Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 2
Vikublað 3.–5. desember 20132 Fréttir S kuldaniðurfellingar ríkis­ stjórnarinnar sem kynntar voru um helgina fela í sér að ríkið tekur á sig byrðar hóps skuldara. Skuldaniðurfell­ ingin felur í sér að gefin séu út ný lán í stað hluta þeirra gömlu sem ríkið skuldbindur sig til að kaupa af kröfu­ höfum skuldaranna. Ríkið ætlar sér svo að afskrifa lánið þegar það er sjálft orðið kröfuhafi að viðkomandi upphæð. Þannig eru það ekki kröf­ uhafarnir, eða „hrægammasjóðirn­ ir“ eins og þeir voru kallaðir í að­ draganda kosninganna, sem borga, heldur ríkið. Þetta gildir um 80 millj­ arða af þeim 150 milljörðum sem stjórnin segist ætla að færa lán hluta landsmanna niður um. Í raun eru samt bara þessir 80 milljarðar niður­ fellingar á lánum, restin á að koma frá skuldurunum sjálfum. Ekki sátt um skattlagningu Þrátt fyrir að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra, hafi talað um í kynningu á tillögunum að fjármögn­ un skuldaniðurfellingaraðgerðanna væri trygg er erfitt að sjá að sú full­ yrðing standi. Ætlunin er að skatt­ leggja banka og fjármálastofnanir, jafnt þær sem starfandi eru og þær sem eru í slitameðferð. Ekki rík­ ir sátt um skattlagninguna og hafa forsvarsmenn slitastjórna þegar boðað dómsmál vegna fyrirhugaðr­ ar skattlagningar. Þegar er gert ráð fyrir að hækkaður og útvíkkaður bankaskattur skili 11,3 milljörðum í ríkissjóð frá slitastjórnum bankanna á næsta ári. Það er langt frá því fjár­ magni sem kynnt var um helgina að ætti að koma í tekjur af skattinum en talað var um 37 milljarða árlega. Í fjárlögunum segir: „Að lokum skal nefnt að gert er ráð fyrir að sér­ stakur skattur á fjármálafyrirtæki í slitameðferð sem áformað er að taka upp frá og með næstu áramót­ um muni skila ríkissjóði 11,3 mia. kr. tekjum á árinu 2014 og sömu fjárhæð 2015 en fjari síðan út.“ Ljóst er af þessu að auka þarf enn við bankaskattinn og tryggja með ein­ hverjum hætti að hann skili tekjum áfram eftir árið 2015. Aðgerðinum lýkur árið 2017. Þá er vert að hafa í huga að ef samið verður við kröf­ uhafana um slit bankanna verða engar frekari tekjur af sérstökum bankaskatti á þá. Þá hins vegar er hugsanlegt að tekjur fáist við það svigrúm sem talað er um að myndist. Úr hægri vasanum í þann vinstri Ekki er hægt að tala um afganginn af skuldaniðurfellingunum sem eigin­ legar niðurfellingar. Þar er um að ræða afnám skatts á séreignalífeyris­ greiðslur sem hægt verður að greiða inn á höfuðstól fasteignalána. Sjötíu milljarðar af þeim 150 milljörðum sem skuldaaðgerðirnar eiga að kosta í heild sinni eru því fengnar beint frá skuldurunum sem njóta góðs af þeim. Það er því í raun verið að færa peninga úr einum vasa skuldara yfir í annan vasa. Það er hverjum og einum í sjálfval sett hvort hann nýti þessa leið eða haldi áfram að greiða séreignasparnað inn í þar til gerðan sjóð til ávöxtunar og útgreiðslu á efri árum. Aðkoma ríkisins að þessum hluta aðgerðanna er fyrst og fremst með því að gefa eftir skatttekjur. Í svör­ um um leiðréttingaraðgerðina á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að gert er ráð fyrir tugmilljarða tekjumissi. „Tapaðar tekjur ríkissjóðs nema um 24 milljörðum króna til skemmri tíma litið en 40 milljörðum sé horft til lengri tíma. Þau áhrif koma fram á næstu áratugum þegar annars hefði reynt á skattgreiðslu vegna úttektar séreignalífeyris­ sparnaðar,“ segir í svari um hvort ríkis sjóður verði af skatttekjum. Allt lagt undir Allar þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í í þágu skuldsettra heimila, það er þeirra sem skulda fasteigna­ lán, koma til frádráttar í þessari nýju aðgerð. Ekki verður þó dregið frá vegna ólögmætrar gengistryggingar lána. Þetta þýðir að allir þeir sem fóru 110 prósent leiðina fá ekki fulla leiðréttingu nú sem og þeir sem fengu til að mynda greiddar sérstakar vaxtabætur. Þetta þýðir að þeir sem enn telja sig í vanda eftir 110 prósent leiðina eða eftir að hafa fengið myndarlegar vaxtabætur greiddar á síðustu árum geta allt eins átt von á því að fá lítið sem ekk­ ert niðurfellt í þessari nýju aðgerð. Mjög stór hluti þeirra sem ný­ kynnt aðgerð stjórnvalda