Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 8
Vikublað 3.–5. desember 20138 Fréttir Teitur Atlason ritstjorn@dv.is S tórhýsið Höfðatorg á horni Borgartúns og Katrínartúns er hæsta bygging Reykjavíkur. Húsið er 20 hæða og í því eru fjórar lyftur sem koma starfsmönnum í því hratt og örugglega á áfangastað. Óhætt er að segja að Höfðatorg sé ein glæsi- legasta bygging landsins enda hafa mörg stöndug fyrirtæki komið sér fyrir í Höfðatorgi. Fyrirtæki á borð við Samherja, Artica Finance og fjöldinn allur af virðulegum lögmannstofum. Opinberar stofnanir á borð við Fjár- málaeftirlitið, Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna eru í húsinu. Reykjavíkurborg leigir stóran hluta hússins undir stofnanir sínar. Þar með talið Skipulags- og byggingar- svið. Bílum lagt úti um allt Yfirbragð Höfðatorgs einkennist af röð og reglu. En það á ekki við um tveggja hæða bílakjallarann sem er undir húsinu. Þar ríkir lögmál frum- skógarins. Blaðamaður DV átti er- indi í Höfðatorg í vikunni og fékk sér göngutúr í bílakjallara flottustu skrif- stofubyggingar í Reykjavík. Í stuttu máli ríkir frumskógarlögmál þarna niðri og ótrúlegt að sjá það sem fyrir augu bar. Bílum er lagt á gangbrautir og í stæði merkt fötluðum. Bílum er líka lagt á sérstök svæði fyrir reiðhjól. Mesta athygli vekur þó að bílum er lagt í akveginum og skiptir þá engu hvort um er að ræða meðfram beinni braut eða beinlínis á horni þar sem tvær akbrautir mætast. Bílum er líka lagt á rampi sem tengir saman fyrstu og aðra hæð bílakjallarans. Breytist í bavíana Blaðamaður hitti fyrir starfsmann í húsinu sem var í reykpásu í kjallar- anum og spurði hann út í stöðuna í bílastæðamálum í húsinu. „Fólk breytist í bavíana hérna niðri. Ég á ekki bíl sjálfur og þekki ekki þessa stemningu en fólk er að tala um þetta í húsinu.“ Þetta ófremdarástand er svolítið sérkennilegt því starfsmenn byggingarfulltrúans í Reykjavík nota þetta bílastæði en sú stofn- un hefur einmitt að gera með reglugerðir um bíla- stæði, brunavarnir og fleira. Rýmingarhætta segir slökkviliðið Ekki þarf að hafa mörg orð um hættuna sem fylgir því að bifreiðum sé lagt í ak- veginum. DV sendi þessar myndir til slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins til um- sagnar. Ólafur R. Magnús- son hjá forvarnarsviði segir ástandið greinilega vera alvarlegt en slökkviliðið geti lítið aðhafst nema þegar lagt er fyrir útgönguleiðir sem nota þarf ef rýma þarf bygginguna. „Það er mjög alvar- legt og ef slík staða kemur upp og við myndum koma inn í svoleiðis stöðu með afgerandi hætti.“ Ólafur segir enn fremur að þessi bygging sé með fullkomnu úðakerfi sem væri ekki hannað eftir fjölda bílastæða, held- ur með það í huga að fara í gang á vissum svæðum. Bílakjallarinn í Höfðatorgi er gríðarstór og á tveim- ur hæðum. „Það er auðvitað mjög einkennilegt að leggja bílum á ramp- inum sem tengir hæðirnar saman en við myndum aldrei senda björg- unartæki þarna niður,“ segir Ólafur. „Öðru máli gegnir um sjúkrabíla til dæmis ef einhver fær hjartaáfall eða slasast alvarlega.“ Ólafur bendir á að byggingin sé í eigu einkaaðila og þeir stýri ferðinni í þessu málum þótt auðvitað gildi umferðarreglur þarna eins og annars staðar. „Það er mjög skrýtið að eigendur byggingarinnar bregðist ekki við svona stöðubrotum. Í bílastæðahúsinu í Hörpu eru háar sektir við því að leggja ólöglega.“ Húsvörður langþreyttur Albert Ómar Guðbrandsson, um- sjónarmaður fasteigna við Höfðatorg, þekkir ástandið vel. „Það eru of margir bílar að fara þarna inn og ef fólk finnur ekki stæði þá leggur það bara þar sem því dettur í hug.“ Al- bert segir að hann hafi oft kvartað yfir þessu og jafnvel látið draga bíla í burtu. „Það er auðvitað ekkert gaman að standa í svoleiðis því við vinnum í sama húsinu. Ég er settur í frekar erfiða stöðu. Ég skal alveg viðurkenna það.“ Um það bil 1.500 manns vinna í húsunum við Höfðatorg og bílastæðin eru um sex hundruð en samkvæmt upphaf- legum teikningum áttu húsin að vera fleiri og bílastæðin tvö þúsund. Albert segir að þegar hætt hafi verið við upphaflegar teikningar hafi grundvöllurinn fyrir þessu ástandi verið mótaður. Lausn í sjónmáli „Það er ýmislegt sem telur inn í þetta. Ég veit að eigendur og aðrir eru allir af vilja gerðir að leysa þetta en það er svolítið erfitt að breyta bílastæðamenningu Íslendinga. Þetta er spurning um tillitssemi okk- ar við hvert annað. Það er eins og vanti stundum upp á í þeim efnum,“ segir Albert. En sér hann einhverja leið til að laga þetta ástand? „Það er verið að vinna í þeim málum. Það er verið að setja upp hlið sem lok- ast þegar kjallarinn er fullur. Þá leys- ist þetta sjálfkrafa en þangað til það gerist er því miður mjög erfitt að eiga við þetta. Fólk hlustar ekki.“ n „Fólk breytist í bavíana hérna niðri“ n Frumskógarlögmál í kjallara glæsibyggingar n Húsvörðurinn er langþreyttur „ Fólk hlustar ekki Höfðatorg Slétt og fellt á yfirborðinu en kaós í kjallaranum.„Myndum aldrei senda björgunartæki þarna niður. m y n d iR T ei Tu R A TL A s o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.