Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 36
36 Fólk 11.–13. október 2013 Helgarblað B laðamaður mælir sér mót við Dag á heimili hjónanna að Óðinsgötu í Reykjavík þar sem Dagur var heima frá vinnu með veikt barn, eins og hver annar nútíma fjölskyldufaðir. Hann tekur vel á móti og býður upp á kaffi í snotru eldhúsi heimilisins, sem ber með sér skandinavískt yfirbragð. Birta leikur um hvítmálaða panel- veggina sem eru prýddir ýmist inn- lendum listaverkum eða bókahillum. Hlýjir straumar virðast berast um húsið sem er gamalt, byggt árið 1909. Gólfið er rammskakkt og viðarþjal- irnar gefa frá sér vinalegt brak á leið okkar inn í stofuna þar sem við tillum okkur. Fjögur börn á sjö árum „Við erum búin að prjóna út kvisti við gamla risið til þess að koma krökkun- um fyrir,“ segir Dagur í léttum dúr en barnalán hefur leikið við fjölskylduna og eiga hjónin nú fjögur börn, dæt- urnar Ragnheiði Huldu og Móeiði og synina Steinar Gauta og Eggert. Að- eins sjö ár eru á milli elsta barnsins, Ragnheiðar, sem er níu ára, og þess yngsta, Móu litlu, sem er tveggja ára. „Það var eiginlega algjör tilviljun að við fluttum hingað, við vorum búin að leita víða eftir að hafa búið um skeið í Svíþjóð þar sem konan mín var að læra læknisfræði,“ segir Dagur. Eigin- kona hans er Arna Dögg Einarsdótt- ir, sérfræðingur á krabbameinsdeild og líknardeild Landspítalans. Sjálf- ur starfar hann í dag sem formaður borgarráðs í samstarfi Samfylkingar og Besta flokksins Flakkað um heiminn „Ég ætla nú ekki að gera of mikið úr mínum læknisferli, ég vann hér bara sem unglæknir og vann meðal annars á slysa- og bráðadeild Landspítal- ans um skeið. Síðan prufaði ég að- eins að vinna úti á landi,“ segir Dagur sem vann sem læknir ásamt verðandi konu sinni á Ísafirði sumarið 2001. „Þá vorum við að vinna okkur inn fyrir brúðkaupsveislunni og brúð- kaupsferðinni. Við giftum okkur svo í september og þvældumst síðan um í Mexíkó, Gvatemala, Kostaríka og önn- ur lönd Mið-Ameríku í þrjá mánuði með bakpoka. Síðan var förinni heitið til Svíþjóðar aftur en þá bauðst mér að fara í framboð þannig að við ákváðum að flytja heim. Ég hafði þá verið kom- inn með námsstöðu á einni stærstu smitsjúkdómadeild í Evrópu á Karo- linska-sjúkrahúsinu. Ég ætlaði að verða sérfræðingur í smitsjúkdómum og leggja áherslu á tengsl læknisfræði og mannréttinda sem ég hef lesið eftir læknanámið. En kallið kom og mér fannst þetta vera eitthvað sem ég yrði að láta á reyna – hvort ætti við mig að vera í pólitík.“ Var upphaflega óflokksbundinn Flokkarnir sem stóðu að Reykjavíkur- listanum á sínum tíma, sem stjórn- aði borginni í 12 ár, voru sammála um að bjóða einhverjum einum, sem væri utan flokka, sæti á listanum. „Ég varð fyrir valinu og þáði það sæti. Mér fannst þetta auðvitað ákveðin for- réttindi að fá að koma inn í pólitík- ina og hafa svolítið sjálfstæða rödd og stöðu. Tækifæri til þess að hafa áhrif. Þarna fann ég þennan jafnaðarstreng og gekk á endanum til liðs við Sam- fylkinguna sem er auðvitað jafnaðar- mannaflokkur. Þá lá fyrir að Reykja- víkurlistinn myndi ekki bjóða fram aftur. Framboðsmálin voru komin í deigluna og ég ákvað að taka skref- ið inn í flokkspólitíkina og vinna með fólki sem hafði svipaðar hugsjónir og ég.