Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 31
Fólk 31Helgarblað 11.–13. október 2013 á. Ég svaf í fjórtán tíma og hringdi svo í manninn sem hafði farið með þessa hótun og spurði af hverju hann hefði verið að hræða mig svona. Þá sagði hann að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, glæpamennirnir væru allir komnir á bak við lás og slá, arabarnir á hótelinu. En þessi maður sem bauð mér út og kynnti sig sem gyðing, það er alltaf ráðgáta hver hann var og hvað honum gekk til. Þar sem ég svo hand- lék flugmiðann í París og sá að að þar stóð: Tel-Aviv – London, London –Tel- Aviv, ákvað ég að snúa aftur til Ísraels og komast til botns í þessu, sem ég aldrei gerði.“ Afdrifarík nótt Úr varð að Aldís ílengdist í Ísrael í nokkra mánuði, sem gengilbeina í Eilat. Þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún lauk leiklistarnámi með láði árið 1990 og landaði síðan hlutverki í erlendri bíómynd eftir útskriftina, en afþakkaði það þegar amma hennar lést þann 5. maí 1991 og sneri aftur heim til Íslands. „Skömmu eftir lát ömmu minnar vaknaði ég upp við það um nótt að faðir minn stóð yfir mér þar sem ég lá sofandi heima hjá honum og sagði mér óbirtingarhæf tíðindi um sam- skipti hans við aðrar konur í fjöl- skyldunni. Þetta varð mér algert áfall og hafði þau áhrif að virðing mín gagnvart honum og traust mitt til hans flaug algjörlega út um gluggann. Jón Baldvin kallar þetta sjúka hug- aróra mína en mig skortir hugarflug til að skálda þvílíkan óþverra upp. Lát ömmu minnar var mér áfall og þessi viðbjóður sem hann lét dynja á mér var mér annað áfall.“ Eftir þessa afdrifaríku nótt var Al- dís í miklu uppnámi og grét nán- ast viðstöðulaust næstu vikur á eft- ir. Orðin sem faðir hennar viðhafði þessa nótt lögðust þungt á sálina og Aldís átti erfitt með að fyrirgefa þetta og sleit þar með samskiptum við hann. „Ég skildi ekkert í því af hverju ég var alltaf grátandi og það endaði með því að ég fór, eins stolt og ég var, til hins virta geðlæknis Jakobs V. Jón- assonar og spurði hvað væri að mér, af hverju ég væri alltaf grátandi. Eftir að hafa hlýtt á sögu mína kvað hann upp þennan skondna úrskurð, sem ég man orðrétt af því mér þótti svo vænt um hann: „Það er ekkert að yður, frö- ken, nema þér hafið gott hjartalag.“ Ég fór einnig til Odda Erlingssonar sem vottaði að það væri ekkert að mér nema ég hefði gott af því læra slök- un,“ segir Aldís sem sýnir blaðamanni bréf frá Odda þar sem hann staðfest- ir þessi orð í bréfi þar sem segir að streita hafi verið hennar helsti vandi þá. Ekki bætti úr skák að þegar Al- dís var að æfa hlutverk í Borgarleik- húsinu, eða nánar tiltekið tíu dög- um fyrir frumsýninguna, barst henni morðhótun að morgni dags sem varð þess valdandi að hún fékk taugaáfall og ákvað að flýja land. Á leiðinni til Keflavíkur var hún handtekin fyrir of hraðan akstur og færð á geðdeildina þar sem henni var sleppt lausri eftir klukkutíma viðtal þar sem niðurstað- an var sú að hún væri einfaldlega í áfalli. Nauðungarvistuð á geðdeild Síðan segist hún hafa fengið heim- sókn frá konu sem kom gagngert í þeim tilgangi að greina Aldísi frá ósið- samlegum samskiptum sínum við föður Aldísar. „Þegar hún var farin hringdi ég í föður minn og hótaði að kæra hann.“ Það tengir hún beint við það sem á eftir gerðist, en hún segir að faðir hennar hafi farið með hana upp á geðdeild þann 19. ágúst 1992, „þar sem ég var greind með geðhvarfasýki og ítrekað alvarlegt þunglyndi á met- tíma, eða á að giska korteri, og nauð- ungarvistuð í kjölfarið. Eftir á að hyggja sé ég að ég var orðin honum hættuleg, ef ske kynni að það hvarflaði að mér að opinbera sannleikann um hann. En það sem hann vissi ekki var að það hvarfl- aði aldrei að mér, þar sem æra hans er auðvitað æra mín. Sem hann nú hefur opinberlega svert, sér og fjöl- skyldunni allri til skammar.“ Ófullnægjandi sjúkraskrá Hádegið er að skella á og Borgin að fyllast af jakkafataklæddum karl- mönnum sem hópast hingað en Al- dís lætur það ekki á sig fá og heldur áfram. „Skoðum þessa 20 ára gömlu ódagsettu sjúkraskrá, sem fyrir allar sakir er meiriháttar athyglisverð, bæði vegna þess sem þar kemur fram og ekki síður vegna þess sem þar kemur ekki fram. Eitt er að heilsufarssagan var röng, líkamleg skoðun engin og persónu- saga ekki heldur, komunótan ófull- nægjandi og hvergi farið yfir ættar- söguna. Öllu alvarlegra er að þennan dag var ég fyrir atbeina föður míns, utan- ríkisráðherrans, sjúkdómsgreind sem geðhvarfa- og þunglyndissjúk að loknu einu örstuttu viðtali við mig og síðan nauðungarvistuð fyrir þær sakir að „tala hratt“ og „mikið á köfl- um“ og vera „pirruð“ og „sár út í fjöl- skyldumál“, auk þess að hafa „áhyggj- ur“, sem varla getur talist „alvarlegur geðsjúkdómur“, sem lögræðislögum samkvæmt var og er skilyrði nauð- ungarvistunar. Sem þar á ofan fór fram án dóms og laga, eða án þess að nauð- ungarvistun þessi væri borin undir dómsmálaráðuneytið og dómstóla, eins og bar lögræðislögum sam- kvæmt.“ Aldís segist þess fullviss að það hafi ekki verið gert, enda hafi hún ekki fengið nein gögn þess efnis þegar hún óskaði eftir öllum gögnum sem varða hana og hennar mál í fyrra. Réttlaus og valdlaus Hún segir að þetta sé eina sjúkdóms- greiningin sem á henni hafi verið gerð og að hún hafi verið gerð að henni for- spurðri. „Mér hafði aldrei verið kunn- gjört um þessa sjúkraskýrslu fyrr en í fyrra þegar ég var að undirbúa meið- yrðamálið, fram að því vissi ég ekkert hvenrig þessum málum hafði verið háttað. Þessi greining virðist vera „Ég hef ekki mátt gleðjast eða reiðast án þess að vera talin manísk Biður um frið Aldís segir sögu sína í von um að hreinsa æru sína, svo hún geti haldið áfram með líf sitt í friði og ró. „Geðveiki dóttur minnar“ n Úr viðtali við Jón Baldvin „Ég tala ekki við ykkur frekar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson þegar blaðamaður óskaði eftir við- brögðum hans við frásögn Aldísar. Árið 2012 var hins vegar rætt við Jón Baldvin um bréfin sem hann skrifaði Guðrúnu Harðardóttur. Þá benti hann á að málið hefði farið sína leið í réttarkerfinu og sagðist sjá eftir því að hafa skrifað bréfin. „En þetta á ekkert erindi við al- menning, ekki frekar en geðveiki dóttur minnar,“ sagði hann svo. „Foreldrarnir synjuðu mér leyfis að mæta í kistulagninguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.