Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 54
„Er að kafna úr þakklæti“ Þ að er svo margt annað í líf- inu en stjórnmálin, annað sem snýr að lífi okkar sem við þurfum að skoða og velta fyrir okkur,“ segir Kolbrún Björnsdóttir en þáttur- inn hennar, Kolla, hefst þann 16. október á Stöð 2. Kolla, sem var lengi í Bítinu á Bylgjunni, segir að þátturinn verði á mannlegu nótunum og muni hún taka fyrir alls kyns málefni sem mörg okkar erum að kljást við í dag- lega lífinu. „Í fyrsta þættinum verð- ur til dæmis fjallað um stjúpmæður og þær áskoranir sem þær lenda í. Í öðrum þætti tökum við á meðvirkri hegðun, hvernig við getum unnið í því og hvernig lífið verður þegar við komumst út úr meðvirkninni.“ Kolla er mjög spennt fyrir þessu og líst vel á verkefnið. „Ég er líka að kafna úr þakklæti. Ég er búin að fá fólk til að koma í þáttinn og segja frá sinni reynslu, sem er ekk- ert auðvelt. Þau sýna mér ótrúlega mikið traust með því að samþykkja þetta án þess að hafa séð einn þátt.“ Kolla sem var í mörg ár útvarps- kona segist viss um að hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sakna þess að sitja við hljóðnemann og mér leið rosalega vel í útvarpinu. Ég sakna ekki vinnutímans svo ég er viss um að þetta hafi verið rétt hjá mér. Ég var líka búin að vera svo lengi í þessu og það er gott að breyta til.“ n n Kolbrún Björnsdóttir byrjar með nýjan þátt á Stöð 2 Mæðgin vinna saMan n Björk Jakobsdóttir leikstýrir syni sínum og frænda Þ að verður pínu stress en við eigum að semja þetta fyrir lok október en annars geng- ur vel með þetta. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ segja Óli Gunnar Gunnars- son og Arnór Björnsson sem verða með stutt atriði, svokölluð „sketch“, í gamanþáttum á RÚV í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur eru þetta ekki fyrstu spor þeirra félaga í leik- listinni. Þeir léku báðir í Fúsa froskagleypi og hafa séð um uppi- stand á milli atriða á sýningum List- dansskóla Hafnarfjarðar í Borgar- leikhúsinu við góðar undirtektir. Þeir eru einnig höfundar og leik- endur í leikritinu Unglingar sem frumsýnt verður í Gaflaraleikhúsinu þann 17. október. Það er móðir Óla Gunnars og frænka Arnórs, Björk Jakobsdóttir, leikkona sem leik stýrir verkinu. Spunasnillingar Hugmyndin að Unglingunum kviknaði þegar leiklistarkennari, Garún, þeirra sagði að gaman væri að gera leikrit um unglinga. Hún var upptekin svo Björk tók að sér leik- stjórnina. „Þetta er drepfyndið leik- rit um hvernig er að vera ungling- ur í dag. Skemmtilegast er að það er skrifað af unglingum og þeir fjalla um samskipti kynjanna, við jafn- aldra, kennara og foreldra. Það er komið inn á félagslegan þrýsting, einelti, hommaumræðuna og klám- kjaftinn. Þetta er ekki með þessum þunga forvarnartóni heldur fyndið og einlægt,“ segir Björk. Hún segir það ekki hafa verið mikið mál að vinna með syni sín- um. „Ég fann líka þegar ég byrjaði að vinna með þeim að þeir ná vel saman. Sumir einstaklingar smella einfaldlega saman, eins og Tvíhöfði og Sveppi og Auddi. Strákarnir eru spunasnillingar og það er auðvelt að leikstýra þeim. Það er ákveðinn kostur að þurfa ekki að byrja á því að búa til kemistríu á milli þeirra, því hún er til staðar.“ Pínu hörð Aðspurðir um samstarfið við Björk segja frændurnir að það hafi geng- ið vel. „Þegar við erum að vinna þá dettum við öll í vinnugírinn. Hún er pínu hörð við mig en kannski ekkert harðari en við aðra en hún veit að hún má skamma mig. