Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 29
Auðvitað er þetta fáránlegt Hvaða rugl er þetta? Hildur Lilliendahl aftur í Facebook-bann. – DV.isBirgir Örn Guðjónsson kannast ekki við betri stöðu heimilanna. –DV.is Í nýju fjárlagafrumvarpi er engin framtíðarsýn Spurningin „Nei, ég held samt að við vinnum. Ég trúi á Ísland“ Ófeigur Geir Barðdal 16 ára nemi „Nei, ég hef svo lítinn áhuga á fótbolta.“ Elvar Örn Jóhannsson 23 ára vélavörður „Nei, ég held samt að Ísland vinni.“ Guðmundur Gauti Jóhannsson 16 ára nemi „Nei, en ég ætla að horfa á hann. Ég held að við sigrum Kýpverja.“ Ágúst Aron Ómarsson 16 ára nemi „Nei, en ég ætla að horfa á hann með öðru auganu. Ég vona að Ísland vinni.“ Sindri Snær Árnason 16 ára nemi Ætlarðu á lands- leikinn í dag? 1 Kona sem fannst látin í stiga-gangi spítala var sjúklingur Lík konu á San Francisco General Hospital fannst eftir tveggja vikna leit. 2 Hildur aftur sett í bann: Hlekkjaði á heimasíðu með myndum af leghálsopum Femínistinn má ekki setja inn stöðuupp- færslur í 30 daga á Facebook. 3 „Ég er ekki gölluð. Það er ekkert við minn líkama sem þarf að laga“ Ellen Geirsdóttir, nemi við Menntaskóla Borgarfjarðar, ræddi um mannréttindi í pistli á vef Öryrkjabandalagsins. 4 Útigangsmenn fá pylsur Bæjarins beztu gefur útigangsmönnum og öðrum svöngum lítilmagna fríar pylsur og hefur gert í mörg ár. 5 16 ára friðarsinni gerði Jon Stewart orðlausan Malala Yousafzai er yngsta manneskjan sem tilnefnd hefur verið til friðarverðlauna Nóbels, aðeins 16 ára. 6 Halldór og Guðni skrifuðu undir Halldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson skrifuðu undir fyrir hönd flokksins í viðskiptum með hús á Hverfisgötu 33 í Reykjavík árið 2003. Mest lesið á DV.is Í fjárlagafrumvarpi hvers tíma birtist stefnan, pólitíkin í raun. Ríkisstjórnin var reyndar strax í sumar búin að af- sala ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Taldi að forgangsverkefni í stöðunni væri að gera vel við útgerðina. Skila henni hluta af veiðigjöldum auk þess sem virðisaukaskattur af hótelgistingu var lækkaður. Auk þess stendur til að hætta að innheimta auðlegðarskatt og jafnvel orkuskatt. Ríkisstjórnin sækir þannig að mikilvægum tekjustofnum og lætur svo eins og hún sé nauðbeygð til að ráðast af offorsi á grunnþjón- ustuna í samfélaginu, Landspítalann, heilbrigðiskerfið, skera enn niður við framhaldsskólana, reiða hátt til höggs gagnvart menningunni og leggja nánast af uppbyggingu þjóðgarða og friðlýstra svæða. Fjárfestingaráætlun fyrri ríkis- stjórnar er slegin af með þeim orðum að hún sé ekki fjármögnuð þegar nýrri ríkisstjórn er sjálfri þar um að kenna. Í fjárfestingaráætlun var ítarlega hugsuð leið til þess að örva sprota og nýsköpun um allt samfélagið, líta til landsbyggð- ar jafnt sem höfuðborgarsvæðis, rann- sókna og þróunar, náttúru og innviða ýmiss konar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er engin framtíðarsýn. Engin stefna nema stöðnun, vonleysi og hugmyndaleysi. Enn er rætt um álver sem forsendu vaxtar líkt og tímanum hafi verið snúið til baka. Afturhald og hægristefna ein- kenna hvert orð og hvert mál og lengra er gengið en margir vildu trúa. Miklu fleira veldur áhyggjum en það sem hér hefur verið upp talið. Fall- ið er frá lengingu fæðingarorlofs upp í 12 mánuði þótt gert hafi verið ráð fyrir að sú breyting ætti sér stað í skrefum fram til ársins 2016. Sú breyting er viðsnúningur og afturför frá kynja- jafnréttismarkmiðum. Umhverfis- og náttúruverndarmál fá þungt högg í frumvarpinu, sóknaráætlun lands- hlutanna er nánast slegin af og hægrist- jórnin gengur svo langt að lækka skatta á milliþrepið um 0,8% sem breytir nán- ast engu fyrir lágtekjufólk, einhverjum þúsundköllum fyrir þá sem hæstu laun- in hafa en rýrir tekjur ríkissjóðs um 5 milljarða sem mætti örugglega nota í tækjakaup á Landspítala, varðstöðu um framhaldsskólann eða í þágu íslenskr- ar náttúru sem við erum öll tilbúin að mæra á tyllidögum. Nú er það svo að fjárlagafrumvarp- ið er stjórnarfrumvarp sem borið er uppi af þingflokkum stjórnarflokk- anna beggja en fram hefur komið í um- ræðunni að frumvarpið hafi ekki verið kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokk- anna áður en það var lagt fram! Enda kemur á daginn að jafnvel forsætisráð- herrann stendur ekki með frumvarpinu og boðar breytingar. Þegar hefur verið rætt um framlag til Landspítalans, inn- anlandsflugsins, Matvælastofnunar og fleira og fleira. Það er nánast sama hvar er borið niður, einstakir þingmenn og ráðherrar líta varla á frumvarpið sem sitt. Þetta er áhugavert og verður fróð- legt að sjá hvernig frumvarpinu reiðir af í meðförum þingsins. Fjárlagafrumvarpið segir söguna um stefnu og áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Hvernig hún ætlar að beita sér í verki. Því miður gefur sú saga ekki tilefni til bjartsýni. Í guðshúsi Japanskir ferðalangar hlýða með andakt á leiðsögumann í Dómkirkjunni í Reykjavík. Mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 29Helgarblað 11.–13. október 2013 Áminning um óréttlæti Vilhjálmur Birgisson um rukkanir á útblásnum lánum. – DV.is „Því miður gefur sú saga ekki tilefni til bjartsýni. Vorum skuldunautum Núið er nokkuð snúið, núið fær enginn flúið, af ástríðu er það knúið og aldrei það verður búið. Þ annig orti ég einhverju sinni og var þá að velta fyrir mér þessu snúna hugtaki sem virðist vera til þegar maður ætlar að nefna það en er svo liðið um leið og um það er talað. Margur heimspekingurinn hefur fjallað um þetta skemmtilega hugtak og víst er það svo að hreyfing hluta í hinu svokallaða núi hefur verið mönnum hugleikin nokkru lengur en elstu menn muna. Þannig að við getum með sanni sagt að hugtakið „núna“ sé svo teygjanlegt, að það er alltaf á undanhaldi þegar við bend- um á það. Í umræðu síðustu daga hefur ann- að hugtak fengið á sig þann stimpil að vera teygjanlegt, en það er hugtakið „strax“. Munurinn á þessum tveim- ur hugtökum er þó sá, að hið fyrra heldur merkingu sinni án tillits til þess hver notar það, á meðan seinna hugtakið hefur í raun og veru enga merkingu þegar það er notað, t.d. af stjórnmálamönnum. Og þegar gáf- aðasti framsóknarmaður allra tíma á hlut að máli, er í raun og veru ekki hægt að átta sig á því hvað býr að baki. „Strax eftir kosningar,“ „strax eftir næstu kosningar,“ „strax eftir ein- hverjar kosningar.“ Alltaf hefur hug- takið þá merkingu að eitthvað eigi að gerast eftir tiltekinn tíma. En hinn tiltekni tími er háður hentistefnu þess sem loforð þarf að efna. Það er þannig ekki hugtakið sem slíkt sem er svo mjög teygjanlegt, heldur er það háð orðaleikfimi þess sem talar hverju sinni. Lagakræklingar vorrar yndis- legu þjóðar hafa lengi vel fengið að leggja hver sína merkingu í hugtök einsog „réttlæti“ og þegar kemur að flóknu hugtaki einsog „sanngirni“ þá hváir margur maðurinn og stendur á öndinni. Þegar stjórnmálamenn eru annars vegar, má segja að orð hafi ekki neina sérstaka merkingu; „núið“ og „straxið“ eru háð sam- hengi sem er svo teygjanlegt að það rúmast eiginlega ekki innan mann- legra samskipta. Og þetta leiðir hug- ann aftur að lagakræklingunum og þá um leið að bönkum, braski, hruni og öðru slíku og þvíumlíku. Orð og loforð hafa nefnilega tilhneigingu til að týna merkingunni þegar kemur að því að veita afslátt þeim sem tilheyra fjöldanum (stundum er fyrirbærið kallað „heimilin í landinu“). En um leið og dillibossar auðmagnsins eru annars vegar, þá er hægt að efna lof- orðin strax! Einsog oftsinnis hefur komið fram, er það aukaatriði hvað og hvernig hver og einn skuldar einhverjum öðrum. Aðalatriðið er, hver skuldar. Í dag heyrum við af því að millarnir fái afskrifað allt sem þeir geta hugs- að sér að fá afskrifað og þetta ku allt vera gert til að bjarga hinu svokallaða hjóli atvinnulífsins. Þessar vanga- veltur taka þó allar kúvendingu þegar það blasir við að kirkjur landsins eru skuldugar upp fyrir turn, jafnvel upp fyrir kross. Og við getum svo sem spurt: -Í hvaða mynt ætlar Guð að borga. Og borgar hann kannski strax? Í Framsókn er Vigdís hin fróða sem fólkinu loforð vill bjóða og hugtakið „strax“ hún hefur til taks þótt horfin sé merkingin góða. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Kjallari Svandís Svavarsdóttir þingflokksmaður VG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.