á að ná til fékk hins vegar greiddar þessar sér­ stöku vaxtabætur, fóru í 110 prósent leiðina, greiðsluaðlögun eða sértæka skuldaaðlögun. Samtals 66 þúsund heimili fengu sérstakar vaxtabætur sem þeim var frjálst að nota hvern­ ig sem þau vildu en var ætlað að kæmu til niðurgreiðslu á húsnæðis­ lánum. Þá voru tæplega tólf þúsund sem fengu niðurfellingu í 110 pró­ sent leiðinni, tæplega þrjú þúsund fóru í greiðsluaðlögun og um 800 sem fóru í sértæka skuldaaðlögun. Allt þetta kemur til frádráttar og eru því þeir sem ekki áttu rétt á þessum aðgerðum þeir sem koma best út úr skuldaniðurfellingum ríkisstjórnar­ innar nú. Í kynningu Sigurðar Hann­ essonar, formanns leiðréttingarhóps­ ins svokallaða, kom fram að af öllum 125 þúsund heimilunum í landinu séu um 70 þúsund sem skulda í fasteign. Það þýðir að aðeins fjög­ ur þúsund heimili hafa ekki þegar fengið einhverjar niðurfellingar eða greiðslur sem koma til frádráttar. n Ríkið borgar n Skuldarar mega líka nota eigin sparnað n Allt kemur til frádráttar„Tapaðar tekjur rík- issjóðs nema um 24 milljörðum króna til skemmri tíma litið en 40 milljörðum sé horft til lengri tíma. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Borgar Aðgerðirnar sem Sigmundur Davíð boðaði og kynnti um helgina fela í sér að ríkissjóður tekur á sig 80 milljarða af verðtryggð- um íbúðalánaskuldum í landinu. Mynd Sigtryggur Ari Skerðist Allar sértækar skuldaaðgerðir sem ráðist hefur verið í koma til frádráttar almennu aðgerðinni nú. Hún gagnast því best þeim sem ekki uppfylltu skilyrði fyrir fyrri aðgerðum. Bankaskattur Bjarni þarf að biðja Alþingi um að hækka bankaskattinn enn meira ef hann á að standa undir skuldaniðurfelling- um stjórnarinnar. Starfsleyfi Vodafone verði endurskoðað Birgitta Jónsdóttir segir fyrir hönd þingflokks Pírata að eðlilegt sé að endurskoða starfsleyfi Voda­ fone vegna alvarlegs gáleysis. „Þingflokkurinn gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Vodafone þegar kemur að varð­ veislu persónuupplýsinga og persónulegra samskipta viðskipta­ vina fyrirtækisins,“ segir Birgitta í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Hún segir það ljóst að fyrirtækið hafi ekki dulkóðað lykilorð nægilega vel og því ekki varið viðskipta­ vini sína fyrir árás tölvuþrjóta en persónuupplýsingar fjölmargra viðskiptavina fóru í dreifingu á netinu. „Það sem hefur ekki kom­ ið fram og nánast ómögulegt er að vita er hvort að óprúttnir aðilar hvort heldur einka­ eða njósn­ aaðilar hafi nú þegar náð í allar þessar viðkvæmu og persónulegu upplýsingar án vitneskju þeirra sem eiga þær og fyrirtækisins eða annarra sambærilegra fyrirtækja. Tímabært er að tryggja að fjar­ skiptafyrirtæki og þeirra ábyrgð sé tekin föstum tökum þegar kemur að öryggismálum,“ segir hún. Að lokum segir Birgitta að þing­ flokkur Pírata muni óska eftir því að öll helstu fjarskiptafyrirtæki landsins verði kölluð fyrir þing­ nefndir til að útskýra framkvæmd geymslu persónugagna og ræða öryggismál. Stútar sviptir ökuréttindum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á vefsíðu sinni að 1.200 ökumenn hafi um helgina verið stöðvaðir í sérstöku um­ ferðareftirliti. Fimm þeirra reynd­ ust ölvaðir við stýrið og eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Aðrir fjórir höfðu fengið sér að­ eins neðan í því – en sluppu fyrir horn. Þeim var þó gert að hætta akstri á staðnum. Mögulegt eignarnám Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að eignin við Seljalandsveg 102 verði tekin eignarnámi. Þetta kemur fram í frétt Bæjarins bestu á Ísafirði. Helsta markmið með kaupum á eignin við Selja­ landsveg, sem er að jafnaði kölluð Engi, er að tryggja ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. Þorbjörn H. Jóhannesson, eigandi Engis, segir í samtali við Bæjarins bestu að hús­ ið hafi ekki verið til sölu en segist þó ekkert hafa á móti því að bær­ inn fái eignina. „Ég veit ekki hvað eignarnám felur í sér, ég hef aldrei lent í svona atburðarás áður,“ seg­ ir Þorbjörn. Bæjarstjóri Ísafjarðar segist vonast til þess að ekki komi til eignarnáms og fullreynt verði að fara samningaleiðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.