Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 28
Sandkorn Y oko Ono er líklega einn mikil­ vægasti Íslandsvinurinn. Listakonan hefur undanfarin ár komið reglulega til Íslands og notið þess sem hreint loft og lítt snortin náttúra hefur upp á að bjóða. Yoko hefur fundið sér skjól frá glaumi og prjáli heimsins á eyju þar sem íbúarnir umgangast hana eins og hvern annan. Það er vel til fundið hjá yfirvöldum í Reykjavík að gera hana að heiðursborgara. Öllum Íslendingum er heiður að því að Yoko skuli koma reglu­ lega til landsins. Það var vel til fundið hjá Yoko að reisa minnisvarða í Viðey um eigin­ mann sinn, John Lennon heitinn, sem var myrtur í blóma lífsins. Lennon hef­ ur fært mannkyninu meira en flestir samtíðarmenn hans. Hann samdi mörg af fegurstu dægurlögum síðustu aldar. Og hann var uppreisnarmaður í besta skilningi þess orðs. Hann barðist gegn óréttlæti og hélt á lofti hugsjónum til þess að gera mannkynið betra. Síðari hluta ævi sinnar eyddi Lennon, ásamt Yoko, í baráttuna fyrir friði í heiminum. Nánast allir þekkja lagið og slagorðið Give peace a chance. Baráttu aðferðir þeirra voru friðsamar og í anda boð­ skaparins. Ein frægasta uppákoman var þegar þau eyddu viku í rúminu á hótelherbergi í Hollandi til að kveikja áhuga almennings á friði. Heims­ byggðin hlustaði á boðskapinn og það er öruggt að við urðum öll betra fólk. Þau náðu að beina kastljósinu að mál­ efnum tengdum stríði og hörmungum. Lennon féll svo fyrir morðingjahendi en Yoko heldur áfram baráttunni ein. Borgaryfirvöld í Reykjavík sam­ þykktu fyrir nokkrum árum að Yoko fengi að reisa manni sínum minn­ isvarða í Viðey. Og hann er í anda bar­ áttu hjónanna. Ljóskeila sem lýsir til himins. Kveikt er á minnisvarðanum á fæðingardegi friðarboðans í október og slökk á dánardegi hans í desember. Íslenska þjóðin hefur sýnt þessu óum­ deilda framtaki stuðning og virðingu. Yoko er aufúsugestur á Íslandi. Hér er hún laus við áreitið sem fylgir frægðarheiminum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslendingar eru til­ tölulega lausir við yfirdrifinn áhuga á stjörnum. Hinir heimsfrægu fá að vera í friði. Og við erum í raun friðarins þjóð þótt sagan geymi ógeðfelld atvik þar sem leiðtogar okkar hafa stutt þá sem drepa og meiða. Við skulum ekki gleyma Íraksstríðinu og heldur ekki nasistunum og stuðningi stjórnmála­ manna við þau illu öfl. Íslendingar eru í grunninn frið­ söm þjóð þótt innbyrðis rífist fólk eins og hundar og kettir um það sem kalla mætti tittlingaskít. Samleiðin með Yoko er því algjör. Hún hefur nú látið í ljósi áhuga á að flytja til Íslands. Það er fagnaðarefni. Yoko Ono er einstakling­ ur sem hefur varið stærstum hluta lífs síns í baráttuna fyrir friði í heiminum. Íslendingar hljóta að vera stoltir af því að standa við hlið hennar í baráttu fyrir einu allra mikilvægasta máli heims­ byggðarinnar – friði. Velkomin, Yoko. Steinunn mótmælir n Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitn­ is, er á góðri leið með að verða umdeildasti einstak­ lingur Íslands. Steinunn hefur bókstaflega rakað til sín vel fengnu fé úr þrotabúi Glitnis og er komin í raðir vel stæðra Íslendinga. Það þótti vel til fallið hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráð­ herra að skattleggja hreiður hrægammanna. Steinunn brást skjótt við og mótmælti harðlega yfirvofandi skatti. Banki og leppur n Karl Wernersson athafna­ maður þykir hafa einkar sterka stöðu gagnvart Ís­ landsbanka. Þetta kom fram í þeirri fléttu sem gerð var þegar Karl fékk vin