Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 47
Lífsstíll 47Helgarblað 11.–13. október 2013 Njósnaðu um gæludýrið n Klóraðir sófar og nagaðir inniskór heyra sögunni til G æludýraeigendur geta ekki verið hjá dýrum sínum öll- um stundum og að jafn- aði þurfa þau að vera ein heima á daginn. Eigendurnir hafa því oft áhyggjur af því hvað dýrin séu að gera á meðan þeir eru að heiman, hvort kötturinn sé að klifra í gardínunum eða hundur- inn að gera nágrannana geðveika með gelti og spangóli. Nú gætu þessar áhyggjur verið úr sögunni því að með tækinu PetCube getur þú fylgst með, talað og jafnvel leik- ið við gæludýrið þitt með snjall- símanum þínum, þegar þú ert ekki heima. Tækið inniheldur gleiðlinsu- myndavél með hárri upplausn sem gerir þér kleift að ná myndum af dýrinu með iOS-smáforritinu. Inn- byggðir hátalarar gera þér svo kleift að tala við dýrið og ná athygli þess. Með ljósgeisla getur þú svo leikið við dýrið og haft ofan af fyrir því. Tækið sem kostar 150 dollara eða um 18.000 krónur og er um það bil 10x10 sentímetrar að stærð og stílhreint, en það er gert úr áli og gleri. Einnig er hægt er að skipta um hulstur eftir óskum. Gæludýraeigendur sem eiga PetCube geta nú farið áhyggju- lausir til vinnu vitandi að þeir geta kíkt á dýrið og hvað það er að gera reglulega yfir daginn. Klóraðir sóf- ar og nagaðir inniskór ættu því að heyra sögunni til. n gunnhildur@dv.is PetCube Tækið gerir þér kleift að horfa á og tala við dýrið þegar þú ert ekki heima. Þessa hluti þarft þú ekki Tæknibyltingin fer stundum fram úr sér. Þrátt fyrir ansi mörg þægi- leg og handhæg tæki og tól sem gera okkur lífið þægilegra og betra, þá eru sum sem sýna mikið hugmyndaflug, en hafa ef til vill lítið notagildi. Tölvumús sem vog Það væri til dæmis áhugavert að vita hver finnur hjá sér þörf til að vega hluti á tölvumúsinni sinni. Á meðfylgjandi mynd má sjá tölvu- mús sem hefur fengið annað hlut- verk. Á henni hefur verið komið fyrir vog þar sem hægt er að mæla allt að 500 grömmum. Hún hentar kannski þeim sem hafa komið sér upp aukavinnu við að selja ólög- legan varning, en fyrir fáa aðra hefur hún mikið notagildi. Koppur með spjald- tölvustandi Það getur reynst sum- um foreldrum þraut- in þyngri að venja börnin sín af bl- eyjum og yfir á kopp eða kló- sett. Eins og sést á með- fylgj- andi mynd hef- ur ein- hver sniðugur hönnuður hannað kopp með áföstum spjaldtölvust- andi. Þar geta börnin notið þess að læra á koppinn og leikið sér á spjaldtölvuna. Fyrir þá sem eru óvissir um notagildið eða telja þetta ekki rétta þróun er rétt að benda á að um 75 prósent Banda- ríkjamanna viðurkenna að þeir taki síma eða spjaldtölvu með sér á snyrtinguna. Flestir segjast nota tímann til að lesa fréttir. Ritvél til að skrifa á spjaldtölvuna Alla hluti má gera afskaplega flókna með ein- beittum vilja. Sá sem hannaði þessa ritvél saknar eflaust fyrri tíma og hefur gaman af gömlum ritvélum. Það er ekkert að því, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hönnunin afar sérstök. Mörgum finnst óþægilegt að skrifa á spjaldtölvur, en einfalt er að leysa úr því með lyklaborðum sem taka talsvert minna pláss. Með þessari tegund ritvélar kæmi þó sá augljósi kostur að talsvert auð- veldara væri að eyða út mistökum og óþarfi að grípa í tippexið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.