Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 4
Vikublað 3.–5. desember 20134 Fréttir Bílstólar dýrir hérlendis Í tólf tilvikum af sextán voru barnabílstólar dýrastir hér á landi í samanburði við Dan­ mörk, Svíþjóð og Þýskaland. Þetta kemur fram í niður­ stöðum könnunar sem Neyt­ endasamtökin gerðu á verði barnabílstóla. Á vef Neytenda­ samtakanna kemur fram að tollar skýri ekki þennan verð­ mun þar sem ekki sé lagður tollur á barnabílstóla né held­ ur vörugjöld. Mestur verð­ munur var á bílstól af gerðinni Cybex Sirona. Þegar könnunin var gerð, í lok októbermánað­ ar, kostaði stóllinn 132.990 hér á landi. Til samanburðar kost­ aði hann 76.589 í Danmörku og 73.639. Er verðmunurinn því allt að 45 prósentum. Læknanemar góðir sendi- herrar Gunnar Bragi Sveinsson utan­ ríkisráðherra fundaði á mánu­ dag með með Zsolt Németh, aðstoðarutanríkisráðherra Ungverjalands. Á fundinum var ákveðið að setja á fót vinnu­ hóp milli þjóðanna til að auka á frekara samstarf tengdu jarð­ varma. Stefna yfirvöld þar í landi á að minnka orkuþörf sína og auka hlut umhverfis­ vænna orkugjafa á næstu árum. Németh sagði íslenska læknanema vera bestu sendi­ herra Ungverjalands á Ís­ landi til kynningar á landinu og menningu þess. Um 160 manns af ungverskum uppruna búa á Íslandi en rúmlega 100 Íslendingar í Ungverjalandi, flestir af þeim í læknisfræði­ námi í Debrecen. Hafði glímt við geðræna kvilla n Lést eftir skotbardaga í Árbæ n „Skelfilegur atburður“ K arlmaður á sextugsaldri lést eftir skotbardaga við lög­ reglu og sérsveit ríkislög­ reglustjóra á mánudags­ morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr í aðgerðum lög­ reglunnar á Íslandi. Gríðarlegur við­ búnaður var í Árbæ á mánudag þar sem allt tiltækt lið lögreglu og sér­ sveitar ríkislögreglustóra kom að að­ gerðum. Klukkan hálf átta á mánu­ dagsmorgun tilkynnti lögregla að hætta væri liðin hjá. Aðstandandi mannsins segir í samtali við DV að hann hafi glímt við erfið andleg veik­ indi og að aðstandendur séu ánægð­ ir með að manninum hafi ekki tekist að slasa neinn alvarlega. Rýmdu blokkina Það var klukkan þrjú aðfaranótt mánudags sem nágrannar tilkynntu um hvelli og hávaða frá íbúð í Hraun­ bæ 20 í Árbæ. Þegar lögreglu bar að garði var reynt að hafa samband við manninn, en hún fékk þó engin svör. Sérsveitarmenn voru einnig kallaðir til og fóru þá inn í íbúðina. Þá skaut maðurinn á sérsveitarmennina og hæfði einn þeirra í hlífðarskjöld. Sér­ sveitarmaðurinn féll þá við og datt niður stiga að sögn lögreglu. Við þetta færðu lögreglumenn sig frá íbúðinni, en hófu að rýma blokk­ ina og koma íbúum í öruggt skjól. Íbúarnir dvöldu í Árbæjarkirkju fram eftir morgni. Þá reyndi lögregla að hafa aftur samband við manninn, án árangurs. Skaut á lögreglumenn Þegar þær aðgerðir mistókust var ákveðið að reyna að yfirbuga mann­ inn með beitingu gasvopna. Það var klukkan sex á mánudagsmorgun, en maðurinn hóf þá að skjóta á lögreglu út um glugga íbúðarinnar. Sam­ kvæmt verklagsreglum þarf að sækja menn sem ekki koma út úr gasmett­ uðu rými og fóru því sérsveitarmenn aftur inn í íbúðina. Maðurinn skaut aftur á lögregluna og í þetta sinn hæfði hann einn sérsveitarmann í höfuðið. Hann er með sár í andliti og á hönd. Meiðsli lögreglumannanna eru ekki alvarleg og forðaði hlífðar­ búnaður þeim frá alvarlegum skaða. „Þeirra búnaður og þjálfun kom í veg fyrir að ekki fór verr,“ sagði Stefán Ei­ ríksson lögreglustjóri um málið á blaðamannafundi á mánudag. Beittu skotvopnum Það var þá sem ákvörðun var tek­ in um að beita skotvopnum gegn manninum, yfirbuga hann og særa. Þegar maðurinn lá eftir var honum strax veitt fyrsta hjálp og sjúkraflutn­ ingamenn kallaðir til. Hann var svo fluttur á slysadeild og var úrskurð­ aður látinn á mánudagsmorgun. Á blaðamannafundi á mánudag kom fram að ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríks­ son, hafi verið sammála um að mikil hætta hefði skapast í Hraunbæ þessa nótt. