Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 20
Skíðaparadís situr á hakanum n Norður-Kóreumenn ætla að efla ferðamannageirann svo um munar T il stóð að opna nýja og stór- glæsilega skíðaparadís í Norður- Kóreu á fimmtudag, en enn sem komið er bólar ekkert á opnunarhátíðinni sem búið var að boða. Frá þessu greinir breska ríkis- útvarpið BBC. Skíðasvæðið átti að verða allt hið glæsilegasta með svigbrautum, sleða- brautum og mjög fullkomnum skíða- lyftum. Búið er að byggja tvær hótel- byggingar sem enn standa þó auðar. Í frétt BBC kemur fram að talið sé að aðeins um 5.500 manns í Norður- Kóreu stundi skíði en íbúar landsins eru alls um tuttugu milljónir. Framkvæmdirnar fara fram í Masik Pass sem er í austurhluta Norður- Kóreu. Undanfarna tíu mánuði hafa verkamenn unnið hörðum höndum við að ljúka framkvæmdinni, en til stóð að hægt yrði að vígja skíðasvæð- ið á fimmtudag á 68 ára afmæli norð- urkóreska Verkamannaflokksins. Markmiðið með byggingunni var að sýna Norður-Kóreu sem siðmenntað land í augum annarra ríkja. Rign- ingar og erfiðar aðstæður hafa gert það að verkum að framkvæmdir hafa tafist. Í umfjöllun BBC kemur fram að verkefnið hafi verið hálfgert gæluverk efni einræðisherrans, Kim Jong-un, sem kynntist skíðamennsku á námsárum sínum í Sviss. Þá von- ast yfirvöld í Norður-Kóreu til þess að skíðasvæðið verði til þess að ungt og efnilegt skíðafólk fái áhuga á íþróttinni og þannig aukist líkur á verðlaunum á vetrarólympíuleikum. Einnig er vonast til þess að hægt verði að opna landið fyrir erlendum ferðamönnum sem myndu þá nýta sér skíðasvæðið í Masik Pass og skila auknum tekjum í þjóðarbúið. „Þetta mun hafa mikil áhrif á efnahaginn. Við erum að reyna að fjölga ferða- mönnum og skíði eru eitt af því sem íbúar þróaðra ríkja hafa gaman af. Heimamenn munu einnig geta nýtt sér svæðið,“ sagði Ri Ki, hagfræðingur hjá norðurkóreskum stjórnvöldum, í samtali við AP fyrir skemmstu. n einar@dv.is að búa í gámum n Gert til að mæta aukinni eftirspurn og hækkandi húsnæðisverði Þ ó svo að húsnæðisverð fari hækkandi í fjölmörgum stórborgum Evrópu er ekki þar með sagt að ómögulegt sé að finna viðunandi bú- setukosti á góðu verði. Í Lundúnum, höfuðborg Englands, rís senn nýtt hverfi sem verður með litlum stúdíó íbúðum. Þetta væri ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sak- ir að íbúðirnar eru í litlum gámum sem búið er að innrétta með öllum nútímaþægindum. Um er að ræða venjulega flutningagáma frá Kína sem síðan eru innréttaðir í Bret- landi. 60 þúsund á mánuði Borgaryfirvöld í Lundúnum veittu nýlega leyfi fyrir byggingu tveggja gámaþyrpinga í Waltham Forest í norðausturhluta borgarinnar. Leyfið var veitt YMCA-samtökunum, betur þekktum á Íslandi undir nafninu KFUM, og er hægt að fá gámana leigða fyrir 300 pund á mánuði, eða tæpar 60 þúsund krónur. Gámarnir, sem ganga undir nafninu mYPads, kosta tæpar fjórar milljónir króna en markmiðið með byggingu gáma- þyrpingarinnar er að gera ungu fólki kleift að búa við sómasamlegar aðstæður á viðráðanlegu verði. „Frábær hugmynd“ „Hugmyndin að geta búið á þínu eigin heimili fyrir 15 þúsund krónur á viku, á stað þar sem þú þarft ekki að deila baðherbergi með öðrum, er frábær,“ segir Louise Stephenson, þrítug kona, sem stefnir á að leigja gám í nýja hverfinu þegar það verð- ur tilbúið. Hún segir að það sé erfitt fyrir ungt fólk – sem jafnvel er ný- komið úr skóla eða með lágar tekjur – að finna búsetukost sem hentar. Ekki nóg með það heldur sé dýrt að lifa í dag og það sé ekki sjálfgefið að allir geti leigt sér íbúð, keypt í mat- inn og ferðast á milli staða. Erfitt að finna íbúðir „Það verður