Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 34
til þess fyrr en hún hafði tekið loforð af lögreglustjóra um að hún yrði ekki handtekin í kjölfarið og nauðungar­ vistuð á geðdeild. Vegna þess að lög­ ræðislögum samkvæmt geta maki, ættingjar í beinan legg og systkini farið fram á nauðungarvist. Þessu telur Al­ dís brýnt að breyta þannig að aðeins læknir getið tekið slíka ákvörðun, að því gefnu að viðkomandi sé sannan­ lega haldinn alvarlegum geðsjúkdómi samkvæmt undanfarandi viðtali og hafi kost á að gæta andmælaréttar síns. Sögð geðveik í fjölmiðlum Heima í Hafnarfirðinum bíður hund­ urinn Ástríkur sem flaðrar upp um hana þegar hún kemur, lítill og ljós að lit. Þar sem hún hefur ekki verið hér er ísskápurinn tómur en hún hellir upp á kaffi og vatni í glas. Síðan kem­ ur hún sér vel fyrir úti á palli með kaffi og sígarettu. Þegar hún útskýrir ástæður þess að hún segi sögu sína núna þá þykknar yfir henni. Meiðyrðaaldan sem skall á síðasta vetur olli grundvallarbreyting­ um í hennar lífi, segir hún. Aðspurð hvað hún eigi við vísar hún í orð föð­ ur síns sem sagði: „Þetta á ekkert er­ indi við almenning, ekki frekar en geð­ veiki dóttur minnar,“ í blaðaviðtali í fyrra. Þar var hann að svara fyrir bréfin til Guðrúnar. Mál hennar fór aldrei fyrir dóm en eftir umfjöllunina í Nýju Lífi risu þau Bryndís, Glúmur og Kolfinna Jóni Baldvini til varnar og tók Kolfinna í sama streng og hann þegar hún sagði rót vandans vera geðhvarfasýki Aldísar. Barðist upp á líf og dauða Aldís reiðist þegar hún hugsar til þess hvernig fjölskyldan hefur talað um hana opinberlega. Hún hækkar róm­ inn og biðst afsökunar á því: „Fyrir­ gefðu, ég verð æf af bræði. Ég hélt að ég myndi deyja úr hjartaáfalli þegar ég las það sem Kolfinna skrifaði. Ég barðist upp á líf og dauða, mér var svo illt í hjartanu. En stuðningur vina minna bjargaði mér sem og bænin, en þar sem ég lá á bæn fékk ég sím­ tal um að stjúpmóðir Guðrúnar, Erna Sigmundsdóttir, hefði skrifað mér til varnar. Fyrir það er ég ævarandi þakk­ lát. Ég get fyrirgefið Kolfinnu. Hún veit ekki neitt því ég sagði henni aldrei neitt af því sem ég hef liðið af völd­ um hans vegna þess að ég vildi hlífa henni og leyfa henni að halda í ást sína á foreldrunum fyrir mér en ég sé núna að það voru mistök. Verst var að í gegnum skrif hennar skein í gegn að ég væri ill og rætin að ljúga þessu upp. Sök sér að vera talin geðveik – hvað með það? Eru ekki margir snillingar með geðhvarfasýki? En ég er ekki geðveik og hef aldrei verið geðveik eins og Jón Baldvin veit. Og að hann skyldi opinberlega skrifa níð um mig, frá þeim degi er hann ekki faðir minn því svona hagar enginn faðir sér. Hvar var ást hans á dóttur minni – hvað hefur hún unnið sér til sakar? Hvernig vogar hann sér að særa dóttur mína þvílíku sári?“ Ekki nefnd í dánartilkynningu Ekkert var þó eins sárt og að fá ekki að fara í kistulagningu Snæfríðar, systur Aldísar, sem lést þann 19. janúar, en í dánartilkynningu sleppti fjölskyldan þess að geta Aldísar og dóttur hennar. Aldís greinir einnig frá því að hún hafi hvorki fengið sálusorgun fyrir sig og dóttur sína frá presti foreldranna né svör við spurningum sem brunnu á vörum hennar, eins og hvernig syst­ ir hennar hefði dáið, úr hverju og hvenær sem og hvenær kistulagn­ ingin færi fram og jarðarförin. „Það var svo þann 24. janúar sem ég fékk að vita að foreldrarnir synjuðu mér leyfis að mæta í kistulagninguna sem fór fram næst dag. Þar með var ég nauðbeygð til þess að berjast fyrir rétti mínum til að mæta ein með eigin presti að kveðja systur mína. Lyktir urðu þær að um hádegis­ bilið á jarðarfarardag Snæfríðar fékk ég svar frá biskupsritara sem var svohljóðandi: „Engar lagaheimildir eða starfsreglur Kirkjuþings heimila biskupi að stjórna því hverjir eru við­ staddir kistulagningarbæn eða hverjir fái aðgang að látinni manneskju, slíkt er alfarið í höndum aðstandenda.