Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 37
Fólk 37Helgarblað 11.–13. október 2013 Læknisbakgrunnurinn nýtist Blaðamaður bendir Degi óafvitandi á að hann sé titlaður læknir í síma­ skránni og spyr hvort hann sjái ein­ hvern tímann eftir því að hafa snúið sér að stjórnmálum en ekki heilbrigð­ isstörfum. „Nei, ég sé ekki eftir því, en hitt er annað mál að ég sakna stund­ um læknisfræðinnar. Það er ofboðs­ lega gefandi starf og það byggir auð­ vitað á mannlegum samskiptum. Það sem viðheldur þessum eldmóði hjá mér fyrir verkefnunum í stjórnmálun­ um er að hluta til heilbrigðistengt. Flestar stóru ákvarðanirnar sem skipta máli til að auka lífslengd, lífs­ gæði og heilbrigði síðustu hundrað árin voru teknar í pólitík. Lausnirnar á mörgum heilsufarsvandamálum liggja ekki inni á læknastofunum heldur í því hvernig við skipuleggjum borgina. Að við gerum hana áhuga­ verða til að hreyfa sig í og fara út á göturnar. Að þú sért öruggur á gang­ stéttunum og að þú getir hjólað þér til ánægju. Að krakkarnir hreyfi sig í skólanum en sitji ekki bara á rassin­ um allan daginn.“ Húsnæðis- og heilbrigðismál Dagur fyllist eldmóði þegar hann tal­ ar um áherslurnar sem hann beitir sér sérstaklega fyrir í stjórnmálum. „Það liggur mikið við, finnst mér, að við komum hérna upp heilbrigðum húsnæðismarkaði þar sem fólk er ör­ uggt og fjölskyldur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að standa uppi hús­ næðislausar. Þess vegna þurfum við fjölbreyttari húsnæðismarkað og leigumarkað sem virkar fyrir alla en ekki bara fyrir suma. Ekki bara fyrir efnaða fólkið. Við verðum að skapa samfélag þar sem allir hafa tækifæri. Þótt ég sakni læknisfræðinnar þá myndi ég sakna þess að geta ekki haft bein áhrif á þessi stóru mál. Af því að samband jöfnuðar og heilbrigðis er sterkara en samband reykinga og sjúk­ dóma. Það skiptir raunverulega meira máli hvort það sé jöfnuður í samfélagi til að spá fyrirfram um það hvort þú sért líklegur til að fá hjartaáfall held­ ur en hvaða lífsstíl þú lifir. Þetta er sá áhættuþáttur sem skín hvað dramat­ ískast í gegn, hvort sem þú ert að tala um offitu, hjartasjúkdóma af öllu tagi, ofbeldi, glæpi, lífsgæði og hamingju. Jöfnuður skiptir bara alveg ótrúlega miklu máli. Þar er ég ekki bara að tala sem stjórnmálamaður. Þar er ég líka að tala sem læknir. Núna erum við búnir að ganga frá samkomulagi, við Geir Gunnlaugsson landlæknir, Reykjavíkurborg og landlæknisemb­ ættið, um náið samstarf um heilbrigði og jöfnuð, heilsueflingu í hverfum og skólum. Í þessum verkefnum fer póli­ tíska hjartað mitt að slá mjög hratt. Þarna brenn ég!“ Samhæfing á fjölskyldu og starfi Aðspurður hvernig hjónin fari að því að sinna bæði krefjandi störf­ um samhliða því að huga að fjöl­ skyldunni segir Dagur gott skipulag leysa flest mál. Hann segist vera femínisti og gæti því jafnræðis eftir fremsta megni. „Það auðvitað reynir oft á. Bæði er mjög mikið annríki hjá mér í pólitíkinni og Arna er á tölu­ vert miklum vöktum samhliða sinni vinnu. En á köflum verð ég að viður­ kenna að atið á mér er miklu verra. Þetta gengi ekki nema við gætum talað vel saman og skipulagt okkur í sameiningu og hefðum líka stuðning af foreldrum mínum og systkinum Örnu. En ég er líka með gott ráð fyr­ ir fólk í svipaðri stöðu,“ segir Dagur brosandi. „Á sunnudögum setjumst við niður með krökkunum og ákveð­ um matseðil vikunnar og kaupum helst inn allt í einu á sunnudegin­ um. Krakkarnir taka þátt í því og það finnst þeim mjög skemmtilegt. Þetta leiðir líka til þess að það er ekkert röfl yfir því hvað er í matinn. Allir borða allt.