“ Hugsjón jafnaðarstefnunnar Dagur segist sækja fyrirmynd til hinna Norðurlandanna fyrir hugsjón- ir sínar um jafnaðarstefnu og velferð. „Það er í norrænum samfélögum sem velferðin er hvað sterkust og lífskjör- in best fyrir sem flesta. Þessi hugsjón um jöfnuð hefur alltaf höfðað til mín. Jöfnuður sem tæki til þess að allir geti spreytt sig á að koma draumum sín- um í verk. Skóli fyrir alla. Heilbrigð- isþjónusta fyrir alla. Eitthvað sem við stundum göngum út frá sem al- veg sjálfsögðum hlut en þegar mað- ur horfir á heiminn er það bara alls ekki svo. Það er undantekning frekar en hitt. Og jöfnuður er ekki sjálfsagð- ur á Íslandi í dag. Þetta eru í mínum huga hlutir sem eru þess virði að berj- ast fyrir.“ Frelsi einstaklingsins „Ertu raunverulega frjáls ef þú hefur ekki aðgang að menntun? Veltur það á því hvort að foreldrar þínir séu efn- aðir hvort þú komist í skóla eða há- skóla? Ertu raunverulega frjáls ef efni ráða því hvort þú fáir fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu eða þurfir að hafa áhyggjur af þessum grundvallarþátt- um? Ræður það úrslitum í lífi barna þinna hvort þér sjálfum hafi gengið vel eða illa í þínum fyrirtækjarekstri? Ég held að samfélög séu raunverulega frjáls ef þau tryggja ákveðið grunn- öryggi í gegnum menntun fyrir alla og aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og félagslegu öryggi.“ Frjálshyggjan stal frelsishugtakinu Dagur telur að frelsishugtakið hafi afbakast á síðastliðnum áratugum. Velferðarhugsjónir jafnaðarflokka séu ranglega stimplaðar sem forsjár- hyggja. „Ég held í raun að frjálshyggj- an hafi stolið frelsishugtakinu. Er það forræðishyggja að segja að kynin eigi að standa jafnfætis? Að fólk eigi að geta lifað sínu lífi óháð kynhneigð? Að segja að verkalýðshreyfing eigi að geta skipulagt sig þannig að ein- staka atvinnurekendur geti ekki mis- notað stöðu sína gagnvart einstökum starfsmönnum? Fyrir mér er rétturinn til veikinda frá vinnu frelsiskrafa. Þetta er ekki forræðishyggja. Gott samfélag í mínum huga er samfélag sem byggir á frelsi og samábyrgð. Einstaklingar geta verið sterkir en sem samfélag þá erum við sterkari.“ Borgarstjórastólnum kippt undan Dagur tók við embætti borgarstjóra í október árið 2007 eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sprakk. Hann fékk þó aðeins smjörþefinn af embættinu þar sem hann varð að víkja frá aðeins 100 dög- um síðar. Ólafur F. Magnússon, þá- verandi borgarfulltrúi F-listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, höfðu ákveðið að mynda saman meirihluta með Ólaf sem borgarstjóra. „Ég held að þessi skellur hafi á vissan hátt hjálpað mér til þess að svara því hvernig stjórn- málamaður ég vildi vera. Ég held að ég hafi orðið betri borgarfulltrúi og betri formaður borgarráðs í kjölfar- ið. Ef sá dagur kemur einhvern tím- ann aftur að ég verði borgarstjóri þá held ég að ég muni verða betri borgar- stjóri með þessa reynslu í farteskinu. Ég viðurkenni fúslega að þetta var til- finningalegur rússíbani og á ákveðinn hátt auðvitað áfall. Við vorum í raun bara rétt að byrja og fórum á tölu- vert flug frá fyrsta degi með mikið af verkefnum sem brunnu á mér en skyndilega urðum við að hverfa frá þeim. En ég er enn stoltur af mörgum þeirra. Strax á fyrsta degi í embætti lagði ég sem dæmi fram mjög ítarlegar tillögur um það hvernig hægt væri að koma til móts við stóru kvennastétt- irnar hjá borginni og í leikskólum sér- staklega. Þetta var í miðri bólunni og fólk fékkst ekki til starfa í velferð eða skólum. Það fór einnig mikill tími í að vinda ofan af REI-ævintýri Sjálfstæðis- flokksins sem í raun varð til þess að ég varð borgarstjóri.