Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 11
Vikublað 3.–5. desember 2013 Fréttir 11 6 Magnús Örn Scheving 49 ára Eignir: 536 milljónir kr. n Íþróttakappann og athafna­ manninn Magnús Örn Schev­ ing þekkja flestir sem sjálfan Íþróttaálfinn í Latabæ. Magnús er hugmyndasmiður Latabæjar auk þess að vera framkvæmdastjóri og einn stofnenda LazyTown Enter­ tainment en Latabæjar ævintýrið sló í gegn á heimsvísu og hefur átt mikilli velgengni að fagna víða um heim. Má því ætla að rekja megi auð Magnúsar að mestu leyti til þess. Maki Magnúsar er Ragnheiður Pétursdóttir Melsteð og eru eignir þeirra rúmar 536 milljónir króna. 7 Hildur Guðmundsdóttir 70 ára Eignir: 444 milljónir kr. n Hildur er ekkja Ólafs Baldurs Ólafssonar sem lést árið 1999. Ólafur var framkvæmdastjóri hjá útgerðarfyrir­ tækinu Miðnesi hf. í Sandgerði um árabil, allt þar til fyrirtækið var sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. Hann sat jafnframt í stjórnum fjölda annarra fyrirtækja og félaga. Faðir Ólafs var Ólafur Jónsson útgerðarmaður. 8 Jón Halldórsson 67 ára Eignir: 437 milljónir kr. n Hjónin Jón Halldórsson og Ingigerður Jónsdóttir eru meðal efnaðasta fólks Seltjarnarnesbæjar en eignir þeirra nema rúmum 436 milljónum króna. Jón er hæsta­ réttarlögmaður og rekur lögmannsstofuna Lögmenn Jóns Halldórssonar en Ingigerður er hjúkrunarfræðingur. Jón hefur verið meðal stærstu hluthafa lyfjafyrir­ tækisins Omega Pharma sem lengi vel var þekkt fyrir framleiðslu á vítamínum og heilsuvörum en framleiðsla samheitalyfja hefur verið umfangsmesti hluti starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár. 9 Guðrún Sveinsdóttir 69 ára og Jón B. Stefánsson 71 árs Eignir: 379 milljónir kr. n Guðrún er af Engeyjarætt, dóttir Sveins Benediktssonar útgerðarmanns. Jón eiginmaður hennar er byggingarverkfræðingur. 10 Kristín Jóhannesdóttir 50 ára Eignir: 377 milljónir kr. n Kristín er dóttir Jóhannesar Jónssonar heitins, gjarna kenndur við Bónus. Ætla má að auð hennar megi að nær öllu leyti rekja til ættar­ veldisins. Hún sat meðal annars í stjórn Baugs og átti í fjárfestingarfélaginu Gaumi, höfði Baugsveldisins, sem fór í þrot nýverið. 11 Steingrímur Bjarni Erlingsson 43 ára Eignir: 372 milljónir kr. n Steingrímur Bjarni er aðaleig­ andi Fáfnis Offshore. Hann rak áður umfangsmikla útgerð í Kanada. Samkvæmt heimild­ um DV seldi Steingrímur hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Bjarnari árið 2011. Mun hann hafa innleyst nokkur hundruð milljóna króna hagnað í þeim viðskiptum. Maki Steingríms Bjarna er Kristín Jónína Gísladóttir. 12 Ágúst Einarsson 61 árs Eignir: 365 milljónir kr. n Ágúst er útgerðarmaður og menntaður hagfræðingur. Hann var þingmaður Þjóðvaka á tíunda áratugnum og var meðal annars framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv­ arinnar í Reykjavík hf. Ágúst hefur setið í stjórn ýmissa útgerðarfyrirtækja svo sem Jökla hf. og Faxamarkaðar­ ins. Maki Ágústs er Kolbrún Ingólfsdóttir. 13 Jón Gunnar Jónsson 25 ára Eignir: 352 milljónir kr. n Jón Gunnar er sennilega með yngstu auðmönnum Íslands en hann starfar hjá GAMMA og er nemi í fjármálaverk­ fræði. Ólíklegt telst þó að rekja megi auð hans til eigin verka og starfa. Jón Gunnar er sonur Jóns Halldórssonar sem er hér ofar á lista. 