Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 11.–13. október 2013 n Sjálfsvígstíðni hjá transfólki er há n Kynleiðréttingaraðgerðir greiddar af ríkinu Verður mögulega breytt „Það eru uppi raddir um að þessu verði breytt og að trans- sexúalismi verði greindur annars staðar, til dæmis innan innkirtlasjúkdóma,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. Kynáttunarvandi floKKaður sem geðrösKun læknarnir hérna á Íslandi ekki á þetta sem einhvers konar geðsjúkdóm þótt þetta sé kannski flokkað þannig. Það er alls ekki viðmótið hjá sérfræðiteym­ inu á Landspítalanum.“ Hormónalyfin dýr Ugla segir einstaklinga þurfa að greiða allan kostnað vegna hormónalyfja úr eigin vasa, en þær fjárhæðir eru ekki litlar. „Þú þarft að vera á hormónum allt þitt líf svo þú þarft alltaf að vera að borga einhvers konar hormónalyf. Það er mismunandi á hvaða hormónum hver og einn er því það er bara mis­ munandi hvað virkar á fólk en það er alltaf töluverður kostnaður sem fólk þarf að borga sjálft. Þetta eru dýr lyf; verðið er kannski ekkert himinhátt en kannski ekki það lægsta heldur. Svo þarf maður náttúrulega alltaf að vera að kaupa þetta svo þetta er alveg dá­ góð upphæð.“ Tímaskekkja „Í langflestum ríkjum heims er þetta ennþá flokkað sem geðröskun sem er að sjálfsögðu ekki í lagi því þetta er eitthvað allt annað en það og mað­ ur getur ímyndað sér að alveg eins og samkynhneigð var fjarlægð af lista Al­ þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir geðraskanir, þá mun það gerast líka smám saman að það að vera trans verður afsjúkdómsvætt,“ segir Anna Pála Sverris dóttir, formaður Samtak­ anna '78. Hún segir úrelt sjónarmið enn við lýði hvað varðar málefni trans­ fólks. „Það brýtur einhvern veginn gegn réttlætiskenndinni hjá manni að þetta sé svona. Við eigum bara að mæta fólki varðandi það að það hafi fæðst í vitlausum líkama án þess að segja því í leiðinni að það sé geðveikt. Svo að sjálfsögðu vil ég sjá þessu breytt en verði það gert þarf að vera tryggt að öll nauðsynleg þjónusta sé í boði þannig að fólk geti fengið að lifa lífi sínu í þeim líkama eða því kynhlutverki sem það upplifir sig raunverulega í. Þetta er lífsspursmál fyrir fólk. Við þurfum að brjóta upp þennan þankagang og hætta að flokka transfólk sem geð­ veikt. En forsendan fyrir því að hægt sé að breyta þessu og örugglega ástæð­ an fyrir því að ekki er enn búið að gera það hérlendis er sú að það er afar mik­ ilvægt að fólk fái þá þjónustu sem það þarf að fá í þessu ferli. Hluti af því sem sumt transfólk þarf að fara í gegnum er náttúrulega læknisfræðilegt og þá get­ ur komið til mikill kostnaður svo að þó að það sé tímaskekkja að kynáttun­ arvandi sé skráður sem geðsjúkdómur þarf þjónustan fyrir þetta fólk að vera í lagi.“ Byltingin má ekki éta börnin sín Hefurðu áhyggjur af því að ef flokkun­ inni verði breytt að þá missi transfólk þá heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda? „Kostnaðurinn er náttúrulega lykil­ atriði og eins að þjónustan sé í lagi því þetta er mjög viðamikið ferli sem þarf að halda vel utan um. Sérstaklega ef fólk ákveður að fara í læknisfræðilegt ferli, en, nota bene, þá ákveður ekki allt transfólk að fara í aðgerð. Ég er kannski ekki hrædd um að þjónustu muni skorta, ég vil bara benda á að það skiptir mjög miklu máli að byltingin éti ekki börnin sín. Þannig að þegar við hættum að skilgreina það að vera trans sem geðsjúkdóm, sem við eigum auð­ vitað að gera, þá um leið þurfum við að tryggja að öll þjónusta verði ennþá í boði sem og allt utanumhald.“ Málefni í mótun En af hverju hafa Samtökin '78 ekki mótmælt þessari flokkun opinberlega? „Ætli það sé ekki út af því að þetta er allt saman í mjög mikilli deiglu. Við höfum verið að vinna að því á síðustu árum að ná almennilega utan um mál­ efnið með löggjöf til þess að tryggja réttindi þessa fólks og það var náttúru­ lega ekki fyrr en á síðasta ári sem lög um málefni transfólks voru samþykkt, og þá finnst mér þetta vera næsta skref,“ segir Anna Pála. „Transmálefnin eru í rosalegri mót­ un og það að lagalegi ramminn hafi verið búinn til í fyrsta skipti á síðasta ári, sem var ofsalega mikilvægt skref, það þýðir ekki að við getum bara sett punktinn aftan við samtalið vegna þess að það er mikil vinna eftir, bæði í löggjöf og framkvæmd. Nú þurfum við að