Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 24
24 Sport 11.–13. október 2013 Helgarblað Koma svo stráKar! n Ísland mætir Kýpur í dag og Noregi á þriðjudag n Erum í bílstjórasætinu n Allir bestu leikmenn liðsins eru heilir É g sé þetta bara þannig að Nor- egsleikurinn verður hreinn úrslitaleikur um það hvort okkur takist þetta,“ segir Bjarni Jóhannesson, þjálfari KA í knattspyrnu. Íslenska karla- landsliðið í er í algjörri lykilstöðu til að tryggja sér sæti í umspili fyrir HM í Brasilíu á næsta ári. Í kvöld leikur liðið sinn mikilvægasta leik frá upp- hafi þegar Kýpverjar koma í heim- sókn á Laugardalsvöllinn. Fyrir leik- inn er Ísland í 2. sæti E-riðils með 13 stig en Kýpverjar eru í neðsta sætinu með 4 stig. Á þriðjudag fer svo loka- umferð riðilsins fram, en þá mæta Íslendingar Norðmönnum í Ósló. Bjarni segir að ef Ísland spilar vel eigi liðið að vinna Kýpur. „Liðið virðist mjög vel stemmt og það eru allir bestu mennirnir með. Andinn í hópnum er þannig að þeir ætla sér áfram.“ Sex stig tryggja sætið Staðan í riðlinum er flókin og mjög margir möguleikar í stöðunni. Þó er það pottþétt að ef Ísland vinn- ur Kýpur og svo Noreg á þriðjudag er sæti í umspilinu tryggt. Leikið er í níu riðlum og komast átta lið sem enda í 2. sæti í umspilið. Eitt lið sem lendir í öðru sæti mun því fá það hlutskipti að falla úr leik strax að lokinni riðlakeppninni. Staða Íslands, að því gefnu að það nái 2. sætinu, er þannig að nær öruggt er að það tryggi sér umspilssæti. Ástæðan er sú að stig sem liðin í 2. sæti ná gegn botnliðum riðlanna – Í okkar tilfelli Kýpur sem á ekki möguleika á öðru en neðsta sætinu – telja ekki. Ísland tapaði fyrri leikn- um gegn Kýpur á útivelli og því mun Ísland taka með sér þau stig sem það náði gegn Sviss, Slóveníu, Nor- egi og Albaníu. „Raunsætt mat“ Svisslendingar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þátttökurétt á HM á næsta ári. En liðin fyrir neð- an Sviss koma í einum hnapp: Ís- lendingar eru með 13 stig, Slóvenar 12, Norðmenn 11 og Albanir 10. Bjarni segir það ekki vera bjart- sýni þegar hann spáir Íslandi öðru sæti riðilsins. „Ég vil meina að þetta sé engin bjartsýni held- ur raunsætt mat. Það eru gríðar- lega miklir fótboltahæfileikar í þessu liði í dag og það er engan bil- bug á þeim að finna. Margir hverj- ir eru þessir strákar að spila á mjög háum standard í Evrópu. Að auki er gríðarlegur dugnaður í þessu liði. Það er bara svo margt í leik liðsins og framkomu sem segir manni að liðið fer áfram. Það er raunsætt mat að mínu viti.“ Eitt stig gæti dugað Tölfræðilega séð geta Albanir tryggt sér 2. sætið í riðlinum með sigri á Sviss og Kýpur. Ef Slóvenar vinna báða sína leiki, gegn Noregi heima og Sviss úti, dugir Íslandi ekkert annað en sigur gegn Kýpur og Nor- egi til að komast áfram. Sú staða er Myndi blása til sóknar Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is hins vegar einnig uppi að Íslandi gæti nægt aðeins eitt stig í viðbót til að tryggja sér annað sætið. Það er ef Ísland tapar fyrir Kýpur, Slóvenía og Noregur gera jafntefli og Alban- ía tapar fyrir Sviss í leikjunum sem fram fara í kvöld. Á þriðjudag þyrfti Slóvenía svo að tapa fyrir Kýpur og Ísland og Noregur að gera jafntefli. Ítarlega er farið í þessa möguleika hér til hliðar á opnunni. Höfuðverkur Lars Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, getur valið sitt allra sterkasta lið fyrir leikinn í kvöld. Birkir Már Sævarsson hefur náð sér af veikind- um en reyndar er Ólafur Ingi Skúla- son meiddur. Hann hefur þó lítið spilað til þessa. Aðrir eru heilir. Að því gefnu að Birkir verði leikfær er líklegt að Lars stilli upp sama byrj- unarliði og lagði Albaníu þann 10. september síðastliðinn. Allir byrj- unarliðsmenn Íslands í þeim leik, að tveimur undanskildum, eru eða hafa verið byrjunarliðsmenn í sín- um liðum. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Bjarnason hafa verið í aukahlutverkum hjá sínum liðum í haust, en miðað við frammistöðu þeirra í síðustu lands- liðsverkefnum verður erfitt fyrir Lars að horfa framhjá þeim. Bjarni H eimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir möguleika Ís- lands fyrir leikina tvo sem fram undan eru góða. Báð- ir andstæðingarnir séu hins vegar erfiðir; ekki síst Kýpur. Honum virðist hins vegar sem strákarnir séu tilbúnir í slaginn. „Við eigum harma að hefna gegn Kýpur. Þeir eru með fínt lið og góðir að halda boltanum. Við getum ekki leyft okkur að vanmeta einn né neinn.“ Ljóst er að strákarnir hafa með frammistöðu sinni sett aukna pressu á sjálfa sig. Þeir eru nú í bílstjórasætinu um annað sætið, þegar tveir leikir eru eftir. Eftir því sem annað sætið nálgast eykst pressan og meiri kröfur eru gerð- ar á liðið. Heimir óttast ekki að spennustig leikmanna verði of hátt. „Þetta eru ungir drengir margir hverjir en það eru þarna reyndir menn innanborðs – ég nefni Eið Smára. Þetta eru engu að síður menn sem eru vanir að spila mikilvæga leiki fyrir framan marga áhorfendur,“ bendir Heimir á. Aðspurður hvernig Heimir myndi sjálfur leggja leikinn á móti Kýpur upp svarar hann: „Ég er svo vitlaus að ég myndi henda í sóknarleik. Við þurfum að sækja þennan sigur og það er ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfum við að blása til sóknar. Ég myndi vilja byrja með látum og pressa þá. Við erum með frábært sóknarlið og marga sterka leikmenn – en auðvitað þarf að vera jafnvægi á milli varnar og sóknar.“ baldur@dv.is n Heimir Guðjónsson segir liðið þurfa að sækja sigur Leikir sem eru eftir n 11. okt Slóvenía – Noregur n 11. okt Albanía – Sviss n 11. okt Ísland – Kýpur n 15. okt Noregur – Ísland n 15. okt Sviss – Slóvenía n 15. okt Kýpur – Albanía Staðan í riðlinum Leikir Markatala Stig Sviss 8 14 5 18 Ísland 8 14 14 13 Slóvenía 8 11 10 12 Noregur 8 9 9 11 Albanía 8 8 9 10 Kýpur 8 4 13 4 „Það er bara svo margt í leik liðsins og framkomu sem segir manni að liðið fer áfram segir aðspurður að það skipti gríðar- legur máli. „Það er mjög mikil vægt að vera í þessu leikjatempói en nota ekki landsliðið til að koma sér í form. Vonandi er það löngu, löngu liðin tíð.“ Bjarni segir að það væri í sjálfu sér eðlilegt ef Lars héldi sig við byrj- unarliðið frá því síðast. „En þarna er auðvitað maður á kantinum sem er einn heitasti framherji í Evrópu í dag,“ segir hann og á þar við Alfreð nokkurn Finnbogason. Lars muni Raunsær Bjarni Jóhannesson hefur fulla trú á íslenska liðinu. Því séu allir vegir færir. Vettel getur tryggt sér titilinn Þjóðverjinn Sebastian Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í Japanskappakstrinum sem fram fer um helgina. Til að það gangi upp þarf Vettel að vinna kappaksturinn og treysta á að Fernando Alonso endi neðar en 8. sæti. „Það væri mjög gaman að tryggja sér titilinn hérna. Þetta er frábær staður, góð braut og góðir áhorfendur,“ sagði Vettel á blaða- mannafundi á fimmtudag. Vettel hefur orðið heimsmeistari síðast- liðin þrjú ár og unnið síðustu fjór- ar keppnir í formúlunni. Hann er með 272 stig þegar fimm keppnir eru eftir, en Brasilíumaðurinn Alonso er í 2. sæti með 195 stig. Real Madrid vill Ramires Forráðamenn spænska stórveld- isins Real Madrid eru sagðir ætla að gera 15 milljóna punda, um þriggja milljarða króna, tilboð í Brasilíumanninn Ramires í janúar. Ramires, 26 ára, leikur sem kunn- ugt er með Chelsea þar sem hann hefur átt fast sæti. Stjóri Real Madrid, Carlo Ancelotti, er sagður vera í leit að vinnuþjarki nú þegar farið er að hægja á Xabi Alonso. Þess má geta að það var einmitt Ancelotti sem keypti Ramires til Chelsea á sínum tíma. Lewis íhugar endurkomu Hnefaleikakappinn Lennox Lewis er sagður íhuga alvarlega að snúa aftur í hringinn. Lewis myndi þó aðeins berjast einu sinni, gegn öðrum Klitchko-bræðranna, og fá fyrir það hvorki meira né minna 50 milljónir dala, rúma sex millj- arða króna. Lewis er þó sagður vilja fá meira, eða 100 milljónir dala, og er tilboðið núna á borði rússneskra skipuleggjenda. Lewis, sem er orðinn 48 ára, er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Ef af yrði gæti bar- daginn farið fram eftir um það bil sex mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.