sinn til að leppa fyrir sig eignarhaldsfélag. Þetta var hluti af áætlun sem gerð var til að afskrifa stóra skuld og halda versl­ anakeðjunni Lyfjum og heilsu. Karl upplýsti í DV að Birna Einarsdóttir bankastjóri og hennar fólk hefði lagt blessun sína yfir leppinn og gjörninginn. Davíð og ræðan n Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er einhver mesti ræðu­ maður síðari tíma. Hann þykir einstak­ lega orð­ heppinn og kaldhæðni hans er al­ kunn. Sjaldan hefur hann þó fengið eins mikla athygli eins og á Frelsiskvöldverði Rannsóknar um nýsköpun og hagvöxt þar sem hann las upp úr frægu samtali sínu við Mervin King, seðla­ bankastjóra Bretlands. Al­ gjör trúnaður hefur verið um samtalið og hafa aðeins örfá­ ir fengið að kynna sér efnið. Óhætt er að segja að Davíð hafi fengið hámarksathygli. Súrar konur n Hefð virðist fyrir því að karlar stýri umræðuþáttum á Ríkisútvarpinu. Innan stofnunarinnar bundu kon­ ur vonir við að arftaki Egils Helga­ sonar yrði af gagnstæðu kyni. Sú varð ekki raunin því Gísli Mart- einn Baldursson borgarfull­ trúi hreppti hnossið. Konur á RÚV eru því súrar. Á Stöð 2 er allt annað uppi á ten­ ingnum því þar er á sama tíma kynntur umræðuþáttur með hinni skeleggu Lóu Pind Aldísardóttur. Ég er ekki gölluð Gjörsamlega allt í henglum Ellen Geirsdóttir um mannréttindabrot fatlaðs fólks. – DV.is Teitur Atlason berst fyrir réttindum hælisleitenda. –DV Íslandsvinurinn Yoko„Það er vel til fundið hjá yfirvöldum í Reykja- vík að gera hana að heiðursborgara F ram yfir miðja 19. öld mátti telja lýðræðisríki heimsins á fingrum annarrar handar. Einræði var reglan eða fáræði, lýðræði var sjaldgæf undantekning. Mannréttindi voru fótum troðin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Um aldamótin 1900 voru lýðræðisríkin orðin nokkurn veginn jafnmörg einræðisríkjunum, en fá­ ræði einhvers staðar á bilinu milli einræðis og lýðræðis var algengasta stjórnskipanin. Eftir síðari heimsstyrj­ öldina fjölgaði einræðisríkjum mun örar en lýðræðisríkjum. Þetta voru þau ár, þegar Sovétríkin sálugu og kommúnistaríkin í kringum þau köst­ uðu löngum skugga t.d. yfir Afríku, þar sem löndin tóku sér sjálfstæði eitt af öðru án þess að skeyta um lýðræði. Taflið snerist við eftir 1970, þegar einræðisríkjum tók að fækka í Evrópu (Grikkland, Portúgal, Spánn) og víða í þróunarlöndum, og síðan enn frekar við fall kommúnismans um 1990, þegar 25 ný lýðræðisríki komu til skjalanna. Nú eru aðeins 20 ein­ ræðisríki í heiminum á móti tæplega 100 lýðræðisríkjum og rösklega 50 fá­ ræðisríkjum (hér er miðað við lönd með 500.000 íbúa eða fleiri). Lýðræðið heldur áfram sigurgöngu sinni í krafti skýrra yfirburða umfram einræði og fáræði, þar sem fámennar klíkur ráða för án fulls tillits til almannahags. Höfuðkostur lýðræðisins er sá, að lýð­ ræðislegum ákvörðunum þurfa allir að una, hvort sem þeir telja þær réttar eða rangar. Skuggar Því er þessi saga rifjuð upp, að skugga ber nú á framsókn lýðræðisins. Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa margir skoðað Bandaríkin sem tryggan bakhjarl og framvörð lýðræð­ isins. Bandarískt einkaframtak var dáð fyrirmynd heimsins, þar til í ljós kom 2008, að bankakerfið þar vestra stóð á brauðfótum og þurfti gríðarlega meðgjöf frá skattgreiðendum til að girða fyrir algert hrun. Ekki bara það: alríkis stjórnin í Washington neyddist til að þjóðnýta General Motors, stærsta bílafyrirtækið, höfuðdjásnið í kórónu bandarísks einkaframtaks. Og nú fara repúblikanar á Bandaríkja­ þingi fram á afturköllun