horfa til þess hvaða vankantar koma í ljós á lögunum og hvernig við getum sniðið þá af, allt með þá grundvallar­ forsendu að fólk hafi sjálft skilgrein­ ingarvaldið yfir sér og eitt af því sem að við þurfum að gera í framtíðinni er auðvitað það að hætta að skilgreina kynáttunarvanda sem geðsjúkdóm. Það er náttúrulega bara einhvern veg­ inn svo augljóst en samt eitthvað sem við eigum ennþá eftir að klára. Ég held bara að samtökunum hafi kannski ekki þótt þetta vera það fyrsta sem að þyrfti að fá í gegn, af því að útgangspunktur­ inn hlýtur alltaf að vera sá að það þurfi að koma til móts við fólk á þeim stað sem það er á og stærsta baráttumál­ ið þangað til löggjöfin kom inn í fyrra var að ná betur utan um málefnið og réttindin.“ Kynvitundarmálin komin styttra Anna Pála segir eðlilegt að kynleið­ réttingaraðgerðir séu greiddar af ríkinu. „Það er ekki eins og fólk hafi val og ég held að það blasi við að það leggur enginn á sig það ofsalega erfiða ferli sem transfólk fer í gegnum nema vegna þess að þetta er lífsspursmál fyrir viðkomandi.“ Hún segir transfólk mæta miklum fordómum og upplifa mikla erfiðleika vegna ástands síns. „Transfólk sem tekur skrefið og kemur út úr skápnum hefur margt hvert farið til helvítis og til baka. Það er mjög hátt hlutfall sem hefur far­ ið í gegnum þannig ferli og það er ennþá miklu erfiðara að koma út úr skápnum sem trans heldur en með aðra kynhneigð en gagnkynhneigð þannig að kynvitundarmálin eru al­ mennt séð bara komin miklu styttra. Fólk mætir ofboðslegum fordómum og þarf að leggja mikið á sig, félags­ lega, andlega og líkamlega, til þess að fara í gegnum ferlið svo ég held að það blasi við að það gengur enginn í gegn­ um þetta nema vegna þess að það er nauðsynlegt. Og þá eigum við bara að taka utan um fólk strax og hjálpa því að komast á þann stað sem það þarf að vera á. Þá getur fólk líka átt miklu betri möguleika á að taka þátt í sam­ félaginu.“ Sögulegar ástæður fyrir greiningunni „Greiningin stendur á gömlum merg og kannski má segja að hún tilheyri geðsjúkdómafræðunum af sögulegum ástæðum. Það eru uppi raddir um að þessu verði breytt og að transsexúal­ ismi verði greindur annars staðar, til dæmis innan innkirtlasjúkdóma,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir og meðlimur í sérfræðinganefnd Landspítalans um málefni transfólks, spurður hver sé ástæða þess að kynátt­ unarvandi sé flokkaður sem geðsjúk­ dómur. Hann segir samfélag transfólks á Íslandi mótfallið því að greiningin fari fram innan geðsjúkdómafræðinn­ ar og að það byggist á þeirri skoðun að transgender sé í raun þriðja kynið og því fullkomlega eðlilegt ástand en ekki einhver skilgreindur sjúkdómur. Aðspurður segir Óttar að verið sé að skoða það að breyta greiningunni á kynáttunarvanda. „Þetta er til umræðu við gerð nýrra sjúkdómsgreininga, það er ICD­ og DSM­kerfanna. Ég veit ekki ennþá hver lokaniðurstaðan verður.“ Óttar segir transfólk sem fari í gegn­ um kynleiðréttingarferli njóta sömu réttinda og aðrir sjúklingar spítalans. „Þeir greiða sinn hluta af allri göngudeildarmeðferð og lyfjum en innlögn á spítala og aðgerð er greidd af sjúkratryggingum. Um hormóna­ lyfin gilda reglur Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands um lyfja­ kostnað.“ LSH og SÍ skipta með sér kostnaðinum Á þessu ári fóru fimm einstaklingar í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítal­ anum en Óttar segir þá tölu afar mis­ jafna eftir árum. Hjá Sjúkratryggingum Íslands fengust þær upplýsingar að vegna aðgerða sem framkvæmd­ ar voru hér á landi í september 2011 og júní 2012 hefðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands gert með sér samning um framkvæmd og kostnað slíkra aðgerða. Var dr. Gunnar Kratz, læknir frá Svíþjóð, fenginn til landsins til að framkvæma aðgerðirnar og skipt­ ist kostnaðurinn vegna þeirra þannig að Sjúkratryggingar Íslands greiddu fyrir vinnu læknisins ásamt flugfari og uppihaldi meðan á dvöl hans stóð en Landspítalinn stóð straum af öll­ um öðrum kostnaði við meðferðina. Þar með talið var undirbúningur fyrir aðgerð, kostnaður við skurðaðgerð (annar en greiðsla til læknisins), lega á sjúkradeild eftir aðgerð og eftirlit á göngudeild eftir aðgerð. Ekki feng­ ust tæmandi upplýsingar um kostnað vegna aðgerða einstaklinga. Greitt fyrir skurðaðgerð á