Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 3
Vikublað 3.–5. desember 2013 Fréttir 3 Óvissa með fjármögnun R étt fyrir kosningarnar í vor vissi Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson ekki hvernig hann ætti að efna 240 milljarða króna kosningaloforð Fram­ sóknarflokksins. Þetta var ljóst út frá nokkrum viðtölum við hann. Í viðtali við Fréttatímann kom þetta berlega í ljós þar sem hann end­ aði á að spyrja retórískrar spurningar um hvort ekki mætti færa „rök fyrir“ því að nýta mæti peninga vogunar­ sjóðanna með því láta þá greiða upp húsnæðislán íslenskra heimila: „Vog­ unarsjóðirnir vissu að aðstæður gerðu það að verkum að ekki væri hægt að hleypa þeim úr landi með allt þetta fjármagn og því væru til staðar höft. Þeim mátti því vera ljóst að það þyrfti að ganga til samninga um niðurfær­ slu. Má því ekki nýta það svigrúm sem þar skapast til að koma til móts við heimilin sem færa má rök fyrir að hafi í raun fjármagnað þá með því að taka á sig tapið af hruninu með verð­ tryggingu?“ Bankaskattur á bak við 80 milljarða Nú er liðið meira en hálft ár frá kosn­ ingunum í vor og efndirnar, nákvæm­ lega hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að efna þetta loforð liggur ekki fyrir þrátt fyrir að búið sé að kynna tillögur um skuldaniðurfellingarnar. Upphæðin sem áður var 240 millj­ arðar króna, og átti að vera fjármögn­ uð af kröfuhöfum föllnu bankanna, er nú komin niður í 150 milljarða og á að fjármagna 70 milljarða af henni með skattleysi séreignarsparnaðar sem nýtast á við uppgreiðslu húsnæð­ isskulda. 80 milljarðar eiga að koma með því að hækka bankaskatt á fjár­ málafyrirtæki í slitameðferð. Um hækkunina á bankaskattinum sagði Bjarni Benediktsson fjármála­ ráðherra á blaðamannafundinum í Hörpu á laugardaginn að undanþág­ ur frá skattgreiðslum sem fjármála­ fyrirtæki í slitameðferð hefðu haft myndu vera afnumdar og að nota ætti þessa peninga til að lækka skuld­ irnar. „Með því móti munu áhrifin af þeim aðgerðum sem eru kynntar hér til sögunnar á ríkissjóð verða engin,“ sagði Bjarni. Lítt sýnilegur skattur Athygli vekur að engin umfjöllun er um bankaskattinn í glærukynn­ ingunni sem kynnt var í Hörpu á laugardaginn. Ekki er minnst einu orði á að bankaskatturinn eigi að fjár­ magna 80 milljarða af skuldaniður­ fellingunni. Hið sama á við um um­ fjöllun á vef forsætisráðuneytisins um skuldatillögurnar þar sem birt eru svör við spurningum um fjármögnun­ ina en þar stendur orðrétt: „Ríkissjóð­ ur mun afla sér aukinna tekna á næstu 4 árum til að standa straum af aukn­ um ríkisútgjöldum af þessum aðgerð­ um. Aðgerðirnar verða þannig hvorki fjármagnaðar með auknum lántök­ um ríkissjóðs né með veitingu ríkis­ ábyrgða.“ Í svarinu kemur hvorki fram að fjármögnunin eigi að eiga sér stað með bankaskatti né að sækja eigi féð til þrotabúa hinna föllnu banka. Ekki á verksviði nefndarinnar Í samtali við DV segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, að hópurinn sem vann útfærsl una á skuldaniðurfellingun­ um hafi ekki unnið með hugmynd­ irnar um „hvernig hlutirnir voru fjár­ magnaðir“ og að glærukynning sem kynnt var um skuldaniðurfellingarnar á laugardaginn hafi verið byggð á vinnu þeirrar nefndar. „Það var svo bara rætt í samráði við ríkisstjórn og niðurstaða fengin í samráði við fjár­ málaráðherra.“ Hið sama má segja um svarið við spurningunni um fjármögnunina á niðurfærslunni sem taka ætti frá kröf­ uhöfum. „Það hefur komið beint fram hjá fjármálaráðherra hvernig menn ætla að afla sér tekna. Þannig að það gæti ekki verið skýrara. […] Þessi svör eru unnin út frá skýrslu nefndarinn­ ar fyrst og fremst. Það getur vel verið að þessi svör verði uppfærð í vikunni, það er verið að taka við fleiri spurn­ ingum sem fólk hefur,“ segir Jóhannes. Vinnuhópurinn, sem var und­ ir stjórn Sigurðar Hannessonar, kom því ekki að því að útleggja fjármögn­ unina á skuldaniðurfellingunum með peningum þrotabúa bankanna. Sú ákvörðun að nota bankaskattinn til að greiða niður milljarðana átta­ tíu var því pólitísk en ekki á verksviði nefndarinnar. Nefnd Sigurðar kom því ekki með beinum hætti að því að ákveða fjár­ mögnunina á 80 milljarða skulda­ niðurfærslunni. Maðurinn sem ríkis­ stjórnin flaggaði hvað mest út af tillögunum kom ekki að því að vinna og ákveða mikilvægasta þátt þeirra: Fjármögnunina á 80 milljörðunum sem eru í raun einu peningarnir í leiðréttingunni sem ekki koma frá skuldurunum sjálfum. Vill ekki tilgreina dagsetningu Jóhannes Þór bendir á upplýsingafull­ trúa ríkisstjórnar, Sigurð Má Jónsson, eða fjármálaráðherra, þegar hann er spurður að því hvenær samráðið á milli nefndarinnar og ríkisstjórn­ arinnar um bankaskattinn sem fjár­ mögnunaraðferð hafi komið fram. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nákvæmlega hvenær. Þetta er unnið svona í samhengi.