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sérsveitarmennirn­ ir hafi staðið að málum eins og vera ber,“ sagði Haraldur. Hafði lengi glímt við veikindi Aðstandandi mannsins sem DV ræddi við segir að hann hafi glímt við erfið veikindi. Byssumaðurinn var ókvæntur og barnlaus, fæddur á Akureyri árið 1954. „Hann hafði átt við geðræn vandamál að stríða lengi,“ segir viðmælandi DV og tekur fram að ættingjar séu mjög fegnir að honum hafi ekki tekist að slasa neinn lögreglumann alvarlega. Að sögn að­ standandans hafði maðurinn ekki fengið þá þjónustu sem hann hafi þurft á að halda vegna veikinda sinna og ekki hafi verið komið nægj­ anlega til móts við hans þarfir. „Þetta er skelfilegur atburður,“ segir að­ standandinn. „Samúð okkar er hjá þessum lögregluþjónum og við biðj­ um fyrir þeim.“ Hefur áður verið ákærður Árið 1986 var maðurinn ákærður í Noregi fyrir tilraun til manndráps, meðferð eiturlyfja, innbrot og þjófn­ að í Ósló. Maðurinn sat í gæsluvarð­ haldi í nokkurn tíma vegna málsins. Hann hafði þá verið handtekinn í október 1985 við innbrot. Þegar lög­ reglumenn höfðu afskipti af honum, dró hann upp skammbyssu og beindi henni að lögregluþjóni. Skamm­ byssan var tekin af honum og hann var settur í gæsluvarðhald. Búist var við því að maðurinn yrði dæmdur til þungrar refsingar, en eftir að dómur féll kom maðurinn hingað til lands. Aðstandandi mannsins staðfestir þetta og segir að hann hafi í kjölfar­ ið verið sendur til Íslands en enginn hafi tekið á móti honum við komuna til landsins. Hann hafi verið frjáls maður þrátt fyrir alvarleika brotsins í Noregi á sínum tíma. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig frekar um mál­ ið enda stendur rannsókn þess yfir. Notuðu skotvopn Lögregla hleypti af skotvopnum í að­ gerðinni, en það mun vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Þá er þetta í fyrsta sinn sem einstaklingur deyr í slíkri aðgerð. Lögregla notaði 9 millimetra skot­ vopn, hríðskotabyssur og skamm­ byssur í aðgerðunum á mánudags­ morgun. Á blaðamannafundi í hádeginu á mánudag kom fram að sérsveitarmenn hefðu mannað svo­ kallaða sjónpósta í nágrenni íbúðar­ innar. Þeir voru vonaðir rifflum með sterkum sjónaukum. Ekki er gefið upp að svo stöddu hversu mörgum skotum var hleypt af í aðgerðinni en það er meðal þess sem farið verður yfir í rannsókn ríkis­ saksóknara og vettvangsrannsókn. Samkvæmt reglum lögreglunn­ ar hafa þau vopn sem notuð voru í aðgerðunum á mánudag verið tek­ in til hliðar og sérsveitarmenn hafa fengið ný vopn. Þeir lögreglumenn sem þess óska munu fá áfallahjálp og sálfræðiaðstoð vegna atburða mánudagsins. „Lögreglan harmar þennan atburð og vill koma inni­ legum samúðarkveðjum til ættingja mannsins,“ sagði Haraldur og bætti við: „Hugur okkar er hjá ættingjum mannsins.“ n Skothvellir um nótt Aðgerðir lögreglu hófust klukkan þrjú um nóttina. MyNdiR SigtRygguR ARi „Samúð okkar er hjá þessum lögregluþjónum og við biðjum fyrir þeim Sprungnar rúður Hér má sjá ummerki eftir skot og gassprengju lögreglunnar. „Hvað er að gerast?“ Nágrannar fylgdust með „Það var blóðpollur þarna fyrir utan,“ sagði íbúi í Hraunbænum í samtali við DV.is á mánudag. Nágrannar mannsins í sömu blokk voru fluttir í Árbæjarkirkju, en í nærliggjandi blokkum fylgdust margir hverjir með aðgerðum lögreglunnar. DV ræddi við nokkra nágranna manns- ins sem sögðust hafa orðið varir við skotin en ekki vitað neitt um hvað væri í gangi. Einn nágranni segist hafa beðið uppi í rúmi eftir að heyra sjö fréttir í útvarpi og þannig fengið upplýsingar um hvað var að gerast fyrir utan gluggann hjá sér. „Þetta var greinilegt. Ég hugsaði bara með mér, hvað er að gerast?“ segir einn íbúi. Ung móðir með 7 vikna gamalt barn sagði í samtali við DV að hún hafi verið mjög hrædd á tímabili. „Barnið var vakandi og á meðan heyrðum við skothvellina, hvern á fætur öðrum. Ekki færri en 50 skot.“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.