lýðræðis­ legrar ákvörðunar þingsins og for­ setans um heilbrigðistryggingar handa fátæku fólki með hótun um að knýja ríkisstjórnina öðrum kosti í greiðsluþrot með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir efnahagslíf lands­ ins og heimsins. Þeir svífast einskis. Bandaríkin standa nú eins og reyttur kjúklingur frammi fyrir gömlum vin­ um sínum og aðdáendum víða um heim og heima fyrir – kjúklingur með kjarnavopn. Hvenær tók að halla undan fæti? Sumir telja, að afsögn Nixons for­ seta 1974 í kjölfar uppljóstrana um aðild hans að innbroti í höf­ uðstöðvar demókrata í Waterga­ te­byggingunni í Washington hafi fyllt marga repúblikana hefndarhug og til þess megi rekja upphaf þeirr­ ar úlfúðar, sem markar samskipti flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Aðrir telja, að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna um að stöðva endur­ talningu atkvæða í Flórída í forseta­ kjörinu 2000 og skipa George W. Bush forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkspólitískum línum hafi rofið friðinn. Spilltasta ákvörðun Hæstaréttar frá öndverðu, sagði Alan Dersho witz, lagaprófessor í Harvard­ háskóla, í bók um málið 2001. Þungt högg Þessi nýliðna hörmungarsaga Banda­ ríkjanna, sem enginn veit enn hvern­ ig endar, bregður birtu hingað heim. Sjálfstæðismenn á Alþingi og sum­ ir framsóknarmenn hegðuðu sér eins bandarískir repúblikanar á Alþingi síð­ asta kjörtímabil. Þeir virtust friðlausir nema allt logaði í ófriði í kringum þá. Alvarlegasta brot þeirra var að koma í veg fyrir, að úrslit þjóðar­ atkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um nýja stjórnarskrá væru virt. Með þeim gerningi var brotið blað. Alþingi lýsti lýðræðinu stríð á hendur með af­ leiðingum, sem engin leið er að svo stöddu að sjá fyrir endann á. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni lýstu 67% kjósenda stuðningi við jafnt vægi atkvæða og 78% lýstu stuðningi við persónukjör. Samt voru haldnar al­ þingiskosningar í apríl 2013 með gamla laginu eins og ekkert hefði í skorizt. Rétt hefði verið að halda þær kosningar með því fororði, að þær yrðu síðustu þingkosningarnar með ójöfnu vægi atkvæða og án persónu­ kjörs, að því tilskildu að nýtt þing staðfesti nýja stjórnarskrá í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingkosningarnar í apríl 2013 skort­ ir lögmæti í þeim skilningi, að meiri hluti kjósenda hafði þá þegar hafnað gildandi kosningalögum. Þetta er samt ekki allt. Með því að staðfesta ekki úrslit þjóðaratkvæða­ greiðslunnar 2012 eyðilagði Alþingi möguleikann á að halda aðrar þjóðar­ atkvæðagreiðslur, þ.m.t. þjóðar­ atkvæðagreiðsluna, sem Alþingi lofaði að halda um væntanlegan aðildar­ samning við ESB. Ef Alþingi van­ virðir eina þjóðaratkvæðagreiðslu, eru þær allar marklausar. Skaðinn er verulegur, þar eð 73% kjósenda lýstu fylgi við aukið vægi þjóðaratkvæða­ greiðslna að frumkvæði almennings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Sjálfstæðisflokkurinn og með­ reiðarsveinar hans hafa greitt lýð­ ræðinu í landinu þungt högg. Eina færa leiðin til að bæta skaðann er, að Alþingi snúi við blaðinu og virði vafn­ ingalaust úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl­ unnar 2012. Lýðræði á undir högg að sækja Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 11.–13. október 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Sjálfstæðis­ flokkurinn og með­ reiðarsveinar hans hafa greitt lýðræðinu í landinu þungt högg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.