14 Erlendur Magnússon 57 ára Eignir: 327 milljónir kr. n Erlendur er bankamaður sem hefur starfað við ýmis fyrirtæki í fjármálageiranum. Hann hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Fjárfestingar­ bankans og stofnaði hann Total Capital Partners, fjármála­ fyrirtæki í Bretlandi. Hann var og framkvæmdastjóri hjá Glitni. Bárust fréttir af því nú í september að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru á hendur honum fyrir innherjasvik meðan hann starfaði hjá Glitni. Hann er sagður hafa nýtt sér innherjaupplýs­ ingar þegar hann seldi hlut Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna í mars 2008. 15 Oliver Robert Bremond 51 árs og Þórunn Edda Anspach 49 ára Eignir: 313 milljónir kr. n Hjónin Oliver Robert og Þór­ unn Edda ráku og áttu verslun­ ina Kisuna fram til ársins 2011. Auð þeirra má fyrst og fremst rekja til franska sjónvarps­ framleiðslufyrirtækisins Marathon sem Oliver stofnaði og átti stærstan hlut í þar til hann seldi það rétt eftir aldamót. Árið 2011 bjuggu þau á Seltjarnarnesi en samkvæmt þjóðskrá búa þau nú í Bandaríkjunum. 16 Einar Sigurðsson 58 ára og Kristín Ingólfsdóttir 59 ára Eignir: 326 milljónir kr. n Einar er forstjóri Mjólkursam­ sölunnar ehf. og Auðhumlu svf. Hann er með meistaragráðu í stjórnmálafræði og starfaði lengi í fjölmiðl­ um, meðal annars sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, og leiddi uppbyggingu útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar á sínum tíma. Eiginkona Einars er Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í lyfja­ fræði. Þau eru flutt af Seltjarnarnesi. 17 Sverrir Egill Bergmann 54 ára og Margrét Pálsdóttir 54 ára Eignir: 313 milljónir kr. n Sverrir Egill stofnaði heildversl­ unina Bergdal ehf. og var fram­ kvæmdastjóri hennar um árabil þar til Nathan & Olsen keypti alla hluti í fyrirtækinu 2007. Í dag er hann framkvæmdastjóri Landstjarnar ehf. og er kona hans Margrét skráð sem eigandi þess. Kaup ríkislögreglustjóra á vörum af Landstjörn komust í fréttir árið 2011 en ekki var leitað tilboða frá öðrum fyrirtækjum fyrir kaupin. Sonur þeirra hjóna starfaði sem lögreglumaður er viðskiptin áttu sér stað. 18 Ólafur Garðarsson 54 ára Eignir: 295 milljónir kr. n Ólafur er hæstaréttarlög­ maður sem hefur starfað um árabil sjálfstætt en starfar nú á Lögmannsstofu Reykja­ víkur. Auk þess hefur hann verið umboðsmaður ýmissa knattspyrnumanna. Hann var starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og bárust fregnir af því að árið 2010 hafi hann tekið sér 53 milljónir í árslaun. Maki Ólafs er Laufey Johannessen. 19 Júlíus Bjarnason 57 ára Eignir: 292 milljónir kr. n Júlíus er einn eigandi sem og framkvæmdastjóri Stillingar sem faðir hans Bjarni Ingimar Júlíusson stofnaði árið 1960. Stilling er eitt elsta varahlutafyrirtæki á Íslandi í dag og hefur ávallt verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Maki Júlíusar er Ásta Pétursdóttir. 20 Erna Gísladóttir 45 ára og Jón Þór Gunnarsson 46 ára Eignir: 281 milljón kr. n Erna er framkvæmdastjóri bílaumboðsins B&L. Erna og Jón Þór keyptu fyrirtækið í fyrra. Fjölskylda Ernu stofnaði fyrir­ tækið á sínum tíma og rak það um áratugaskeið með góðum árangri. Fyrirtækið var svo selt en Erna keypti það aftur. Auðmenn Seltjarnarness

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.