“ Ólafur brást trausti Dagur tekur sér tíma og hugsar sig vel um áður en hann ákveður að svara spurningu blaðamanns um það hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun Ólafs að skipta um meirihluta. „Við Ólafur höfðum verið í mjög miklu sambandi á þessum tíma og í rauninni var hann sá fyrsti sem stakk upp á því að við myndum mynda meirihluta þegar að ég varð borgarstjóri. En ég hef reynt að virða ákveðinn trúnað um okkar persónu- legu samskipti í gegnum þetta allt saman og finnst það í raun ekki vera mitt að bera þau á torg. Þetta var bara eins og þetta var. En auðvitað brást hann trausti mínu. Mér hefur hins vegar aldrei liðið eins og ég þyrfti að hafa um það mörg orð umfram það sem blasti við og allir sáu. Við áttum í mjög miklum samskiptum daglega í gegnum meirihlutasamstarfið og svo gerðist þetta algjörlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. En þar við situr fyrir mitt leyti. Ég hugsa mjög sjaldan um þetta í dag, satt best að segja, enda hélt ég bara áfram.“ Forðaðist persónulega heift og reiði Dagur segist hafa eflst sem stjórn- málamaður eftir reynsluna. „Það að fótunum var kippt undan þessum meirihluta og stólnum undan mér var um leið þroskandi fyrir mig bæði sem stjórnmálamann og mann- eskju. Það sem ég fann í kjölfarið var að maður þarf ekki einhver tiltekinn stól eða jafnvel ekki formlega stöðu til þess að geta haft áhrif og mótað samfélagið,“ segir Dagur. „Mér fannst rosalega mikilvægt á þessum tíma að bregðast ekki við með persónu- legri heift eða reiði. Ég hef kannski aldrei verið maður stórra orða í garð annarra og eftir því sem að umræð- an í pólitíkinni hefur harðnað þá hef ég verið ánægðari með þá ákvörðun. Hvort viljum við þessa ofboðslega harkalegu orðræðu eða mildara orðalag og meiri hlustun? Á meðan það ríkir svona mikil harka og óbil- girni þá vantar hlustun. Hlustun er leiðin áfram, hvort sem það er í persónulegum samböndum eða til þess að þróa samfélagið. Það eru auðvitað ekki allir sammála og hug- myndir eru mismunandi en í mínum huga getur maður notað hlustun og samtal til að átta sig á áhyggjum sem aðrir kunna að hafa og finna þá leiðir sem eru líklegri til þess að sætta sjón- armiðin.“ Dagur B. Eggertsson segir það hafa verið ákveðið áfall þegar borgarstjórastólnum var kippt undan honum eftir aðeins 100 daga í embætti. Hann segist þó hafa styrkst sem stjórnmálamaður í kjöl- farið og er í dag ánægður með að koma að þróun borgarinnar sem formaður borgarráðs Reykjavíkur- borgar. Blaðamaður settist niður með Degi þar sem hann ræðir bæði fjölskyldulíf og glæsilegan feril þeirra hjóna. Hvernig tekist er á við hversdagslífið með fjögur lítil börn á heimilinu og hvernig hann hefur mótað einstaka pólitíska hugsjón sína út frá læknisfræðilegum bakgrunni sínum. Svala Magnea Georgsdóttir svala@dv.is Viðtal Tekur púlsinn á Reykjavík„Þarna fer pólitíska hjartað mitt að slá mjög hratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.