“ Niðurstaða Biskups Íslands var því sú að hann hefði ekki lögsögu um það álitamál hvort aðstandandi hins látna megi fara einn og sér í kistulagningu hans, heldur útfararstjóri. Nokkrum dögum síðar komst ég að því að Jón Baldvin hefði gefið þá skýringu á framferði sínu að ég hefði lagt barnsföður Snæfríðar lið í for­ ræðisdeilu þeirra árið 2003, sem er lygi og sannast á bréfi Hróbjarts Jón­ atanssonar lögfræðings, sem vottar að ég bað hann um að veita Snæfríði lögfræðiaðstoð gegn þessum barns­ föður sínum,“ segir Aldís og sýnir blaðamanni bréf frá lögmanninum sem staðfestir orð hennar. Heilbrigðisvottorðið Dagurinn er liðinn, klukkan er farin að ganga sex og Aldís þarf að fara að snúa sér að kennslu í gamla skólanum við lækinn þar sem hún kennir útlendingum íslensku. Eftir áramót hyggst hún hins vegar hefja störf sem lögmaður á stofu sem vinur hennar er að stofna. Enda segist hún alheilbrigð og sýnir blaðamanni heilbrigðisvottorð frá heimilislækninum sem segir: „Í skýrsl um þeim er ég hef í fórum mín­ um kemur fram að hún hafi verið greind með maniodepressivan sjúk­ dóm snemma á 10. áratugnum. Hér með vottast að í þeim margendur­ teknu samskiptum sem ég hef átt við hana hér á stofu vegna hennar eigin veikinda eða dótturinnar hafa ekki komið fram nein einkenni geðræns sjúkdóms við nokkurt tilfelli.“ Biður bara um frið „Núna bið ég bara um eitt,“ segir Al­ dís. „Ég vil bara frið frá ofsóknum þeirra og hreinsa æru mína. Mér er nóg boðið, mælirinn er fullur. Ég hef sætt mig við að vera útskúfuð í þessu þjóðfélagi, af því að ég hef það sem máli skipir, dásamlega dóttur, göf­ uga, góða og vitra, trausta vini og gef­ andi starf, en það sem ég hvorki vil, mun, né á að þurfa að sætta mig við er að vera sökuð um að vera svo illa innrætt að ljúga slíkum viðbjóði upp á minn eigin föður. Það er rangt. Og það er óréttlátt. Dóttir mín á ekki að þurfa að bera þessa byrði og það er kominn tími til að ég létti henni af mér. En það er erfitt að segja sannleik­ ann þegar fólk hefur ósjálfrátt fyrir­ vara á öllu sem þú segir. Þegar það var einu sinni búið að stimpla mig geðveika þá tók enginn mark á mér lengur. Þegar ég tala við ókunnuga þá þarf ég alltaf að byrja á því að sanna að ég sé ekki geðveik. Hvernig geri ég það? Jafnvel núna þegar ég kærði Jón Baldvin til lögreglunnar var hringt og það átti að boða mig í skýrslutöku. Það fyrsta sem lögreglumaðurinn spurði var hvort ég væri á geðdeild. Það er mál að þessu einelti fjöl­ skyldunnar linni. Ég vil bara frið.“ n 34 Fólk 11.–13. október 2013 Helgarblað Þann 28. apríl 2012 skrifaði Kolfinna Baldvinsdóttir grein föður sínum til varnar eftir að bréf hans til Guðrúnar Harðardóttur voru birt í Nýju Lífi. Greinin var birt í fjölmiðl­ um og á heimasíðu Jóns Baldvins. Í greininni fjallar Kolfinna um geðhvarfasýki Aldísar. „Við höfum öll, foreldrar okkar, systkini og jafnvel nánir ættingjar, verið til­ neydd, að læknisráði, að hafa af­ skipti af sjúklingnum til þess að koma í veg fyrir, að hann fari sjálf­ um sér eða öðrum að voða. Af­ leiðingarnar hafa verið óumflýjan­ legar. Það er alkunna, að reiði hins sjúka eftir nauðungarvistun beinist fyrst og fremst að hans eða henn­ ar nánustu. Þannig höfum við öll mátt þola haturs­ og hefndarhug fyrir vikið. Það hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir í tímans rás. Flest á það sammerkt í því, að það snýst um hugaróra um kynferðis­ lega misnotkun af einu eða öðru tagi, sem sérfræðingar segja, að sé algengt og alþekkt sjúkdómsein­ kenni.“ Nauðungarvistun Aldísar Tvisvar sinnum hefði Kolfinna komið að nauðungarvistun Aldísar: „Ógæfa mín var sú, að í fjarveru for­ eldra og systkina kom það í minn hlut, ekki bara einu sinni held­ ur tvisvar, að aðstoða yfirvöld, að læknisráði, við nauðungarvistun sjúklingsins. Það hefði ég betur látið ógert. Það var ekki einasta, að mér væri gerð fyrirsát. Það var þó ekkert í samanburði við það, sem gert var til að eyðileggja nafn mitt og orðstír – með slíku offorsi, að ég hrökklaðist úr landi með börnum mínum. Allur snerist sá rógburður um „kynferðismál/kynlíf“. Forræðisdeila systurinnar Þá hefði Aldís lagt ítölskum barns­ föður Snæfríðar systur þeirra lið í illskeyttri forræðisdeilu þeirra. „Öll fjölskyldan stóð þétt að baki Snæ­ fríði í þessari örlagaríku deilu – með einni undantekningu. Elsta dóttirin reyndi að leggja óvini systur okk­ ar lið með því að mata hann á of­ angreindum söguburði um föður hennar, í því skyni að veikja tilkall systur sinnar til forræðis yfir dóttur sinni.