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Óli Gunnar. Arnór segir að hún hafi verið frábær. „Hún er mikið í okkar leiklistarstíl og vill hafa þetta létt og skemmtilegt. Hún er ekkert strangari við Óla Gunnar. Hún er bara strangari við þann sem er með meira niðurumsig.“ Æðisleg dýrategund „Það er búið að vera mjög gaman að fá að skreppa inn í heilabúið á krökkum á þessum aldri. Við erum allt of oft að fjalla um unglinga út frá vandamálum. Þetta er æðisleg dýra- tegund sem getur verið pirrandi á köflum,“ segir Björk en bætir við að þeim finnist það sama um foreldra. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Björk leikstýrir syni sínum því í fyrra vann hún með Versló og þar var eldri sonur hennar Ásgrímur. „Það er rosaleg gaman og verðmætt, þegar maður á börn á unglings- aldri, að fá að nálgast þá í öðru hlut- verki en sem mamma. Það mynd- ast öðruvísi samband og kemistría. Við förum að tala öðruvísi saman, maður fer að tala við unglinginn sem fullorðna manneskju. Ekki bara „ertu búinn að læra?“ eða „áttu ekki að fara á æfingu?“ Ég held að það sé mjög hollt fyrir foreldra og unglinga að hittast í öðrum hlutverkum.“ n Arnór og Óli Gunnar Félagarnir verða með grínatriði á RÚV í vetur. Mynd ÞORRI Með leikstjóranum Þeir eru ánægðir með samstarfið við Björk. Mynd ÞORRI 54 Fólk 11.–13. október 2013 Helgarblað Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Kolla Verður með þátt á mannlegu nótunum í vetur. Fékk í tána, eins og for- sætisráðherra Gissur Sigurðsson útvarpsmaður hefur verið í þriggja mánaða fríi sem varð þó ekki eins ánægjulegt og við mátti búast. Í samtali við Eirík Jónsson segir Gissur að fríið hafi farið fyrir lítið þar sem hann hafi fengið í tána, rétt eins og for- sætisráðherrann. Hann hafi því lítið getað hreyft sig. Sýkingin sem hann fékk í stórutá á hægri fæti hafi kostað hann tugi þúsunda króna í þjónustugjöld, sérfræðinga og lyf. Þrátt fyrir þessa óheppni í sumarleyfinu hafi hann getað far- ið í styttri ferðir innanlands en ekki treyst sér í utanlandsferð eins og til stóð, því erfitt geti verið og þreytandi að vera veikur í útlönd- um. Gissur snýr til baka á Bylgj- una eftir rúma viku. Gunna Dís snúin aftur Útvarpskonan Gunna Dís er mætt aftur til starfa eftir fæðingarorlof en hún eignaðist dreng í maí. Gunna Dís hefur stjórnað Virk- um morgnum á Rás 2 ásamt Andra Frey undanfarin ár við góðar undir- tektir. Það urðu fagnaðarfund- ir þegar hún mætti aftur í hljóðver en gleðin stóð stutt því eftir þrjá daga saman lagðist Andri Freyr í rúmið. Gunna Dís fékk því Sólmund Hólm til liðs við sig en hann hefur einmitt verið einn þeirra sem hlupu í skarðið fyrir hana þegar hún var heima með soninn. Ekki heilaæxli Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari, hefur háð baráttu við veikindi síðustu mánuðina en er nú að ná aftur heilsu. Þær fréttir bárust fyrir nokkru að Karl væri með heilaæxli en svo kom í ljós að svo var ekki. Í Séð og heyrt er greint frá því að hann hafi hins vegar greinst með vírus í höfði. Hann segir þar að í nokkra mánuði hafi hann verið í óvissu þar sem læknar hafi ekki vitað hvað hrjáði hann. Honum líði nú mun betur og að fyrir- staðan hafi minnkað svo hann sé orðinn nokkuð eðlilegur aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.