“ Þegar Jóhannes Þór er spurður hvort þetta hafi verið fyrir tveimur vik­ um, viku eða fjórum dögum og hvort hann viti í reynd hvenær samráðið átti sér stað segir hann: „Ég veit svarið svona nokkurn veginn en ekki þannig að ég geti gefið þér nákvæma tíma­ setningu. Er þetta eitthvert stórmál þegar niðurstaðan liggur fyrir?“ Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra sagði á Alþingi á miðvikudaginn að ekki væri hægt að tala um tillög­ ur sérfræðingahópsins þar sem þær lægju ekki fyrir á þeim tíma. „Og ég bíð enn eftir því að sérfræðingahópur­ inn skili þá endanlega af sér þannig að við getum tekið þá umræðu á ein­ hverjum vitrænum grundvelli.“ Miðað við þetta svar Bjarna var honum ekki fullkunnugt um niðurstöðu nefndar­ innar á þessum tíma. Sigurður Már segist ekki geta full­ yrt hvenær sú ákvörðun hafi verið tek­ in að nota bankaskattinn til að greiða 80 milljarðana. Af einhverjum ástæð­ um er ekki minnst á þennan skatt í gögnum um tillögurnar og þar af leið­ andi er ólíklegt að búið hafi verið að ákveða þetta þegar þessi gögn voru samin. Tengslin á milli tillagna nefnd­ ar Sigurðar og þeirra ákvörðunar að leggja á aukinn bankaskatt til að fjár­ magna þær virðast því vera á reiki. Bankaskattur þrefaldaður Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í október síðastliðinn var greint frá álagningu sérstaks bankaskatts á fjármálafyrirtæki í slita­ meðferð upp á 11,3 milljarða króna. Þrefalda á bankaskattinn á ársgrund­ velli til að safna 80 milljörðunum úr þrotabúum föllnu bankanna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt í haust var ekki talað um frekari bankaskatt til að fjármagna skuldaniðurfærslurnar. Alveg ljóst er því að þessi lending á fjármögnunarleiðinni er ekki margra mánaða gömul. Leita hugsanlega réttar síns Nær öruggt má telja að kröfuhafar föllnu bankanna, Glitnis og Kaup­ þings, muni leita réttar síns og stefna ríkinu ef hugsanlegar samningavið­ ræður við íslenska ríkið skila ekki ásættanlegri niðurstöðu og ef rík­ ið innheimtir þennan bankaskatt úr búunum gegn vilja þeirra. Þetta herma heimildir DV um þrotabú Glitnis. Kröfuhöfunum hefur hins vegar gengið erfiðlega að ná eyrum íslenskra stjórnvalda og eru viðræður þeirra á milli ekki komnar á það stig að hægt sé að segja að ríkið og kröf­ uhafarnir sitji að samningaborðinu. DV hefur heimildir fyrir því að kröf­ uhafar Glitnis vilji að minnsta kosti leita allra leiða til að leysa málið utan dómstóla. Málið er því hið snúnasta og veltur niðurstaða í reynd á samningavið­ ræðunum á milli íslenska ríkisins og kröfuhafanna. Ef kröfuhafarnir fara hins vegar í mál gæti það leitt til þess að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða búunum til baka þá tugi milljóna króna sem teknir voru upp í skuldir. Á meðan, þar til annað kem­ ur í ljós, má segja að ríkisstjórnin hafi fengið byr í seglin í bili og þar til annað kemur í ljós – þetta annað skilið sem veðmál um að stjórnin muni komast upp með að leggja bankaskattinn á þrotabúin. n FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsu dýnum, án skuldbindinga! 20- 50% AFS LÁT TU R AF ÖLL UM HE ILS UR ÚM UM RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM 20-50% afsláttur af öllum heilsurúmum Að vakna endurnærð/ur eftir góðan svefn er ein besta stund dagsins Jólatilboð Sérfræðingar í heilsurúmum 12 mánaða vaxtalaus VISA / EURO greiðsludrei ng* * Einungis er greitt 3,5 % lántökugjald. CLASSIC - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 190.049,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 346.995,- DRAUMEY Einbreið heilsurúm á verði frá 70.224,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,- ROYAL - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 302.391,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 566.991,- Ítölsk hönnun - hágæða sófasett Kyn ning arv erð FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsu dýnum, án skuldbindinga! 20- 50% AFS LÁT TU R AF ÖLL UM HE ILS UR ÚM UM RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM 20-50% afsláttur af öllum heilsurúmum Að vakna endurnærð/ur eftir góðan svefn er ein besta stund dagsins Jólatilboð Sérfræðingar í heilsurúmum 12 mánaða vaxtalaus VISA / EURO greiðsludrei ng* * Einungis er greitt 3,5 % lántökugjald. CLASSIC - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 190.049,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 346.995,- DRAUMEY Einbreið heilsurúm á verði frá 70.224,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,- ROYAL - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 302.391,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 566.991,- Ítölsk hönnun - hágæða sófasett Kyn ning arv erð n Ekkert talað um bankaskatt og kröfuhafa í gögnum nefndar Sigurðar Hannessonar„Ég hef svo sem ekkert um það að segja nákvæmlega hvenær. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Fjármögnunin óljós Fjármögnun- in á 80 milljarða skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar er óljós og er bankaskattur ekki nefndur í gögnun- um um málið. Mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.