“ Nætursöltuð ýsa í uppáhaldi „Eini fasti liðurinn á öllum matseðl­ um vikunnar, frá því að við byrjuð­ um á þessu í fyrravetur, er nætur­ söltuð ýsa. Það eru krakkarnir sem stinga alltaf upp á því þannig að fólk ætti ekki að vanmeta hvað krökkum finnst fiskur góður. Aðaltrixið er að sjóða hann eins og tengdaamma Hulda kenndi mér. Ef þú ert með ferskan fisk, sem maður reynir nú alltaf að kaupa, þá seturðu hann í kalt vatn og lætur suðuna koma upp. Slekkur þá undir og setur undir lok í fimm mínútur. Þá er hann akkúrat nógu vel soðinn. Það er ekkert verra en þurr fiskur og ekkert betra en mátulega soðinn fiskur. Og svo bara smjör, feiti og kartöflur og rúgbrauð sem er ómissandi.“ Samheldin fjölskylda Við gerum hlé á viðtalinu þar sem faðir Dags, Eggert Gunnarsson dýralæknir, bankar upp á til þess að sækja nafna sinn, Eggert litla, sem hleypur upp í fangið á afa sín­ um. „Þarna hefurðu Eggert og Egg­ ert,“ segir Dagur og brosir, „þeir eru að fara upp í Árbæ til mömmu og pabba þannig að ég komist á fund á eftir. Ég stýri fjármálahópi borgar­ innar þar sem við erum á lokametr­ unum í að búa til fjárhagsáætlun,“ segir Dagur sem ber þess ekki merki að vera stressaður fjölskyldufaðir í ábyrgðarstöðu innan hins opin­ bera. Allt viðtalið hefur hann talað í stóískri ró og af mikilli yfirvegun. Bergþóruson „Viðtalið heldur áfram og umræðan fer að snúast um móður Dags en Dagur heitir í höfuð beggja foreldra sinna. „Það er mjög sérstök saga á bak við þetta. Ég er sem sagt fædd­ ur í Ósló þar sem pabbi og mamma voru í námi. Þau voru ekki gift þá en þau hafa verið það í næstum 40 ár í dag. Þegar kom að fæðingunni þá mættu þau upp á spítala en fengu þá að heyra að pabbi fengi ekki að vera viðstaddur vegna þess að þau væru ekki gift. Mamma var nú ekki al­ veg til í þetta þannig að hún hysjaði upp um sig buxurnar og fór á ann­ an spítala og þar fékk pabbi að vera viðstaddur. En þegar kom að því að þessi ónefndi drengur ætti að fara heim með foreldrum sínum var ekki við það komandi að skrá mig Eggerts­ son. Ég átti sem sagt að útskrifast af þessu fæðingarheimili sem Jónsdóttir eins og mamma. Mamma lét sig ekki fyrr en hún fékk fram þá lágmarks­ málamiðlun, líklega um tveimur áratugum áður en norska og íslenska ríkið sömdu um þau mál hvernig far­ ið yrði með nöfn Íslendinga í Noregi. Þannig að ég fór heim Bergþóruson í höfuðið á henni. Svo þótti þeim að sjálfsögðu engin ástæða til að láta fella þetta niður þannig að hér heima var ég skráður Bergþóruson Eggerts­ son og hef borið bæði nöfnin með stolti síðan. Þetta er í raun orðin hefð í fjölskyldunni þannig að systkini mín bera líka nafn móður. Börnin mín bera nafn Örnu ásamt mínu og þetta er líka frekar algengt í frændsystkina­ hópnum mömmu megin.“ Landnemastemning í Árbænum „Ég hef alltaf verið mjög stoltur af því að vera úr Árbænum ég held að það sé fátt sem jafnast á við það að koma úr góðu og fjölbreyttu hverfi. Það ríkti enn svolítil landnemastemning og fólk hafði vanist því lengi fram eft­ ir að borgin var ekki mikið að sinna hverfinu þannig að við hverfisbú­ ar lærðum bara að taka höndum saman um ýmsa hluti. Það er orðið frægt að – ég held Gunnar Thorodd­ sen hafi verið borgarstjóri þegar að Árbæjarhverfið var að byggjast – þá þurfti að sækja skóla niður í Langholt og keyra krakkana upp Ártúnsbrekk­ una sem var hálfgerð moldargata einhver. Það gat tekið alveg gríðar­ legan tíma, þegar færðin var slæm. Þá komu krakkarnir heim undir mið­ nætti. Þannig að Árbæingar vildu absolútt fá skóla en þá voru ekki til peningar þannig að niðurstaðan varð sú að borgin lagði fram efnið en Árbæingarnir byggðu sjálfir fyrsta skólann!