“ Engu logið á systur mína Í því ljósi hefði henni ekki brugðið þegar hún fékk símtal frá Guðrúnu Harðardóttur árið 2002, þar sem hún var þá nýkomin af fundi með systur hennar, ásamt systrum sín­ um og frænkum. „Þá heyrði ég hana halda því fram í fyrsta sinn, að fað­ ir minn hefði áreitt hana kynferðis­ lega. Síðan hefur sagan verið klædd í faglegri búning. Það er engu log­ ið á hana systur mína um ímynd­ unarafl og sannfæringarkraft, þegar sá gállinn er á henni. Hún er lög­ fræðingur að mennt, fluggreind og þrumumálflytjandi. Hún er konan sem gæti selt þeim sand í Sahara. Er ekki sagt, að trúin flytji fjöll? Allt frá því að hún var nauð­ ungarvistuð á geðdeild, hefur reiði hennar og hatur beinst að föður hennar og, eftir atvikum, öðrum fjölskyldumeðlimum. Þótt fram­ burðurinn sé breytilegur eftir árs­ tíðum, snýst hann samt alltaf um það sama: Faðir hennar á að hafa misnotað hana sjálfa, okkur systurnar, dóttur hennar, ömmu okkar (væntanlega sem fullorðna konu) og frænkur okkar – fyrir nú utan vinkonur hennar og skóla­ systur.“ Þá sagði Kolfinna að þetta „svartnættishatur“ hefði náð að kynda undir eldum tortryggni og óvildar. „Síðan hefur fjölskyldan verið í sárum. Hatrið gróf um sig og hefndarhugurinn réð för. Þetta er fjölskylduharmleikurinn, sem býr að baki öllu þessu máli.“ „Hatrið gróf um sig“ n Úr opinni grein Kolfinnu Baldvinsdóttur Viðbrögð við ofbeldi oft kölluð geðveiki T helma Ásdísardóttir ráðgjafi hjá Drekaslóð tjáir sig ekki um einstök mál, en segir það vissulega algengt að fólk sem greinir frá kynferðisofbeldi sé sakað um geðveikisóra eða ranghugmynd­ ir. „Fjöldi fólks sem leitar til okkar er með ýmsar geðraskanir. Það er oft erfitt að dæma um hvað kemur á und­ an og hvað kemur á eftir og yfirleitt er bara allur gangur á því. Auðvitað eru skýrar og beinar tengingar til dæm­ is við þunglyndi og kvíða við ofbeldi. Áfallastreita og áfallastreituröskun er oft beint framhald af ofbeldi,“ seg­ ir hún. Hún segir það heldur ekki mega gleymast að fólk sem verður fyrir of­ beldi breytir oft hegðun sinni. „Fólk sýnir alls konar viðbrögð, sem öðrum finnst kannski ekki eðli­ leg, en það geta verið viðbrögð við ofbeldinu. Jafnvel eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ofbeldi,“ segir Thelma. „Flestum finnst erfitt að taka á þess­ um málum, en það er stór munur á því að afgreiða manneskju sem geð­ veika og eiga erfitt með að takast á við svona mál,“ segir hún. Sviptir sjálfsvirðingunni En það er meira sem spilar inn í. Thelma segist þekkja mörg mál þar sem fjölskyldumeðlimir telji að brota­ þoli í kynferðisbrotamáli sé jafnvel geðveikur. „Það er oft sem svona mál kalla fram þannig viðbrögð og jafn­ vel að fólk sé stimplað geðveikt mjög lengi. Þannig er það gert ómarktækt,“ segir Thelma og bætir við: „Það er auðvitað rosalega sorglegt.“ Thelma þekkir einnig dæmi þess að ofbeldismanneskja grafi und­ an trúverðugleika þolandans, jafn­ vel löngu áður en ofbeldið er rætt. „Þannig reynir hún að tryggja sig ef málið kemur upp þá getur viðkom­ andi vísað í geðveikina eða einhvers konar rugl sem hann hefur jafnvel sjálfur ýtt undir.“ Thelma segir þetta vera grófa þöggunartilburði, einstaklingar séu sviptir sjálfsvirðingunni með slíkum tilburðum. n n „Það er auðvitað rosalega sorglegt,“ segir Thelma Ásdísardóttir Þöggunartilburðir Thelma segir það þekkta aðferð ofbeldismanna að gera þolendur sína ómarktæka með því að stimpla þá geðveika., jafnvel löngu áður en ofbeldið er rætt. Dvelur ekki heima Þar til lögræðislögum verður breytt segist Aldís alltaf geta átt von á nauðungarvistun að beiðni fjölskyldunnar. Þar af leiðandi heldur hún ekki til heima .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.