eflaust skrýtin tilfinn- ing fyrir marga að segja að þeir búi í flutningagámum,“ segir Louise sem verið hefur í félagsskap YMCA lengi. Hún segir að gámarnir séu nokkuð fullkomnir og engum verði of heitt í þeim eða of kalt nú þegar vetur er að ganga í garð. Talsmaður YMCA í Bretlandi segir að ákveðið hafi verið að ráð- ast í framkvæmdina vegna þess hve ungt fólk á í miklum erfiðleikum með að finna sér viðunandi búsetu- úrræði. „Ungt fólk sem er nýkom- ið út á vinnumarkaðinn á oft erfitt með að finna íbúð á góðu verði í austurhluta borgarinnar. Þetta er raunhæf lausn fyrir ungt fólk og ætti að gera því kleift að leggja fyrir áður en það flytur í stærri eign,“ segir talsmaðurinn. Frábær viðbrögð Þyrpingin sem senn rís í Waltham Forest er enn sem komið er einung- is hugsuð fyrir unga meðlimi YMCA. Framkvæmdastjóri samtakanna, Timothy Pain, segir að samtökin séu tilbúin að leigja eða aðstoða við uppbyggingu annarra sambærilegra gámaþyrpinga í borginni svo lengi sem það sé gert í velgjörðarskyni – ekki gróðaskyni. „Við erum hrærð yfir viðbrögðunum sem við höfum fengið,“ segir hann. Í síðasta mánuði var greint frá því að byggja þyrfti 800 þúsund ný heimili fyrir árið 2021 til að halda í við aukna eftirspurn eftir húsnæði í borginni. n Nokkuð rúmgott Það verður seint sagt að lúxusinn sé allsráðandi. Nægjusamir ættu þó að geta búið í gámunum án þess að skammast sín. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Fínt útsýni Louise Stephensen sést hér í flutningagámi sem búið er að innrétta sem íbúð. „Hugmyndin að geta búið á þínu eigin heimili fyrir 15 þús- und krónur á viku, á stað þar sem þú þarft ekki að deila baðherbergi með öðrum, er frábær. Smokkar fyrir gæludýr Ný vefsíða hefur verið sett á lagg- irnar þar sem smokkar eru til sölu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að um er að ræða smokka fyrir gæludýr; hunda og ketti. Vefslóðin er petcondoms.org. Á vefsíðunni er einnig að finna leiðbeiningar um það hvernig best er að bera sig að þegar smokki er komið fyrir á heimilisfressinu. En ekki er allt sem sýnist. Þegar notendur smella á smokkinn til að kaupa kemur í ljós að allt er í plati. Dýraverndunarsamtök í San Francisco standa fyrir uppátækinu og benda á, þegar reynt er að kaupa smokkana, að eina leiðin til að koma í veg fyrir fjölgun hunda og katta sé að gelda dýrin. Braut gegn nemendum Stærðfræðikennari í Bretlandi var á miðvikudag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðis- brot. Maðurinn, Neil Mason, bauð ungum skólastúlkum greiðslu gegn því að þær sendu honum myndir af þeim berbrjósta. Þá sendi hann nektarmyndir af sjálf- um sér til sextán ára stúlku. Þegar dómari kvað upp dóm sinn í mál- inu sagði hann að Mason hefði misnotað traust nemenda sinna og kallað yfir sig mikla skömm. Brotin voru framin á tólf mánaða tímabili og játaði Mason sök í málinu. Glæpakóngur lést úr krabbameini Einn alræmdasti glæpamaður Ástralíu, Mark „Chopper“ Read, lést í vikunni af völdum lifrar- krabbameins, 58 ára. Mark var 23 ár bak við lás og slá, en hann var dæmdur fyrir mannrán og fólskulegar líkamsárásir. Þó svo að hann hefði haldið því fram að hann hefði um ævina drep- ið nítján manns var hann aldrei dæmdur fyrir morð. Eftir að honum var sleppt úr fangelsi gerðist Mark glæparit- höfundur. Árið 2000 kom út bíó- myndin Chopper með Eric Bana í aðalhlutverki, en myndin var að hluta til byggð á sögu Marks. Tómar byggingar Hótel- byggingar sem búið er að reisa standa tómar – enn sem komið er allavega. 20 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Ungu fólki boðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.