“ Afhenti Davíð Oddssyni sementspoka „Þegar við fengum fyrsta grasvöll­ inn þá lögðum við sjálf þökurnar, sem voru keyptar einhvers staðar fyrir austan, og þegar okkur tók að lengja mjög eftir íþróttahúsi, af því að við þurftum alltaf að sækja hand­ boltaæfingarnar upp í Breiðholt, þá fórum við fimmtán krakkar með Akraborginni upp á Akranes og sótt­ um fyrsta sementspokann í sem­ entsverksmiðjuna þar og hlupum með hann á kassabíl niður í bæ. Við söfnuðum áheitum um allt hverfið og afhentum síðan Davíð borgar­ stjóra Oddssyni við hátíðlega athöfn í Árbæjarhverfi fyrsta sementspok­ ann. Svo sögðum við alltaf að hann hefði líklega notað hann í ráðhúsið því að íþróttahúsið kom ekki fyrr en næstum því tíu árum seinna,“ segir Dagur og á bágt með að halda hlátrin­ um niðri þegar hann rifjar upp afrek­ ið og brostnu vonirnar. „Ég hef því einsett mér að láta þetta ganga hraðar í nýju hverfunum núna.“ Söngferlinum lauk í menntó Dagur segist alla tíð hafa lagt rækt við fótbolta og handbolta ásamt því að hafa sótt stífar æfingar í að læra á trompet á unglingsárunum. Það kom þó blaðamanni á óvart þegar Dag­ ur segir góðlátlega frá reynslu sinni af því að hafa verið í hljómsveit á menntaskólaárunum „Ég var einu sinni söngvari í hljómsveit sem hét Þjóðlagatríóið Barki og sem síðar hélt áfram sem eingöngu „instrumental“ hljómsveit. Þannig að ég missti svo­ lítið sjálfstraustið í tónlistinni,“ segir hann og hlær upphátt. „Þeir tóku síð­ an upp nafnið Skárri en ekkert sem var augljós sneið til mín. Þar með lauk mínum söngferli og eiginlega tónlistarferli. Sem er auðvitað gríðar­ leg synd fyrir bara land og þjóð.“ Tekur púlsinn á menningunni Dagur segist ekki spila á trompet í dag en að Heiða dóttir hans spreyti sig nú á gamla hljóðfæri föður síns og að það nægi honum ágætlega. Hann segir tónlistarunun ríkja á heimil­ inu. „Okkur hjónunum finnst ekkert skemmtilegra en að fara saman á tón­ leika. Tækifærin í Reykjavík eru auð­ vitað stórkostleg en það er ótrúlega mikið til af góðri tónlist og tónleik­ um og við komumst ekki yfir nema brot af því sem við hefðum viljað,“ segir Dagur sem segir Retro Stefson, Sin Fang, Hjaltalín, FM Belfast og GusGus í sérstöku uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Hann segir þau hjónin stundum stelast til að taka snúning í næturlífi Reykjavíkur saman. „Það liggur við að það sé hálf vandræða­ legt að við séum úti á lífinu þannig að við leitum á svona staði sem svona gamlir hundar leita á,“ segir Dagur og gerir góðlátlegt grín að sér. „Bara svona staði sem við sóttum þegar að við vorum aðeins yngri. Kaffibarinn er hérna auðvitað ansi nálægt, ég er ekki að segja að við förum oft út en það er gaman að sjá þróunina með eigin augum, hvernig staðirnir eru sífellt að breytast. Ég held reyndar að allir hafi gott af því að fara út að skemmta sér. Bara að reka aðeins inn nefið og finna lyktina. Það er svona hluti af því að fylgjast með slættinum, æðaslættinum í Reykjavík. Og það blasir reyndar við alls staðar að unga kynslóðin í skólum, íþróttum, tón­ list, menningu og skemmtistöðum er efnilegri og skemmtilegri en nokk­ ur önnur kynslóð í Íslandssögunni,“ segir læknirinn og jafnaðarmaður­ inn Dagur, sem vill fylgjast með öllum hliðum samfélagsins, að lokum. n Tekur púlsinn á Reykjavík „Ræður það úr- slitum í lífi barna þinna hvort þér sjálfum hafi gengið vel eða illa í þínum fyrirtækjarekstri? Fjölskyldan á góðri stundu Barnalán hefur leikið við fjölskylduna og eignuðust Dagur og Arna fjögur börn á sjö árum. myND úr eiNkASAFNi Dagur B. eggertsson Dagur telur að frelsis- hugtakið hafi afbakast á síðastliðnum áratugum. myND SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.