kynfærum og brjóstanám Blaðamaður náði tali af Laufeyju Guðmundsdóttur hjá velferðarráðu­ neytinu til að fá upplýsingar um þátt­ töku ríkisins í kostnaði við kynleið­ réttingu. „Ef viðkomandi er sjúkratryggður á Íslandi þá er kynleiðréttingaraðgerðin sjálf á kostnað Landspítala, það er að segja íslenska ríkisins, samkvæmt reglugerð 722 frá árinu 2009 um lýta­ lækningar sem sjúkratryggingar al­ mannatrygginga taka til, ef veitt er undanþága samkvæmt fjórðu grein þessarar reglugerðar. Í sparnaðinum eftir hrun var reglugerðinni breytt þannig að nú þurfa menn að afla undanþágu en ég hef ekki heyrt um það að fólki hafi verið neitað um hana,“ segir Laufey. „Svo eru brjóstanámsaðgerðir einnig gerðar á Landspítala og þá er fólk líka lagt inn svo þær eru einnig greiddar af ríkinu.“ Laufey segir afar mismunandi eftir einstaklingum hver kostnaður vegna lyfjameðferðar sé. „Hormónameðferðin er mjög mis­ munandi eftir því um hvað aðgerðir er að ræða; kona­í­karl eða karl­í­konu, og fer líka mikið eftir einstaklingnum sjálfum. Viðkomandi getur til dæmis verið með undirliggjandi sjúkdóma og svoleiðis, það geta verið alls konar ástæður.“ Kostnaður afar mismunandi En hver er kostnaðurinn vegna hormónameðferðar? „Í fyrra fékk ég þær upplýsingar frá lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands að kostnaðurinn fyrir einstaklinginn sjálfan væri á bilinu 15 til 94 þúsund krónur fyrir þau tvö ár í hormónameð­ ferð áður en viðkomandi fer í skurð­ aðgerðina. Svo þetta er ansi breitt bil,“ segir Laufey og bætir við að þau horm­ ónalyf sem einstaklingar nota eftir skurðaðgerð séu nokkuð ódýrari. „Þau lyf eru mismunandi eftir til­ vikum hverju sinni og eru að kosta á bilinu 7 til 20 þúsund krónur á ári fyrir einstaklinginn.“ Hormónameðferðir eru niður­ greiddar en Laufey segist þó ekki vera með á hreinu hver hlutur ríkisins er í þeim kostnaði. „Almenna reglan er sú að einstak­ lingar með kynáttunarvanda eru bara sjúklingar eins og aðrir sjúklingar og þeir njóta réttinda í kerfinu ef þeir eru sjúkratryggðir á Íslandi; þeir þurfa að fara í viðtöl hjá geðlæknum og greiða þá bara eins og aðrir sem fara í við­ töl hjá geðlæknum og sálfræðingum, þeir fá lyf og ríkið tekur þátt í kostnaði vegna þeirra og þeir leggjast inn á spít­ ala en það er ókeypis eins og lög um sjúkratryggingar eru í dag.“ n Úrelt viðhorf Ugla Stefanía telur úrelt viðhorf helstu ástæðu þess að kynáttunarvandi er greindur sem geð- sjúkdómur. Mynd Mynd dV / Bjarni EirÍKSSon „Samkynhneigð var flokkuð sem geð- sjúkdómur á sínum tíma. Fluconazol ratiopharm eitt hylki - stakur skammtur árangursríkt gott verð einfalt Sveppasýkingu í leggöngum Einungis 1 hylki tekið um munn við Nýjung án lyfseðils á Íslandi! Notkunarsvið: Fluconazol ratiopharm inniheldur fluconazol. Án ávísunar frá lækni er Fluconazol ratiopharm notað við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir fluconazoli eða skyldum azól-lyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Samhliða meðferð með cisapridi, astemizoli, terfenadini, pimozidi, erythromycini eða quinidini. Gæta skal sérstakrar varúðar ef eftirfarandi á við: Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur Fluconazol ratiopharm valdið alvarlegum húðviðbrögðum með blöðrumyndun og húðlosi (Stevens-Johnson heilkenni). Ef húðútbrot koma fram á meðan á meðferð með Fluconazol ratiopharm stendur skal strax hafa samband við lækni, sem ákveður hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Samhliða meðferð með halofantrini eða terfenadini. Meðfædd eða áunnin breyting á starfsemi hjartans (lengingu QT bils). Samhliða notkun lyfja sem einnig geta lengt QT bilið á hjartalínuritinu, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA eða III. Truflun í jafnvægi blóðsalta, einkum minnkuð þéttni kalíums og magnesíums. Hægur hjartsláttur sem þarfnast meðferðar, hjartsláttartruflanir eða alvarleg hjartabilun. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Skömmtun: Við Candidasýkingu í leggöngum: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki í stökum skammti. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur, húðútbrot, kviðverkur, uppköst, niðurgangur og ógleði, breyting á lifrargildum. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Maí 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.