmis Vakta­ seríurnar. Varnarbarátta Stöðvar 2 og 365 gæti því orðið enn meiri á næstunni þegar við bætist íslenskt framleiðslufyrirtæki sem sýnir eigin innlenda dagskrárgerð á netinu sem hugsanlega verður ókeypis. Ekki náðist í Frey Einarsson, dag­ skrárstjóra Stöðvar 2, við vinnslu fréttarinnar. n „Ég á í góð- um sam- skiptum við 365, og hef átt lengi, og vonandi mun ég eiga þau sam- skipti áfram Reyndu að fara á bak við Stórveldið Stjórnendur Stöðvar 2 hafa tvívegis reynt að fara á bak við framleiðslufyrirtækið Stórveldið á síðustu mánuðum. Jón Ásgeir Jóhannesson er eigin- maður eiganda 365 og valdamesti maðurinn í fyrirtækinu. mynd SigtRygguR aRi „Forgangs- raðað í þágu auðmanna“ Trúnaðarmannaráð SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, mótmælir þeim áherslum harð­ lega sem fram koma í fjárlaga­ frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Að mati ráðsins er þar „forgangs­ raðað í þágu auðmanna“. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér á fimmtudag. „Ábyrgðarleysi ríkisstjórn­ ar sem afneitar tekjustofnum á borð við veiðileyfagjald og auðlindaskatt upp á tugi millj­ arða er algjört þar sem almenn­ ingur og sjúklingar eru krafðir um mismuninn. Með þessum aðgerðum væri höggvið stórt skarð í grunnstoðir velferðar­ þjónustunnar með síhækkandi komugjöldum og nú síðast gistináttagjaldi fyrir þá allra veikustu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að SFR mót­ mæli harðlega og vari raunar stjórnvöld við því að sérstakt gjald verði tekið af sjúklingum sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Um sé að ræða al­ gjöra kerfisbreytingu sem ógni íslensku velferðarkerfi eins og við þekkjum það. „Reyndin er sú að slík gjöld hafa tilhneigingu til að aukast. Þannig hefur kostn­ aður göngudeildarsjúklinga aukist og það mun einnig gerast hjá legusjúklingum. Smátt og smátt verður það aðeins á færi þeirra efnameiri að nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Þetta eru ekki þær áherslur í heilbrigðis­ kerfinu sem við viljum sjá.“ Bacon-hátíð skilaði tveimur milljónum Rúmar tvær milljónir króna söfnuðust á hátíðinni Reykjavík Bacon Festival sem haldin var á Skólavörðustíg þann 7. sept­ ember síðastliðinn. Peningarnir renna til kaupa á tveimur þráð­ lausum hjartasíritum sem verða afhentir hjartadeild Landspítal­ ans við formlega athöfn síðar í þessum mánuði. „Við í Beikonbræðralaginu viljum sýna hjartadeildinni og öllu því frábæra starfsfólki sem þar vinnur þakklæti fyrir gott starf við afar erfiðar aðstæður á tímum niðurskurðar. Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir veittan stuðning og ekki síst þeim fjölmörgu veitingastöðum sem tóku þátt í þessu með okkur. Án þeirra aðkomu hefði hátíðin ekki orðið að veruleika en einnig viljum við þakka ís­ lensku þjóðinni fyrir að koma á hátíðina og leggja málefninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson sem titlaður er beikonbróðir í tilkynningu frá aðstandendum Reykjavík Bacon Festival.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.